Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 bílar Toyota 4-Runner Enn einn japanskur jeppi hefur nú numið land hér og er þar á ferðinni bíll frá Toyota. 4-Runn- er hefur fengist á ýmsum mörkuðum í nokkur ár, einkum var hann þó ætlaður Bandaríkja- mönnum eins og svipaðir bílar frá keppinautunum, svo sem Nissan Pathfinder, Mitsubishi Pajero og Jeep Cherokee, svo einhverjir séu nefndir. Fyrstu gerðirnar báru þess nokkur merki að 4-Runner var ættaður úr pallbtladeildinni (pickup) hjá Toyota. Þessi nýja gerð hefur reyndar enn svipmót bræðra sinna úr þeirri deild en Toyota hefur lagt í talsverðar breytingar til að færa 4-Runnerinn nær keppinautunum í flokki luxus- jeppa. Utlit bíla er auðvitað smekks- atriði en ekki get ég sagt að mér þyki 4-Runner fallegur bíll. Hann er hár frá vegi og kemur dálítið fyrir sjónir eins og hann hafi verið „græjaður" til í bt'lskúr áð næturþeli. Nú má ekki skilja þetta þannig að það sé eitthvað slæmt. Þvert á móti er bíllinn nær því útliti og hæð frá vcgi sem margir vilja hafa jeppana sína og jeppar ættu e.t.v. að vera. Auk hæðarinnar er óvenjulega mikið króm á bílnum og þetta tvennt fer einhvern veginn ekki fullkomlega saman í mínum bókum. Þegar inn í bílinn er komið er hægt að gleyma útlitinu alvcg því þar er ekkert sem minnir á háfættan jeppa nema útsýnið yfir venjulega fólksbíla í kring. Inn- réttingin jafnast á við það sem þekkist í betri fólksbílum. Sætin eru ágæt og mælaborðið og stjórntækin sömulciðis. Miðstöð og loftræsting vinna ágætlega og sama er að segja um allan búnað í bílnum, svo sem sóllúgu og raf- magnsrúður. Rýrnið er mikið, einkum farangursrými. Ofurlítiö meira pláss mætti vera fyrir far- þega í aftursætinu, þar cr óþarf- lega lágt til lofts og þröngt um fætur, en lítið við því að gera því afturhjólin eru þannig staðsctt aö ekki er auðvelt að hafa aftursætið aftar í bílnum. Farangursrýmið er þeim mun stærra og hægt er að leggja niður aftursætið. Hins veg- ar er afleitt að ganga um farang- ursrýmið því Toyota hefur álpast til að setja á bílinn afturhlera scm er hengslaður að neöan. Efri hlutinn er rafdrifin rúða sem dregst niður í hlerann, sem síöan opnast aftur og niður. Þar með ná meðalmenn ekki nema rétt inn fyrir þröskuldinn í farangurs- rýminu og vissara að vera ekki í Umsjón: Úlfar Hauksson sparifötunum þegar maður riðlar á hleraskrattanum. Auk þess sýndist mér vera hætta á að hler- inn skemmist þegar hann er opn- aður í vetrartíð því klaki og snjór safnast á stuðarann undir hleran- um sem síðan leggst ofan á klaka-. bunkann ef hann er opnaður. Ég trúi ekki öðru en Toyota breyti þessum útbúnaði fljótlega, þó svo að líklega fáist meiri styrkur í afturenda , bílsins meö svona hlera en níejð heilli hurð. Stað- setning varahjólsins er aftur til fyrirmyndar, undir gólfi farang- ursrýmis, þ.e. inni í bílnum, en hangir ekki utan á eða rænir miklu rými til hliðar í farangurs- geymslunni eins og í flestum keppinautunum. Frágangur á öllu, utan og innan, er sérlega góður eins og vænta má frá Toyota. Undirvagninn er talsvert breyttur í þessari nýju gerð af 4- Runner. Sjálstæð fjöðrun er að framan, með þverörmum og snerilfjöörun (torsion), en að aft- an er stífur ás, festur með fjórum langsörmum og Panhardstöng ásamt gormafjöðrun. Þannig er hjólabúnaðurinn nú með nákvæmari og stöðugri festingar en var á eldri gcrðinni, sem hafði blaðfjaðrir að aftan. Fjöðrunin er nokkuö slaglöng og ræður vel viö stærri ójöfnur en er svolítið stíf