Dagur - 22.12.1990, Side 2

Dagur - 22.12.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990 BRIDGE íslandsbankamót Mótið verður haldið sunnudaginn 30. desember og hefst kl. 10.00 f.h. Spilað verður í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, 4. hæð. Spilaður verður tvímenningur með Mitchell-fyrir- komulagi og spilað um silfurstig. Þá er keppt um farandbikar auk bikara í 12. og 3. sætið, sem íslandsbanki gefur. Auk þess verður fjöldi aukavinninga. Ókeypis kaffi meðan spilað er. Keppnisgjald er kr. 2.000,- á par. Skráning á staðnum. Allir velkomnir. ÍSLANSBANKI BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR. Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Jólatrésskemmtun fyrir börn verður í Blaln ammi, Skipagötu 14 laugardaginn 29. desember kl. 14.-17. ☆ ☆ ☆ Áramótafagnaður verður laugardaginn 29. desember kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið. Mætum vel og kveðjum árið saman. Munið félagsskírteinin. Stjórnin. 13.00-18.00 stiiTiividaginxi 23. des. Allt fullt a£ fiumii fatnaði. tV Verið velkomin. FfNARIÍNUR SKIPAGÖTU 2 • Sími 25917. i --- -J I fréttir /i Athyglisverð grein í Náttúrufræðingnum um uppruna lághitakerfa: Kvikuhreyfingar gætu gefið varma tfi lághitakerfa á Mið-Norðurlaudi „Búast má við, að lághitakerf- in á Mið-Norðurlandi lifi svo lengi sem varmanám úr berg- inu getur átt sér stað í rótum kerfanna með hræringu grunn- vatns og meðan jarðhnik við- heldur nægilegri lekt. Ekki má útiloka þann möguleika, að kvika undan Kolbeinseyjar- hrygg eða jafnvel frá gosbelt- inu inni á Miðhálendi geti leit- að til suðurs og norðurs eftir lekum sprungum og gefið varma til þessara lághita- kerfa.“ Svo segir m.a. í athyglisverðri grein Stefáns Arnórssonar og Sigurðar R. Gíslasonar um upp- runa lághitakerfa í nýútkomnum Náttúrufræðingi, tímariti Hins íslenska Náttúrufræðifélags. Jarðvísindamenn hafa aflað sér töluverðrar þekkingar um upp- runa háhitasvæða á landinu og er talið að þau séu aðallega bundin við svokallaðar megineldstöðvar. Með borunum eftir heitu vatni á lághitasvæðum landsins á síðustu árum hafa fengist allgóðar upp- lýsingar um uppruna þeirra. Um þetta eru þó töluvert skiptar skoðanir. í grein þeirra Stefáns og Sigurðar kemur fram að lághitinn á Mið-Norðurlandi sé talinn fyrst og fremst afleiðing af annars veg- ar djúpu streymi grunnvatns frá hálendari stöðum til láglendari um sprungur eða aðrar lekar jarðmyndanir og hins vegar hrær- ingu í ungum sprungum, sem myndast hafa við höggun á göml- um berggrunni vegna spennu- ástands í jarðskorpunni. Fram kemur að hraunlagastafl- inn í ofanverðum Tröllaskaga og í hálendinu suður af Skagafirði og Eyjafirði sé óholufylltur og því að líkindum tiltölulega gropinn. „í honum hlýtur því að vera allmikið grunnvatn, sem getur leitað niður í sprungur og streymt eftir þeim niður á lág- lendi,“ segir orðrétt í greininni. Ennfremur segir: „Væri hraun- lagastaflinn allur holufylltur og því þéttur, væri aðrennsli að sprungunum takmarkað; bundið við næsta nágrenni þeirra, nema þar sem þær lægju um lægðir í landslaginu. Jafnvel þótt sum lághitakerfi á Mið-Norðurlandi séu hræringa- kerfi, benda borholugögn fyrir sum svæðin til þess, að niður- streymi verði í fjöllum en upp- streymi í dölum.