Dagur


Dagur - 22.12.1990, Qupperneq 20

Dagur - 22.12.1990, Qupperneq 20
Laugardagur til lukku: Viraiingspottamir óvenju stórir í dag Þrefaldur vinningur verður bæði hjá Islenskri getspá og íslenskum getraunum í dag og því til mikils að vinna. Hjá íslenskri getspá fengust þær upplýsingar að búist væri við að lottópotturinn færi í um 15 Presthólahreppur og ÖxarQarðarhreppur: Kosið um sam- einingu í dag I dag verður kosið um það hvort Presthólahreppur og Oxarfjarðarhreppur sameinast í eitt sveitarfélag sem mun ein- faldlega nefnast Öxarfjarðar- hreppur. Að sögn oddvitanna í báðum hreppunum er samein- ing vænlegur kostur og ávinn- ingurinn mikill, sérstaklega fyrir Presthólahrepp. Laugardagurinn 22. desember var ákveðinn kosningadagur og munu íbúar í hreppunum ganga að kjörborðinu í Lundarskóla í Öxarfirði og grunnskólanuni á Kópaskeri kl. 13-16 í dag. Verði sameiningin samþykkt munu hreppsnefndirnar í Prest- hólahreppi og Öxarfjarðarhreppi bjóða fram sameiginlegan lista og komi fram mótframboð verður efnt til kosninga innan mánaðar. í lok janúar ætti málið að verða til lykta leitt og þá kemur í Ijós hverjir skipa hreppsnefnd hins sameinaða Öxarfjarðar- hrepps, ef sameiningin verður samþykkt í kosningunum. SS Rjúpnaveiðin: Tíminn að renna út Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur í dag. Veiðimenn eru sammála um að rjúpnastofninn sé með lakasta móti en því til viðbótar hefur veðurfarið í haust sett mjög strik í reikninginn hjá veiðimönnum. Við upphaf tímabilsins var nokkur snjór á Norðurlandi og fyrstu dagana gekk vönum veiði- mönnum þokkalega. Eftir það tók snjó upp og síðan hefur vart sett niður snjó og því hefur rjúp- an hörfað frá hefðbundnum veiðilendum. Þeir sem hafa fyrir sið að borða rjúpur um jól hafa því sannarlega þurft að leggja nokkuð á sig til að verða sér út um steikina. JÓH Næsta blað kemur út föstudag- inn 28. desember. Auglýsend- ur sem vilja koma auglýsing- um í það blað, þurfa að skila inn handritum fyrir kl. 11.00, fimmtudaginn 27. desember. milljónir króna, sem er með því allra mesta til þessa. Potturinn gekk ekki út um síðustu helgi og færðust því rúmar 6,3 milljónir króna yfir á þessa helgi. Getraunapotturinn verður einnig með stærra móti í dag. í gærmorgun var potturinn kominn í um eina milljón króna og mesta salan eftir. Getspakir menn hjá íslenskum getraunum voru ekki fáanlegir til að spá fyrir um hversu stór potturinn yrði þegar upp yrði staðið í dag, en töldu að upphæðin gæti orðið umtalsverð. Að venju er bein útsending í sjónvarpinu í dag frá Englandi. Að þessu sinni leiða saman hesta sína Liverpool og Southampton óþh ,Ef ég œtti eina ósk... Mynd: Golli 66 Hvít jól á Norðurlandi „Fegursta vetrarveður - segir Ásdís Auðuns- dóttir, veðurfræðingur „Norðlendingar fá hvít jól. Spákortið, sem ég hef, nær allt til jóladags. Það er sem fyrr, Norðlendingar þurfa ekki að kvarta. Veðurguðirnir leika við ykkur. Fegursta vetrarveð- ur verður fyrir norðan,“ sagði Asdís Auðunsdóttir, veður- fræðingur. Veðurfræðingurinn lofar Norð- lendingum björtu veðri allt fram á jóladag. Attin verður hæg og suðvestlæg, frost á bilinu 3-7 stig. „A jóladag. gengur hann í norð- vestlæga átt með éljum og frostið eykst, verður svipað og það hefur verið síðustu dagana," sagði Ásdís, veðurfræðingur. ój Akureyrin EA 10 til heimahafnar með bilað togspil: Aflaverðmæti togarans 677 milljómr Akureyrin EA 10 kom til heima- hafnar snemma í gærmorgun fyrr en ráðgert var. Spil skips- ins bilaði og því var leitað hafnar. Akureyrin EA hélt upp- teknum hætti og fékk meira fyrir afla sinn en aðrir sam- bærilegir togarar. Afli Akur- eyrarinnar á þessu ári verður um 6.000 tonn að verðmæti 677 miljónir króna. Akureyrin EA aflaði í fyrra rúmra 6.200 tonna að verðmæti 510 milljónir króna og eykur því aflaverðmætið um tæpan þriðj- ung. Aukningin í verðmætum er því