Dagur - 14.12.1990, Síða 14

Dagur - 14.12.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Akureyringar og nærsveitamenn: Hræringur með súru slátri - ný bók eftir Stefán Þór Sæmundsson. ★ Ástir og óskapnaöur. ★ Átök og gamanmál. Bókin fæst í Bókabúð Jónasar. VELSMIÐJA STEINDORS HF. tr 96-23650 • Frostagötu 6A • Akureyri 10% staðgreiðsluafsláttur til jóla Mikið úrval af öryggishjálmum, fyrir vélsleðamenn og bifhjólamenn, ásamt leðurfatnaði, hönskum, vara- og fylgihlutum í bifhjól. VERSLUNIN í VÉLSMIÐJU STEINDÓRS HF. Sími 96-23650 • Frostagötu 6A LEGO - PLAYMO-FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY Bílabrautir margar gerðir frá kr. 1995 Leikfangamarkaburinn BILABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBO Álafoss hi bókakynning Á tónleikum Utangarðsmanna voru oft mikil læti, ekki síður á sviðinu en í salnum. „Nótt og dagur urðu endalaus partý...“ - kafli úr bókinni um Bubba Ein söluhæsta bókin það sem af er jólabókavertíðinni er við- talsbók Silju Aðalsteinsdóttur, Bubbi, en í bókinni ræðir Silja við tónlistarmanninn lands- fræga, Ásbjörn Kristinsson Morthens, eða Bubba Morth- ens eins og hann er oftast nefndur. Kaflinn sem hér fer á eftir er úr þeim hluta bókarinnar er fjallar um rokkarann Bubba og þar með hljómsveitirnar Utangarðsmenn og Egó. Þegar þarna er komið sögu eru Utangarðsmenn búnir að „gera allt vitlaust“ í Reykja- vík og spila fyrir fullu húsi víða í borginni, aðeins nokkrum mán- uðum eftir að hljómsveitin var stofnuð. Og þá var landsbyggðin næst á dagskrá: „Ekki var nóg að leggja Reykja- vík að fótum sér, og strax um vorið fórum við í fyrsta lands- byggðartúrinn okkar. Við feng- um okkur umboðsmann, ágætis- dreng þó að hann væri ekki fædd- ur í þetta starf, skráðum okkur með tónleika og dansiböll á nokkrum stöðum norður í landi og undirbjuggum brottför. Við vorum skítblankir. Þó að aðsóknin væri góð á tónleika í bænum þá skiptust peningarnir í marga staði þegar margar hljóm- sveitir spiluðu og hlutur hvers og eins var ekki stór. En Jósef bjarg- vættur okkar tók aftur bankalán til að aðstoða okkur við að kaupa rútu. Án hans hefðum við aldrei komist neitt og aldrei orðið það sem við urðum. í staðinn ætlaði Baráttuhópur farandverkamanna að virkja okkur til gagns fyrir sinn málstað, og við áttum að taka þátt í miklu áróðurs- og skemmtiprógrammi sem þeir fóru með um landið þetta vor. En við vorum bara rokk & rólerar og létum ekki að stjórn, og Jósef fékk aldrei neitt fyrir sitt ómetan- lega framlag til okkar. Við keyptum okkur rútu fyrir lánið hans Jósefs, réðum vin minn Sturlu Guðmundsson bíl- stjóra og lögðum í hann áleiðis til Húsavíkur þar sem við áttum að spila á dansleik. Þetta var langt og mikið ferða- lag og við reyktum alveg rosa- lega. Dágóðan spöl frá Akureyri sprakk hjá okkur. Við skiptum um dekk og héldum áfram, en ekki erum við búnir að aka lengi þegar ég sé hjól rúlla framhjá rút- unni. Ég hélt að ég sæi ofsjónir. „Nei strákar!“ kalla ég. „Sjáiði!