Dagur


Dagur - 02.11.1991, Qupperneq 19

Dagur - 02.11.1991, Qupperneq 19
Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 19 nús Geir Guðmundsson Asko í hvíldarstööu viö bassaleikinn. Siglfirðingar! Breytt sölukerfi hitaveitunnar Við verðum í húsi Slysavarnafélagsins: Laugardaginn 2. nóvember, kl. 13.00-18.00 og sunnudaginn 3. nóvember, kl. 13.00-17.00. Kynnum og veitum ráðgjöf í notkun Danfoss stjórntækja á hitakerfi. Fyrirlestrar klukkan 15.00 báða dagana. Einnig sérstök umfjöllun um stjórnbúnað á for- hitara. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Húsbyggjendur - Húseigendur! Hef lausa múrara Finnar á ferðinni Pönk aö hætti Sex Pistols og Clash, sveitatónlist i amerískum stíl, rokkabilly og finnsk þjóö- lagatónlist var meöal annars það sem finnska hljómsveitin 22 pistepirkko bauð gestum skemmtistaöarins 1929 upp á síðastliðinn laugardag, fyrsta vetrardag. Kom hljómsveitin hingaö frá Reykjavík, en þar og víðar á Suöurlandi hafði hún haldiö tónleika fyrr í vikunni viö góðar undirtektir. Var þetta í ann- aö skiptið sem 22 pistepirkko heimsækir ísland, en fyrr á þessu ári heiðraði hljómsveitin Reykvíkinga með nærveru sinni og hélt ferna tónleika. Ekki er gott að segja hvað olli, en þvi miður var aðsóknin ekki eins og skyldi í 1929. Ef til vill má setja spurningarmerki við tíma- setninguna, en þaö væri þó eng- an veginn tæmandi skýring. (Eins og ráða má af upptalning- unni í byrjun er 22 pp reyndar ekki beint danshljómsveit). En hvað sem því líður þá vakti 22 pistepirkko, sem skipuð er þeim PK Karanen (söngur, gítar), bróður hans Asko (bassi, orgel) og Æsko Espe (trommur), mikla lukku hjá þeim sem mættu og var gerður góður rómur að leik hennar. Voru poppskrifari Dags og Ijósmyndari þar engin undan- tekning, enda tónlistin vel aðgengileg og vel flutt, þótt eins og áður segir nær öllum stefnum ægði saman. Þetta voru því sem sagt hinir bestu tónleikar hjá 22 piste- pirkko, sem í orði kveðnu átti þó að heita dansleikur, en vegna áðurnefndrar gestafæðar gat vart talist slík samkoma. Um finnskt rokk Finnar hafa ekki í gegnum tíðina verið sérstaklega áberandi í rokkheiminum, þótt þeir hafi átt og eigi þó nokkuð margar hljóm- sveitir, sem frambærilegar geta talist á alþjóða mælikvarða. Eftir því sem umsjónarmaður Popp- síðu kemst næst er ekki nein finnsk rokksveit sem náð hefur alheimshylli. Hins vegar var a.m.k. einn maður finnskrar ætt- ar sem talist getur hafa náð heimsfrægð í rokkinu, en þaö var gítarleikarinn Jorma Kankonen, sem reyndar er nú látinn fyrir ali- löngu síðan. Var hann nefnilega einn af stofnendum Jefferson Airplane og síðar Hot Tuna. 22 pistepirkko telst vera í dag ein efnilegasta og besta rokk- sveit Finna, en hún hefur náð að skapa sér gott nafn í Skandi- navíu og víðar. Síðasta plata hljómsveitarinnar, sem út kom fyrir tveimur árum og heitir Bare bone nest, fékk mjög góöa dóma og var valin plata ársins hjá mörgum plötugagnrýnendum. Því er óhætt að segja að þeir rokkunnendur sem létu sig vanta í 1929 hafi misst af miklu. Önnur góð hljómsveit frá Finn- landi, sem líka hefur sótt ísland heim, er Honey B and the T- bones, blúsrokksveit sem land- inn kunni vel að meta. Nokkrar þungarokkshljómsveitir má nefna sem komið hafa frá Finn- landi og náð hafa að vekja athygli út fyrir landsteina s.s. eins og Gringos Locos, Peer Gunt og