Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, UÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skrípaleikur við endur- byggingu Pjóðleikhússins Það hefur vart farið fram hjá mörgum að til stendur að gera viðamiklar endur- bætur á Þjóðleikhúsinu. Það var löngu orðið tímabært að ráðast í slíkar framkvæmdir enda hefur viðhald Þjóð- leikhússins verið í algeru lágmarki allt frá því það var byggt. Þessi merka lista- og menningarmiðstöð þjóðar- innar hefur því látið mjög á sjá í tímans rás. Það hefur hins vegar risið mikill ágreiningur um þá leið sem valin var við endurbygging- arstarfið. í stað þess að endurnýja innanstokks- muni en láta húsið halda sinni upprunalegu mynd innan dyra, var ákveðið að umbylta gamla skipulaginu og skapa nýtt leikhús inni í gömlu „skelinni“. Þessi ákvörðun hefur mælst mis- jafnlega fyrir og meira að segja starfsmenn leikhúss- ins skiptast í tvo andstæða hópa. Annars vegar eru þeir sem vilja að húsinu verði bylt innanstokks en hins vegar eru þeir sem vilja að nauðsynlegustu lagfæringar verði gerðar án þess að breyta hið minnsta upprunalegu svipmóti hússins. Síðarnefndi hópur- inn er í reyndar miklum minnihluta meðal starfs- manna Þjóðleikhússins. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga frá Eiði Guðnasyni, þingmanni Alþýðuflokks, þess efnis að hætt verði við fyrirhugaðar breytingar á Þjóðleikhús- inu. 122 arkitektar hafa afhent forseta Sameinaðs Alþingis undirskriftalista, þar sem þeir lýsa fullum stuðningi við þingsályktun- artillögu Eiðs. Þeir vilja ekki að verk hins merka arki- tekts, Guðjóns Samúels- sonar, sem hannaði Þjóð- leikhúsið á sínum tíma, verði „eyðilagt" með þess- um hætti. En deilan um endurbygg- ingu Þjóðleikhússins er ekki einungis fagurfræði- legs eða tilfinningalegs eðlis. Hún snýst ekki síður um verulega fjármuni. Fram hefur komið að áfall- inn kostnaður vegna hönnunar og ráðgjafar við endurbygginguna nam hvorki meira né minna en 49 milljónum króna þann 1. febrúar síðastliðinn. Þar af fékk embætti Húsameistara ríkisins 20 milljónir króna í sinn hlut á tímabilinu. Sér- staka athygli hefur vakið að af þessum 49 milljónum er ljósritunarkostnaður um 432 þúsund krónur! Þessar tölur eru ótrúlega háar og með öllu óafsakanlegt ef reyndin verður sú að lagt hafi verið í þennan kostnað að ófyrirsynju. Deilan um endurbygg- ingu Þjóðleikhússins er þegar orðin mesti skrípa- leikur. Dagur ætlar ekki að blanda sér í deiluna um það hvort umbylta eigi innvið- um Þjóðleikhússins ellegar láta það halda upprunaleg- um svip. Hins vegar vekur blaðið athygli á því hve skammarlega er farið með almannafé ef raunin verður sú að tæpum 50 milljónum króna hafi verið kastað á glæ. Þá sem bera ábyrgð á slíkum hringlandahætti og vitleysu þarf að draga til ábyrgðar. BB. Umhverfi- Heilbrigði í dag, 7. apríl 1990, er alþjóða- heilbrigðisdagurinn. Hann er að þessu sinni helgaður þemanu „ Umhverfi - Heilbrigði“. Mönnum er sífellt að verða ljósari sú staðreynd að stöðugt fleiri sjúkdómar stafa af spill- ingu mannsins á umhverfi sínu og að vistkerfi heimsins er stór hætta búin vegna þeirrar iðn- þróunar sem átt hefur sér stað. í viðleitni sinni til að auka þæg- indi á heimilum og við vinnu búa menn til ný og fullkomnari tæki og framleiða ný og ný efni, en slík framleiðsla hefur oft í för með sér rnengun sem veldur skaða á lífríki og umhverfi. Slíkur skaði veldur svo síðar skaða á heilsu okkar. Nú er svo komið að jörðinni er mikil hætta búin vegna meng- unar. Sífellt fleirum er að verða það ljóst og stöðugt bætast fleiri í hópinn sem vilja stöðva þá uggvænlegu mengun sem tröll- ríður heiminum. Mengun í einu landi getur valdið víðtækum afleiðingum í nágrannaríkjum og í heiminum öllum. íslendingar hafa fram undir þetta talið að þeir búi við besta og hreinasta umhverfi í heimi. Við höfum líka talið okkur trú um að mengunarhætta á íslandi stafi ekki frá innlendri starfsemi heldur komi hættan öll frá iðn- ríkjunum út í hinum stóra heimi. Petta styðjum við gjarn- an þeim rökum að mengandi fyrirtæki eru