Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
BÖRNIN OKKAR
Kristín Linda Jónsdóttir
á von á bami“
Þegar þú lest þessar línur hefur hafíð göngu sína í Degi ný
þáttaröð sem heitir Börnin okkar. í upphafí er rétt að taka
fram að umsjónarkona þessa þáttar hefur enga sérþekkingu
á börnum enda er ætlunin að leita hverju sinni ráða hjá sér-
menntuðu starfsfólki á því sviði sem fjallað er um. í dag byrj-
um við á byrjuninni og heimsækjum mæðraeftirlitið á Akur-
eyri. Spjöllum við Sumarlínu Pétursdóttur Ijósmóður, sem er
deildarstjóri mæðraeftirlitsins.
Sumarlína Pétursdóttir Ijósmóðir.
- Þegar konur sem eiga von á
sínu fyrsta barni koma til þín í
fyrstu skoðun, um hvað spyrja
þær?
„Fyrst og fremst finnst rrjér þær
ekki spyrja nógu mikið! Við
bendum þeim á að meðganga og
fæðing er hluti eðlilegs lífs, eitt af
því sem náttúran hefur ætlað
konum að ganga í gegnum.
Hvetjum þær til að tileinka sér
heilbrigðan lífsstíl, borða hollan
og næringarríkan mat, hreyfa sig
og neyta hvorki áfengis né
tóbaks. Ef ófrísk kona er heilsu-
hraust getur hún í raun haldið
sínu striki á allan hátt svo framar-
lega sem hún gæti þess að ofgera
sér ekki í neinu sem hún tekur
sér fyrir hendur. Ófrískar konur
þurfa að staldra við og jninnast
þess að hollt mataræði og líferni
er undirstaða heilbrigðis fósturs-
ins. Ábyrgðin er þeirra og þessi
litli einstaklingur á allan rétt á að
foreldrarnir hegði sér í samræmi
við þarfir hans. Þessir níu mán-
uðir í móðurkviði eru undirstaða
alls lífsins.“
- Er algengt að hingað komi
ófrískar konur sem alls ekki
höfðu ætlað sér að verða ófrísk-
ar?
„Flest allar þunganir nú á tím-
um eru skipulagðar en vissulega
koma hingað konur sem ekki
höfðu ákveðið sína þungun fyrir
fram. Þegar þær koma til okkar
hafa þær yfirleitt þegar leitað
ráða hjá heimilis- og eða kven-
sjúkdómalækni, sætt sig við orð-
inn hlut og standa sig bara ljóm-
andi vel.“
- Þegar konur missa fóstur,
hvað getur þú sagt okkur um
það?
„Það er mikil sorg hjá konu
sem hefur misst fóstur, því getur
í raun enginn lýst nema sá sem
hefur reynt það.“
Ófrískar konur og
líkamsrækt/vinna
- Hvað ráðleggið þið ófrískum
konum í sambandi við líkams-
rækt og íþróttir?
„Við leggjum mikla áherslu á
að konurnar hreyfi sig nægilega
mikið. Hvetjum þær til að fara út
að ganga, hjóla, synda eða
stunda líkamsrækt. Þær konur
sem eru í einhverskonar líkams-
rækt hvetjum við til að halda því
áfram, en fyrir hinar getur með-
gangan verið kjörið tækifæri til
að breyta um lífsstíl og fara að
iðka líkamsrækt. Hins vegar eiga
allar ófrískar konur í hvaða lík-
amsrækt sem þær eru að fara var-
lega og minnast þess að kapp er
best með forsjá."
- Hversu stórt hlutfall kvenna
getur stundað vinnu sína alla
meðgönguna?
„Ég tel að hátt í 90% kvenna
geti stundað vinnu sína fram und-
ir 36. viku meðgöngu. Hins vegar
ef kona tilheyrir áhættuhópi í
meðgöngu eða þjáist af alvarleg-
um meðgöngukvillum verður hún
að hlíta þeim fyrirmælum sem
hún fær um það hve mikið hún
má vinna. Kona getur þurft að
hætta að vinna mjög snemma á
meðgöngu en sem betur fer er
þar aðeins um fá tilfelli að ræða.“
í skoðun
- Hvaða atriði eru það sem þið
athugið hjá ófrískum konum
hérna í mæðraskoðuninni?
