Dagur - 20.04.1991, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. apríl 1991
Alþingiskosningarnar:
Kjósendur á Norðurlandi
-i
fréttir
25.700 talsins
í Norðurlandskjördæmunum
tveimur eru 25.700 manns á
kjörskrá við kosningarnar í
dag. í Norðurlandskjördæmi
eystra eru 18.434 á kjörskrá,
9.306 karlar og 9.128 konur. I
kosningunum 1987 voru 17.917
manns á kjörskrá í kjördæm-
inu og hefur kjósendum því
tjölgað á þessu tímabili um ríf-
lega 500. í Norðurlandskjör-
dæmi vestra eru 7.160 manns á
kjörskrá, 3.750 karlar og 3.410
konur. í kosningunum 1987
voru 7.293 á kjörskrá í kjör-
dæminu sem þýðir að fækkun
kjósenda á tímabilinu nemur
133, eða 1,8%.
Norðurlandskjördæmi
eystra
Á Akureyri verður kosið í Odd-
eyrarskólanum og hefst kjör-
fundur kl. 9 og stendur til k. 22.
Á kjörskrá eru 10.162 en voru
9.608 árið 1987.
Kjörfundur hefst á Dalvík kl.
10 og lýkur honum kl. 22 í kvöld.
Kosið verður í Dalvíkurskóla,
þ.e. nýja skólanum við Mím-
isveg. Á kjörskrá á Dalvík eru nú
1.037 en voru 924 við kosning-
arnar 1987.
í Ólafsfirði verður byrjað að
kjósa kl. 10 og stendur kjörfund-
ur til kl. 22 í kvöld. Þar fer kosn-
ing fram í Tjarnarborg og eru 802
á kjörskrá eða þremur fleiri en
við kosningarnar 1987.
Kjörfundur á Húsavík hefst kl.
9 og stendur hann til 22 í kvöld.
Kosið verður í barnaskólanum en
nýmæli er þar í bæ að nú verður
kosið í tveimur kjördeildum
stað einnar áður. Raunar var
Húsavíkurkjördeild áður sú
stærsta á landinu. Á kjörskrá í
bænum eru 1.681 en árið 1987
voru á henni 1.666.
í Öxarfjarðarhreppi eru nú 275
á kjörskrá en voru í síðustu kosn-
ingum 321. Kjörfundur hefst kl.
10 og lýkur honum kl. 18 í kvöld.
Kosið verður í Grunnskólanum á
Kópaskeri.
A Raufarhöfn verður kosið í
grunnskólanum frá kl. 12 til 22.
Á kjörskrá eru 279 manns en
voru 309 árið 1987.
Á Þórshöfn hefst kjörfundur í
grunnskólanum kl. 10. Á kjörská
eru 294, jafn margir og fyrir fjór-
um árum.
Á Grenivík er kosið í grunn-
skólanum frá kl. 10 til 22. Á
kjörskrá eru 285 manns en voru
278 fyrir fjórum árum.
Norðurlandskjördæmi
vestra
Sauðárkrókur hefur flesta kjós-
endur af þéttbýlisstöðum kjör-
dæmisins. Þar eru nú 1.731 á
kjörskrá en voru 1.623 árið 1987.
Kjörfundur hefst í Safnahúsinu
kl. 9 og lýkur honum kl. 22 í
kvöld.
Kjörfundur hefst á Blönduósi
kl. 10 og lýkur kl. 22. Á kjörskrá
eru 707 manns en voru 698 árið
1987. Kosning mun í dag fara
fram í grunnskóla bæjarins.
Á Hofsósi hefst kjörfundur í
félagsheimilinu Höfðaborg kl. 12
og stendur til kl. 20. Á kjörskrá
eru nú 285 manns en voru 332
árið 1987.
Kjörfundur á Siglufirði stendur
frá kl. 10 til 22. Kosíð er í grunn-
skólanum við Hlíðarveg. Á
kjörskrá eru 1.287 en voru 1.354
Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar:
Sveit Gylfa Pálssonar sigraði
Sveit Gylfa Pálssonar sigraði í
Halldórsmóti Bridgefélags
Akureyrar sem lauk í Hamri
sl. þriðjudagskvöld. Mótið
stóð yfir í þrjú spilakvöld og
voru spilaðar 13 umferðir.
