Dagur - 20.04.1991, Page 24

Dagur - 20.04.1991, Page 24
Ragnar Steinbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðurlandskjördæmi eystra, glaðhlakkalegur með kjörseðil kjördæmisins. Endanlcg úrslit í kjördæminu gætu legið fyrir um kl. 03 í nótt. Mynd: Golli Asborgin landar 100 körum af saltfiski Ásborgin frá Hrísey kom til heimahafnar í gærmorgun eftir rúmlega hálfs mánaðar veiði- ferð. Veiðar voru stundaðar að mestu fyrir Suðausturlandi, á Hrollaugseyjasvæðinu og heppnuðust vel. Aflinn var verkaður í salt um borð. Að sögn Jóhanns Sigurðssonar hjá Borg sf. í Hrísey, en Borg gera Ásborgina út, var haldið til veiða á annan í páskum. Nú nítjan dögum síðar er verið að landa um 100 körum af söltuðum fiski, sem er um 100 tonn úr sjó, óslægt. Ásborgin er 350 lesta skip og í áhöfn eru 14 karlar. Skipstjóri er Brynjólfur Oddsson frá Dalvík. ój Viðurkenning EBE á Sæplastkerum: „Eykur möimum bjartsýni“ - segir Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Kosningar til Alþingis í dag: Fyrstu tölur væntanlegar fljót- Iega eflir að kjörstaðir loka - 9,1% kjósenda hafa rétt til að kjósa í fyrsta sinn Kosningar fara fram í dag til Alþingis íslendinga. AIIs hafa tæplega 183 þúsund manns rétt til að greiða atkvæði, 91.200 karlar og 91.500 konur. í kosn- ingunum árið 1987 voru 171 þúsund manns á kjörskrá og er fjölgun kjósenda því um 11.500 manns milli kosninga, eða 6,7%. Þeir sem nú hafa í fyrsta skipti rétt til að greiða atkvæði í kosningum til Alþingis eru tæplega 16.700 eða 9,1% kjósenda. Kjósa skal í dag 63 þingmenn, þ.e. 50 kjördæmakjörna þingmenn, 12 landskjörna þingmenn og að auki gengur eitt þingsæti undir nafninu „flakkarinn“ en ómögulegt er að segja hvar það lendir. Ein þeirra breytinga sem gerð var á kosningalögum á nýaf- stöðnu þingi var sú að kjósendum ber nú skylda til að sýna per- sónuskilríki þegar þeir koma á kjörstað. Þá mun kjörfundur aðeins standa til kl. 22 í kvöld, þar sem hann stendur lengst, en áður voru kjörstaðir opnir til kl. 23. Þessi breyting hefur það í för með sér að fyrstu tölur verða kunnar fyrr en áður. Ragnar Steinbergsson, for- maður yfirkjörstjórnar í Norður- landskjördæmi eystra, sagði í samtali við blaðið að talningar- Akureyri: Ölvunarakstur I fyrrinótt stöðvaði lögregl- an á Akureyri ökumann sem grunaður var um ölvun við akstur, auk þess sem hann ók yfír gatnamót á rauðu Ijósi. Að öðru leyti var nóttin fremur róleg hjá lögreglunni og kosningaskjálfti bæjarbúa innan ramma laga og velsæm- is, ef hann hefur gert vart við sig á annað borð. SS menn muni taka til starfa um kl. 19 í kvöld og vænta megi fyrstu talna úr kjördæminu um kl. 22, eða í þann mund er kjörstaðir loka. Ragnar sagði að talning- unni ætti að vera lokið um kl. 03 í nótt en það muni þó ráðast nokkuð af því hvenær kosningu Ijúki í þeim kjördeildum kjör- dæmisins sem fjærst eru talning- arstað, þ.e. kjördeildum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Halldór Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðurlands- kjördæmi vestra, sagði að þar séu í dag, kjördag, er gert ráð fyrir norðan átt og éljagangi á Norðurlandi. Ekki verður hvasst og élin að mestu á annesjum, sérstaklega austan til, og færð á ekki að spillast þannig að öllum ætti að vera óhætt að skella sér á kjörstað. Hjá Veðurstofu íslands feng- ust þær upplýsingar að horfurnar væru fremur kuldalegar um helg- ina, næturfrost og hiti nálægt Frá áramótum hefur verið slátrað 180 tonnum af físki hjá fískeldisfyrirtækinu Silfur- stjörnunni hf. í Öxarfiröi. Bæði er um að ræða lax og bleikju. Björn Benediktsson, stjórnar- formaður Silfurstjörnunnar hf., segist vera ánægður með hvernig til hafi tekist með slátrun hjá fyrirtækinu. í áætlunum um framleiðslu á þessu ári hafi verið gert ráð fyrir að slátrað yrði 400 allir tilbúnir í slaginn og í start- holunum fyrir kosningarnar. Hann sagðist reikna með að flokkun atkvæða muni hefjast á níunda tímanum og fyrstu tölur verði tilkynntar um kl. 22. Hall- dór vildi engu spá um lok talning- ar, sagði það að nokkru ráðast af fjölda