Dagur - 14.12.1990, Page 2

Dagur - 14.12.1990, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 fréffir Grjóthrun í Ólafsijarðarmúla: „Aðstæður ekki vem en oft áður“ - segir Björn Brynjólfsson hjá Vegagerðinni Grjóthrun var mikið í Ólafs- fjarðarmúlanum í fyrrinótt og vegurinn var lokaður allri um- ferð er birti af degi í gær. Vega- gerðarmenn brugðu skjótt við og vegurinn var opnaður aftur nokkrum klukkutímum síðar. Að sögn Björns Brynjólfssonar hjá Vegagerðinni var þetta hrun með mesta móti og mun meira að vestanverðu. „Aðstæður eru ekki verri en oft áður. Grjóthrun verður í Ólafsfjarðarmúlanum alla daga, að vísu mismikið, þeg- ar þítt er. Nú er leiðin greið, en menn ættu að fara með varúð,“ sagði Björn Brynjólfsson. ój Dalvík: Stefiit að því að bygging sundlaugar hefjist 1992 Bæjarstjórn Dalvíkur hefur skipað nefnd þriggja manna á Menntaskólinn á Akureyri: Maraþonlist í Möðnivalla- kjallara - nýstárleg pröflunar- leið nemenda í 3. bekk Bekkjardeildir hafa oft gripið til frumlégra fjáröflunarher- ferða en gjarnan hafa þær þó snúist um íþróttir, t.d. mara- þonknattspyrnu. Þriðji bekkur Menntaskólans á Akureyri ætlar að fara nýjar leiðir og efna til maraþonlistavöku. Listavaka 3. bekkjar MA verð- ur haldin laugardaginn 15. des- ember næstkomandi í Möðruvalla- kjallara. Á dagskránni er mara- þonlist og er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytt atriði af listrænum toga í 10 klukkustund- ir samfleytt. Að sögn nokkurra nemenda skólans verður boðið upp á marg- vísleg tónlistaratriði, lesið verð- ur upp úr bókum, frumsamin ljóð flutt og margt fleira. Nemend- urnir sjá um öll atriðin en allir eru velkomnir á þessa inaraþon- listavöku sem haldin er til að afla fjár fyrir hina árlegu utanlands- ferð 3. bekkjar Menntaskólans á Akureyri. SS Dalvík til að kanna ýmislegt er lýtur að byggingu nýrrar sund- laugar á Dalvík. A komandi ári er nefndinni ætlað að undirbúa sundlaugarbygging- una og er við það miðað að byggingaframkvæmdir hefjist á árinu 1992. Bygging nýrrar sundlaugar á Dalvík hefur lengi verið í umræð- unni. Lengi vel voru mjög skiptar skoðanir um staðsetningu laugar- innar og voru tveir staðir nefndir til sögunnar, annars vegar nálægt skólamannvirkjunum í suður- hluta bæjarins og hins vegar á svæðinu sunnan og ofan Dalvík- urkirkju, í Hólunum svokölluðu. Sundlaug Dalvíkíúr; sÉm er állt of lítil og engan vegina fullnægj- andi, er vestan íþróttahússins. Trausti Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, segir að menn séu nú nokkuð sammála um að ný sundlaug verði byggð ofan við heimavistina, skammt frá íþróttavallasvæðinu. Hann segir að til greina komi að sam- nýta búningsaðstöðu fyrir sund- laugina og íþróttavellina. „Við gerum ráð fyrir að á næsta ári verði unnið að teikning- um og annarri undirbúnings- vinnu. Þau verkefni verða inni á fjárhagsáætlun næsta árs. Við viljum helst að lokið verði við síðari íþróttavöllinn á næsta ári og byggingaframkvæmdir við sundlaugina hefjist á árinu 1992,“ sagði Trausti. I sundlaugarnefndinni sitja Halldór Guðmundsson, Björn Friðþjófsson og Ingvar Kristins- son. óþh í Landssamband vélsleðamanna gengst fyrir námskeiðum í skyndihjálp sem sérstaklega eru ætluð vélsleðamönnum. Þeim er oft legið á hálsi fyrir að storka náttúrunni með glæfralegum akstri en þótt slíkt eigi ekki við nema í undan- tekningartilfellum þá leynast