í sigursveit Gylfa voru auk
hans þeir Helgi Steinsson, Gunn-
ar Berg og Kristján Guðjónsson.
Sveitin vann alla sína leiki utan
einn, er hún lá fyrir sveit Ormars
Snæbjörnssonar.
Alls tóku 14 sveitir þátt í mót-
inu að þessu sinni og varð sveit
Jakobs Kristinssonar í öðru sæti.
En röð efstu sveita varð annars
þessi: stig
1. Gylfi Pálsson 206
2. Jakob Kristinsson 193
3. Stefán Vilhjálmsson 192
4. Grettir Frímannsson 183
5. Hermann Tómasson 175
6. Dagur 168
Næsta keppni félagsins, Alfreðs-
mótið, hefst nk. þriðjudag í
Hamri en mótið er minningarmót
um Alfreð Pálsson. Keppnin er
bæði sveita- og tvímennings-
keppni og stendur yfir í þrjú
spilakvöld. -KK
Sigursveit Gylfa Pálssonar í Halldórsmóti BA. F.v. Gunnar Berg, Kristján
Guðjónsson, Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson. Mynd: ehb
árið 1987.
Kosning hefst á Hvammstanga
kl. 12 og lýkur kl. 22. Kosið er í
félagsheimilinu og eru 456 á
kjörskrá eða þremur fleiri en árið
1987.
Á Skagaströnd hefst kosning í
félagsheimilinu Fellsborg kl. 10
og stendur til 22. Á kjörskrá eru
432, eða 6 færri en í kosningum
1987. JÓH
Skákþing Eyjafjarðar:
Glæstur sigur
Gylfa
Skákþingi Eyjafjarðar 1991
er nýlega lokið. Úrslit urðu
þau að Gylfi Þórhallsson
vann glæstan sigur, fékk 9'/2
vinning af 10 mögulegum.
Eins og sjá má af þessum
tölum sýndi Gylfi allar sínar
bestu hliðar.
í 2. sæti varð Torfi K.
Stefánsson með 7 vinninga,
Ari Friðfinnsson náði 3. sæti
með 6V2 vinning og 25,25 stig
en Rúnar Sigurpálsson lenti í
4. sæti með 6’/2 vinning og
24,50 stig.
Jafnir í 5.-6. sæti urðu þeir
Kári Elíson og Ármann Búa-
son með 5’/5 vinning.
Gylfi, Rúnar og Kári eru
félagar í Skákfélagi Akureyrar
og tefldu þeir sem gestir og
settu skemmtilegan svip á
mótið, að sögn Smára Ólafs-
sonar, formanns skákdeildar
UMSE. SS
\ DAGS-ljósinu
. t-------------
Skyggnst á bak við málefni Fiskmars hf. í Ólafsfirði:
Framkvæmdastjórinn lagði tíl að
reghir um bæjarábyrgðir yrðu hertar
Eins og Dagur greindi frá í gær
samþykkti bæjarráð Ólafs-
fjarðar á fundi sínum í fyrra-
dag að fram fari úttekt aðal-
endurskoðanda bæjarins, Arn-
ars Árnasonar, og skoðunar-
manna bæjarins á veitingu
ábyrgðar Ólafsfjarðarbæjar til
Fiskmars hf. Þessari úttekt
verður hraðað sem kostur er
og skal henni lokið í byrjun
maí. Málið kemur þá væntan-
lega aftur fyrir bæjarráð.
Eftir því sem næst verður kom-
ist komu málefni Fiskmars hf.
fyrst inn á borð bæjarstjórnar
Olafsfjarðar í mars 1988. Á fundi
hennar 15. mars var samþykkt
fundargerð stjórnar Iðnþróunar-
sjóðs Ólafsfjarðar frá 4. mars þar
sem fram kemur að hún hafi sam-
þykkt einfalda bæjarábyrgð á láni
Fiskmars hf. hjá Iðnlánasjóði að
upphæð 1.266.452 kr.
