Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 Akureyringar - Eyfirðingar! Sölusýning í „Vín" á gólfábreiðum úr islenskri ull. Hentugar á parket og til hlífðar gólfteppum. Nytsöm tækifærísgjöf. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00-18.30. Hentugar og góðar fermingargiafír BAKPOKAR FRÁ VANGO 65 I og 75 I — Níðsterkir Eigin þyngd aðeins 1100-1350 grömm STANGVEIÐIVORUR FRA DAIWA Kaststangir - Flugustangir Kasthjól - Fluguhjól - Veiðivesti o.fl. Fluguhnýtingasett e Sendum í póstkröfu?. TJÖLD FRÁ VANGO Kúlutjöld - Venjuleg tjöld Nylon- og bómullartjöld VKA EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Danmerkur- pistill Elsta vísa á dönsku Um það leyti sem Gunnlaugur ormstunga og Hrafn Önundar- son frá Mosfelli háðu einvígi sitt á Þrándheimi í Noregi í upp- hafi lltu aldar, áttu kristnir Danir og þeiðnir Svíar í orrustu við Uppsali, hina heiðnu háborg Norðurlanda á þeim tíma. Fyrir liði Dana fór Tóki nokkur Gormsson. Lítið er um hann vitað, en hann féll í orr- ustunni og einn manna hans, Eskill, reisti eftir hann bauta- stein, sem varðveist hefur og er múraður í norðausturhorn kirkjunnar í þorpinu Hallestad u.m það bil 15 km austur af Lundi í Svíþjóð, sem áður var danskt land, eins og menn vita. Á steininum, sem kallaður er Hállestad-steinninn, eru klapp- aðar rúnir á a.m.k. þrjár liliðar steinsins. Á einni hliðinni stendur þetta: „Eskill setti stein þennan eftir Tóka Gormsson. Sá er hollur drottinn." Þessi orð eru að sjálfsögðu rituð með rúnum og menn ráða að sjálfsögðu ekki í þessar rúnir nema þekkja stafagerðina, eins og gefur að skilja. Hins vegar skilur hvert mannsbarn á ís- landi það sem þarna stendur. Það gera Danir hins vegar ekki. Fyrir þeim er þetta alger hebreska. Á hinum hliðunum tveimur stendur þetta: Sá fló eigi íið Uppsölum. Settu drengir eftir sinn bróðr stein á bjargi studdan rúnum þeir Gorms Tóka gengu næstir. Þetta er elsta vísa á danska tungu sem varðveist hefur. Vís- an er að vísu allmiklu yngri en elstu vtsur, sem varðveist hafa á íslensku, ef treysta má heimild- Tryggvi Gíslason skrifar um. Vísan er undir ljóðahætti, sem svo var nefndur: átta vísu- orð, hvert með fjórum atkvæð- um, einn stuðull í ójöfnu vísu- orðunum og annar í jöfnu vísu- oröunum og ekkert rím. Mikið var ort undir ljóðahætti á mið- öldum, m.a. Völuspá, og á 19du öld ortu rómantísku skáldin á íslandi gjarna undir þessum bragarhætti. Þessi danska vísa er merkileg :fyrir margra hluta sakir, þótt það verði ekki rakið hér frekar. Hins vegar ber að taka það fram að enginn venjulegur Dani skil- ur eitt aukatekið orð í þessari vísu, sem ekki er von, því að imtímadanska er allt annað mál en forndanska. Hins vegar kem- ur í ljós að öll orðin í vísunni eru lifandi í íslensku nútíðar- máli. Með svolítilli yfirlegu get- ur hvert mannsbarn, sem á ann- að borð er mælt á íslenska tungu, skilið vísuna. Auðvitað þurfa menn að ráða í það, að orðmyndin „fló“ er þátíð af sögninni „fljúga“, „fló“, sem gat merkt, „flýja“ orðmynd- in „studdan" er af sögninni „styðja“, sem gat merkt „berja“, í þessu tilviki „klappa rúnir í stein“ - eða eitthvað á þá leið. Menning og tungumál Dana eru náskyld menningu og máli íslendinga. Þjóðirnar hafa báð- ar af mörgu að státa í menning- arlegu tilliti. Dönsk tunga hefur hins vegar breyst mikið frá mið- öldum. íslenska hefur hins veg- ar haldist lítið breytt í þúsund ár og hvort sem okkur þykir það Ijúft eða leitt þá er jjað þessi undarlega staðreynd sem gerir Islendinga merkilega í hafsjó þjóðanna - og svo einnig það að hafa skrifað Islendinga sögurn- ar á þeim tíma sem flestar aðrar þjóðir í Evrópu áttu sér ekki ritmál og því síður bókmenntir á við bókmenntir okkar frá mið- öldum. Og elsta danska vísan færir okkur heim sanninn um þessa undarlegu stöðu íslenskr- ar menningar og íslensks máls. : askil: sati: stin : þansi: ift[in] tuka : kurms : sun : san : hulan : | trutin san : flu : aigi: at: ub : | : salum satu : trikan : iftÍR : sin : bruþr stin : a : biarki: stuþan : runum : þÍR : (kurms : tuka): kiku : (nist)[iR]

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.