Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 13 Menning Richard Simm og Ragnar L. I'orgríinsson við flygilinn og Hólmfríður Benediktsdóttir og Þuríður Baldursdóttir flytja atriði úr óperu. Myndir: im Sláturhús KEA Þeir bændur sem eiga eftir sauðfé til slátr- unar, tilkynnið það í síma 30443 í síðasta lagi 8. nóvember. BSAM. BÍLAVERKSTÆÐI * BÍLARÉTTING * BÍLASPRAUTUN Söluumboð fyrir Camp-let $ #\'\=t=77 Laufásgötu 9 • P.O. Box 358 602 Akureyri • Símar: 96-26300 & 96-23809 Safnahúsið á Húsavík: Tónleikar, sýningar, söfti - menningarsetur - „þetta var gullgott“ sagði tónleikagestur Safnahúsið á Húsavík er sann- kallað hús menningarinnar og það gegndi nýju hlutverki með prýði sl. sunnudag, er þar voru haldnir fyrstu eiginlegu tón- leikarnir, og það samhliða málverkasýningu. Safnahúsið var vígt 24. maí 1980, af Ingvari Gíslasyni, þáverandi mennta- málaráðherra. Nokkrum árum áður hafði Bókasafn Suður- Þingeyinga flutt starfsemi sína í húsið. Húsið er á þremur hæðum og þar er: byggðasafn, málverkasafn, skjalasafn, Ijós- myndasafn, náttúrugripasafn og þrjár minningarstofur. Fjöldi muna er til á sjóminja- safn og safn landbúnaðarverk- færa, og lokið er fyrra áfanga að byggingu sjóminjasafnshúss við Safnahúsið. I sumar var tekinn í notkun salur, sem verður tengigangur milli hús- anna, og viðbygging, sem er anddyri fyrir liúsið og tengir saman allar hæðir þess með mjög skemmtilegri útfærslu. Frá opnun Safnahússins hefur Finnur Kristjánsson verið for- stöðumaður þess, en aðalhvata- maður og tilleggjandi við bygg- ingu hússins var Jóhann Skafta- son, fyrrverandi sýslumaður Þingeyinga. Ritsjórnarskrifstofa Árbókar Þingeyinga er í húsinu. Finnur er ritstjórinn og nú er 33. hefti í prentun. Finnur gefur einnig út Safna, rit með ýmsum fróðleik tengdum Safnahúsinu, og rennur ágóði af útgáfunni til listavcrka- kaupa fyrir safnið. Árgangar rits- ins eru orðnir 11. 10 sýningar á síðasta ári Milli 50 og 60 málverka- og list- munasýningar hafa verið haldnar í húsinu frá vígslu. Þar af voru 10 sýningar á síðasta ári, en þá var minnst 40 ára afmælis Húsavíkur- bæjar og voru nokkrar sýning- anna haldnar í tengslum við afmælið. Það sent af er þessu ári hafa fjórar sýningar verið haldn- ar í húsinu og eru fleiri ekki bókaðar. Því bíður Finnur nú eft- ir að einhver myndlistarmaður- inn komi og sýni því áhuga að hengja upp myndir sínar í sýning- Finnur Kristjánsson forstöðumaður Safnahússins. arsalnum. Við opnun málverkasýninga hefur oft verið flutt tónlist í sýn- ingarsalnum. Miklum erfiðleik- um hefur þó verið bundið að flytja píanó upp og niður stigana við slík tækifæri. Mál þetta hefur verið leyst, því í sumar keypti Safnahúsið flygil. Fyrstu tónleikarnir sl. sunnudag Kaupin á flyglinum skapa aukin tækifæri til að nýta húsið sem lif- andi menningarmiðstöð í hérað- inu og sl. sunnudag voru haldnir fyrstu eiginlegu tónleikarnir í húsinu; Tvísöngstónleikar Hólm- fríðar Benediktsdóttur, sópran og Þuríðar Baldursdóttur, alt. Einlcikari og undirleikari var Richard Simnt. Tónleikagestir voru alltof fáir en