umtalsverð, þegar tekið er til- lit til samdráttar, í afla. „Já, skipið er komið til hafnar með bilað spil. Við erum búnir að finna þá varahluti sem vantar til að koma spilinu í lag. Flugvél verður send til Kaupmannahafn- ar til að sækja varahlutina og unnið verður að viðgerð á næstu dögum. Viðgerðarmenn fást allt- af þegar mikið liggur við þrátt fyrir að stórhátíð sé að ganga í garð. Lífsbjörgin gengur fyrir," sagði Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri. ój Húsavík: Atvúinuástand í haust betra en í fyrra ....... ...... . . V Um helmingi færri atvinnu- leysisdagar voru skráðir hjá Húsvíkingum í nóvember en í sama mánuði í fyrra. „Það er samt allt of mikið atvinnuleysi og ég vara við bjartsýni. Það er ekkert sem bendir til að atvinnumálin verði með öðrum hætti í vetur en var í fyrra og atvinnumálin eru ekki leyst,“ sagði Ágúst Óskarsson hjá Vinnumiðlun Húsavíkur. f desember hafa 63 Húsvíking- ar komið inn á atvinnuleysisskrá en ekki eru þeir þó allir stöðugt án atvinnu, suma hefur vantað vinnu einhverja daga fyrri hluta mánaðarins og aðra aftur síðustu dagana. Síðasta dag nóvember- mánaðar voru 33 Húsvíkingar á atvinnuleysisskrá og í nóvember voru alls skráðir 640 atvinnuleys- isdagar. Síðasta dag nóvember- mánaðar í fyrra voru 50 Húsvík- ingar á atvinnuleysisskrá og í þeim mánuði voru atvinnuleysis- dagar á Húsavík alls 1294. „Þrátt fyrir þessar tölur vara ég við allri bjartsýni. Veðrið í nóvember og meiri framkvæmdir á vegum Húsavíkurbæjar hjálp- uðu til. Unglingarnir hafa líka verið duglegri við að koma sér bara hreinlega í burtu, t.d. hafa 11 menn héðan verið við vinnu í Vestmannaeyjum síðan í haust. Þessir menn búa hér áfram og vilja vinna hér, en bara það að þeir skyldu leita annað eftir vinnu, framkvæmdir bæjarins og aukin vinna í byggingariðnaði hefur hjálpað til að minnka atvinnuleysið. Það er engin lausn fyrir þessa byggð hér þó að það komi góðviðriskaffi, eitthvað sé byggt af opinberum byggingum og menn drífi sig í burtu," sagði Ágúst. IM Þorláksmessa dagur skötuáts: „Skatan verður að •66 Þráðlausir símar ekki öruggir: Óvelkomnir hlustendur Þcgar ný tækni heldur inn- reið sína kemur oft í ljós aö það er margt skrýtiö í kýr- hausnum. Þetta á greinilega við um þráölausa síma eins og heimilisfaðir í Innhænum á Akureyri hefur fengið að reyna. „Ég keypti mér þráðlaust tæki til að setja í vögguna hjá barninu og svo getum við hjón- in fylgst með í gegnum annað tæki hvort barnið fer að gráta. Það kom hins vegar strax í Ijós að tækið nemur líka þráðlausa síma í hverfinu án þess að ég fái við nokkuð ráðið,“ sagði faðir- inn. Hann kemst ekki hjá því aö hlusta á samræöur nágrannanna þegar kvcikt er á tækinu. Reyndar heyrir hann bara í öðr- um viömælandanum þegar samtal fer fram gegnum þráð- lausan síma og skiljanlega finnst honurn hvimleitt og óvið- eigandi að stunda þessar óvið- ráöanlegu hleranir. Það er grát- ur barnsins sem hann er að fiska eftir, ekki einkasamtöl ná- granna. „Mér finnst allt í lagi að benda þeini sem nota þráðlausa síma í Innbænunt á þá stað- reynd að það geta verið óvel- komnir hlustendur að samtali þeirra," sagöi faðirinn. SS miga í munm segir Gunnar Skjóldal, fiskkaupmaður „Kæst skata vinnur stöðugt á sem aðalréttur Akureyringa á Þorláksmessu,“ sagði Gunnar Skjóldal í Fiskbúðinni við Strandgötu á Akureyri, þegar hann var spurður um skötuát bæjarbúa. Að sögn Gunnars breiðist þessi vestfirski siður æ meir út. I fyrra var reiknað með að neyslan á Akureyri væri um eitt tonn, en í ár reikna fisksalar og aðrir mat- vörukaupmenn með að magnið tvöfaldist. „Skatan verður að vera vel migin þ.e. hún verður að míga í munni sem merkir að hún verður að vera lostæti. Nái menn að tárfella við skötuátið þá er hún best. Fólk sækist eftir sköt- unni að vestan og í ár eru gæðin í hámarki, Skjóldal.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.