Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Blaðamannastéttin og streitan Hinn dæmigeröi íslendingur fyrri alda stend- ur mörgum manninum fyrir hugskotssjónum sem harðger vinnuþjarkur, þungbrýnn og lotinn í herðum vegna þeirra byrða sem lífiö hefur lagt á hann, umkringdur krakkaskara, ömmum, öfum og húsdýrum en þrátt fyrir allt - rólegur og æðrulaus. Hann veit af fenginni reynslu að æsingur og óöagot borgar sig aldrei og gengur því til allra starfa af fullkom- inni rósemi. En nú er öldin önnur. Fregnir berast af sérstakri könnun sem gerð var meðal hinna ýmsu starfsstétta og var tilgangurinn að finna út hvort þær þjáðust af streitu eða ekki. Auðvitað veitti ekki af könnun sem þessari því fólk verður vitanlega að fá vitneskju um hvort því líði vel eða ekki. Annað eins hefur nú verið kannað og í því sambandi má nefna hina frægu sögu sem Guðmundur Jaki segir gjarnan af Félagsvísindastofnun Háskólans en eftir miklar rannsóknir komust starfsmenn hennar að þeirri niðurstöðu að meirihluti (slendinga borðaði kvöldverð kl. 7! En þetta var útúrdúr. Niðurstöður „streitu- könnunarinnar" eru vitanlega hið alvarleg- asta mál. Ég komst t.d. að því að ég tilheyri sérstökum áhættuhóp í þessum efnum, blaðamannastéttinni, en meðlimir hennar eru víst afar „stressaðir." Ég fylltist auðvitað skelfingu við þessi tíðindi. Reyndar taldi ég þetta fráleitt eiga við sjálfan mig enda er ég að öllu jöfnu með eindæmum rólegur. En það var af umhyggju fyrir vinnufélögum mín- um sem ég ákvað að kryfja þetta vandamál og reyna að finna leiðir til úrbóta. Spurningarnar sem vöknuðu hjá mér voru þrjár. Er þetta rétt og ef svo er hvað veldur og í þriðja lagi hvað er til ráða? Þar sem ég ber virðingu fyrir vísindunum þá svaraði ég fyrstu spurningunni fljótt játandi enda hafði ég svo sem litla ástæðu til að efast eftir að hafa horft gagnrýnum augum á fólkið í kring- um mig. Næsta verkefni var því að leita or- sakanna og það reyndist öllu erfiðara úrlausnar. Eg hafði einhvern tímann heyrt því fleygt að fréttaþurð ylli streituköstum hjá blaðamönnum en vissi að það gat ekki átt við á þessu svæði þar sem ætíð er úr gnægð frétta að velja. I þungum þönkum vafraði ég fram í kaffistofu fyrirtækisins og þar blasti lausnin við mér. A borðinu stóð hvæsandi kaffikanna og við hana löng röð illa haldinna blaðamanna að ná í dropann sinn. Ég gerði mér samstundis grein fyrir því að kaffi er undirrót alls ills. Of langt mál er að telja upp allan þann óskunda sem kaffi getur gert í mannslíkamanum, hér nægir að nefna að það er afar örvandi og ýtir því undir streitueinkenni. Allir blaðamenn sem standa undir nafni drekka kaffi í lítravís á hverjum degi og eitthvað verður undan að láta. I framhaldi af þessari uppgötvun reyndist auðvelt áð svara þriðju spurningunni. Ég geri það hér með að tillögu minni að blaða- menn hlýði kalli landlæknis og snúi sér að vatnsdrykkju. Það gæti reynst erfitt en líf þeirra myndi vissulega taka stakkaskiptum. Og hugsið ykkur bara hve ýmis orðatiltæki myndu breytast. Menn myndu ekki lengur fara í kaffi heldur færu þeir í vatn, þeir myndu mæla sér mót á vatnshúsum, o.s.frv. Og allir vitanlega sallarólegir! Jón Haukur Brynjólfsson. skák Deildakeppni Skáksambandsins: Snjallar viimingsskákir úr fórum Norðlendinganna Norðlenskar sveitir stóðu sig vel í Deildakeppni Skáksam- bands Islands, eins og við höf- um áður greint frá. Margar góðar skákir litu dagsins Ijós og ætlar Gylfi Þórhallsson að sýna okkur tvær sigurskákir keppenda frá Skákfélagi Akur- eyrar. Lítum fyrst á skák úr viðureign Taflfélags Reykjavíkur (norð- vestur) og B-sveitar Skákfélags Akureyrar í 1. deild, en TR sigr- aði 5:3. Þessi staða kom upp í skák Boga Pálssonar, sem er með hvítt og á leik, og Andra Áss Grétarssonar: a b c d e f g h 21. Hxb2l! - Dxb2 22. Bxg5! - Db4 (Ekki gengur 22. - hxg5, 23. Dxg5+ - Dg7, 24. Dd8+ - Df8, 25. Dxc7 og hótunin er hrókur á e3 og síðan g3 og hvítur vinnur. En svarta staðan er samt töpuð.) 