Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 20
Sauðárkrókur: Góð sala hjá Hegranesinu - söluverðið 24,5 milljónir Hegranes SK-2 seldi mjög vel í Bremerhaven í gær- morgun. Aflinn var rúm 180 tonn, mest karfi. Söluveröiö var 24,5 milljónir og meðal- verö á kíló var 133 krónur. Þetta er hæsta verð í krón- um talið sem togari frá Sauðárkróki hefur fengið fyrir sölu erlendis. Skafti SK.-3 seldi 140 tonn í Reykjavík í vikunni. Mjög viðunandi verð fékkst fyrir aflann. Skagfirðingur SK-4 landaði 145 tonnum á Sauðár- króki í gær. Næg vinna verður því í frystihúsunum við Skaga- ijörð fram að páskum. „Þetta hefur verið sérstak- lega góð vika hjá okkur. Allir togararnir hafa fengið full- fermi á stuttum tíma og svo toppsala hjá Hegranesinu í gær,“ sagði Gísli Svan útgerð- arstjóri hjá Skagfirðingi. kg Fiskiðja Raufarhafnar: Rauðinúpur með 100 tonn Stofnmælingatúr Rauðanúps ÞH-160, togara Jökuls hf. á Raufarhöfn, fyrir Hafrann- sóknastofnun er nú lokið og togarinn aftur farinn að veiða fyrir Fiskiðju Raufar- hafnar. Síðastliöinn mánudag kom Rauðinúpur til hafnar úr fyrsta túrnum að loknu rann- sóknaverkefninu og lagði hann upp ein 100 tonn. Togar- inn fór síðan aftur út á þriðju- dagskvöld. Haraldur Jónsson, útgerð- arstjóri Jökuls, sagði í samtali við Dag að nú væru hjólin far- in að snúast af fullum krafti hjá Fiskiðju Raufarhafnar eft- ir fremur litla vinnslu í ljar- veru togarans. Það væri því til- tölulega bjart yfir mönnum í Fiskiðjunni þessa dagana. SS Helgarveðrið: Er komið vor? Vorið er á næsta leiti og jafnvel líkur á að nú sé þaö komið ef marka má spá- dóma veöurfræðinga á Veðurstofu íslands fyrir næstu daga. Helgarveðrið á Norðurlandi mun verða á þá leið að suð- vestanáttir ráða ríkjum um allt land og þýðir það að búast má við einhverri vætu vestantil en betra veðri eftir því sem austar dregur. Á Norðausturlandi má jafnvel búast við léttskýjuðu veðri og hita. í dag veröur hit- inn kominn yfir frostmark og á sunnudag og mánudag er spáð 4-6 stiga hita. VG Höepfnersbryggjan á Akureyri rifin Starfsmenn Akureyrarhafnar hófust í vikunni handa við að rífa gömlu Höepfnersbryggj- una á Akureyri. A síðasta ári var ákveðið að bryggjan skyldi rifin en vegna mikilla framkvæmda við Fiskihöfn- ina, var því verki og ýmsum öðrum frestað þá. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar hafnarstjóra, er bryggjan orðin úr sér gengin og hættuleg. „Fað er ráðgert að koma þarna á Höepfnerssvæð- inu upp aðstöðu fyrir siglinga- klúbbinn Nökkva, þar sem hægt verður að vera með m.a. eins manns skútur og seglbretti. En ég á ekki von á því að byggð verði hafnarmannvirki aftur á þessum stað,“ sagði Guðmund- ur. Óvíst er hvenær hafist verður handa við að byggja upp fyrir siglingaklúbbinn. Að sögn Guð- mundar er áhugi fyrir því að staðsetja aðstöðuna aðeins sunnar á svæðinu, þar sem það er talið henta betúr starfsemi siglingaklúbbsins. -KK Kaupfélag Hún- vetninga, Blönduósi: Slæm afkoma á síðasta ári Aíkoma Kaupfélags Húnvetn- inga á Blönduósi var léleg á síðasta ári. Veltuaukning var um 7% sem er mun minna en verðlagshækkanir á sama tíma. Mun betri afkoma var hjá Sölufélagi Austur-Hún- vetninga. Verulegur samdrátt- ur varð þó í sauðfjárinnleggi eða um 8%. Helstu orsakir erf- iðleika í rekstri Kaupfélagsins má rekja til inikils fjármagns- kostnaðar og slæmrar eigin- fjárstöðu. Tap kaupfélagsins nam um átján milljónum króna sem er minna en árið á undan en þá var tapið.um tuttugu og sjö milljónir. Tap áður en fjármagnskostnaður er reiknaður var um 300 þús. árið 1989. Samanborið við 1988 er það bætt afkoma en þá var tap utan fjármagnskostnaðar um 13 milljónir. Staða viðskiptamanna er svip- uð og verið hefur. „Við verðum þó varir við þá þróun að