að aftan, ef bíllinn cr óhlaðinn. Samræmið er mun betra þegar dálítiö hlass er komið í hann. Fjöðrunin nýtursín betur utan alfaraleiða en á venjulegum vegum, enda er 4-Runner og frenist öflugur jeppi. Annars kom það mér svolítið á óvart hve rásfastur og stöðugur 4- Runnerinn er á vegi, því hann virðist svo hár og rnjór að stöðug- lciki er ekki það fyrsta sem í hug- ann kemur. Bíllinn hefur ágæta aksturseiginleika og hrekkir ökumann ekki með neinu óvæntu. Hann er ennfremur mjög lipur og þægilegur í akstri þrátt fyrir 1900 kg cigin þyngd. Vökvastýrið á ekki hvað minnst- an þátt í því, það er mjög létt, e.t.v. óþarflega létt, en nægilega nákvæmt. Vélin er- V-6, 3,0 Iftra með beinni eldsneytisinnspýtingu og skilar 143 hö. Hún er hljóðlát og þýðgeng og sæmilega kraftmikil, nema helst á mjög litlum snún- ingshraða, kann best við sig milli 2500 og 4000 sn/mín. Eiginleikar vélarinnar falla því e.t.v. betur að þjóðvegaakstri en erfiðum torfæruakstri enda þótt ekkert sé út á aflið að setja. Bíllinn virðist meira að segja nokkuð kvikur í innanbæjarakstri, snöggur upp og hljóðlátur og stöðugur á vegi. Hins vegar sýna erlendar mæling- ar að vélin muni vera nokkuð þorstlát, en reynsluakstur okkar var of stuttur til að mark sé tak- andi á eyðslunni þá. Gírkassinn er 5 gíra og auk þess er millikassi með háu og lágu drifhlutfalli. Skiptingar eru liprar og hægt er að tengja og af- tengja framdrifið á ferð. Driflæs- ing að aftan er fáanleg. Við fór- um í stuttan torfærutúr og sann- færðumst um að 4-Runner getur mikið í ófærð, m.a. vegna þess hve hár hann er. Ekki væri þó verra að hafa vél sem hægt væri að pína niður á lægri snúnings- hraða, þegar mikið liggur við (t.d. öfluga díselvél). Toyota 4-Runner er enn einn valkosturinn fyrir þá sem vilja eiga jeppa. Hann er jafnoki bestu Hlerinn er frekar misheppnaður á 4 Runner. fólksbíla hvað varðar innréttingu og frágang, en hefur fjöðrun og aksturseiginleika sem eru mun •fjær fóiksbílum, enda kröftugur jeppi. Bíllinn er samt sem áður þægilegur í akstri og umgengni, ef frá er talinn afturhlerinn, og því hentar hann ágætlega jeppa- fólki sem vill alvöru tæki en þarf líka annað slagið að skutla „tengdó“ milli húsa. Úlfar Hauksson. Innréttingarnar jafnast á við það sem gerist i vönduðum fólksbílum. Gerð: Toyota 4-Runner, 5 dyra jeppi, vél að framan, afturdrif, tengjanlegt framdrif. Vél og undirvagn: V-6-strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, slagrými 2959 cm, borvídd 87,5 mm, slaglengd 82,0 mm, þjöppun 9,0:1, 143 hö við 4600 sn/mín, 240 Nm við 3400 sn/mín, bein eldsneytisinnspýting, 2 yfirliggjandi knastásar. Drif á öllum hjólum, afturdrif með tengjanlegu framdrifi, millikassi með háu og lágu drifi, 5 gíra gírkassi. Sjálfstæð fjöðrun að framan með þríhyrndum örmum að ofan og neðan snerilfjöðrun (Torsinon Bar), gasdemparar og jafnvægis- stöng. Að aftan stífur ás með 4 langsörmum og Panhardstöng, gormum, gasdempurum og jafnvægisstöng. Vökvastýri, aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan, hand- bremsa á afturhjólum. Hjólbaröar 215 R 15 M+S, eldsneytisgeymir 65 lítra. Mál og þyngd: Lengd 447,0 cm; breidd 169,0 cm; hæð 174,5 cm; hjólahaf 262,5 cm; sporvídd 143,0/142,5 cm; eigin þyngd ca. 1877 kg; hámarks- þyngd 2.430 kg. Framleiðandi: Toyota Motor Corp. Innflytjandi: Toyota, P. Samúelsson og Co. hf., Kópavbgi. Umboð: Bílasalan Stórholt, Akureyri. Verð: Ca. 2.300.000 kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.