Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 18
ar anriAfi norif r 18 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 Furulundur: 5 herbergja raðhús á tveimur hæðum, 122 fm. Heiðarlundur: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum, 122 fm í góðu standi. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð, rúmgóð og falleg eign. Núpasiða: Góð 4ra herb. ibúð í raðhúsi. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, 45 fm. Góð eign. Fjölnisgata: 130 fm iðnaðar- húsnæði, góð lofthæð. Fjölnisgata: 67 fm iðnaðarhús- næði, góð lofthæð. Vantar á skrá: 3ja herb. íbúð í Melasíðu. 3ja herb. íbúð í Lundunum. 4ra herb. íbúð í raðhúsi m/bíl- skúr á einni hæð. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag LL, Fasteignasala J/ Lögmaður Ásmundur S. Jóhannsson. HVÍTUR STAFUR er aðal hjálpartæki blindra og sjónskertra í umferðinni **jP BLINDRAFÉLAGIÐ ||r4^ERÐAR af erlendum vetfvangi i Dauðar skepnur valda magasári Bakterían, sem læknar telja nú að valdi magasári, getur borist til manna frá dýrum. Áður hafði verið sýnt fram á, að hún getur borist frá manni til manns. Þessi nýjasta niðurstaða er fengin úr rannsókn, sem gerð var á slát- urhúsi. Rannsóknin leiddi í ljós, að það starfsfólk, sem vann við slátrunina og hafði þannig beina snertingu við skepnurnar er með miklu meiri mótefni gegn maga- sársbakteríunni, en sá hluti starfsfólksins, sem sat inni á skrifstofum. Mótefnin eru eigin vörn líkamans gegn bakteríunni og merki þess, að hún sé til staðar í líkamanum. Þar sem baktería þessi, campylo- bacter pyloridis, finnst einnig í dýrum, bendir rannsóknin til þess, að hún geti borist frá slátur- dýrunum og í þá, sem vinna við slátrun. Niðurstöður rannsóknar þessarar birtust í læknaritinu The Lancet og renna enn frekari stoðum und- ir hið nýja viðhorf lækna til magasárs. Áður var sú skoðun ríkjandi, að streita væri mikill orsakavaldur í sambandi við magasár, en nýjustu rannsóknir styðja ekki þá kenningu. Aftur á móti hafa læknarnir kom- ist að því, að það er beint sam- band á milli ertingar í þekju mag- ans og campylobacter bakterí- anna, sem finnast í ysta lagi slím- himnunnar, sem þekur magann innanverðan. Ertingin kemur af því, að bakterían veldur bólgu- myndun. Margt bendir einnig til þess, að beint samband sé á milli bakteríu þessarar og sjálfrar magasárs- myndunarinnar, og nú er komið á markað lyf, sem á að vinna bug TILBOÐ Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir til- boöum í eftirtaldar bifreiöar, skemmdar eftir umferö- aróhöpp. 1. MMC Tredia árg. 1987 2. Subaru J 10 árg. 1987 3. Daihatsu Cuore árg. 1986 4. Toyota Tercel árg. 1983 5. Colt 1200 árg. 1981 6. Mazda 626 árg. 1980 7. Range Rover árg. 1974 8. Daihatsu Charade .... árg. 1981 Bílarnir verða til sýnis, mánudaginn 9. apríl n.k. í geymslu við Glerárósa, frá kl. 12.30 til 16.00. Tilboðum sé skilaö til Vátryggingafélags íslands hf. fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 10. apríl 1990. ý . 'tJI(W VATRVGGINGAFELAG TBf ÍSLAIVDSHF Glerárgötu 24 • Akureyri • símar 23812, 24142. á bakteríunni. Lyfið, sem nefnist vismuth, verndar slímhimnu magans einnig fyrir ætandi maga- sýru. Bakterían virðist geta fengið magasár til að taka sig upp á ný eftir læknismeðferð, og því að- eins virðast líkur á að komast hjá því, að sigrast hafi verið á bakt- eríunni. Þess vegna leita menn langtíma meðhöndlunar, sem tryggi að maginn sé laus við campylobacter bakteríur. Enn sem komið er, hefur hins vegar ekki fundist lyf, sem að gagni kemur í því skyni, þar sem aukaverkanir fylgja vismuth, sé það tekið í lengri tíma. (III. Videnskab 2/89. - Þ.J.) Nýjar rannsóknir sýna, að í líkama slátrara finnst mun meira af mótefn- um gegn magasársbakteríunni en hjá öðrum. Bólueftii gegn kvefi Er hægt að gera sér vonir um, að að því komi að hægt verði að gera fólk ónæmt fyrir kvefpestum með bólusetningu? Sé reiknað með töpuðum vinnustundum, er kvefið yfirleitt dýrasti eða kostnaðarsamasti sjúkdómurinn í hverju þjóðfé- lagi. Þess vegna dreymir alla þá, sem hafa rannsóknir vírusa með höndum um að finna einhvern daginn bóluefni, sem í eitt skipti fyrir öll losi menn við horinn úr nefinu. En vandamálið er m.a. það, að fundist hafa meira en 100 tegund- ir vírusa, sem valda kvefi. Bóluefni yrði því að innihalda efnisagnir frá öllum þessum vír- usum til að fá ónæmiskerfi líkam- ans til að mynda nægilegan fjölda mótefna til að berjast gegn öllum vírusunum. Það er viðfangsefni, sem er ærið erfitt að leysa. Nýjustu rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að á yfirborði kvefvír- usanna flestra finnast einkenni, sem minna á hina eða eru sam- eiginleg. Bóluefni með mótefn- um, sem beindust að þessum sameiginlegu einkennum, gæti því orðið til varnar gegn mörgum tegundum vírusa. Kannski eru mestu vandkvæð- in á því að framleiða bóluefni tengd því, að mótefni blóðsins gegn kvefvírusum eru ekki mikils virði. Það er svo, að vírusarnir setj- ast að í slímhimnunni í öndunar- færum okkar og eru þar óhultir fyrir þeim mótefnum, sem eru á hringrás með blóðinu. Því er það, að þegar ónæmiskerfi lík- amans ræðst til atlögu við kvef- vírusa, þá gerist það með mót- efnum, sem ekki er að finna í blóðinu en koma fram á yfirborði slímhimnunnar. Þarna tengjast mótefnin vírusunum og koma í veg fyrir, að þeir geti sest að. Þess vegna þarf bóluefni að framkalla mótefni, sem kemur fram á slímhimnunni, og enn sem komið er vita menn ekki, hvort það er hægt. (III. Videnskab 4/88. - Þýð. 1>.J.) Stóm bcfmoáoðmm \sM íi 19.00 í simáu) Við verdum með aös ^onar sértiíboð iwn fktjiim Núervirfolajttiíadbxtabókasaftiítdmifoijis eðakqgja ijmnmnn að hmúíisbókasafni lijá |ieiín scm éái ftafa cjert |iað mnjiá Otrifajtwvé Bamíááur, cmmmjor, íjóðcécáur, ísfemíur jróðtehr, fyák síácísöcjw, ísírnkr skíéöcfur, jrcÆáur o.f, o.jl. Stómítókmukhm ' . Felaq mnsm bommtm Gíemötu. 32 • Sími 96-23262

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.