„Konurnar koma hingað í
fyrstu skoðun þegar þær eru í
tólftu viku meðgöngu og koma
svo á fjögurra vikna fresti allt til
þrítugustu viku meðgöngu. Þá
fara þær að koma á þriggja vikna
fresti og síðasta mánuðinn koma
þær í hverri viku, en eðlileg með-
göngulengd telst vera 38-42
vikur. Þegar kona kemur í skoð-
un athugum við þyngd, mælum
hæð, legbotn og ummál kviðar,
blóðþrýsting, hjartslátt fósturs,
eggjahvítu og sykur í þvagi og
hvort konan er með bjúg. Spjöll-
um við hana um almenna líðan
og heilsu.
Allar ófrískar konur fara í són-
arskoðun í 18.-19. viku með-
göngu en einmitt þá er talið að öll
líffæri fóstursins sjáist best. Kon-
ur sem eru 35 ára og eldri eiga
rétt á að fara í legvatnsástungu.
Hún hefur verið gerð hér á
sjúkrahúsinu í rúmt ár. Auk
þessara rannsókna er um hefð-
bundnar blóð- og þvag rannsókn-
ir að ræða. Þess ber að geta að
allt sem heyrir undir mæðravernd
er ókeypis samkvæmt landslög-
um, hvar sem konan fær þjónust-
una.“
Verðandi foreldrar á
námskeiði
- Hvaða fræðslu fá verðandi for-
eldrar hjá ykkur?
„Þegar konurnar koma hingað
fá þær afhenta bæklinga sem
tengjast meðgöngunni. Hér ligg-
ur frammi bókalisti frá Amts-
bókasafninu, þar eru taldar upp
bækur sem bókasafnið á um með-
göngu, fæðingu og umönnun
ungbarna.
Við höldum fræðslu- og slök-
unarnámskeið fyrir verðandi for-
eldra hér í mæðraeftirlitinu. Auk
mín leiðbeina á námskeiðinu
Karólína Stefánsdóttir félagsráð-
gjafi, Guðfinna Nývarðsdóttir
hjúkrunarfræðingur hjá ung-
barnaeftirlitinu og Sigrún Jóns-
dóttir sjúkraþjálfari."
Hvernig er heilsan?
- Hverjir eru helstu líkamlegu
meðgöngukvillar sem ófrískar
konur þjást af?
„Á fyrstu mánuðum meðgöngu
eru það ógleði og uppköst. Sum-
ar konur eru talsvert veikar á
þessu tímabili. Þær geta þurft að
hætta að vinna tímabundið og ef
öll húsráð bregðast fá lyfjagjöf og
jafnvel leggjast inn á meðgöngu-
deild. Flestum konum veitist
miðhluti meðgöngunnar léttast-
ur. Á síðustu mánuðunum eru
konurnar orðnar þungar á sér,
þær finna fyrir óþægindum frá
mjaðmagrind, barnið er orðið
stærra, þrýstir niður og þær eiga
erfitt með svefn."
í bæklingnum Barn í vændum,
sem verðandi mæður fá afhentan
í mæðraskoðun, eru meðgöngu-
kvillar taldir upp í efnisyfirliti í
sextán liðum. Áf því ætti að vera
ljóst að það er eitt og annað sem
hrjáir þungaðar konur. Meðal
annars eru talin upp eftirtalin atr-
iði: ógleði, uppköst, tíð þvaglát,
hægðatregða, brjóstsviði, blóð-
nasir, æðahnútar, sinadráttur,
kláði, svimi, svefntruflanir, verk-
ir í nára, baki og fótum. En takið
eftir, sem betur fer eru þær fáar
konurnar sem þjást af öllu þessu
á einni og sömu meðgöngunni.
- Hafa allar ófrískar konur
áhyggjur af heilbrigði fóstursins?
„Já, það er mjög algengt að
þungaðar konur hafi áhyggjur af
heilbrigði fóstursins. Þessar hugs-
anir eru mjög eðlilegar og ég held
að þær leiti á alla verðandi for-
eldra. Hins vegar er rétt að
undirstrika að það eru fá börn
sem fæðast á einhvern hátt ekki
heilbrigð á íslandi í dag.“
- Við höfum spjallað um lík-
amlega líðan þungaðra kvenna,
en hvernig líður þeim andlega?
„Það er eins misjafnt eins og
konurnar eru margar og í því
sambandi er ýmislegt sem spilar
inn í. Allt umhverfi konunnar
hefur mikið að segja, hvernig
henni líður heima hjá sér og á
vinnustað. Hverjar félagslegar
aðstæður eru og hvort þungunin
var fyrirfram ákveðin eða hvort
hún hefur erfiðleika í för með
sér. Síðast en ekki síst hvernig er
samband foreldranna?
