Dagur - 02.11.1991, Page 3

Dagur - 02.11.1991, Page 3
Fréttir Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 3 Starfsemi iðnráðgjafa: Færist frá iðnaðarráðimeyti yfir á Byggðastofiiun Frá og með næstu áramótum hækkar framlag ríkisins til iðn- ráðgjafa á landsbyggðinni. Jafnframt verður sú breyting að starfsemi iðnráðgjafa færist af hendi iðnaðarráðuneytisins yfír á Byggðastofnun. Árið 1980 ýtti þáverandi iðn- aðarráðherra verkefnum iðnráð- gjafa víða um land úr vör og iðn- aðarráðuneytið hafði af þeim sökum yfirumsjón með þeim. Meðal annars styrkti ráðuneytið samtök sveitarfélaga til að standa straum að verkefnum iðnráð- gjafa. Með tíð og tíma hefur komið á daginn að verkefni iðnráðgjafa og iðnþróunarfélaga falla betur undir Byggðastofnun en iðnaðar- ráðuneytið og því þessi breyting skjalfest með breytingu á lögum um Byggðastofnun á síðasta þingi. „Ég held að það sé samdóma álit þeirra sem standa í þessari ráðgjöf að ekki sé óeðlilegt að við tengjumst Byggðastofnun frekar með þessunt hætti,“ sagði Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Ríkið hefur lagt fram fjármagn til iðnþróunarfélaga sem svarar um það bil launum eins starfs- manns, en annað fjármagn hefur fyrst og fremst komið frá sveitar- Kirkjuþing: Kirkjur í landinu eru sjálfseignarstofnanir sanikvæmt gildandi lögum „Samkvæmt gildandi lögum eru allar kirkjur í landinu sjálfscignarstofnanir og á grundvelli þeirrar lagastöðu geta þær gert tilkall enn þann dag í dag til þeirra eigna sem aldrei hafa verið frá þeim tekn- ar með lögmætum hætti. Álit kirkjueignanefndar felur hins vegar ekki í sér að hægt sé að gera á ótvíræðan hátt kröfu aftur í tímann til jarðeigna, sem samkvæmt þágildandi lög- um voru seldar. í því liggur sá misskilningur, sem virðist hafa átt sér stað varðandi álit kirkju- eignanefndar sem nú er til umræðu á kirkjuþingi,“ sagði Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur á Akureyri í samtali við Dag. Þórhallur sagði að yfirlýsingar kirkjumálaráðherra hefðu verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum að undanförnu. Ráðherra hefði lýst því yfir að hann vildi taka á eignamálum kirkjunnar á þann hátt sem kirkjueignanefnd hefur lagt til og byggja ákvarðanir sínar á því verki. Kirkjueignanefnd hefði tekið þessar eignir út og skilgreint hver réttarstaða þeirra Slátursamlag Skagfirðinga: Aðaislátran lokið Aðalslátrun á sauðfé hjá Slát- ursamlagi Skagfírðinga lauk sl. miðvikudag. Þá hafði verið slátrað rúmlega 15 þús. fjár og var meðalfallþungi dilka um 14,7 kíló. Smári Borgarsson hjá Slátur- samlaginu segir að „slagtaríiö" hafi gengið vel í liaust. í hverri viku hefur verið slátrað hrossum og nautum auk sauðfjár, en Smári segir að sala á hrossakjöti til Japans sé orðin nokkuð regluleg. Ennfremur segir hann að reynt hafi verið að fá ýmsa aðila til að kaupa lambakjötið ferskt og sé það farið að bera árangur svo næstu vikur verði slátrað 15-20 lömbum á viku til að senda ferskt kjöt á markað suður. SBG væri í lögum. Næsta skref væri síðan að horfa til framtíðar um ráðstöfun þeirra. Hann sagði að megin niðurstaða nefndarinnar væri sú að hver sú kirkja á ís- landi, sem áður var lénskirkja ætti enn þær jarðeignir, sem ekki hefðu þegar verið frá henni tekn- ar með lögmætri heimild. Nefndin hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þjóð- kirkjan sem slík geti ekki gert, með ótvíræðu móti, tilkall til þessara jarðeigna og hafi það valdið miklum misskilningi í umfjöllun fjölmiðla. Þórhallur sagði að flestar kirkj- ur hefðu verið afhentar söfnuði en það feli ekki í sér að sóknirn- ar, sem séu fjárhagslega og félagslega sjálfstæðar stofnanir samkvæmt nýlegum lögum, eigi þær. Kirkjurnar séu allar sjálfs- eignarstofnanir samkvæmt gild- andi lögum. Slíkt sé grundvallar- atriði og niðurstaða kirkjueigna- nefndar sé sú að á grundvelli þeirrar lagalegu stöðu geti þær gert tilkall enn þann dag í dag til þeirra eigna, sem aldrei hafi ver- ið frá þeim teknar á lögmætan hátt. Þórhallur sagði að mjög skarp- ur greinarmunum sé gerður á ytri og innri málum kirkjunnar og allt frá byrjun þessarar aldar þegar farið var að útfæra þjóðkirkju- skipulagið hér á landi hafi ríkis- valdið farið með yfirstjórn ytri mála hennar, það er að segja skipulags-, fjár- og eignamál. Slíkt hafi hins vegar ekki falið í sér að ríkissjóður eignaðist þess- ar eignir heldur hafi aðeins tekið umsjón þeirra að sér. Hins vegar hafi borið á því að ríkið hafi ráðskast með eignir kirkjunnar, jafnvel selt þær og ráðstafað án nokkurrar vitundar kirkjulegra yfirvalda. Þar telji kirkjueigna- nefnd að gagnger breyting þurfi að verða á og það sem ráðherra hafi verið að segja sé, að nú þurfi að stíga skrefið til loka og koma þessum gömlu kirkjueignum á einhvern viðunandi stað sem allir séu sáttir við. Jafnframt taldi ráð- herra að til greina geti komið að ákveðin verkefni, svo sem rekst- ur og viðhald prestsbústaða, færðist til þjóðkirkjunnar ef hún tekur á sig aukna fjárhagslega ábyrgð frá því sem nú er. ÞI félögum og fyrirtækjum. Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar hf. er t.d. í eigu sveitarfélaga á svæðinu, verkalýðsfélaga og Kaupfélags Eyfirðinga. Byggðastofnun á beina aðild að tveim atvinnuþróunarfélögum með hlutafjárframlögum, annars vegar Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja hf. og hins vegar Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga. Auk þess að styðja við bakið á Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga og Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra á Blönduósi, á Byggðastofnun aðild að fimm átaksverkefnum í atvinnumálum á Norðurlandi. Þetta eru átaks- verkefni í Vestur-Húnavatns- sýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Sauðárkróki (Átak hf.), Siglu- firði og Mývatnssveit. Auk þess er Trausti Þorláksson atvinnu- málafulltrúi Byggðastofnunar í Norður-Þingeyjarsýslu. óþh MJÓLKURSAMLAG KEA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.