Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 Umdeildur úrslitaleikur í bikarkeppni Blaksambandsins í dag: Leitt að stuðningsmenn blakíþróttarinnar á Akureyri fá ekki leikinn heima - segir í yfirlýsingu stjórnar Blaksambands íslands Blaksamband íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu og blaðaskrifa sem verið hafa að undanförnu um úrslitaleik í bikarkeppni BLÍ, milli KA og Þróttar, sem fram fer á Húsavík kl. 14.00 í dag. í yfirlýsingunni segir m.a.: „Stjórn og mótanefnd BLÍ hafði fulla heimild samkvæmt reglugerð um bikarkeppni BLÍ og reglugerð um frestanir leikja til að færa umræddan leik. Raun- ar var ekki um frestun að ræða heldur breytingu á leikstað. Enda kærði Þróttur ekki þessa breyt- ingu til blakdómstóls þar sem þeim var ljóst að stjórn og móta- nefnd BLI fór að lögum. Það skal tekið skýrt fram að stjórn BLÍ seldi ekki KA þennan úrslitaleik á kr. 130.000. Þróttur- um var fullkunnugt um það að sterklega kom til greina að flytja leikinn til Akureyrar, yrði ekki um beina sjónvarpsútsendingu að ræða. Það réð síðan úrslitum um tilfærslu á leiknum þegar stað- festing fékkst á því að ekki gæti einu sinni orðið um sjónvarps- upptöku að ræða færi leikurinn fram í Digranesi 7. apríl. BLÍ gerði síðan samkomulag við KA um að sjá um framkvæmd leiks- ins gegn því að þeir fengju þann ágóða af leiknum sem yrði umfram kr. 130.000,“ segir í yfir- lýsingu BLÍ. Þar er einnig greint frá tilkynningu Próttara þess efn- is að liðið mætti ekki til leiks yrði hann haldinn á Akureyri. Aðeins hefði verið hægt að flytja leikinn annað með samþykki beggja liða og varð því sæst á að fara með hann til Húsavíkur. Síðan segir í niðurlagi yfirlýsingar BLÍ: „Það að færa leikinn til Akur- eyrar er nákvæmlega sama staða og Reykjavíkurfélögin hafa búið við undanfarin 15 ár sem bikar- keppnin hefur farið fram. Þau hafa í öll skipti nema eitt verið að Aðalfundur Aðalfundur Funa verður haldinn í Freyvangi þriðjudagskvöldið 10. apríl n.k. og hefst kl. 21.00. leika á heimavelli gegn þeim ut- anbæjarfélögum sem hafa komist í úrslit. Stjórn BLÍ þykir leitt að dyggir stuðningsmenn blakíþróttarinnar á Akureyri skuli hafa misst af því að fá þennan merkisleik í heima- bæ sinn í þetta sinn. Jafnframt vill stjórnin benda þeim sömu á að ekki er löng leið frá Akureyri til Húsavíkur og vonast til að sjá sem flesta þar.“ JÓH ístess hf.: KEA leggur fram 10 milljónir Á aðalfundi ístess hf. sem haldinn var á fimmtudaginn í Keflavík, var ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins þannig að það verði 200 miiljónir króna. Til þess að svo megi verða þurfa hluthafar að leggja fram töluverðar upphæðir, því hlutafé ístess nam 80 milljónum króna í fyrra, en það ár og árið áður þurfti að afskrifa óinnheimtan- legar skuldir, samtals 38 milljón- ir. Nýir hluthafar koma inn í ístess hf., meðal þeirra eru Hrað- frystistöð Þórshafnar og Byggða- stofnun, eins og áður hefur kom- ið fram. Akureyrarbær leggur fram aukið hlutafé í hlutfalli við eign sina í fyrirtækinu. Eignar- hlutur Kaupfélags Eyfirðinga í ístess minnkar, en að sögn Magn- úsar Gauta Gautasonar, kaupfé- lagsstjóra, mun KEA leggja fram 10 milljónir króna, sem er undir eignarhlutfalli þess í ístess. „KEA og aðrir hluthafar skipta okkar gamla eignarhlut á milli sín,“ segir hann. EHB Egilsstaðir: Innbrot og ákeyrsla Bíl var ekið á handrið Lag arfljótsbrúar aðfaranótt fímmtudags. Ökumaður var einn í bílnum og rotaðist hann við ákeyrsluna, enda var um feikna högg að ræða og hann ekki í bílbelti. Ökuinaðurinn slapp þó ótrúlega vel frá þessu óhappi, en bíllinn er mikið skemmdur, eða ónýtur, og brúarhandriðið stórskemmt. Innbrot var framið á Egilsstöð- um sömu nótt, er rúða var brotin í húsi vöruflutningafyrirtækis Ingimars Þórðarsonar. Farið var inn á skrifstofu og stolið þar um 60 þúsundum í peningum úr ólæstri hirslu. Einnig var farið inn í ólæst hús flutningabifreiðar, og stolið myndavél úr skjalatösku sem þar var. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. IM Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Tillaga um inngöngu í L.H. Áríðandi er að sem flestir félagsmenn mæti vegna tillögu um inngöngu í L.H. Stjórnin. -------------— \ AKUREYRARB/ÍR Almennar kaupleiguíbúðir Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar sex íbúðir, 3ja og 4ra herbergja, í fjölbýlishúsi við Helgamagrastræti 53, á kjörum almennra kaup- leiguíbúða (sbr. lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/1988 30.