Dagur - 14.12.1990, Síða 5
fréttir
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 5
„Álafoss hf. hvetur bændur til
haustrúnings og lofar góðu
verði fyrir ullina, en það skilar
sér ekki liggi ullin suður á
HoItavörðuheiði,“ sagði Reyn-
ir Björgvinsson, bóndi að
Bringu í Eyjafirði.
Að undanförnu hefur verið
rekinn mikill áróður fyrir haust-
rúningi fjár, því þannig fæst betri
ull og betra verð.
„Um daginn rauk ég til og rúði
kindurnar áður en ég gaf þeim
strá. Ekki má sjást moð í hnakk-
Þjóðarátak gegn
krabbameini:
íbúð keypt
í Reykjavík
Stjórn Krabbameinsfélags ís-
lands hefur ákveðið hvernig
ráðstafa skuli hluta af fé því
sem safnaðist sl. vor í þjóðar-
átaki gegn krabbameini.
Hluti af söfnunarfénu, 5 millj-
ónir, fer til kaupa á íbúð í ná-
grenni Landspítalans í Reykja-
vík, en hún verður til afnota fyrir
krabbameinssjúklinga af lands-
byggðinni og aðstandendur þeirra,
meðan á meðferð stendur. Rauði
kross íslands mun kaupa helming
á móti krabbameinsfélaginu.
Einnig hefur verið ákveðið að
verja fé til rannsökna og margvís-
legra sérhæfðra verkefna. EHB
anum á þeim. Síðan fór ég í ullar-
ferðina, sem í gamla daga, og
lagði mína ull inn hjá Álafossi hf.
á Akureyri.
Á fimmtudagsmorguninn
hringdi í mig maður úr Reykja-
vík, sem ég kannaðist lítillega
við, og segir mér að hann hafi
verið á ferð um Borgarfjörð og
þurft norður fyrir Holtavörðu-
heiði. Þegar hann kemur skammt
upp fyrir bæinn Sveinatungu sér
hann einhverja þúst á veginum í
myrkrinu og stöðvar bílinn og fer
út til að aðgæta þetta betur. Þetta
var þá ullarpoki merktur mér.
Þar sem hann kannaðist við mig
tók hann pokann með sér og
hringdi til mín þá er hann var aft-
ur kominn til Reykjavíkur.
Stórfurðulegt er að slíkt geri
hent. Álafoss hf. þarf að senda
alla ull suður til Hveragerðis, þar
sem hún er flokkuð og þvegin.
Síðan er hún keyrð aftur norður
til vinnslu. Þetta er nú öll hag-
ræðingin sem bændum er boðið
upp á. Þessi poki lá á veginum og
trúlega hafa fleiri glatast. Ála-
fossi hf. er treyst fyrir þessari
afurð, en lítið fæst fyrir hana liggi
hún um þjóðvegi landsins. Krafa
bænda hlýtur að vera sú, að ullin
sé flutt á öruggan hátt í lokuðum
bílum eða gámum, þannig að rétt
uppgjör fáist,“ sagði Reynir
Björgvinsson.
Að sögn Jóns Sigurðssonar hjá
ullarmóttöku Álafoss hf. á Akur-
eyri, er öll ull, sem fyrirtækið
tekur við á Akureyri, send til
Hveragerðis til flokkunar og hreins-
unar. „Dreki hf. sér um flutn-
bridds
Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar:
Skóverksmiðjan Strikið:
„Við verðum að hafa fyrir
hlutunum en getum ekki kvartað“
- segir Haukur Ármannsson, framkvæmdastjóri
„Reksturinn krefst fyrirhyggju.
Allt hráefni til skógerðarinnar
er frá Bretlandi, Portúgal, Ung-
verjalandi, Noregi og Þýska-
landi. Lagerinn er stór, jafnt
hráefni sem fullunnin vara.
Við verðum að hafa fyrir hlut-
unum, en getum ekki kvartað.
