Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 5 Teitur á gönguskíðunuin. Til gamans má geta þess að Finnur Birgisson tók myndina, en hann teiknaði einmitt myndina af Teiti í Carmínu. Akureyringarnir í 6-S 1966; mótvægi við samfélag heimavistarbúa. Aftari röð frá vinstri: Óli G. Jóhannsson listmál- ari, Pétur Torfason verkfræðingur, Guðmundur Arnaldsson viðskiptafræðingur, Svavar Haraldsson læknir, Gestur Pálsson Iæknir, Emil Ragnarsson verkfræðingur, Hörður Blöndal verkfræðingur, Björn Sigurðsson læknir og Brynjar Skaptason verkfræðingur. Fremri röð: Guðmundur Sigurðsson kaupmaður, Teitur Jónsson tannlæknir, Stefán Ásgrímsson tannlæknir og Gunnar Haraldsson verkfræðingur. mjólk sem var alls ekki eins góð og mjólkin frá KEA.“ - Víkjum aftur að mennta- skólaárunum, voruð þið Kristján Árnason óforbetranlegir prakk- arar? „Við vorum líklega heldur baldnir um tíma og bitnaði það mest á Jóni Margeirssyni dönsku- kennara, án þess að hann hefði nokkuð til þess unnið. Hann átti þó grimmari fjendur á kennara- stofunni því þetta var á tímum „draugagangsmálsins“ fræga, sem lauk með því að einn kenn- ari var rekinn á miðjum vetri og aðrir áminntir fyrir næturásóknir á Jón.“ Valdi sérgrein med tilliti til búsetu á Akureyri Það rifjuðust upp mörg skopleg atvik frá menntaskólaárunum, ekki síst í samskiptum nemenda og kennara. „Nemendur á þessum tíma sinntu náminu misvel eins og verða vill og fengu þá umvandan- ir frá kennurunum. Steingrímur Sigurðsson þéraði nemendur og ávarpaði einn þeirra þannig: „Ungi maður, þér eruð ólesnir. Á ég að spýta yður út í hafs- auga?“ Annar góður kennari var að skila þýskum stílum og lét þetta fylgja til eins nemandans: „Þú ert sá heimskasti og latasti trassi sem ég hef reynt að kenna þýsku.“ - Þú hefur væntanlega róast með árunum, Teitur. Hvenær ákvaðstu að fara í tannlækning- ar? „Já, þegar maður átti að fara að velja sér framhaldsnám fór málið að vandast. Þá var ekki hægt að leita til námsráðgjafa, en ég hugsaði dæmið þannig að ég vildi vera eigin húsbóndi og geta hagað vinnutímanum að vild og þessum markmiðum þóttist ég geta náð með því að fara í tann- læknanám. Þar skjátlaðist mér að vísu því að nú get ég ekki tekið mér frí án þess að hafa á því nokkurra vikna fyrirvara og senda þar að auki fjóra sam- starfsmenn mína í frí um leið. Samkeppnisprófin voru byrjuð í tannlæknadeildinni og ég skellti mér í þau. Ég lauk síðan náminu í Reykjavík 1972. Þá var næsta ákvörðun sú að búa á Akureyri og sú ákvörðun hafði forgang. Ég valdi mér sérgrein í tannlækning- um út frá því hvað gæti hentað fyrir Akureyri. Á þeim tíma voru engir sérfræðingar í tannrétting- uni utan Reykjavíkur og ég valdi mér þá grein til að geta síðan unnið á Akureyri. Þessi ákvörð- un sýnir líklega að þrátt fyrir uppeldisáhrifin áttu markaðslög- málin alltaf sinn vísa stað í huga mínum.