Ófrískar konur upplifa oft að
fjölskylda, vinir og samstarfsfólk
talar um þungunina og tilvonandi
fæðingu sem „yndislega upplif-
un“. „Áttu von á barni, ertu ekki
glöð, hlakkar þú ekki til, ertu
ekki hamingjusöm, hvenær áttu
að eiga?“ Á þessa lund eru
umræðurnar, en konan sjálf finn-
ur ekki að það að vera ófrísk sé
neitt ofsalega yndislegt! Hún fer
að efast um eigið ágæti, hugsar
sem svo, er ég eitthvað skrítin, ég
er að fara að eignast lítið barn og
ég get ekki látið mig hlakka til?
Konan birgir oft þessar tilfinning-
ar inni. Henni finnst hún ekki
geta rætt við sína nánustu og því
hleðst vanlíðan og innri spenna
upp. Það er staðreynd að með-
ganga og fæðing er aukið álag og
það er mikilvægt fyrir verðandi
foreldra að gera sér grein fyrir
því.“
Hvað er til ráða?
„Það er greinilegt að ef kona er
mjög þreytt líkamlega þá lætur
andlegi þátturinn frekar undan.
Því er það ákaflega mikilvægt að
þunguð kona ofgeri sér ekki,
hvorki utan heimilis né innan.
Hún verður að þekkja sín
takmörk, vera hreinskilin og
viðurkenna fyrir sjálfri sér og
öðrum að hún þarf meiri hvíld en
áður. Ófrísk kona á að leyfa sér
að segja, „ég er þreytt og ég vil
frekar hvíla mig heima í kvöld
heldur en að fara í bíó,
fjölskylduboð, afmælisveislu eða
á fund“.
- Kvíða ófrískar konur fyrir
fæðingunni?
„Það er auðvitað misjafnt. Ef
um fjölbyrjur er að ræða fer það
fyrst og fremst eftir því hvernig
fyrri fæðingar hafa verið. Kona
sem hefur upplifað erfiða, sárs-
aukafulla fæðingu er oft kvíðin.
Sérhver fæðing er vissulega jafn
erfið eins og konunni sem er að
eiga barnið finnst hún vera jafn-
vel þó að í fæðingarskýrslu sé tal-
að um eðlilega fæðingu. Það er
mikilvægt að konur geti rætt um
upplifun sína á fæðingunni og
unnið úr henni. Ég ráðlegg þeim
sem eru að fara að eignast sitt
fyrsta barn að lesa sér vel til um
fæðinguna og sækja foreldra-
fræðslunámskeið. Fjölbyrjur sem
hafa ekki farið á slíkt námskeið
ættu líka að koma.“
Verðandi pabbar,
orðsending til ykkar
- Hvernig geta verðandi feður
best stutt ófrískar konur sínar á
meðgöngunni?
„Meðgangan er ekki einkamál
konunnar. Það skiptir miklu að
feðurnir fylgist vel með. Það er
æskilegt að þeir komi með kon-
unum sínum í mæðraskoðun og á
fræðslunámskeið. Okkur hér á
mæðraeftirlitinu finnst oft að við
náum meiri árangri þegar feðurn-
ir koma með. Til dæmis ef konan
þarf að draga í land og hlífa sér
er áhrifaríkt að segja manninum
það og fá hann í lið með okkur.“
- Eru tilvonandi feður dugleg-
ir að koma?
„Það er alltaf að aukast að þeir
komi og ef um eldri systkini er að
ræða koma þau oft með. Það er
mjög jákvætt að öll fjölskyldan
fylgist með meðgöngunni. Mikil-
vægast af öllu er að tilvonandi
feður sýni áhuga á líðan konu
sinnar, styðji hana, sýni henni
skilning og umburðarlyndi og
létti undir með henni á heimilinu.
Hins vegar þarf að taka það til
greina að verðandi feður hafa
vissulega líka tilfinningar og
þurfa á skilningi og umburðar-
lyndi að halda. Verðandi foreldr-
ar haldið talsambandinu á milli
ykkar opnu.“
Börnin okkar!
- Þessi litlu kríli sem gefa okkur unaðslega hamingjutil-
finningu.
- Þessir litlu pottormar sem geta fyllt okkur örvæntingu.
- Þessir smáu einstaklingar sem vaxa og þroskast, þró-
ast og breytast.
Skyndilega dag einn þá læðist að okkur áleitin hugsun
þau eru orðin fullorðin. Á óskiljanlegan hátt hafa þau
vaxið á heimili okkar, eflst og þroskast andlega og líkam-
lega.
Allt í einu standa þau á eigin fótum. Þau eru ekki leng-
ur börn, nema ef vera kynni innst í hjartarótum sínum og
okkar.
Næsti þáttur: Á fæðingardeiidinni