Dagur - 19.12.1990, Side 11

Dagur - 19.12.1990, Side 11
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 11 Mynd: Golli Öl er innri maður sé það ölkelduvatn. mín og fór með mig afsíðis, þar sem hún sýndi mér breiðan og ríkulegan legubekk. Ég varð að gera það sem hún sagði mér. Það var ekki þorandi annað, enda kunni ég því svo sem ekki illa. Nei, ég hefði ekki viljað búa í London til langframa við veislu- höld. Þar þrengdi allt að mér. Mætti ég frekar biðja um fjöll, eyðisanda eða strönd, hvar ég get lifað af fugli og fiski.“ Þú færð haus og sporð á mér „Hér á Akureyri er of mikið logn. Ég er vanur stórsjóum og roki. Valdi á Knörr sagði þegar hann var spurður, hvar er hann hvassastur? „Það er fljótsagt. Það var þannig að hurðin fauk af fjósinu og ein beljan var laus og rak hausinn út í gættina. Hausinn fauk af henni og hefur ekki sést síðan.“ Þannig er minn heimur. Nú færðu ættina. Amma mín kom með séra Árna þegar hann kom vestur. Hún var Bjarnadótt- ir. Sá Bjarni var Loftsson. Sá Loftur var Eiríksson og það var Eiríkur gamli, sem var kvæntur Guðrúnu Kolbeinsdóttur. Sá Kolbeinn var prestur í Miðdal og orti Gilsbakkaþuluna og fleira, m.a sneri hann Passíusálmunum á latínu. Guðrún Kolbeinsdóttir dóttir hans var langamma mömmu. Hún var svo heilög, að hún skipaði guði fyrir og hann hlýddi. Þannig var að það var harður vetur og á páskum var kafalds- bylur svo grimmur að ekki sást út á staur. Þá segir karlinn: „Ég er að verða heylaus." Hann átti 400- 500 fjár. Ekkert með það hann var búinn að ná í hnífa og ætlaði að skera niður úr einu húsinu. Þegar Guðrún heyrir þetta, sagði hún. „Ég banna að skera kind- urnar næstu tvo sólarhringana, þær geta svelt.“ Hún yrkir vtsu: Drottinn láttu daggarskúr dynja niður á völlinn. Himnaskýja hæðum úr heyrðu bænaköllin. Eftir tvo daga kemur svoleiðis steypiregn að jörðin kom græn undan snjó. Aldrei fór betur um féð og það fór að vora. Hin ætt mömmu er Birtinga- holtsættin. Heyrðu, nú svo er það föður- ættin. Maður var undir Jökli, sem var kallaður Kolbeinn Jökla- skáld. Messað var í Lóni. 40 skip voru á Dritvík. Þá var árabáta- öldin. Ekkert með það prestur- inn segir í stólræðunni: „Hér eru engin guðsbörn og djöfullinn kemur og hirðir ykkur ef þið bæt- ið ekki ráð ykkar." Eitthvað voru karlarnir ölkærir og gefnir fyrir konur. Eftir messu gerði Kol- beinn lítið úr fjandanum og bauð fólki upp á kaffi og brennivín. Hann sagði að skrattinn hefði ekkert vald og réði ekki við að taka alla þessa menn. Presturinn stóð sig vel og vitnaði í biblíuna og fleiri helg rit og ræðan harðn- aði. Þá segir Kolbeinn: „Nú ætla ég að reyna hve skrattinn er öflugur. Hann má eiga mig með húð og hári, ef hann stendur mér á sporði í kveðskap. Hann má byrja vísu og þá botna ég og síð- an koll af kolli.“ Kolbeinn gekk síðan út. Eftir hálfan mánuð var messað. Þá situr Kolbeinn í kirkjunni rólegur og að lokinni messu býður hann upp á kaffi og brennivín og segir söguna. Fjandinn kom og þeir mæltu sér mót á Þúfnabjörgum, sem er þverhnípt bjarg. Ekki ætla ég að segja þá sögu hún er löngu þekkt og stórskáldin hafa ort um atvik- ið. Kolbeinn átti dóttur sem hét Guðrún og pabbi er út af henni sagði mér mannfræðingur. Móðir pabba var afkomandi nunnu sem kom til íslands og um hana hafa verið ritaðar sögur. Laxness tal- aði við mig og fékk upplýsingar um nunnuna, en afskræmdi hana í frásögn sinni og kallaði hana mörgum ljótum orðunt. Stór- skáldin kunna að færa í stílinn.