Dagur - 20.04.1991, Síða 19
Laugardagur 20. apríl 1991 - DAGUR - 19
poppsíðan
Á tónleikum með Todmobile:
Góð sending
að sunnan
Umsjónarmaður Poppsíðunnar
var ekki hár í loftinu þegar hann
fór að venja komur sínar reglu-
lega í Nýja bíó og þótti honum
það langt fram eftir aldri vera
mikil upplifun að koma inn í hinn
volduga sal bíósins.
Eftir að húsnæðið sem Nýja
bíó var í var opnað á ný sem
skemmtistaðurinn 1929 í mars
síðastliðnum er ekki laust við að
þessar gömlu bíóminningar sæki
á mann í hvert skipti sem komið
er þar inn. En minningar um liðna
tíð hörfa þó fljótlega fyrir líðandi
stund og sú var sannarlega raun-
in þegar umsjónarmaður lagði
leið sína í 1929 á tónleika
Todmobile á fimmtudeginum í
síðustu viku.
Það er engin tilviljun að menn
séu að hæla Todmobile í hástert
því a.m.k. fyrir mér þá sönnuðu
þessir tónleikar að þau þre-
menningar, Andrea, Eyþór og
Þorvaldur sem skipa hljómsveit-
ina eiga það fyllilega skilið. En
þau þrjú voru ekki ein, enda ekki
þess megnug að spila á öll hljóð-
færi sem til þurfti. Með þeim voru
þeir félagar úr Stjórninni Eiður
Arnarsson bassaleikari og Einar
Bragi Bragason saxafón og
flautuleikari, Atli Örvarsson á
hljómborð og svo Mezzoforte-
maðurinn Gunnlaugur Briem á
trommum.
Er skemmst frá því að segja
að það var með ólíkindum
hversu vel þau öll sjö náðu sam-
an og til marks um það sérstak-
lega þá var samspil þeirra Gunn-
laugs og Eiðs svo þétt að „þeir
voru alveg negldir saman“ eins
og einn fróður maður komst að
orði á tónleikunum. Þá var ekkert
sparað til að gera tónleikana sem
tilkomumesta. í salnum eru kom-
in hin bestu tæki auk mikils Ijósa-
búnaðar og reykvéla og spilaði
þetta allt vel saman að ógleymdu
því að hljómburðurinn, sem er
lykilatriði því ekki er nóg að hafa
góðar græjur, er mjög góður í
húsinu.
Á efnisskránni voru velflest
lögin af plötunum tveimur sem
Todmobile, hefur sent frá sér,
Betra en nokkuð annað og
Todmobile, en auk þess var eitt
nýtt lag með. Stemmningin var
ekki ýkja mikil til að byrja með en
fór batnandi eftir því sem lengra
leið á tónleikanna og voru hinir
u.þ.b. 400 áhorfendur/heyrendur
vel með á nótunum.
Ef hægt er að nefna einhverja
galla þá var það helst sú stað-
reynd að stundum var flutningur-
inn hreinlega of fágaöur, þannig
að sum lögin hljómuðu næsta líkt
því sem þau gera á plötu, en
sem betur fer skemmdi þetta ekki
heildarmynd tónleikanna.
Var þetta í annað sinn sem
Todmobile heimsækir Akureyri á
skömmum tíma, en hljómsveitin
kom fram á opnum dögum í
VMA, en því miður missti
umsjónarmaður slysalega af
henni þar.
Þegar á heildina er litið má
segja að Todmobile hafi verið
sending af sunnan eins og þær
gerast bestar og vonandi veröur
framhald á. Meðfylgjandi myndir
tók Golli og tala þær sínu máli.
Myndir: Golh
Umsjón:
Magnús Geir
Guðmundsson
Forðumst verðbólgu, kjósum