Dagur - 07.04.1990, Page 9

Dagur - 07.04.1990, Page 9
Ljósopið Laugardagur 7. apríl 1990 - DAGUR - 9 Fyrir vor Vorið boðar komu sína með glóandi geislum sólar, hjalandi lækjum, syngjandi fuglum og vatnsskemmdum í íbúðum. Með þessum breytingum fer myndum af fannbreiðum að linna í Ijósopinu, en þær hafa skiljanlega verið áberandi að undanförnu. Þessar myndir tók Pálmi Guðmundsson skömmu áður en vorið brast á fyrir alvöru og líklega verða snjómynd- irnar ekki öllu fleiri að sinni, nema ljósmynd- arar arki upp til fjalla. Lóan er komin og Gísli getur farið að hvíla strákúst sinn og skóflu. Eigandi reiðhjólsins brunar brátt um göturnar og börnin fara út vetrardúðunum og klæðast léttari fatnaði. Vor. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.