-47. gr.). íbúðirnar verða væntan- lega fullbúnar í október 1990. Með íbúðum þessum hyggst Akureyrarbær meðal annars auðvelda fólki með stækkandi fjölskyldu að auka við sig húsnæði, gefa ungu fólki kost á leigukjörum framan af veru sinni á Akureyri, laða fólk með ferskar hugmyndir í atvinnumálum til bæjarins og eins fólk með menntun og verkkunn- áttu sem hingað til hefur skort. Skilyrði fyrir úthlutun eru: a) Að umsækjandi hafi fullan lántökurétt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. b) Að umsækjandi hafi nægar tekjur til að standa straum af kostnaði við leigu eða kaup. c) Að umsækjandi eigi ekki íbúð fyrir. Eyðublöð ásamt upplýsingabæklingi um almenn kaupleigukjör fást á bæjarskrifstofunum, Geisla- götu 9. Hagsýslustjóri Akureyrarbæjar veitir frek- ari upplýsingar. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofurnar eigi síðar en 30. apríl 1990 ásamt umbeðnum fylgiskjölum. Bæjarstóri. Krossanes: Hlutaféð verður 250 milljónir Ákveðið hefur verið að selja hlutabréf í Krossancsi hf. fyrir 35 milljónir króna á frjálsum markaði, að sögn Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra og stjórnarformanns Krossaness hf. Sigfús segir að verið sé að undirbúa uppbygginguna en hún fari ekki á fullt fyrr en í sumar. Ekki er búið að undirrita samn- inga um véla- og tækjakaup. Bragi Jóhannsson hafði sam- band við Dag í gær og bað um að koma eftirfarandi skilaboð- um á framfæri: Dagbókin hans Dadda: Síðasta sýningar- helgi í Freyvangi Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn hafa að undanförnu sýnt leikritið, Dagbókin hans Dadda í Frey- vangi. Verkið hefur gengið mjög vel og fengið góðar viðtökur. Um helgina eru hins vegar síðustu sýningar á verkinu. I kvöld kl. 21.00 verður næst síðasta sýning en síöasta sýningin verður annað kvöld kl. 21.00 í Freyvangi. Hlutafé í Krossanesi verður 250 milljónir króna. Akureyrar- bær hefur skrifað sig fyrir 200 milljónum, útgerðarmenn fimm loðnuskipa fyrir 15 milljónum en reynt verður að selja hlutabréf upp á 35 milljónir króna á opnum hiutabréfamarkaði. Sigfús segir að erfitt sé að svara þeirri spurningu hversu háar skuldir muni hvíla á Krossanesi eftir uppbygginguna, en hann Sonur hans, Bergur Már Bragason, brá sér á skíði í Hlíð- arfjall með skólasystkinum sín- um í 5. bekk Barnaskóla Akur- eyrar sl. miðvikudag og snéri heim tómhentur. Einhver hafði tekið skíðin hans, vonandi í mis- gripum. Umrædd skíði eru ný, frá því um síðustu jól, og skaði Bergs Más því mikill. Þau eru af gerðinni Fischer Competion RC4, blágræn að lit, með Tyrol- ia-bindingum. Skíðin eru 160 cm löng. Við eftirgrennslan kom í ljós að í hótelinu að Skíðastöðum eru í óskilum nákvæmlega eins skíði, nema þau eru tíu cm styttri, 150 cm, og mun verr með farin. Bind- ingar eru einnig af gerðinni Tyr- ola. Því er beint til þess sem tók skíðin að hafa samband í síma 22772 eða að skila skíðunum í hótelið í Hlíðarfjalli og láta starfsmenn þar vita. giskar á 400 til 500 milljónir króna. Sigfús var að lokum spurður að því hvort til stæði að skipta um starfsmenn í yfirstjórn verksmiðjunnar. „No comment,“ svaraði Sigfús. EHB Stjórn Byggða- stofnunar: 15 milljóna króna byggða- styrkur til UNÞ Á fundi stjórnar Byggða- stofnunar sl. fimmtudags- kvöld var ákveðið að 40 milljónir króna af lánum stofnunarinnar til Út- gerðarfélags Norður-Þing- eyinga hf. á Þórshöfn og Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar hf. verði greiddar með B- hlutdeildarskírteinum Hlutafjársjóðs Byggðastofn- unar. Á sama fundi samþykkti stjórn Byggðastofnunar heim- ild til forstjóra að lána allt að 70 milljónir króna til Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. til að leggja fram sem hlutafé í Útgerðarfélagi Norður-Þing- eyinga, en lánið verði tryggt með veði í Stakfelli ÞH-360. Ennfremur samþykkti stjórn Byggðastofnunar að fjár- magna til bráðabirgða 15 milijónir króna byggðastyrk til ÚNÞ, en þessi samþykkt er í framhaldi af orðum forsætis- ráðherra í bréfi til stofnunar- innar þar að lútandi. óþh HlíðarQall: Tók einhver 160 cm löng Fischer-skíði í misgripiim?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.