Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 7 „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist. “ (Jóh. 17:3.) Þekkjum viö Drottin Jesúm einungis sem sögulega per- sónu, eöa þekkjum viö hann sem lausnarann er kom í heiminn til að sætta okkur við Guð? Þekkjum við hann á sama hátt sem lærisveinninn Tómas er að lokum sagði: „Drottinn minn og Guð minn!" (Jóh. 20:28.) Hið sanna eilífa líf er ekki annars staðar að finna en í Guði. Við þurfum að þekkja Krist og kannast viö hann, sem þann er kom frá himnum til að deyja fyrir okkur svo að við mættum eignast fyrirgefn- ingu og frið við Guð. Jesús ræddi oft um það að eignast eilíft líf. Hér skilgreinir hann í hverju þetta líf í Guði er fólgið. Sannur kristindómur felst í því, að eiga persónulegt samfélag við Guð og að þekkja hann sem vin og hjálp- ara. Farvegurinn fyrir þetta samfélag er bænin og traustið á hans orði. Að þekkja Krist er að taka við honum og trúa á hann, hlýða honum og elska hann. Sá sem þekkir hinn eina sanna Guð hefir þegar tileink- að sér hans orð og hjálpræð- isverk. Því fylgir mikill skilning- ur á, hvað Guð hefir í Kristi Jesú gjört mikla hluti fyrir alla synduga menn. Vissulega er hægt að kynn- ast Guði í dýrð sköpunar- verksins, sem við sjáum allt í kringum okkur. En það er samt ekki leiðin til þess að eignast hið eilífa líf. Sú leið tiggur um Golgata, þ.e. fyrir trúna á hinn krossfesta og upprisna frelsara. „Sá sem hefir soninn á lífið, sá sem ekki hefir Guðs son, á ekki lífið. “ (1. Jóh. bréf 5:12.) Lífið í Guði gefur mikla fyll- ingu, bæði innri frið og sanna gleði. Það felst í því að sann- reyna það sem Guð hefir sagt og leitast við að fara eftir hans vilja. Allt líf brýst fram í ein- hverri mynd, sem ekki leynist. Lífið í Guði verður að raun- veruleika hjá þeim sem trúir á hann og lærir að þekkja hann í bæn og daglegu samfélagi. Þetta líf er eftirsóknarvert og þess virði að lifa. Spurningin er: Þekkjum við Krist eins og Páll postuli, sem sagði: „Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér," eða erum viö í hópi þeirra sem „segjast svo sem þekkja Guð, en afneita honum með verkunum". (Tít. 1:16.) Sannkallað PÁSKATILBOÐ fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! DALABRIE INNBAKAÐUR DALABRIE DALA YRJA CAMEMBERT DIÚPSTEIKTUR CAMEMBERT PORTSALUT GRÁÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð VIKULEGAR VIÐKOMUHAFNIR IIMNANLANDS - ÍSAFJÖRÐUR.......„.FÖSTUD./ÞRIÐJUD. - HÚSAVIK......................ALLA LAUGARDAGA ~ DALVÍK ..........,ALLA MÁNUDAGA ~ AKUREYRI..........ALLA MÁNUDAGA - SAUÐÁRKRÓKUR......ALLA LAUGARDAGA - SUOUREYRI/ÞINGEYRI FÖSTUD./ÞRIÐJUD. - PATREKSFJ./BÍLDUD...FÖSTUD./ÞRIÐJUD. - VESTMANNAEYJAR...ALLA FIMMTUDAGA FRÁ REYKJAVIK..................ALLA FIMMTUDAGA TIL REYKJAVÍKUR....ALLA MIÐVIKUDAGA iinoB IMCAKinJffi AUK/SlA k9d21-513

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.