Stratovarius. Innan þjóðlaga- rokks hafa svo Finnar einnig náð að skapa sér nafn að einhverju marki. Plötur Guns ’n’ Roses Use your illusion I og II: Á góðri leið með að verða útgáfa aldarinnar Eftir að loksins tókst að koma plötunum miklu Use your illu- sions I og II með Guns ’n' Roses út í september er óhætt að full- yrða að öll vandræðin og vitleys- an, sem á undan eru gengin, hafi borgað sig rækilega til baka. í Bretlandi, eins og raunar nær allstaðar annars staðar, fóru plöturnar beint í toppsætin tvö og var það í fyrsta skipti sem sami aðili á tvær söluhæstu plöturnar á sama tíma þar í landi. í heima- landinu, Bandaríkjunum, hefur þó, eins og reyndar við mátti búast, gengið mest á og er eitt allsherjar Guns 'n’ Roses æði búið að standa yfir. Hafa plöturn- ar slegið öll fyrri sölumet og það svo um munar. í forsölu seldust t.a.m. fjórar milljónir eintaka af plötunum, eða tveimur milljónum fleiri eintök en seldust af Bad plötu Michaels Jacksons, sem átti fyrra metið. Þá seldist hálf milljón eintaka strax fyrsta daginn að auki, sem einnig er met. Þykir þessi sala, eins mikil og hún var, enn merki- legri fyrir þær sakir að tvær af stærstu plötuverslunarkeðjum Bandaríkjanna neituðu að hafa plöturnar til sölu. Hefðu plöturnar að líkindum selst í fimm milljónum eintaka í forsölu ef þessar búðir hefðu haft Vinsælasta hljómsveit heims í dag Guns 'n’ Ftoses. þær á boðstólnum líka. Sem dæmi um hversu salan er og hef- ur verið mikil, þá seldust fleiri ein- tök af plötunum tveimur í fyrstu söluviku, en seldust af plötu Metailica í sex vikur. (Sú plata fór einnig beint á toppinn í Banda- ríkjunum). Þá má einnig nefna sem dæmi að tvö eintök seldust af plötunum á móti hverju einu sem seldist af nýju plötu Dire Straits On every street þegar hún kom út í Bretlandi. Það er því ekki ólíklegt að plöturnar tvær verði þær mest seldu frá upphafi og Guns ’n’ Roses teljist vinsælasta hljóm- sveit heimsins með rentu. Tek aö mér alls konar múraravinnu bæöi í nýbygg- ingu, endurbyggingu og viögerðarvinnu. Einnig flísalagnir ásamt hellulögn. Reynið viðskiptin. Upplýsingar í síma 23076. Sigurður Hannesson, múrarameistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Vegna veikinda bráðvantar okkur hjúkrunar- fræðinga á Gjörgæsludeiid Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri strax eða eftir nánara sam- komulagi. Deildin telur 5 gjörgæslurúm auk vöknunar. Góö vinnuaöstaöa er á deildinni og aðlögun nýrra hjúkr- unarfræöinga fer fram meö reyndum hjúkrunarfræö- ingi. Viö aðstoðum viö útvegun húsnæðis og barna- gæslu. Allar upplýsingar m.a. um kaup og kjör gefa: Sigurlaug Arngrímsdóttir deildarstjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96- 22100 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir, ARI KR. GUNNARSSON, lést af slysförum 9. október sl. Minningarathöfn um hinn látna fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 14.00. Álfhildur Gestsdóttir, Gunnar Arason, Gunnar Björgvin og Gestur Örn Arasynir, Linda Gunnarsdóttir, Víkingur Gunnarsson. SIGURGEIR E. ÁGÚSTSSON, Lyngholti 16, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 29. október. Auður Eyþórsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ósk Geirsdóttir, Rakel Sigurgeirsdóttir, Sturla Sigurgeirsson, Konráð Sigurgeirsson og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.