“ Teitur lauk tannréttinganám- inu í Osló 1975 og flutti ári síðar til Akureyrar. Hann segist telja að hann hafi lent á réttri hillu í lífinu og ætlar ekki að breyta til. Teiknarinn var farþegi í bílnum Teitur er kvæntur Valgerði Magnúsdóttur, sálfræðingi. Þau kynntust einmitt í Menntaskólan- um á Akureyri. Valgerður hætti námi og einbeitti sér að fjölskyld- unni en Teitur rýndi í fræðin og tanngarða næstu 9 árin. Þegar hans námi lauk tók eiginkonan upp þráðinn og segir Teitur að fyrstu 20 árin þeirra í hjónabandi hafi annað hvort þeirra alltaf ver- ið í námi, að einu eða tveimur árum undanskildum. Áhugmál Teits á menntaskóla- árunum voru, samkvæmt Carm- ínu, kappakstur, kvenfólk, popp- tónlist, Þjóðviljinn og Playboy. Nú er hann hins vegar hrifnari af íþróttum og útiveru, gengur mik- ið í óbyggðum á sumrin, er skíða- göngugarpur og liðtækur í bad- minton. Ándlega orkan fer síðan í félagsmál tannlækna, faglegar pælingar og ættfræðigrúsk. - Að lokum, Teitur, á myndin af þér í Carmínu sér einhvern sögulegan aðdraganda? „Já, hún er nokkurs konar heimildarmynd. Finnur Birgisson teiknaði hana og hann var ein- mitt farþegi í bílnum mínum þeg- ar ég keyrði á ljósastaur framan við aðaldyrnar á Landsbankan- um. Þetta er fornbíll, Citroen árgerð 1947, sem ég keypti, ásamt bróður mínurn, þegar ég var 16 ára gamall og átti allt þar til í fyrra.“ SS Kafli úr Carmínu Á þessum sokkabandsárurrt hans var hann settur í skóla til betrunar. Þótt það mistækist eins og allar fyrri tilraunir, kom í ljós, að piltunginn var góðum gáfum gæddur. Að loknu barnaskólaprófi gripu foreldrar hans til þess örþrifaráðs að senda hann í heilaþvott til Tékkóslóvakíu, svo hann gæti farið að nota gáfur sínar pósitívt. Til baka kom hann fullur af pólitískum vísdómi, sem hann hefur haldið við með lestri Marxískra fræða, en þó hafði prakkara- skapurinn ekki alveg runnið af honum, og naut hann þar félagsskapar Kristjáns Árnasonar, en þeir skapraunuðu kennurum hvað mest, er þeir sátu í 2. bekk. Eftir landspróf tók Teitur að vaxa úr grasi og stillast og situr nú í 6. bekk innan um fleygferla og völuferla Þóris Sigurðssonar. Áhugamál á Teitur sér mörg, og er þar helzt að nefna kappakstur (hann á bílskrjóð), kvenfólk, „pop music“ og auð- vitað lestur Þjóðviljans og Playboy’s. Á sumrin hef- ur hann aðallega fengizt við að sulla í málningu, og bera allmörg hús hér á Akureyri vitni um það. Y/íV/vvV 'U'- carmíno „Alúin upp við lestur Þjóð\dljans“ - Teitur Jónsson, tannlæknir, í Carmínuviðtali Teitur Jónsson, sérfræðingur í tannréttingum, var þekktur fyrir prakkarastrik sín á menntaskóiaárunum og naut hann þar aðstoðar Kristjáns Árnasonar, eins og fram kem- ur í Carmínu, en Kristján er nú virðulegur doktor og kennari við Háskóla íslands. Þessir prakkarar eru án efa minnis- stæðir í huga bekkjarfélaga og ekki síður kennara sem þeir göntuðust við. Teitur ætlar að rifja upp ýmsa skemmtiiega atburði frá þessum árum í Carmínuviðtali í dag. í Carmínu er Teitur sagður Eyrarpúki og kominn af skag- firskum hrossaþjófum og þing- eyskum snillingum. Hann er fæddur 8. mars 1947 og braut- skráðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966. Foreldrar hans eru Jón A. Jónsson, mál- armeistari, og Hjördís Stefáns- dóttir. En við