Dagur - 14.12.1990, Page 3
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðir:
Hæst hlutfall sérfræðinga
og atvúinurekenda á móti
Sérfræðingar, atvinnurekend-
ur og iðnaðarmenn eru þær
stéttir sem andvígastar eru
niðurgreiðslum á verð inn-
lendra landbúnaðarafurða,
samkvæmt könnun Félagsvís-
Jökulsá:
Flóðið
indastofnunar Háskólans nú
fyrir skömmu. í könnuninni í
heild reyndust 43% andvíg
þessum niðurgreiðslum en
11% voru hlutlaus eða óviss.
Meðal atvinnurekenda og sér-
fræðinga var hlutfall andvígra
hins vegar yfir 60% á meðan
34-40% úr öðrum stéttum
svöruðu sömu spurningu neit-
andi, að iðnaðarmönnum
undanskildum en hjá þeim var
þetta hlutfall um 53%.
Fleiri spurningar tengdar
niðurgreiðslum voru lagðar fyrir
fólk í þessari könnun. Þannig var
spurt fyrir hverja það teldi niður-
greiðslurnar vera. Um 11% töldu
þær vera fyrir neytendur, um
22% töldu þær vera fyrir bændur,
62% töldu þær vera fyrir báða
aðila og 5% einhverja aðra aðila.
Um 18% þeirra sem eru að mestu
aldir upp f dreifbýli telja að nið-
urgreiðslur séu fyrir neytendur
en þetta hlutfall fyrir þá sem eru
aldir upp annars staðar á land-
inu er á bilinu 8-10%. JÓH
* S
Sérvalin jólatré,
sem ekkl fella barrið.
Jólatrésfætur sem duga.
Munnblásið gler írá Hollandi.
Borðbúnaður írá Villeroy og Boch.
Jólatréskraut í anda langömmu og
langafa.
Hurðaleransar, gluggakransar, kerta-
skreytingar og hyacintuskreytingar.
Kerti sem beðið hefur verið eftir lengi
Blómahúsið
Glerárgötu 34 • Sími 96-2255
i renum
Flóðið í Jökulsá á Fjöllum er í
rénun og hlýindunum í gær
reiknuðu heimamenn með að
áin næði að komast í samt lag í
nótt eða dag.
Það var á sunnudag sem krapa-
stífla í ánni olli því að hún rauf
skarð í varnargarð og flæddi í
Skjálftavatn með þeim afleiðing-
um að litlu munaði að veginn út
að Syðri-Bakka og Þórseyri tæki
af í vatnselgnum. I gær var vatns-
rennslið við veginn komið í eðli-
legt horf og ekki talin hætta á
frekari flóðum þar. Egill Stefáns-
son, bóndi á Syðri-Bakka, sagði
að áin væri en í svipaðri hæð við
bæina, um eins metra hækkun væri
í henni en víða op á ísnum og átti
hann von á að það færi að sjatna
í ánni niður í venjulega hæð. IM
Blönduós:
Snemma í
jólafrí hjá
Særúnu
Fiskiðjuverið Særún hf. á
Blönduósi lýkur vinnslu sinni á
þessu ári í dag. Starfsfólkið fær
jólafríið því snemma að þessu
sinni, en allt hráefni er uppur-
ið.
Búið er að vinna frysta rækju
síðustu vikur auk innfjarðar-
rækju sem hefur verið fremur
smá. í gær kláraðist sú frysta og
sagðist Kári Snorrason, fram-
kvæmdastjóra, reikna með að
halda uppi vinnu fram að hádegi í
dag í skel. Nökkvi og Gissur
hætta á trolli þann 18. des. og
fara síðan á rækju eftir áramótin.
Kári sagðist búast við að byrja
aftur þann 7. janúar af fullum
krafti.
Að sögn Kára hefði mátt búast
við þessari vinnslustöðvun miklu
fyrr, en vegna veðurs og annars
hefði tekist að halda uppi vinnu
fram til þess fjórtánda. SBG
Ljósritunarvélar
Bókabúðin Edda
Hafnarstraeti 100 Akureyri Simi 24334
KEA hangikjötið er allt 1. fiokks.
Það er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af
færustu kjötiðnaðarmönnum.
Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið
óskir þínar um ánægjulegt jóiaborðhald.
Jólahangikjötið
sem mælt er með,
bragðgott og ilmandi