hætturnar víða og því betra fyrir þá að kunna eitthvað fyrir sér í skyndihjálp. Þessi mynd var tekin á námskeiði sem Eyjafjarðardeild landssambandsins stóð fyrir í Lundi á Akureyri sl. miðvikudags- kvöld. Mynd: Golli Viðhorfið til landbúnaðarins: Margir telja sveitabæi sinna umhverfismálum of lítið - yfir helmingur telur að hægt sé að flytja lambakjötið íslenska út í nýrri könnun Félagsvísinda- deildar Háskóla Islands á viö- horfi almennings til íslensks landbúnaöar kemur fram aö um 37% fólks telja að gæða- eftirlit meö ísienskum land- búnaöarafuröum sé ekki nægi- lega öflugt en 63% telja það nægilegt. Þá töldu flestir svar- enda að sveitabæir sinntu umhverfismálum ekki nægi- lega. Þessi könnun náði til flestra þátta er tengjast íslenskum land- búnaði í dag. Lausaganga búfjár, sem mikið hefur verið til umfjöllunar á síðustu árum, er af flestum talin mikil en 11% segja hana lítið vandamál en aðeins 3% telja að hér sé ekki um vandamál að ræða. Um 58% svarenda í könnun- inni telja beitarlönd á íslandi almennt ofbeitt. 38% telja þau hæfilega beitt og 4% vanbeitt. Mikill munur er á þessu eftir stéttum því 26% sjómanna og bænda telja beitarlöndin ofbeitt en um 75% sérfræðinga og atvinnurekenda telja svo vera. Sama hlutfall fyrir skrifstofu- og þjónustufólk er 61%, 60% fyrir iðnaðarmenn, 57% fyrir verka- fólk og 49% fyrir heimavinnandi fólk. l^oks má geta um viðhorf fólks til þess hvort hægt sé að flytja út íslenskt lambakjöt, þannig að það sé þjóðhagslega hagkvæmt. Um 60% fólks á aldrinum 18-75 ára telja að svo sé. Fleiri konur reyndust á þessari skoðun en karlar. Þá telja fáir æskilegt að greiða útflutningsbætur með lambakjöti sem flutt er út en það er að sjálfsögðu í samræmi við hversu margir telja mögulegt að flytja lambakjöt út svo hagkvæmt sé. JÓH Matvörudeild KEA: Hannes Karlsson ráðinn deildarstjóri Gengið hefur verið frá ráðn- ingu Hannesar Karlssonar í stöðu deildarstjóra Matvöru- deildar KEA. Deildarstjóri hennar er jafnframt yflrmaður Samlands sf. Hannes tekur til starfa um áramótin. Hannes Karlsson er fæddur þann 17. júní 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Samvinnu- skólanum haustið 1981 og að loknu námi hóf hann störf hjá Kaupfélagi Þingeyinga, fyrst sem deildarstjóri í matvörudeild og seinna sem deildarstjóri í hljóm- tækja- og sportvörudeild. Árið 1985 hóf Hannes störf hjá Slátur- félagi Suðurlands og var m.a. deildarstjóri Vörumiðstöðvar SS. Hannes tekur við starfinu hjá KEA af Brjáni Guðjónssyni en hann verður áfram í hlutastarfi hjá KEA, samkvæmt upplýsing- um félagsins. JÓH Kjörbúð KEA Sunnuhlíð • Kjörbúð Komið, sjóið og smakkið á ostum úr okkar stórglœsilega ostaborði sem er jafnframt híð eina sinnar tegundar á Norðurlandi. PS.: Jólasveinamir koma kl. 15.45 laugard. og þá verður sannkölluð jólastemmning á göngunum. Vörukynningar föstudag og laugardag Ökter frómas ★ Frón smákökur ★ Kjörís ★ Jólaöl frá Sanitas TILBOÐ: Bayonnes- sklnka kr. 1.120 kg TILBOÐ: Léttreyktur lambahryggur kr. 648 kg ★ Láttu gœðin vera númer 1 ★ TILBOÐ: Hangifram- m/beini kr. 489 kg Pepsi 2 I. kr. 158 ★ Jólaöl 2Vi I kr. 258 ★Jólaöl 5 I kr. 468 llLBOÐ: Grillaðir kjúklingar kr. 597 ★ Franskar kr. 300 Ath.: Gefum að smakka konfekt frá Lindu föstudag og laugardag. Nýtt greíðslukorta- tímabil er hafið. Ath.: Opið til kl. 22.00 á laugardag

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.