utankjörfundaratkvæða og því hvort einhver óvænt mál komi upp er tefji fyrir kosningu og talningu. Á bls. 2 er að finna yfirlit yfir kosninguna í þéttbýlisstöðum á Norðurlandi. JÓH frostmarki yfir daginn á Norður- landi. Bærilegt kosningaveður ætti þó að verða í dag hvað færð- ina snertir því ekki er búist við að hún spillist. Á sunnudag mun norðan áttin ganga niður og síðdegis verður komið hægviðri, þótt eitthvað gæti borið á éljagangi austast. Á mánudag fáum við væntan- lega hægviðri, bjart og fallegt veður en nokkuð svalt. Síðan er gert ráð fyrir hlýnandi veðri, sól tonnum af fiski, þannig að áætl- anir sýndust ætla að standast. Eins og fram hefur komið selur Silfurstjarnan töluvert á Frakk- landsmarkað. Björn segir þau viðskipti hafa gengið vel og lofa góðu um fran^haldið. Töluvert er um sölu á bleikju frá fyrirtækinu til hérlendra veit- ingastaða. Björn segir þetta ánægjulega viðurkenningu á góðri framleiðslu Silfurstjörn- unnar. óþh Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík, segir ekki Ijóst hvort viðurkenning sú sem fram- leiðsla fyrirtækisins hefur feng- ið innan Efnahagsbandalags Evrópu muni skila sér í aukn- um útflutningi til landa innan þess. Hins vegar auki þessi viðurkenning mönnum bjart- sýni um nýja markaði innan EBE. Eins og fram hefur komið hafa fiskikerin frá Sæplasti hf. hlotið viðurkenningu innan Efnahags- bandalags Evrópu. Þau þykja henta vel til geymslu á t.d. síld og kola og auka gæði aflans. í Ijósi þeirrar niðurstöðu gefst útgerð- araðilum innan EBE kostur á að sækja um styrk úr sérstökum sjóði til þess að fjármagna kaup á Sæplastkerum. Pétur segist vita til þess að nú þegar hafi útgerðir lagt fram umsóknir um kaup á kerum, en og sumaryl, en margt getur þó breyst þegar spáð er þetta langt fram í tímann. SS Vegagerðin hefur leitað eftir tilboðum í uppbyggingu á tveimur vegarköflum á Skaga- fjarðarvegi í Lýtingsstaðhreppi í sumar. Vegurinn sem um ræðir er frá Mælifellsá þar sem uppbyggingu lauk í fyrra og fram fyrir brúna yfir Svartá við Mælifell. Þennan kafla á að styrkja og hækka um 60-80 cm. og eykst við það burðarþol vegarins og hann verður lagður malarslitlagi. Einnig á að byggja upp og styrkja rúmlega kílómeters kafla við bæinn Tunguháls. Sá vegarkafli hefur oft verið slæmur vegna síðan eigi eftir að koma í ljós hverju þær skili í pöntunum á framleiðslu fyrirtækisins. „Við fengum pantanir í fyrra frá útgerðaraðilum innan Efnahags- bandalagsins og sömuleiðis á þessu ári. Við vitum líka að fram- halda verður á því í ár, en ekki í hversu miklum mæli. Almennt séð eykur þessi viðurkenning okkar möguleika á markaðnum og gerir mann frekar bjartsýnan á að auka útflutninginn,“ sagði Pétur. óþh Útgerðarfélag Akureyringa: Býður 1600 Wut- höfum að kynna sér starfsemina Hluthafar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. eru nú 1600 talsins og fjölgaði þeim um 850 í fyrra þegar hlutafé fyrirtækis- ins var aukið um 100 milljónir króna að nafnvirði. Hluthöfum í fyrirtækinu er boðið að kynna sér starfsemi Útgerðarfélagsins föstudaginn 3. maí nk., sama dag og aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn. Á dagskrá aðalfundar ÚA eru auk venjulegra aðalfundarstarfa lagabreytingar og útgáfa jöfn- unarhlutabréfa. óþh aurbleytu á vorin þegar klaki er að fara úr jörð. Framkvæmdum við þessa vegarkafla skal vera lokið í haust. Vegagerðin hefur einnig boðið út uppbyggingu vegarkafla á Vatnsnesi. Kaflinn sem um ræðir er vestan á Vatnsnesinu skammt utan við Hvammstanga eða frá Kárastöðum og hálfa leið að Ánastöðum. Kaflann á að byggja upp og leggja malarslitlagi. Einnig verður vegarstæðinu breytt lítils háttar oj> girðingar færðar frá veginum. Utboðsfrest- ur þessara verka rennur út í lok apríl. kg Kosningaveðrið norðanlands: Norðanátt og éljagangur - færð á þó ekki að spillast Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði: 180 toimurn slátrað frá áramótum Norðurland vestra: Vegabætur í Lýt- ingsstaðahreppi - vegurinn hækkaður og styrktur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.