Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 13 poppsíðon Umsjón: Magnús Geir Guömundsson XYZ-XYZ: Ófrumlegt en frískt XYZ er ein af þeim óteljandi hlómsveitum sem tilheyra hinni geysimiklu þungarokksbylgju sem hófst í Bandaríkjunum í kringum 1982. Reyndar nær uþpruni hljómsveitarinnar mun lengra aftur, en í þeirri mynd sem hún er nú í hefur hún starfað í nærfellt fjögur ár, eða frá árinu 1986. Gerir XYZ út frá Los Ange- les og er skipuð þeim Terry llous sem syngur, gítarleikaranum March Richard, Pat Fontaine bassaleikara og trommuleikaran- um Paul Monroe og eru llous og Fontaine stofnendur hennar. Er þessi samnefnda plata jafnframt fyrsta plata XYZ og kom hún út síðla síðasta árs í Bandaríkjun- um. Tónlist sveitarinnar er mjög í anda svonefnds hefðbundins eða venjulegs þungarokks og eru áhrif frá sveitum eins og Dokken og Europe auk eldri sveita á borð við Y & T og Van Halen áberandi. Upptökustjórn plötunnar annast einmitt höfuð- paur Dokken sálugu Don Dokken og því ekki undarlegt að áhrifa Efnileg sveit á uppleið. hans gæti á plötunni. Á henni eru tíu lög og eru flest þeirra vel áheyrileg. Ákveðinn frískleika- blær er yfir lagasmíðunum eins og oft fylgir þegar nýjar sveitir eiga í hlut, en hins vegar er ekki frumleikanum fyrir að fara en það á þó aðeins við í lakari lögum plötunnar. Bestu lögin finnst mér vera Maggy, eitt af þessum sem maður gríþur strax, Follow The Night, lag með nokkrum Suður- ríkjarokksblæ og loks Nice Day to Die, keyrslurokkari eins og þeir gerast bestir. í heildina er óhætt að segja að þessi frum- burður XYZ er allrar athygli verð- ur og ættu aðdáendur þunga- rokks ekki að láta plötuna framhjá sér fara. Sýnum Subaru Legacy 1,8 GL árg. 1990 í sýningarsal okkar að Bifreiðarverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 7. apríl og sunnudaginn 8. apríl frá kl. 14.-17. báða dagana. Einnig verða á sýningunni Nissan bifreiðar. The Missíon - Carved in Sand: Nýrokk í betri kantinum Komið og skoðið glæsilega bíla. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. _____________________________/ Carved in Sand er fjórða breið- skífa nýrokkssveitarinnar The Mission, en hinar þrjár eru, Gods Own Medicine (1986), The First Chapter (1987) og Children (1988). Varð hljómsveitin til með þeim hætti að söngvarinn/gítar- leikarinn Wayne Hussey og bassaleikarinn Craig Adams klufu sig út úr annarri hljómsveit sem þeir störfuðu saman í The Sisters of Mercy en þeir höfðu fengið sig fullsadda af ofríki höfuðpaurs þeirrar sveitar And- rew Eldritch, og stofnuðu The Mission ásamt gítarleikaranum The Mission hrifnir af Sandskrift. Hitt og þetta Músiktilraunir í nánd Eins og undanfarin ár stendur æskulýðsmiðstöðin Tónabær í Reykjavík fyrir Músíktilraunum nú í apríl. Sem fyrr verða fjögur undanúrslitakvöld og síðan eitt allsherjar úrslitakvöld sem verður þann 28. apríl. Hefur Poppsíðan haft fregnir af því að á sfðasta undanúrslitakvöldinu þann 26. mun hljómsveit héðan frá Akur- eyri koma fram. Heitir sveitin því kinduga nafni „Maður upp í tré“ og hefur á efnisskránni „létt alvörupopp" ef skilja má Bassa- leikara sveitarinnar Jón Stefán Einarsson rétt. Aðspurður kvað Jón Stefán þá félagana vera hóf- lega bjartsýna á árangur enda væri þetta meira til gamans gert en hitt. Svo er bara að sjá hversu langt þeir komast á spilagleðinni. Heart: Stórsveitin Heart frá Seatle í Bandaríkjunum sem leidd er af þeim systrum Ann og Nancy Wilson, hefur nú sent frá sér nýtt lag og nefnist það All I wanna do. Er lagið undanfari nýrrar plötu sem út kemur nú á næstunni og kallast Brigade. Og þá loks aftur að útgáfu- fregnum nýjum og nýlegum. Litla systir Michael Jacksons, Janet Jackson er búin að senda frá sér nýja plötu og heitir hún því sögu- lega nafni Rhythm Nation 1814. Hin skemmtilega kanadíska sveit Cowboy Junkees er sömuleiðis komin með nýja plötu, þá aðra í röðinni og nefnist sú The Caution Horses. Gamli rokkarinn Dave Edmunds er ekki dauður úr öllum æðum því ný skífa er væntanleg frá honum í apríl og nefnist hún Close to the flame. Þá má þess til gamans geta að Edmunds er ein- mitt skipuleggjandi minningar- tónleikanna um John Lennon sem fjallað var um hér á undan. Af (Dungarokksskífum er vert aö nefna plötu frá fyrrum gítar- leikara Helloween Kai Hansin og félögum hans í Gamma Ray og heitir hún Heading for tomorrow, og frá nýrri mjög efnilegri sveit XYZ en platan þeirra kallast ein- faldlega XYZ. Simon Hinkler og trommu- leikaranum Mick Brown. Carved in Sand er líkt og fyrri plötur The Mission blönduð af kröftugu rokki og þjóðlagatónlist í dulúðugum stíl, og þá er ekki laust við að nokkura áhrifa frá U2 gæti á henni, og þá sérstaklega í laginu Butterfly on a Wheel. Var Butter- fly on a Wheel reyndar fyrsta lag plötunnar sem gefið var út á smáskífu og náði það tólfta sæti breska vinsældalistans. Erfitt er að tína út bestu lög á plötunni þar sem hún hljómar mjög heil- steypt, en nefna má lög eins og Deliverance, Amelia og Paradise (Will shine like the Moon), sem öll eru góð dæmi um nýrokk í betri kantinum. Upptökustjórn Carved in Sand annaðist Tim Palmer sem einnig tók upp fyrstu skífu The Mission Gods own Medicine. Er upptaka hans mjög góð og á hún sinn þátt í gæöum plötunnar. „Fermingar og áfengi eiga ekki samleið. Eyðileggjum eKKi hátíðleiKa fermingar- innar með neyslu áfengra dryKKja. Munum að bjór er einnig áfengi." Vímulaus Æska, húsmæðraféjag Reykjavíkur, Prestafélag íslands, Áfengisvarnarráð, Átak til Ábyrgðar. Í.V.T.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.