fá, við framleiðum orku með vatnsaflsvirkjunum og hitum húsin með heitu vatni. í ræðum og riti tala framá- menn þjóðarinnar um að við sölu íslenskra matvæla og í ferðamálum beri okkur að aug- lýsa þá ímynd, að íslenskt umhverfi sé hreint og ómengað. Okkur hlýtur því að bregða við fréttir um að strendur lands- ins séu síst minna mengaðar en í iðnríkjum Evrópu og loft- mengun vegna bílaumferðar sé með því mesta sem þekkist mið- að við höfðatölu. Við vitum að gróðureyðing hefur verið mikil á landinu og við höfum ekki náð að halda í horfinu, hvað þá snúa dæminu við. Aftur og aftur fáum við að sjá á sjónvarpsskjánum myndir af lélegri umgengni við landið og ruslahauga á víð og dreif. Á götum bæja og meðfram þjóð- vegum getur oft að líta yfir- gengilegt rusl. Fólk mengar loft hvert fyrir öðru með tóbaks- reyk, óþarfa lausagangi bifreiða o.fl. Ég hygg að öllum sé ljóst að við höfum ekki sinnt umhverfi okkar sem skyldi. Okkur skortir þó ekki lengur reglugerðir til að fara eftir heldur fyrst og fremst breyttan hugsunarhátt gagnvart umhverfinu. Margir einstakl- ingar leggja á sig ómælda vinnu við að fegra garðinn sinn, en sumir þeirra reka svo fyrirtæki Valdimar Brynjólfsson. þar sem allt er í drasli, eða mengunarbúnaði ábótavant. Allt of margir skola hugsunar- laust mengandi efnum í fráræsi eða henda á hauga. Ráðamenn í landstjórn og sveitarstjórnum skera oftast við nögl fjárveiting- ar til mengunarvarna og ann- arra umhverfismála. Skapast það sennilega af því að í mörg horn er að líta og þrýstihóparnir í öðrum málaflokkum duglegri að vekja athygli á sínum hugð- arefnum. Svörin sem fást þegar spurt er af hverju fer svo lítið fé til umhverfismála eru: „Önnur verkefni eru brýnni í dag“, „vandamálið er ekki stórt hjá okkur miðað við hjá öðrum þjóðum“ og „það skiptir engu máli á heimsmælikvarða hvern- ig við tökum á málinu“. Deginum í dag er einmitt ætl- að að breyta slíkum hugsunar- hætti og höfða til þess að hver einstaklingur leggur sitt af mörkum á „Jörðinni okkar“. Því fleiri einstaklingar sem leggja sitt af mörkum, því meiri áhrif verða af fyrirbyggjandi aðgerðum þeirra á „umhverfið okkar“ og þannig á „heilbrigði okkar“. ísland á að vera og hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar í umhverfismálunt, en þá verða allir að leggjast á eitt; einstakl- ingar, fyrirtæki, félagasamtök og ráðamenn sveitarfélaga og þjóðar. Verkefni til úrbóta eru ótal ntörg og hér verða aðeins nefnd dæmi um nokkur þeirra. Úrbætur við vatnsveitur. Enn býr fjöldi íslendinga við ófull- nægjandi vatn. Urbætur í sorpmálum. Öllu er hent á hauga hvort sem möguleiki er til að endurnýta það eða ekki. Sömuleiðis er allt of lítið hugsað um hvort um- hverfið spillist af því sem hent er. Úrbætur í frárennslismálum. Aðeins lítið brot af skólpi er hreinsað áður en það fer í við- taka, hvort sem það eru vötn, ár eða sjór. Úrbætur í gróðurvernd og landgræðslu. Skynsamleg nýt- ing landsins er nauðsynleg, en jafn brýnt er að takast á við gróðureyðinguna. Bætt umgengni við landið. Allir þurfa að hugsa um um- hverfið sem sína eign og ganga um það eins og garðinn sinn. Minni loftmengun. Verið er að gera ráðstafanir til að tak- marka notkun klórkolefna sem eyða ósonlaginu. Við getum valið úðabrúsa með öðrum drif- efnum. Við gætum einnig hætt að láta bílana ganga í hæga- gangi að óþörfu. Með því að draga úr ökuhraða bíla minnk- unt við mengun og við gætum dregið úr notkun einkabíla með því að nota almenningsfarar- tæki eða með því að ganga. Fleiri dæmi verða ekki tekin hér en allir eru hvattir til að hugleiða málið og átta sig á því samhengi sem er milli umhverf- is og heilbrigðis. Við höfum alla burði til að skapa íslandi ímynd hreinleika lofts, láðs og lagar sem verða innan fárra ára eftirsóknarverð- ustu lífsgæðin á Jörðinni. Við skulum því tileinka okk- ur slagorðin sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur val- ið í tilefni dagsins. „Jörðin okkar - Heilbrigði okkar“ „Hyggðu að heimi við dagleg störf“. Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.