Dagur - 19.12.1990, Síða 21

Dagur - 19.12.1990, Síða 21
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 21 Hvað segja bömin ttm jólahátíðina? í ræðu sem riti er því oftlega haldið fram að jólin séu hátíð bamanna og víst er það rétt- nefni. Flest rnunum við eftir hinni bamslegu eftirvæntingu og einlægri gleði um jólahátíð- ina. Börnin bíða spennt eftir jólasveinunum og jólaskemmtunum, þau em á nálum í lcringum jólatréð og pakkana og augun lýsa svo undur- skært í allri dýrðinni á þessari hátíð ljóss og friðar. Til að forvitnast um viðhorf barna í dag í garð jólahátíðarinnar og íýlgiíiska hennar fómm við í heimsókn á eina dagvist og gmnn- skóla á Akureyri. Par tókurn við nokkur böm tali og þótt bömin væm allt frá 2ja ára aldri og upp í 13 ára þá lýstu þau tilhlökkun sinni á svipaðan hátt. Viðtölin vom öll tekin föstudag- inn 7. desember og er vert að hafa þá dagsetn- ingu í huga þegar viðtölin em lesin. Erla Rut Gunnarsdóttir 2ja ára. Tilhlökkun tveggja ára stutku Erla Rut Gunnarsdóttir er ekki nema 2ja ára gömul en hún var þó alveg til í það að ræða við blaðamann um þetta fyrirbæri sem við köllum jól. - Hlakkarðu til jólanna? „Já,“ svaraði hún og við ræddum dálítið um jólagjafir í því sambandi. - Manstu eitthvað eftir síð- ustu jólum? Erla jánkaði með því að kinka kolli en skiljanlega heyrðust efasemdaraddir því hún var svo ung um síðustu jól. Næst töluðum við um hinn þjóðlega sið að setja skóinn í gluggann. - Hver kemur með gott í skóinn? „Jólasveinninn,“ svaraði hún eftir dálitlar bollalenging- ar og létunr við þar með þessu spjalli lokið. Það var greinilegt að Erla hlakkaði til jólanna enda er hún nú komin á þann aldur að geta farið að njóta þess að handfjatla pakkana og opna þá. Stefán Pedro Cabrera 6 ára. Bóndl eða lögga Stefán Pedro Cabrera er 6 ára gamall. Hann tók ekkert illa í það að ræða dálítið við blaða- menn Dags. - Liggur ekki vel á þér í dag? „Jú, en þér?“ - Að sjálfsögðu. Við eigum það sameiginlegt, nafnarnir, en hlakkarðu til jólanna? „Jaaá.“ - Hvað ætlarðu að gera um jólin? „Ekki neitt.“ - Nú? Þú hlýtur að ætla að gera eitthvað. „Já, ef ég nenni.“ - Nennirðu kannski ekki að opna pakkana og borða góðan mat? „Jú.“ - Hvað langar þig helst til að fá í jólagjöf? „Mig langar í stóran traktor sem ég get keyrt þegar ég verð fullorðinn." - Ætlarðu að verða bóndi? „Já, eða lögga.“ Harpa Haraldsdóttir 6 ára. Á kaii í jólaföndri Harpa Haraldsdóttir er 6 ára gömul. Hún var að föndra þeg- ar blaðamenn bar að garði. - Hvað ert þú gera? „Ég er að búa til jóladaga- tal.“ - Er ekki gaman í skólan- um? „Jú, jú.“ - Hlakkarðu til jólanna? „Já.“ - Hvað langar þig til að fá í jólagjöf? „Veit það ekki.“ - Stundar þú þann þjóðlega sið að setja skó út í glugga? „Já, þegar jólasveinarnir koma.“ Harpa kvaðst ætla að hafa það gott um jólin, borða góðan mat, fara í heimsóknir og leika sér. Hún sagðist líka vera að flytja bráðum. Hulda Guðmundsdóttir 12 ára. Förum í alls konar boð A gangi innan veggja grunn- skóla trítlaði 12 ára stúlka, Hulda Guðmundsdóttir. Við lögðum sígildar aðventuspurn- ingar fyrir hana. - Hlakkarðu til jólanna? „Jahá!“ - Hvers vegna? „Bara, það er gaman á jól- unum. Það er gaman að fá gjafir og svo er góður matur.“ - Hvað langar þig til að fá í jólagjöf? „Gallabuxur eða eitthvað.“ - Já, eitthvað nytsamlegt og gott. Ekki leikföng? „Nehei! Ég er löngu hætt að leika mér.“ - Hvað gerirðu með fjöl- skyldunni um jólin? „Við förum í alls konar boð, borðum góðan mat og höfum það bara gott.“ Hulda er náttúrlega löngu hætt að trúa á jólasveina og ekki setur hún skóinn út í glugga, en samt leist henni ekki illa á hugmyndina. Það væri allt í lagi að prófa og sjá hvort einhver myndi gefa henni sælgæti. Skóriim er týndur Fannar Benedikt Guðmunds- son er fjögurra ára og hæst- ánægður með hlutskipti sitt. - Setur þú skóinn út í glugga? „Nei, hann er týndur.