þeir nutu stundarinnar vel. Eins og einn þeirra heyrðist segja eftir tónleik- ana: „Þetta var gullgott". Ekki spillti fyrir að þriðja listakonan setti svip sinn á tónleikasalinn. Sýning á verkum Helgu Sigurðar- dóttur stóð yfir, og í hléi gengu margir tónleikagestanna um og skoðuðu sýninguna. Hljóntburður í salnum reyndist betri en margir höfðu þorað að vona, og síst verri en í flestum þeim húsum sem hingað til hafa verið notuð til tónleikahalds í héraði. Móttökuathafnir í Safnahúsinu Að sögn Finns eiga gestir Safna- hússins það til að tylla sér við flygilinn og sagði hann að í sumar hefðu færir erlendir píanistar komið í safnið og jafnvel leikið lengi í einu á hljóðfærið. Tilkoma þess veitir því lífi í starfsemi hússins, jafnt þá skipulögðu og þá sem er til staðar dags daglega. Sýningasalurinn hefur verið pant- aður til tónleikahalds í febrúar. Safnahúsið hefur undanfarin missiri verið talsvert notað af fé- lagasamtökum heimamanna til móttöku gesta, þ.e.a.s. að við ýmiskonar ráðstefnu- og funda- hald eða heimsóknir hafa viðkom- andi aðilar fengið að taka á móti gestum í Safnahúsinu. Þar fæst leyfi til að bera fram léttar veit- ingar, ef gestgjafar vilja hafa þann háttinn á, og þátttakendur fá tækifæri til að skoða söfnin. Móttökur af þessu tagi hafa mælst mjög vel fyrir. Safnahúsið vannýtt af ferðaþjónustuaðilum „Mér finnst koma of fátt fólk hér til að skoða söfnin. Það fólk sem kemur hér á sumrin virðist vera ákaflega ánægt og hrifið af að koma hingað. Þess eru jafnvel dæmi að útlendingar hafi gefið fé til uppbyggingar hússins, en slíkt held ég að sé fátítt að ferðamenn geri. Ég hef alltaf sagt að ferðafólk komist nær menningarlífi hvers héraðs með því að skoða söfnin. Þessi möguleiki er þó vannýttur af ferðaþjónustuaðilum, og ég held að það væri hægt að gera svo miklu meira ef við hefðunt þá með okkur sem ráða hvert fólkið fer. En okkur hefur ekki tekist að fá þetta fólk til að vinna með okkur að málinu, hvorki ferða- þjónustuaðila hér í héraðinu eða á Eyjafjarðarsvæðinu. Það er með ólíkindum að ekki skuli hægt að ná samvinnu um slíkt verkefni," sagði Finnur í samtali við Dag. Þó Finnur segi að fleiri hópa ferðamanna mætti senda til að skoða húsið, og rýnti sé þessar vikurnar fyrir fleiri málverkasýn- ingar, spáir hann því að notkun hússins til sýninga og tónleika- halds fari vaxandi í framtíðinni. IM Hótel Ólafsfjörður Fyrirtæki, starfsmannahópar og félög! Við viljum minna á okkur í sambandi við veislur og árshátíðir. ★ Gerum tilboð í mat og ferðir til/frá þeim stað sem þið óskið. Starfsfólk Hótels Ólafsfjarðar býður ykkur velkomin. ★ Minnum á kaffihlaðborð okkar á sunnudögum. Ólafsfjörður Bylgjubyggð 2, sími 96-62400. w w w ¥ m. VEITINGAHUSIÐ Sími 26690 Glerór- götu 20 Gildir laugardagskvöld og sunnudagskvöld Veislueldhús Greifans Menu Hvítlauksristaðir sniglar með pepperonesósu. Nýgrillaður kjúklingur með sveppasósu, frönskum kartöflum og hrösalati. Vanillufs með heitri súkkilaðisósu. 1.430,- Frí heimsendingarþjónusta á pizzum föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.