Málefni Fiskmars hf. koma
síðan aftur fyrir í bókunum
bæjarráðs og bæjarstjórnar í
mars 1989. Tilefnið er bréf frá
Sigurði Bjömssyni, framkvæmda-
stjóra Fiskmars hf., til stjórnar
Iðnþróunarsjóðs Ólafsfjarðar þar
sem hann fer fram á einfalda
ábyrgð á tveimur lánum sem
félagið tók hjá Iðnlánasjóði.
Annars vegar var um að ræða lán
allt að 2,3 milljónum króna úr
vöruþróunar- og markaðsdeild
sjóðsins og hins vegar vélakaupa-
lán allt að 2,8 milljónum króna, 60
prósent af áætlaðri fjárfestingu í
tækjabúnaði fyrir framleiðslu á
sjávarnasli.
Stjórn Iðnþróunarsjóðs Ólafs-
fjarðar tók þetta erindi fyrir á
fundi sínum 9. mars 1989 og sam-
þykkti að vísa því til bæjarráðs
Ólafsfjarðar, jafnframt því sem
stjórnin samþykkti að mæla með
því við bæjarráð að það yrði
samþykkt.
Á fundi sínum sama dag tók
bæjarráð málið fyrir. I bókun
þess segir að það sé samþykkt því
að veita einfalda ábyrgð enda
fáist að mati bæjarráðs og bæjar-
stjóra fullnægjandi trygging og
ábyrgðartíminn verði sem
stystur. Þá segir orðrétt í bókun
bæjarstjórnar: „Að fengnum full-
nægjandi tryggingum verði málið
að nýju lagt fyrir bæjarráð.11 Eng-
ar bókanir er að finna í fundar-
gerðum bæjarráðs um að þetta
hafi verið gert.
Málið kom síðan fyrir bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar 14. mars 1989
og fékkst þar staðfest. í bókun
kemur fram að bæjarstjóri hafi
m.a. rætt um ábyrgðarveitingar
bæjarsjóðs og nauðsyn þess að
fyrir þeim væru öruggar trygging-
ar.
Á þessum sama fundi ræddi
Sigurður Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmars hf. og
bæjarfulltrúi, um beiðni Fisk-
mars hf. um bæjarábyrgð á lán-
um til fyrirtækisins og gerði
bæjarstjórnarmönnum grein fyrir
baktryggingum ábyrgðarinnar. í
framhaldi af því lagði hann fram
tillögu um nauðsyn á hertum regl-
um um veitingu bæjarábyrgða.
Tillaga Sigurðar samkvæmt
bókunum bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar er svohljóðandi:
„Bæjarsjóður Ólafsfjarðar
stendur nú frammi fyrir tug millj-
óna króna tjóni vegna fjárhags-
legra ábyrgða sem Sæver hf. voru
veittar en fyrirtækið er nú gjald-
þrota. Óhætt er að fullyrða að
um þessar ábyrgðarveitingar var
fjallað af lítilli fyrirhyggju af
hálfu bæjarins og sama gildir um
aðrar ábyrgðarveitingar fram til
þessa. Gjaldþrot Sævers hf. er
svo þungt áfall fyrir bæjarsjóð að
það jafngildir því fé sem varið er
til framkvæmda á einu ári hjá
bænum. í þeim tilgangi að
minnka áhættu bæjarsjóðs þegar
ábyrgðir eru veittar samþykkir
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar að fela
bæjarstjóra að undirbúa setningu
reglugerðar um ábyrgðarveiting-
ar bæjarsjóðs. I reglugerðinni sé
m.a. kveðið á um eftirfarandi:
1. Að aðeins eru veittar ein-
faldar ábyrgðir og til tiltekins
tíma.
2. Að aðeins eru veittar
ábyrgðir vegna verkefna sem eiga
að stuðla að uppbyggingu hér
heima fyrir.