“ - Æ, hvað gerirðu þá? „Ég leita bara að honum á eftir.“ - Hvað langar þig helst í jólagjöf? „Bara bíl. Stóran bíl.“ Fannar sagði að það hefði verið gaman á síðustu jólum og hann sagðist auðvitað bíða með eftirvæntingu eftir næstu jólum. Aðspurður kvaðst hann vera farinn að föndra svolítið og mun handverk hans vænt- anlega prýða heimili hans um jólin. Fannar Benedikt Guðmundsson fjögurra ára. Guðjón Ingi Magnússon 10 ára. Langar í sjónvarp Guðjón Ingi Magnússon er 10 ára gamall og hann hlakkaði auðvitað til jólanna. Ástæðan var sú sama og hjá öðrum, þ.e. gjafir og góður matur. - Langar þig í eitthvað sér- stakt í jólagjöf? „Já, til dæmis sjónvarp eða körfubolta eða eitthvað.“ - Sjónvarp? Er skortur á slíkum tækjum heima hjá þér? „Nei, við eigum þrjú. Eitt er inni hjá bróður mfnum, eitt cr uppi og eitt er á flakki milli mömmu og pabba herbergis og eldhússins.“ - En þig langar í sjónvarp í þitt herbergi. „Já.“ - Ertu hættur að setja skó- inn út í glugga? „Jaa, eiginlega.“ - Þú getur nú alveg prófaö að setja hann út í gluggann. „Já, já, ég set hann út í gluggann en ég fæ ekkcrt í hann.“ - Þú ert sjálfsagt hættur að trúa á jólasveina. „Já, þeir eru bara í þjóðsög- um.“ - Trúir þú þá ekki heldur á álfa eða huldufólk? „Kannski huldufólk.“ - En drauga? „Nei.“ - Horfirðu ekkert á hryll- ingsmyndir? „Jú, stundum.“ - En þú heldur samt ekki að slíkur óskapnaður fyrirfinnist í raunveruleikanum. „Nei,“ sagði Guðjón og það var nú gott. Skiptir ekki niáli ln ort ég fæ nieira Gunnar I. Valdimarsson er 5 ára snáði. Hann var ekkert ýkja feiminn við blaðamann sem jós yfir hann spurninga- flóði en voldug myndavél ljósmyndarans þótti honum þó meira spennandi. En við spjölluðum stundarkorn um jólin. - Hlakkar þú til jólanna? „Já.“ (En ekki hvað!) - Hvað finnst þér mest spennandi við jólin? „Gjafirnar og góður matur. Svo fæ ég stundum súkkulaði.“ - En veistu hvað gerðist á fyrstu jólunum? Af hverju höldum við upp á aðfangadag? „Af því að Jesús á afmæli.“ - Já, hann fæddist þá. Segðu mér, langar þig í margt í jólagjöf? „Já, mig langar mest í fjar- stýrðan bíl. Það er svo skemmtilegt að hafa þá fjar- stýrða.“ - Horfirðu á auglýsingar í sjónvarpi? „Já, stundum." - Og langar þig í leikföngin sem þar eru sýnd? „Sum, ekki öll.“ - Nei, það er heldur ekki hægt að fá allt eða fylla her- bergið af leikföngum, er það nokkuð? „Ég á svo mikið af rusli í herberginu. Það skiptir ekki máli hvort ég fæ meira eða ekki,“ sagði þessi ungi drengur hinn hógværasti. Gunnar I. Valdiniarssun 5 ára. Hallgrímur Jónas 12 ára, Gcirhard Hessler 12 ára og Óskar 13 ára. Maður íær svo marga pakka Á frostköldum föstudegi voru þrír drengir að spóka sig utan dyra. Einn þeirra kvaðst heita Hallgrímur Jónas. Hann er 12 ára sem og félagi hans Geir- hard Hessler Aðalsteinsson. Sá þriðji, Óskar, er hins vegar þrettán ára. - Jæja, drengir, Hlakkið þið til jólanna? Állir: „Já.“ - Og hvernig skyldi nú standa á því? Hallgrímur: „Af því maður fær svo marga pakka.“ Geirhard: „Svo fær maður góðar rjúpur.“ - Ykkur langar ábyggilega í margar góðar gjafir en hafa auglýsingar einhver áhrif á ykkur? Allir: „Já, okkur langar í margt sem verið er að auglýsa. Helst allt.“ - Trúið þið á jólasveina? „Nei,“ sögðu þeir einum rómi og virtust hneykslaðir á þessari spurningu. Aðspurðir kváðust drengirn- ir stundum leiða hugann að hinum eiginlega jólaboðskap þrátt fyrir hinar litríku umbúð- ir nútímans. Geirhard sagðist fara í kirkju um jólin og allir sögðust þeir fara í heimsóknir til ættingja og vina. Texti: Stefán Sæniundsson Myndir: Golli

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.