hæstu skuldir lækka ekki. Peir sem verst eru staddir eru í miklum erfiðleikum með að rétta sig af,“ sagði Guðsteinn Einarsson kaup- félagsstjóri. Bætta afkomu Sölufélagsins má þakka endurskipulagningu í slátrun og einnig hafa verðlags- mál færst til betri vegar. Rekstr- arhorfur hjá Kaupfélagi Hún- vetninga fyrir 1990 eru nokkuð góðar. Samkvæmt rekstraráætlun má búast við betri afkomu heldur en verið hefur um árabil. kg Kjaradeila sjómanna: Heimild til verkfallsboðimar í 14 félögum „Nú eru 14 aðildarfélög búin að samþykkja að veita heimild til verkfallsboðunar og ég Kolbeinsey ÞH-10 seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýska- landi í gærmorgun fyrir hæsta meðalverð sem íslenskt skip fékk fyrir afla erlendis í jiessari viku, að sögn Kristjáns Asgeirs- sonar framkvæmdastjóra ís- hafs. Kolbeinsey landaði 173,5 tonnum. Heildaraflaverðmæti var rúmlegar 24,9 milljónir og meðalverð 143,65 kr fyrir kg. Uppistaða aflans var karfi. Hinn togari Húsvíkinga, Júlíus Havsteen landaði einnig í gær, 50 tonnum af rækju á Húsavík. Um 12 tonn af aflanum voru fryst um borð fyrir Japansmarkað en af- gangurinn fer til vinnslu á Húsa- vík. Aflaverðmæti rækjunnar er um 7 milljónir svo togarar reikna með að mörg félög til- kynni um niðurstöðu úr kosn- ingum um eða eftir helgina,“ Húsvíkinga lönduðu alls fyrir 32 milljónir í gær. IM Páskabjórinn sem Sana sendi nýlega frá sér á markaðinn virðist heldur betur hafa slegið í gegn, því hann er nú nánast ófáanlegur þó víða sé leitaö. „Jú, það er rétt, það er allt uppselt frá okkur og sömu sögu er víst að segja frá ílest- um útsölum ÁTVR,“ sagði Magnús Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Sana á Akur- eyri. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt hversu góðar við- sagði Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandi íslands um stöðuna í kjarainálum sjómanna. Sjómenn hafa í öllum félögun- um 14 verið nær einhuga um að veita heimild til boðunar verkfalls. Fyrir helgina höfðu þrjú félög á Norðurland tilkynnt niðurstöðu til Sjóinannasam- bands íslands, þ.e. Sjómannafé- lag Eyjafjarðar, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Sjómannafélag Ólafsfjarðar. Deiluaðilar hafa ekki hist á tökur bjórinn fékk þó við vild- um gjarnan eiga meira til að geta annað eftirspurn.“ Magnús segir að þeir hjá Sana hafi rennt blint í sjóinn varðandi framleiðslu á páskabjórnum. Lagaður var bjór í 4-5 þúsund kassa í allt og virðist hann hafa selst upp á viku. „Það var rffandi sala í þessum bjór og liann seldist upp á einni viku,“ sagði Haukur Torfason út- sölustjóri ÁTVR á Akureyri. samningafundum frá formanna- fundi Sjómannasambandsins þar sem samþykkt var að félögin öfl- uðu sér heimildar til boðunar verkfalls. Hólmgeir sagðist ekki eiga von á að samningafundur verði boðaður fyrr en afgreiðslu verði lokið í öllum aðildarfélög- um Sjómannasambandsins. Þau eru um 40 talsins. „Enda hefur það enga þýðingu að boða til fundar fyrr. Við fáum sömu svör áfram en við vonum auðvitað að hreyfing komist á ineð þessum þrýstingi,“ sagði Hólmgeir. JOH Haukur sagði að um væri að ræða 2.000 kippur eða 12.000 flöskur og sagði hann að mikið væri spurt um bjórinn og ætti sú eftirspurn vafalaust eftir að aukast þar sem enn væri jú rúm vika í páskana. Sömu sögu var að segja frá út- sölum ÁTVR á Sauðárkróki og Siglufirði. Á Sauðárkróki .seldist bjórinn upp strax á fyrstu dögun- um og er mikið spurt eftir honum þar. Á Siglufirði voru nokkrar kippur eftir í gær en búist var við að þær kláruðust þann dag. VG Húsavík: Kolbeinsey með hæsta meðalverð vikimnar - fékk tæpar 25 milljónir í Pýskalandi Páskabjór Sana sló í gegn: Seldist upp á einni viku

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.