3. Að hverri umsókn um
ábyrgð skuli fylgja ítarleg grein-
argerð um áform umsækjenda
s.s. rekstraráætlun, rekstrar- og
efnahagsreikningar næstu ára á
undan, upplýsingar um banka-
viðskipti og hver þau gögn önnur
sem ástæða þykir að krefjast.
4. Þeirra trygginga sem krafist
er s.s. veða í búnaði sem kaupa á
og þá hve há ábyrgðin má vera
miðað við kaupverð búnaðar.
Einnig í hvaða tilfellum má veita
ábyrgð án trygginga s.s. ef um
áhættulán er að ræða eða ef
stofnun eða fyrirtæki er að mestu
leyti í eigu eða á ábyrgð bæjar-
sjóðs.
5. Á hvern hátt mat skuli lagt
á umsóknir s.s. í hvaða tilfellum
stjórn Iðnþróunarsjóðs eða
atvinnumálanefnd er falið að
meta umsókn eða hvort sér-
fræðingar eru fengnir til.
6. Önnur þau atriði sem til
þess eru fallin að auka öryggi og
tryggja vandaða umfjöllun um
umsóknir.
Reglugerðin komi til umfjöll-
unar í bæjarstjórn eigi síðar en á
maífundi 1989.“
Bæjarfulltrúar tóku vel í þessa
tillögu Sigurðar og var samþykkt
með 7 atkvæðum að vísa henni til
bæjarráðs og bæjarstjóra. Dagur
hefur hins vegar upplýsingar um
það að það var ekki gert og tillag-
an dagaði uppi.
Málefni Fiskmars hf. kom aft-
ur inn á borð bæjaryfirvalda í
Ólafsfirði síðar árið 1989. Á
fundi bæjarráðs 19. júlí það ár
var samþykkt að veita einfalda
bæjarábyrgð á væntanlegu
3.540.000 kr. láni Fiskmars hf. hjá
Iðnþróunarsjóði. í bókun segir
að samþykkt hafi verið að heim-
ila bæjarstjóra að skrifa upp á
einfalda ábyrgð með veði í
tækjum.
Eftir stendur að bæjarsjóður
hefur samkvæmt bókunum
ábyrgst lán Fiskmars hf. hjá Iðn- |
lánasjóði og Iðnþróunarsjóði
samtals á níundu milljón króna.
Hluti þessarar upphæðar var
víkjandi lán sem nú hefur verið
afskrifað og endanleg lánsupp-
hæð Fiskmars hf. hjá Iðnþróun-
arsjóði var um 1,5 milljónum
króna lægri en Fiskmar hf. óskaði
eftir að bærinn ábyrgðist.
Miðað við framreikning bendir
allt til þess að rétt um 6 milljónir
falli á bæjarsjóð Ólafsfjarðar
vegna þessa máls. Fram hefur
komið að bæjarsjóður Ólafs-
fjarðar á annan veðrétt í eignum
Fiskmars hf. og það gerir stöðu
hans verri en ella. Sem tryggingu
fyrir bæjarábyrgðinni lagöi
Fiskmar hf. fram lista yfir tæki,
sem staðsett eru í húsakynnum
Iðntæknistofnunar íslands og hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar.
Þetta voru fjölnota flæðipökkun-
arvél, húðunarvél ásamt krydd-
húðunarbúnaði, loftpressa fyrir
matvælaiðnað, þurrkfæriband
ásamt blásara og elementi fyrir
heitt vatn, snigilmatari, færi-
bönd, olíupottur, hristiborð,
sjálfstýribúnaður fyrir fiskþurrk-
unarklefa, hráefna- og vörulager
eins og hann er á hverjum tíma
og ýmis smærri verkfæri og bún-
aður.
Dagur hefur fyrir því heimildir
að Kjartan Þorkelsson, bæjar-
fógeti í Ólafsfirði, hafi látið þá
athugasemd fylgja á tryggingar-
bréfi að þessi „ýmis smærri verk-
færi og búnaður" væri ekki sér-
greint og því ekki ljóst til hvaða
hluta veðið næði. óþh