Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 9
Ljósopið Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 9 Fyrir vor Vorið boðar komu sína með glóandi geislum sólar, hjalandi lækjum, syngjandi fuglum og vatnsskemmdum í íbúðum. Með þessum breytingum fer myndum af fannbreiðum að linna í Ijósopinu, en þær hafa skiljanlega verið áberandi að undanförnu. Þessar myndir tók Pálmi Guðmundsson skömmu áður en vorið brast á fyrir alvöru og líklega verða snjómynd- irnar ekki öllu fleiri að sinni, nema ljósmynd- arar arki upp til fjalla. Lóan er komin og Gísli getur farið að hvíla strákúst sinn og skóflu. Eigandi reiðhjólsins brunar brátt um göturnar og börnin fara út vetrardúðunum og klæðast léttari fatnaði. Vor. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.