förum ekki nánar í ættfræði hér heldur vindum okk- ur í inngöngu Teits í Menntaskól- ann, en hún var dálítið óvenju- leg. „Þegar ég var í Barnaskóla Akureyrar var ég býsna ánægður með sjálfan mig og mér gekk vel að læra. Einhverjum datt það snjallræði í hug að það væri óþarfi fyrir mig að eyða þremur árum í það að taka landspróf, þannig að um miðjan vetur þegar ég var 12 ára fór ég upp í Menntaskóla og spurði Þórarin Björnsson hvort ég mætti ekki taka haustpróf upp úr 1. bekk í miðskóla. Þá ætlaði ég að lesa fyrsta bekkinn utan skóla um sumarið. Þórarinn tók vel í þetta, en svo þróuðust málin þannig að mest allt sumarið var ég úti í Tékkóslóvakíu.“ Úr barnaskóla í 2. bekk miðskóla MA í Carmínu er sagt frá því að Teit- ur hafi verið í „heilaþvotti“ í Tékkóslóvakíu. Eftir tveggja mánaða dvöl þar var hann eigin- lega hættur við haustprófin en skellti sér þó. „Prófin voru munnleg og þeir prófuðu mig gömlu máttarstólp- arnir af kennarastofunni, s.s. Steindór, Gísli og Aðalsteinn. Ég man að Steindór var ekki með miða til að láta mig velja verkefni heldur þreif hann bókina og opn- aði hana af handahófi. Þá kom mynd af þorski og Steindór spurði: Huhm, hvað veist þú um þorskinn? Þótt ég væri fremur illa undirbúinn náði ég prófunum og sennilega hefur þessi smápatti verið kennurunum eftirminnileg- ur. Ég settist síðan í 2. bekk mið- skóla og var því lengi hjá sumum kennurunum, t.d. kenndi Gísli Jónsson mér íslensku sex vetur í röð. Mér fannst Gísli frábær kennari og ég mat hann mikils. Það voru mikil viðbrigði að koma upp úr Barnaskólanum beint í 2. bekk. Ég lærði af kappi og tók landsprófið á tveimur árum, en eftir það tóku önnur áhugamál við og námsárangurinn dalaði heldur fram að stúdents- prófi.“ - Þú ert bendlaður við Þjóð- viljann og marxísk fræði í Carm- ínutextanum. Er eitthvað hæft í þessu? „Ég var alinn upp við lestur Þjóðviljans og annarra vinstri áróðursrita í föðurhúsum, fyrst og fremst vegna þess að Björn Jónsson, sá ágæti verkalýðsleið- togi, er föðurbróðir minn. Fjöl- skyldan studdi hann og ég fylgdi þessari stefnu fram yfir stúd- entspróf án þess þó að ná almennilegum takti við hana. Mér leið aldrei vel í pólitíkinni fyrr en ég var kominn yfir á hinn kantinn, þar sem ég er núna.“ Með Úllu og fleirum í Tékkó - Heilaþvotturinn í Tékkó- slóvakíu hefur þá mistekist. „Já, sú dvöl varð ekki til að styrkja mig í trúnni. Ég fór þang- að austur sumarið 1960, þá 13 ára gamall, og þótti ýmsum þetta tíð- indum sæta. Þetta var á vegum tékknesks/íslensks félags og þangað fóru krakkar sem áttu foreldra er höfðu tengsl austur og voru á þessari línu í pólitík. Við vorum ellefu í þessari ferð og má þar nefna Úlfhildi Rögnvalds- dóttur, bæjarfulltrúa. Þetta voru nú bara sumarbúðir og engin pólitísk innræting, en maður sá hvernig þjóðfélagið var. Ég man t.d. eftir því að kýr voru notaðar til að draga landbúnaðartæki. Mataræðið var mjög framandi og það vakti furðu þegar við báðum um mjólk að drekka. Það endaði með því að við fengum dósa-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.