Okkur gengur Ijómandi vel,“
sagði Haukur Ármannsson,
framkvæmdastjóri Skóverk-
smiðjunnar Striksins á Akur-
eyri.
Að sögn framkvæmdastjórans
vinna nú um 50 manns í verk-
smiðjunni. I haust hefur sala á
skóm frá Strikinu gengið mjög
vel og miklar annir eru nú fyrir
jólin. Verksmiðjan hefur sent frá
sér nýja línu í kuldaskóm og jóla-
skórnir eru athygliverðir margra
hluta vegna. „Strikið leggur
áherslu á að vinna góða vöru úr
góðum efnum. Kristinn Bergsson
er hönnuður Striksins og hann
hefur unnið í tugi ára að hönnun
skófatnaðar, er raunar eini ís-
lendingurinn sem er sérlega
menntaður sem hönnuður á þessu
sviði. Skóverksmiðjan Strikið
rekur tvær skóverslanir, aðra á
Egilsstöðum og hina á Akranesi.
Nei, við ætlum ekki að opna
verslun á Akureyri, þeim málum
er vel sinnt hér í bæ," sagði
Haukur Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri. ój
Ull bóndans lá á veginum:
„Álafossi treyst f\TÍr þessari afurð“
- segir Reynir Björgvinsson, bóndi að Bringu
Munurinner augljós!
Herradeild
ingana. Okkur er það hulin ráð-
gáta hvernig þessi ull tapaðist af
bílnum. Viðhlítandi ráðstafanir
voru gerðar. Við hringdum strax
til Hveragerðis og óskuðum eftir
að málið yrði rannsakað. Að
athugað yrði hvað hefði tapast.
Svar hefur ekki borist enn. Allt
verður fæ4 á betri veg, þannig að
enginn skaðast," sagði Jón Sig-
urðsson, starfsmaður Álafoss hf.
ój
BÓKOFORLDGSBÓK
DEPILL GISTIR
EINA NÓTT
eftir Eríc Hill
Ný barnabók um Depil, sem nú fær
að gista eina nótt hjá Stebba vini
sfnum.
Eins og fyrri bækurnar um Depil, er
þe$si bók tilvalin fyrir böm sem
byrjuð eru að lesa og ekki síður fyr-
ír foreldra til að lesa fyrir bömin.
Verð kr. 700,00.
Dagsmenn gefa lítið eftir
Sveit Dags gefur lítið eftir í
toppslagnum í sveitakeppni
Bridgefélags Akureyrar,
Akureyrarmóti. Nú þegar lok-
ið er 16 umferðum af 22, er
sveitin með 9 stiga forystu á
sveit Grettis Frímannssonar,
sem er í öðru sæti.
Tvær efstu sveitirnar áttust við
í síðustu umferð og hafði sveit
Grettis betur og sigraði í leiknum
17:13. Sveit Jakobs Kristinssonar
er enn í þriðja sæti og í fjórða
sæti sveit Hermanns Tómasson-
ar, núverandi Akureyrarmeist-
ari.
Þegar sex umferðum er ólokið
í mótinu, er staða átta efstu
sveita þessi: stig
1. Dagur 313
2. Grettir Frímannsson 304
3. Jakob Kristinsson 296
4. Hermann Tómasson 279
5. Jónas Róbertsson 265
6. Ævar Ármannsson 257
7. Zarioh Hamadi 229
8. Stefán Vilhjálmsson 213
Næstu tvær umferðir verða
spilaðar í Hamri þriðjudaginn 18.
des. kl. 19.30 en síðan verður
gert hlé á mótinu fram yfir ára-
mót. -KK
IÓHAF0RLB6SBEK
Hvar er
Depill? v
Knc Hill
Depill
ferá
flakk
EríeHIH
Depill fer) Depill fer j
sjúkravitjun í útiiegu
- Vxí'' ' , LiV H»D ' j
Litlasystir
j Depils