“ Öl er innri maður sé það ölkelduvatn „Ég er fæddur í Bjarnarfosskoti fyrir ofan Búðir. Móðir mín hét Ingiríður og faðir niinn Halldór. Heima var fátækt sem og í kotun- um og börnin stundum svöng. Við sóttum í ölkeldurnar og feng- um aldrei kvef eða pestar. Ar hvert sæki ég ölkelduvatn á Snæ- fellsnes. í sumar sótti ég sex þrjátíu lítra brúsa. Þetta er lífs- vatnið sjálft. Það er sérstaklega gott fyrir allt innvortis. Það hreinsar líkamann. Ö1 er innri maður sé það ölkelduvatn. Það skerpir rninnið og eykur sálargáf- ur. Éitt enn, það er afbragð við kynkulda kvenna og þær verða sem gljáandi skagfirskar stóð- merar á vordegi. Á Dagverðará var ég í 36 ár. Til að bjarga heimilinu efnahags- lega fór ég í verið sem sjömaður í 28 vetur í beit. Þar af var ég 12 vctur á Garðari, en heima j hey- skap og öðru yfir sumarið. Eg sigldi þrjá stríðsvetur á Garðari, ljóslaust, Þjóðverjarnir drápu allt kvikt. Eitt sinn skutu þeir niður 9 skip úr lestinni okkar á hálftíma. Þeir tóku stóru skipin, við vorum heppnir. Ég var háseti, netamað- ur og á stundum kokkur. Enginn dó af matnum sem ég brasaði. í dag eru allir dauðir af Garðari nema ég. Siglingarnar á stríðsár- unum voru taugastrekkjandi. Suntir biluðu. Ekki ég. Ég vissi alltaf hvernig túrinn gengi: Sjáðu, ég og fleiri lærðum vissa sálfræði í kotunum, sem hefur dugað mér langa lífdaga. Einn túr fórum við norðurfyrir Noreg, þar er Bjarnarey. Þar var togað og trollið var alltaí fullt af smáfiski. Við hirtum svona helm- inginn. Nú er ekki branda þarna á togslóð. Þannig fara sjómenn með miðin. Sjómenn eru gráðug- ir menn og gefnir fyrir stundar- gróða. Þú getur haft mig fyrir því.“ Nei, ég segi ekki þá sögu hér „Ég var hjálparkokkur þegar ég fór fyrsta' túrinn minn á Agli Skallagrímssyni. Þá lentum við í Halaveðrinu. Við misstum lífbát- ana og skipið fylltist svo af sjó að við vorum þrjá daga að ausa dallinn. Já, drengur minn, skipið rak undan veðri og vindi. Ég sagði körlunum: Þó að þið drep- ist allir lifi ég af. Ég vissi allt um þetta. Ég veit vissa hluti. Eitt sinn vorum við með Garð- ar í Hafnarfjarðarhöfn fullan af fiski. Verið var að ísa aflann bet- ur áður en haldið var til Bretlands. Karlarnir neituðu að sigla. Þeir voru búnir að fá fylli sína af sprengjum og dauða. Stríðið var í algleymingi. Ég sagði við skipstjórann: Þessi ferð gengur vel, ekkert kemur fyrir og við gerum góða sölu. Skipstjór- inn hringdi í mannskapinn og sagði þeim hvað Þórður hafði sagt. Við fórum, þeirtreystu orð- um mínum. Allt fór sem ég sagði. Ég veit fyrir um margt. Þannig var mitt fólk. Ein sjóferðasaga. Viltu fá söguna sem skipti sköpum? Við vorum við bryggju. Nei, ég segi ekki þá sögu hér. Þú lest hana í IxSkum mínum og við ræðum ekki um vciðiskap. Þú getur lesið um veiðar mínar og vísindi í bók Haraldar Inga, Setið á Svallþúfu. Þessi bók er handbók fyrir veiði- þjófa. En sem sagt, þessi sjóferð skipti sköpum. Þeir héldu mig dauðan. Það er lygi hér er ég. Ég var tæplega fimmtugur þegar ég lenti í þessu sjóslysi. Síðan er ég talinn sjötíu prósent öryrki. Ég var alveg tilfinningalaus í fótun- um. Fékk við því einhverjar pillur, sem ég henti, því ég steyptist allur út í rauðum flekkjum. Pabbi hafði fengist töluvert við lækningar og hann útbjó mér grös og heit sjóböð, einnig baðaði ég mig mikið í Lýs- ólfslaug, sem er ölkeldulaug. Eft- ir tvö ár fór ég að ná bata. Þá fór ég að mála og skrifa bækur svo og að róa á trillunni minni. Veistu að engill íslands er nteð ugga? Hann og ölkelduvatnið hafa gefið mér heilsuna aftur. Ég bcr ekki virðingu fyrir pen- ingum. Ég er hræddur við að verða ríkur. Best líður mér þegar ég hef feitt kjöt að borða og lilýj- an stað til að sofa á. Svo er mér sama hvort rúmið er af gulli eða grjóti. Sjáðu, það brakar hvergi í mér hvorki í haus né búk," og Þórður frá Dagverðará stígur stríðsdans veiðimannsins, sem honum er einum lagið. ój Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnu ári ^fittNAÐARBANKl 'Íp' ÍSLANDS Útibúið á Akureyri og afgreiðslan verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.