“ í því dettur rútan á magann. Við vorum svo skakkir að við höfðum gleymt að herða rærnar, og þarna endaði rútan okkar feril sinn. Við löbbuðum heim á næsta sveitabæ og fengum að hringja á leigubíl sem flutti okkur inn á Akureyri. Þar tókum við aðra rútu á leigu, sóttum dótið okkar í ónýtu rútuna og lögðunt enn af stað til Húsavíkur, orðnir ansi seinir á dansleikinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá brotnaði drifskaftið á nýju rútunni þegar við vorum komnir til Grenivíkur. Við fengum gert við það og svo var keyrt alveg dauðakeyrslu. Rétt fyrir utan Húsavík vorum við stöðvaðir af lögreglunni! Við útskýrðum hvers vegna við keyrðum svona hratt og sluppum með áminningu, en klukkan gekk. Meö rassinn í áheyrendur! Loksins komum við til Húsavíkur þar sem fullt af alls konar fólki beið eftir okkur. Við höfðunt sagt þeim sem héldu ballið að við værum hljómsveit eins og Brimkló til að fá djobbið, en þarna komum við, í leðurjökkum og rykugir frá toppi til táar, og einhverjir gjóuðu strax tor- tryggnir á okkur augunum. Við stilltum upp á mettíma og byrj- uðum að spila, en eftir tvö lög brustu á óeirðir í salnum. Fólk vildi berja okkur, misþyrma okkur, kveikja í okkur, senda okkur með stimpil á rassinum aft- ur í bæinn! Við spiluðum samt og ég söng, en til að sýna vanþókn- un mína á móttökunum sneri ég baki í salinn. Söng í þrjá tíma með rassinn í áheyrendur! Þetta var föstudagskvöld og eftir ballið yfirgáfum við Húsavík við lítinn orðstír. Á laugardagskvöldið áttum við að spila í félagsheimilinu Skúla- garði í Kelduhverfi. Það komu tuttugu manns og tilkynntu að þeir væru komnir til að heyra rokktónlist. Okkur fannst æðislegt að hitta sveitafólk sem vildi hlusta á rokk. „Við spilum fyrir þetta fólk þó að það sé ekki margt,“ sögð- um við glaðir hver við annan og þrykktum allt í gang - og fólkið labbaði út og fékk endurgreitt! Það varð bara einn maður eftir. Hann sat á stól á miðju dansgólfinu í þessu stóra félags- heimili og við spiluðum í þrjá klukkutíma fyrir hann einan. Hann heitir Pétur, kenndur við bæinn Daðastaði og er núna skólastjóri á Kópaskeri. Hann átti ekki orð yfir hrifningu sína og gleði. Taldi okkur mestu bylt- ingu í íslensku músíklífi fyrr og síðar. Hann var bóndi þegar þetta var og bauð okkur í heirn- sókn á bæinn sinn. Við sváfum í Skúlagarði um nóttina, fórum svo til Péturs daginn eftir og dvöldum þar í góðu yfirlæti fram eftir degi, borðuðum kóti- lettur með honum og móður hans og skoðuðum fjárhús og hlöður. Vinátta okkar Péturs hefur haldist æ síðan og ég tel hann einn merkasta núlifandi íslend- ing. Það ætti að vera búið að sæma hann öllum tiltækum orð- um fyrir stórkostlegan árangur í skólamálum. Kaldar móttökur Nú, við kvöddum Pétur og næst lá leiðin til Raufarhafnar. Á þeirri leið vorum við enn stöðv- aðir af lögreglu, en ekki fyrir of hraðan akstur í þetta skipti. Þannig var, að eftir tónleikana í Skúlagarði urðum við varir við að stúlkur frá Húsavík höfðu elt okkur þangað. Þetta voru fyrstu aðdáendurnir okkar. Þær voru svo seinheppnar að þær misstu af tónleikunum hans Péturs, en fengu viðtöl sem þær voru með úr Þjóðviljanum og Helgarpóstinum árituð þegar þær loksins komu, og svo fengu þær að sofa í félags- heirhilinu. Þetta voru ungar stúlkur og við létum þær óáreitt- ar. Þegar við fórum til Péturs um morguninn sáum við þær leggja af stað til Raufarhafnar. Þegar lögreglan stöðvar okkur er það til að spyrja um þessar stúlkur. Þá kom fram að þær höfðu stolið bíl frá bróður einnar þeirra, og auk þess vorum við grunaðir um að hafa sofið hjá þeim. Einhverjar þeirra voru undir lögaldri. Við fórum bara að hlæja og spurðum hvort þessir ágætu iögregluþjónar væru eitthvað skrítnir, en þeir þæfðu málin fram og aftur langa stund. Loksins fengum við þó að halda áfram til Raufarhafnar þar sem við fegnum kaldar móttökur. Þó var þetta heimabær Magnúsar og Rúnars. Okkur fannst þetta

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.