23. De3 - f4 24. De7 - Be6 25. Bh7+ - gefið, enda mát í1 næsta leik. Bogi Pálsson halaði inn flesta vinninga í sveitinni, fékk 5'/> vinning af 7 mögulegum. Jón Árni Jónsson fékk 4]/í af 7 og Magnús Teitsson 4 af 6. Mátstef Þórleifs í úrslitaleiknum í þriðju deild milli Taflfélags Akraness (2Vi v.) og Unglingasveitar Skákfélags Akureyrar (3'/2 v.) kom upp eftir- farandi staða í skák Árna Böðv- arssonar og Þórleifs Karlssonar, sem er með svart og á leik: a b c d e f g h Hvítur hefur fórnað liði og lagt allt tromp á a-peðið, síðasti leikurinn var 29. a6, og ljóst að peðið yrði ekki stöðvað nema að gefa hrók fyrir það og staðan því orðin jafnteflisleg. En Þórleifur sá lengra og fann snjalla vinn- ingsleið. 29. - g3! (mátstef í vændum) 30. a7 - Ha2!! 31. a8=D - Hexa8 32. gefið. Þórleifur og Örvar Arngríms- son fengu flesta vinninga í sveit- inni, eða 5 af 6, og Smári Teits- son fékk 4 v. af 5. Drengirnir tefla í 2. deild næsta vetur. SS Öxnadalshreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga aö fara 9. júní 1990 liggur frammi að Auðnum, frá 8. apríl til 6. maí 1990. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist til sveitarstjórnar Öxnadalshrepps eigi síðar en 25. maí 1990. Öxnadalshreppur, 7. apríl 1990. f------------------------N Skíðafatnaður Verðum með Davidson skíðafatnað til sölu í Portinu, laugardaginn 7. apríl frá kl. 10.00-16.00. ★ Mjög hagstætt verð. ✓ Alafoss hf. Akureyri V_______________________________/ Nauðungaruppboð. Miðvikudaginn 1. apríl 1990, kl. 17.00ferfram nauð- ungaruppboð á lausafé að Hólabraut 11, Akureyri. Selt verður að kröfu skiptaréttar Akureyrar, fatnaður, ýmis smávarningur o.fl. úr þrotabúi Marks s.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá undirrituðum. Uppboðshaldarinn á Akureyri, 5. apríl 1990. Arnar Sigfússon, ftr. NORÐURLANDARÁÐ ÍSLANDSDEILD Norðurlandaráð auglýsir stöðu aðalritstjóra tímaritsins Nordisk Kontakt lausa til umsóknar. Tímaritið Nordisk Kontakt er gefið út af Norðurlandaráði. Hlutverk þess er að fjalla um norrænt samstarf, störf þing- anna og þjóðfélagsmál á Norðurlöndum almennt. Út eru gefin sautján tölublöð á ári. Tímaritinu er ætlað að beina upplýsingum til stjórnmála- manna, embættismanna, fréttamanna og annarra, sem áhuga hafa á norrænu samstarfi og þjóðfélagsmálum á Norðurlöndum. Aðalritstjóri (chefredaktören) er ábyrgur útgefandi tímarits- ins og ber ábyrgð á útgáfu og fjármálum þess. í ritstjórn sitja með aðalritstjóranum fimm ritstjórar, sem aðsetur hafa hver í sínu norrænu landi og sem hafa það hlutverk að sjá tímaritinu fyrir efni þaðan. Umsækjendur skulu vera vel ritfærir, hafa reynslu af stjórnun og störfum við fjölmiðla. Góð kunnátta í einu öðru norrænu máli en íslensku er nauðsynleg. Önnur mála- kunnátta og háskólamenntun eru æskileg. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðu þessa. Staða þessi er auglýst í öllum norrænu löndunum, en vinnustaðurinn er skrifstofa forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs, Tyrgatan 7 í Stokkhólmi. Samningstíminn er fjögur ár. Mögulegt er að framlengja hann um tvö ár. Aðalritstjórinn þarf að geta hafið störf eigi síðar en 15. september 1990. Launakjör eru samnings- atriði. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir aðilar: Gustaf Stjernberg, aðstoðarframkvæmdastjóri skrifstofu forsætis- nefndar, og Einar Karl Haraldsson, núverandi aðalritstjóri tímaritsins Nordisk Kontakt, í síma 9046 8 143420, og Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeildar Norður- landaráðs, í síma 91 11560. Umsóknir, þar sem m.a. skal tilgreina launakröfur skulu hafa borist til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) eigi síðar en 26. aprfi n.k.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.