Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 3 frétfir Verkalýðsfélag Húsavíkur: Býður stuðning stofni bærinn Þróunarsjóð Stjórn Verkalýðsfélags Húsa- víkur hefur samþykkt tillögu um að stofnaður verði Þróun- arsjóður Húsavíkur, sem setji sér að hafa til ráðstöfunar að lágmarki 100 milljónir, og hef- ur tillagan verið send Bæjar- stjórn Húsavíkur með áskorun um að hún beiti sér fyrir mál- inu. I samþykktinni er Húsa- víkurbæ ætlað að hafa for- göngu um stofnun sjóðsins, en leitað verði til annarra stærstu aðila í atvinnulífi staðarins um þátttöku og allra annarra, sem kynnu að vilja gerast eignar- aðilar að sjóðnum, en gert er ráð fyrir að 25% af fjármagni sjóðsins verði hlutafé eigenda hans en 75% verði fjármagnað með skuldabréfakaupum. Verði af stofnun sjóðsins, býðst Verkalýðsfélag Húsavíkur til að leggja fram allt að 10% af nefndri upphæð til sjóðsins, þar af 25% sem hlutafé. í samþykkt- inni lýsir stjórn félagsins yfir þungum áhyggjum af stöðu at- vinnumála á Húsavík. „Atvinnu- leysi á árinu 1989 var meira held- ur en um áratugaskeið og eins og horfir núna, með minnkandi þorskkvóta og mjög alvarlegri og Aktu eins og þú vilt aöaoriraki! b|umferoar ;UM EINS OG MENN' RAD versnandi stöðu í sjávarútvegi heimamanna eru horfur á því að staða atvinnumála muni enn veikjast, ef ekkert verður að gert. Stjórn félagsins telur að allir ábyrgir aðilar í atvinnulífi staðar- ins verði að leggjast á eitt til að breyta þróun þessara mála með það að markmiði að sækja fram til betri stöðu atvinnumála og bættrar efnahagslegrar stöðu samfélagsins. Það verður ekki gert með skjótvirkum hætti án þess að öflugt tæki bætist í fisk- veiðiflota Húsavíkur. Stjórnin minnir á ályktun aðalfundar félagsins frá síðasta ári um þessi mál, sem send var til bæjarstjórn- ar,“ segir í samþykkt stjórnar sem ítrekar nefnda ályktun. Hún fjallaði um stofnun þróunarsjóðs og nú býður stjórnin beinan stuðning við stofnun slíks sjóðs. Bæjarráð vísaði tillögunni til atvinnumálanefndar. Nefndin tekur undir það álit að fljótvirk- asta leiðin til að bæta efnahags- lega stöðu samfélagsins sé að öflugt tæki bætist í fiskveiðflot- ann, og telur viljayfirlýsingu Verkalýðsfélagsins um þátttöku mikils virði. En þar sem aðgang- ur að veiðiheimildum og skipa- markaði sé mjög takmarkaður er talið rétt að fela þeim fyrirtækj- um sem starfa að veiðum og vinnslu, og bærinn er eignaraðili að, að hafa forgöngu í þessum málum, stofna til þess sérstakt hlutafélag, eða gera aðrar þær ráðstafanir sem til þarf. Athuga þarf nánar hvaða val- kostir séu fyrir hendi um stofnun þróunarsjóðs og hvort ekki sé rétt að markmið slíks sjóðs sé almenn þátttaka í atvinnuupp- byggingu, heldur en að hann sé stofnaður til að sinna sérstöku verkefni. segir í áliti nefndarinn- ar. Fundargerð atvinnumála- nefndar liggur fyrir bæjarstjórn- arfundi nk. þriðjudag. IM Húsvíkingar fá nýjan snjótroðara í dag I dag kl. 11 verður þessum glænýja snjótroðara gefið nafn og fer athöfnin fram við bæjarskrifstofurnar á Húsavík. Fjöldi sktðabarna og áhugafólks um skíðaíþróttina ætlar að mæta og fagna þessu langþráða tæki, sem án efa mun koma að góðum notum í skíðabrekkunum fyrir páskahelgina. Mynd: im Horft i norður a bakhlið husins Sólrikar svalir og gróðursæll garður Horft í suður á framhlið húsins. I forgrunni má sjá rumgóð bílastæði. Óseyri 8, pósthólf 463 602 Akureyri, sími 96-21800 FJÖLMISMENN Nú byggjum við hús fyrir þá sem vilja eignast vand- aða og fallega íbúð á góðum stað. Fyrirhuguð bygg- ing verður reist á mótum Borgarbrautar og Bröttu- síðu á Akureyri og munu framkvæmdir væntanlega hefjast í júní á þessu ári. Fyrir þá sem hafa áhuga, verða upplýsingar veittar í síma 96-21800, en einnig verður sýning á teikningum og öðru sem bygginguna varðar á skrifstofu okkar, Óseyri 8 Akureyri frá og með þriðjud. 10. apríl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.