Dagur - 14.12.1990, Qupperneq 9
«* »»<•> I.
1
«
1
t
1
I
I
!
Bjarna Hafþór dreymdi að Pollurinn næði upp að Ráðhústorgi og hann sá jeppann sinn koma gangandi eftir göngu-
götunni. Börnin myndskreyttu þcnnan draum.
Myndlistarnámskeið hjá Erni Inga:
Fjölbreytt nemendasýning
Myndlistarsýning verður haldin
að Klettagerði 6 á Akureyri um
helgina. Örn Ingi hefur verið
með nemendur á námskeiðum að
undanförnu og verður afrakstur-
inn til sýnis á laugardag og
sunnudag kl. 14-19.
Alls voru þrír hópar á nám-
skeiðunum, fullorðnir í tveimur
hópum og börn og unglingar í
einum. Myndverk barnanna
verða til sýnis í vinnustofunni á
laugardaginn og verk hinna full-
orðnu á sunnudaginn. Örn Ingi
verður með eigin sýningu í gall-
eríinu samhliða þessum nem--
endasýningum.
Börnin fengu fjölbreytt verk-
efni til að fást við. Þau fóru m.a.
í vettvangsferð til Svalbarðseyr-
ar, myndskreyttu sögu sem
Jóhann Ævar Jakobsson las upp
og færðu draum Bjarna Hafþórs
Helgasonar í myndrænt form.
Báðir hóparnir eiga eftir að
skila lokaverkinu, sem er köku-
listaverk. Sýningargestir fá að
bragða á því listaverki um helg-
ina.
Kjörkassi verður á staðnum
þannig að sýningargestir geta
greitt myndum atkvæði, valið
fallegustu eða skemmtilegustu
myndirnar.
Örn Ingi mun skrá niður nöfn
þeirra sem hafa áhuga á að sækja
námskeið hjá honum en þau hefj-
ast á ný eftir áramót.
Menntaskólinn á Akureyri:
Tíu tíma listavaka á morgun
Á morgun, laugardaginn 15. des-
ember, stendur 3. bekkur Mennta-
skólans á Akureyri fyrir uppá-
komu undir heitinu „listavaka í
M.A.“. Þar munu nemendur skól-
ans troða upp og flytja margvís-
leg verk, sem spanna mestan
hluta listasviðisins.
Boðið verður upp á æfða sem
óæfða leikþætti, klassíska tónlist,
kórsöng og gjörninga auk hefð-
bundinnar jólabókakynningar.
Af ofantöldu má ráða að allir
ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi á þessari listavöku, sem
hefst kl. 13 og lýkur kl. 23.
Auk listarinnar verður boðið
upp á kaffiveitingar.
Dagskrá listavökunnar er sem
hér segir:
13.00-13.40 Kórsöngur
13.50-14.30 Jólasprell
14.45-16.40 Klassísk tónlist og
ljóðaupplestur
17.00-17.45 Spuni L.M.A.
18.00-18.45 Klassísk tónlist og
ljóðaupplestur
19.00-19.30 Söngatriði frá árs-
hátíð M.A.
19.45-21.45 BÓMA - jólabóka-
kynning
22.00-23.00 Popp, rokk og blús.
Bókabúð Jónasar:
Bubbi og Silja árita
Bubbi Morthens og Silja Aðal-
steinsdóttir munu árita bókina
um Bubba laugardaginn 15. deS-
ember frá kl. 16-18 í Bókabúð
Jónasar. Bubbi hefur frá ýmsu
mergjuðu að segja frá ferli sínum
sem farandverkamaður og tón-
listarmaður og Silja hefur komið
þessum frásögnum í búning.
Bókin um Bubba er ofarlega á
flestum listum yfir mest seldu
bækurnar og eru Akureyringar
og nærsveitamenn hvattir til að
tryggja sér áritað eintak í Bóka-
búð Jónasar á laugardaginn.
um á sérstökum tímum vorið
1989.
Einar Heimisson er ungur rit-
höfundur sem vakti mikla athygli
með fyrstu skáldsögu sinni,
Götuvísa gyðingsins. Sú bók kom
út í fyrra og var ein af tíu bókum
þess árs sem hlutu tilnefningu ti
Islensku bókmennlaverðlaun-
anna.
I bók Einars segir frá ungri
íslenskri konu sem ætlar að
leggja stund á söngnám í stórri
borg í Evrópu en leiðir hennar
verða aðrar en til stóð í upphafi.
Herborg er efni í góða söngkonu,
en hún villist af leið sinni að
markinu um stund. Þegar hún
kynnist Mihály opnast fyrir henni
nýr ástríðufullur heimur, bland-
inn sorg og trega. Ástin, listin og
lífið fá nýja merkingu í huga
Herborgar en jafnframt vakna
spurningarnar: Hver er hann?
hver er hún?
Villikettir í Búdapest er 200
bls. og kostar 2.480 krónur.
Annalísa
Út er komin skáldsagan Annalísa
eftir hinna kunna ástarsagnahöf-
und Ib. H. Cavling.
„Þennan sívinsæla danska rit-
höfund þarf vart að kynna
íslenskum lesendum, slíkar eru
vinsældir hans hér á landi,“ segir
m.a. í frétt frá útgefanda vegna
útkomu bókarinnar. Anna Lísa
er 16 ára og býr við þröngbýli
heima hjá foreldrum sínum. Hún
vill allt til vinna til að geta fengið
stærri íbúð og ræður sig til starfa
á lögfræðiskrifstofu sem sér um
úthlutun leiguíbúða. Þar lendir
hún í klónum á kvensömum lög-
manni með vafasamt mannorð...
Annalísa er 192 blaðsíður að
stærð. Útgefandi er Bókaútgáfan
Hildur.
Rugl í ríminu
IÐUNN hefur gefið út bókina
Rugl í ríminu eftir Rúnar Ár-
mann Arthúrsson. Hér er á ferð-
inni þriðja unglingabók höfund-
ar, en hinar fyrri eru Algjörir
byrjendur og Er andi í glasinu?
„Rugl í ríminu er mögnuð og
margslungin saga sem hrífur les-
andann á vit ótrúlegra atburða og
ævintýra, hörkuspennandi allt til
loka. Hér segir frá Hildi og
stráknum með dularfullu fortíð-
ina, en þau hefðu aldrei kynnst ef
Hildur hefði gert eins og henni
var ráðlagt. Þá hefðu þau líka
misst af miklu. Krakkarnir fengu
svo sannarlega að upplifa tímana
tvenna og sumt var harla erfitt að
útskýra fyrir öðrum, eins og inn-
brot vopnaða mannsins og
óvænta frammistöðu Lolla í
spurningakeppni sjónvarpsins.
Það gat að minnsta kosti enginn
sagt að þau væru ekki reynslunni
ríkari eftir tvísýnan eltingarleik,“
segir í frétt frá útgefanda.
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 9
Allt á sama stað!
Fatnaður, leikföng,
búsáhöld, gjafavara,
skór, rúmföt, sængur
og koddar
Verðið svíkur engan
*
Það borgar sig að líta inn.
KEA Hrísalundur,
WS/I
kjallari
gera krötur bernhardt
Föt • Stakir jakkar • Buxur
Þýsk gæðavara
Vandaður fatnaður í fjölbreyttu úrvali
Peysur - Skyrtur - Treflar - Hálsbindi - Ermahnappar -
Bindisnælur - Hanskar, leður og rúskinn - Náttsloppar -
Náttföt og margt fleira.
Klæðskeraþjónusta
VISA
Verslið hjá fagmanni
Opið í hádeginu alla daga. i p>