Dagur - 20.04.1991, Qupperneq 3

Dagur - 20.04.1991, Qupperneq 3
Laugardagur 20. apríl 1991 - DAGUR - 3 í fréttir F Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 127 milljónir í janúar Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var óhagstæður um 127 milljónir króna í janúar, sam- - verðmæti innflutnings 47% meira en á sama tíma árið áður kvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands. Út voru fluttar vörur fyrir 5.479 milljónir en Skagaströnd: Stækkun leikskóla í sumar - flárhagsáætlun afgreidd fljótlega Á fjárhagsáætlun Höfða- hrepps á Skagaströnd er gert ráð fyrir um helmings stækkun leikskólarýmis á staðnum. Ætlunin er að gera viðbygg- ingu leikskólans fokhelda á árinu en á síðasta ári var fjár- veiting til byggingarinnar skor- in niður vegna annarra fram- kvæmda. Fjárhagsáætlun fyrir ltðandi ár hefur ekki verið afgreidd en gert er ráð fyrir 3.6 milljónum króna til leikskólabyggingarinnar á árinu. Miklar framkvæmdir verða við höfnina á Skagaströnd á árinu og verða þær fram- kvæmdir fljótlega boðnar út. Smíði níutíu metra langs stálþils hefur verið boðin út erlendis en þilið á ,að koma á nýjan hafnar- garð sem byggður verður í sumar. Gamli garðurinn er að hruni kominn en hluti af honum verður fjarlægður en endi garðs- ins er hruninn nú þegar. Ekki er ljóst hversu miklar framkvæmdir verða við gatna- gerð og malbikun en ljóst er að Sauðárkrókur: Miklar jarðvegs- framkvæmdir - lokið við frágang holræsa Króksverk hf. vinnur nú við jarðvegsskipti í nýrri götu í Túnahverfi. Framkvæmdirnar kosta um 2,4 milljónir kr. en Króksverk var með lægsta til- boðið í verkið þegar það var boðið út fyrir skömmu. Hin nýja gata í Túnahverfi mun bera nafnið Lindartún. Við Lindartún munu rísa rað- hús eða parhús en ekki verða neinar byggingaframkvæmdir við götuna í sumar. Vegurinn milli Túna- og Hlíðahverfis verð- ur því ekki malbikaður í sumar. Verktakar vinna nú að teng- ingu húsa í iðnaðarhverfi við hol- ræsakerfi bæjarins. Um er að ræða nokkur hús sem ekki hafa verið tengd og hafa orðið að not- ast við rotþrær. Holræsafram- kvæmdirnar voru einnig boðnar út og voru Knútur Aadnegard og Símon Skarphéðinsson með lægsta tilboðið og var það veru- lega undir kostnaðaráætlun. Þessa dagana eru bæjarstarfs- menn farnir að sinna vorverkuin og mikið verk er fyrir höndum t.d. við viðgerðir á malbiks- skemmdum. kg Tvær leiöir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bil Látiö barniö annaöhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eöa barnavagni sem festur er meö beltum. yUMFERÐAR RÁÐ þær verða nokkrar. Fjárhagsáætl- un verður afgreidd í seinasta lagi um næstu mánaðamót. kg innflutningur nam samtals 5.606 milljónum króna. Verð- mæti vöruútflutnings í janúar var 17% meira á föstu gengi en á sama tíma á síðasta ári en verðmæti innflutnings var 47% meira en í janúar 1990. Inn- flutningur til stóriðju var nær þrefalt meiri en í fyrra en olíu- innflutningur dróst saman um helming. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða var 3.999 milljónir króna eða 73% alls útflutnings í janúar 1991 á móti 3.190 milljónum árið áður. Verðmæti áls nam 939 milljónum en var aðeins 626 í janúar í fyrra. Útflutningsverð- mæti kísiljárns í janúar hefur hins vegar dregist saman saman- borið við janúar árið áður og nam 30 milljónum á móti 335 milljónum í janúar 1990. Heildarinnflutningur í janúar síðast liðnum var 5.606 milljónir á móti 3.822 milljónum á sama tíma í fyrra. Almennur innflutn- ingur var 5.044 milljónir og þar af var 223 milljónum króna varið til kaupa á olíu. Innflutningur til ÍSAL og íslenska járnblendifé- lagsins nam 534 milljónum á móti 185 milljónum í janúar í fyrra. Þá nam innflutningur á vegum Lands- virkjunar í janúar 22 milljónum á móti 10 milljónum á sama tíma 1990. Innflutningur til stóriðju og innflutningur skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tímabili til annars. Að honum frátöldum reyndist annar innflutn- ingur, sem nam 86% af heildar- innflutningi, vera 53% meiri en í janúar í fyrra reiknað á föstu gengi. , ÞI Áhugafélög um brjóstagjöf vilja stuðla að réttu fæðuvali „þín vegna og bamsins" MUNDU EFTIR OSTINUM Hann byggir upp 0 SMÍO*Sf’

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.