“ óþh i bridds í- Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar: Nú munar aðeins þremur stigum á efstu sveitunum Austurland: Sina brennd í desember Mikið hefur verið um að menn hafi brennt sinu á Austurlandi undanfarna daga. Leyfilegt er að brenna sinu eft- ir 1. des. og hafa margir bændur fyrir austan gripið tækifærið til að sinna þessum vorverkum í snjó- leysinu undanfarna dag. Mikið var um að sina væri brennd í fyrradag og enn var verið að brenna sinu í gær, að sögn lög- reglunnar á Egilsstöðum. Alltaf er að fjölga þeim túnum fyrir austan sem ekki eru heyjuð á sumrin og að sama skapi færist það í vöxt að menn brenni af þeim sinuna. IM VJUlfnjom, hlýleg jólagjöf UM SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA ® Stinga ekki «Úr fínustu merinóull jMjög slitsterk m Má þvo viö 60°C yu EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 - sveit Dags enn 1 efsta sætinu Spennan á toppnum í sveita- keppni Bridgefélags Akureyr- ar, Akureyrarmóti, eykst enn og nú þegar fjórar umferðir eru eftir, munar aðeins þremur stigum á tveimur efstu sveitun- um. Sveit Dags leiðir mótið sem hingað til og hefur hlotiö 353 stig en sveit Grettis Frí- mannssonar kemur fast á hæla hennar með 350 stig. Lokið er 18 umferðum af 22 og Akureyri: Tvímennings- mót í bridds íslandsbanki og Bridgefélag Akureyrar standa fyrir tví- menningsmóti í bridds sunnu- daginn. 30. des. n.k. Mótið fer fram í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Keppt verður um silfurstig og tarandbikar og auk þess verða veittir bikarar fyrir þrjú efstu sætin, sem gefnir eru af íslands- banka á Akureyri. Einnig verður keppt urn fjölda annarra auka- verðlauna. Keppt verður eftir Mitchell fyrirkomulagi og er skorað á alla briddsunnendur að mæta til leiks. Keppnisgjald er kr. 2000,- á par en skráning fer fram á mótsstað. Boðið verður upp á ókeypis kaffi á meðan mótið stendur yfir. hefur nú verið gert hlé á mótinu frant yfir áramót. Tvær sveitir til viðbótar geta enn blandað sér í baráttuna um efsta sætið, sveit Jakobs Kristinssonar sem hlotið hefur 339 stig og sveit Hermanns Tómassonar með 321 stig. Annars er röð átta efstu sveita þessi: stig 1. Dagur 353 • 2. Grettir Frímannsson 350 3. Jakob Kristinsson 339 4. Hermann Tómasson 321 5. Ævar Ármannsson 285 6. Jónas Róbertsson 284 7. Zarioh Hamadi 265 8. Stefán Vilhjálmsson 233 Sem fyrr sagði verður nú gert hlé á mótinu fram yfir áramót en næstu tvær umferðir verða spilað- ar þriðjudaginn 8. janúar nk., í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð, og hefst keppni kl. 19.30. -KK Villaí jólakrossgátu Ein villa slæddist inn í jólakross- gátu Dags að þessu sinni, sem birt var í jólablaði II. Tala nr. 64 í lausn gátunnar, var færð inn í rangan reit, átti að fara í næsta reit til hægri. Vegna þessa eru krossgátuunnendur beðnir að athuga að 64. stafur í lausn gát- unnar á að vera L en ekki I. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Vegna viðtals í jólablaði: Jónas á fjórar systur í viðtali við Valgerði Steinunni Friðriksdóttur í Degi, jólablaði 2, kom fram að Jóhann sonur hennar og María kona hans, hafi eignast einn son, Jónas Franklín, starfandi lækni á Akureyri. Auk þess áttu þau fjórar dætur en það kom ekki fram í viðtalinu. Elst þeirra er Guðný og býr á Öxnhóli í Hörgárdal, síðan Val- gerður sem er gift Jóhanni Sigur- jónssyni fyrrum skólameistara MA, þá Auður sem starfar sem klinikdama í Reykjavík og loks Erla, tvíburasystir Jónasar og býr hjá móður sinni á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.