Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
Dagskrá FJÖLMIÐLA
Sjónvarpið
Laugardagur 2. nóvember
14.45 Enska knattspyrnan.
Bein útsending frá leik
Norwich City og Notting-
ham Forest á Carrow Road í
Norwich. Fylgst verður með
gangi mála í öðrum leikjum
og staðan birt jafnóðum.
17.00 íþróttaþátturinn.
Fjallað verður um íþrótta-
menn og íþróttaviðburði hér
heima og erlendis. Bolta-
hornið verður fastur liður í
íþróttaþættinum í vetur og
úrslit dagsins verða birt
kl. 17.55.
Umsjón: Samúel Örn
Erlingsson.
18.00 Múmínálfarnir (3).
Finnskur teiknimyndaflokk-
ur.
18.25 Kasper og vinir hans
(28).
(Casper & Friends)
Bandarískur teiknimynda-
flokkur um vofukrílið
Kasper.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Poppkorn.
Glódís Gunnarsdóttir kynnir
tónlistarmyndbönd úr ýms-
um áttum.
19.25 Úr ríki náttúrunnar.
Veiðimúsin.
(Survivel - Killer Mouse)
Bresk fræðslumynd um mús-
artegund sem veiðir sér til
matar.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Manstu gamla daga?
Fjórði þáttur: Trúbadúrar.
Gestir þessa þáttar eru þau
Bubbi Morthens, Bergþóra
Árnadóttir, Hörður Torfason
og Bjartmar Guðlaugsson.
Þau taka lagið og ræða um líf
farandsöngvarans.
21.25 Fyrirmyndarfaðir (4).
(The Cosby Show)
21.50 Vogun vinnur.
(Looking For Miracles)
Kanadísk sjónvarpsmynd frá
1990.
í myndinni segir frá sam-
skiptum tveggja bræðra í
sumarbúðum á kreppuárun-
um.
Aðalhlutverk: Greg
Spottiswood, Joe Flaherty
og Patricia Cage.
23.35 Járngeirinn.
(The Iron Triangle.)
Bandarísk bíómynd frá 1989.
Myndin gerist í Víetnam-
stríðinu og segir frá sér-
kennilegu sambandi banda-
rísks hermanns og Víetnama
sem tekur hann til fanga.
Aðalhlutverk: Beau Bridges,
Haing S. Ngor og Liem
Whatley.
01.05 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 3. nóvember
13.40 Carnegie Hall hundrað
ára.
Seinni hluti.
Dagskrá frá 100 ára afmælis-
hátíð Camegie Hall þar sem
fjöldi heimsþekktra tónlist-
armanna koma fram.
16.00 Einnota jörð?
Fyrsti þáttur: Neytandinn.
Fyrsti þáttur af þremur sem
kvikmyndafélagið Útí hött -
inní mynd hefur gert um við-
horf fólks til umhverfisins og
umgengni við náttúruna.
16.20 Ritun.
Lokaþáttur.
16.50 Nippon - Japan síðan
1945.
Fimmti þáttur: Bílaævin-
týrið.
Breskur heimildamynda-
flokkur í átta þáttum um
sögu Japans frá seinna
stríði. í þessum þætti er fjall-
að um iðnaðarveldið Japan
en vegna þess hve auðlindir
landsins eru takmarkaðar
leggja Japanir áherslu á
hátækniiðnað þar sem hug-
vitið nýtist sem best.
17.35 í uppnámi (1).
Hér hefst skákkennsla í tólf
þáttum sem Arnarsson og
Hjörvar hafa látið gera fyrir
Sjónvarpið. Höfundar og
leiðbeinendur eru stórmeist-
ararnir Helgi Ólafsson og
Jón L. Árnason og í þessum
fyrsta þætti verður saga
leiksins rakin og skákborðið
og taflmennirnir kynntir.
17.50 Sunnudagshugvekja.
Flytjandi er Rósa B. Blöndals
kennari.
18.00 Stundin okkar (2).
í þættinum verður kíkt inn i
hellinn til Bólu, amma og
Lilli kynna baldursbrána í
fyrsta þætti sínum um
blómin, Herdís Egilsdóttir
sýnir föndur, Ragnheiður
Bjarnadóttir leikur á selló og
loks verður þáttur um
Tyrkjaránið fyrir eldri
börnin.
Umsjón: Helga Steffensen.
18.30 Svona verða vorrúllur
til (1).
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Vistaskipti (10).
19.30 Fákar (12).
20.00 Fróttir og veður.
20.35 Árni Magnússon og
handritin.
Seinni þáttur.
í þættinum er m.a. greint frá
þeim voðaatburðum sem
urðu þegar Kaupmannahöfn
brann haustið 1728.
21.25 Ástir og alþjóðamál (9).
(Le mari de l'ambassadeur).
Franskur myndaflokkur í
þrettán þáttum.
22.20 Heim á leið.
(Heading Home).
Bresk sjónvarpsmynd um
unga konu sem kemur til
Lundúna eftir seinni heims-
styrjöldina til að freista
gæfunnar. Hún kynnist
tveimur afar ólíkum
mönnum, ljóðskáldi og
byggingaverktaka.
Aðalhlutverk: Joely Richard-
son og Gary Oldman.
23.50 Úr Listasafni íslands.
Þorgeir Ólafsson fjallar um
verk Magnúsar Pálssonar.
00.00 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 4. nóvember
18.00 Töfraglugginn (26).
Blandað erlent barnaefni.
Endursýndur þáttur.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Á mörkunum (50).
19.30 Roseanne (12).
Bandarískur gamanmynda-
flokkur um hina glaðbeittu
og þéttholda Roseanne.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Fólkið í forsælu (8).
(Evening Shade.)
Bandarískur framhalds-
myndaflokkur.
Aðalhlutverk: BurtReynolds
og Marilu Henner.
21.05 íþróttahornið.
Fjallað verður um íþróttavið-
burði helgarinnar og sýndar
svipmyndir frá knattspyrnu-
leikjum í Evrópu.
21.25 Litróf (2).
í þættinum verður farið í
heimsókn í listasmiðju sem
er að verða til í húsakynnum
Álafoss í Mosfellsbæ, tyrk-
neska söngkonan Yelda
Kodalli syngur seinni aríu
Næturdrottningarinnar úr
Töfraflautunni eftir Mozart,
Sigurður A. Magnússon
verður í Málhorninu, sýnt
verður brot úr sýningu Sila-
miut-leikhússins á leikritinu
Tupilak, sem byggt er á
fornum grænlenskum
sögnum, og Þórunn Valdi-
marsdóttir flytur tvö ljóð úr
nýrri bók sinni.
Umsjón: Arthúr Björgvin
Bollason.
21.55 Hjónabandssaga (4).
Lokaþáttur.
(Portrait of a Marriage).
Breskur myndaflokkur sem
gerist í byrjun aldarinnar og
segir frá hjónabandi og hlið-
arsporum rithöfundanna
Vitu Sackville-West og Har-
olds Nicolsons.
Aðalhlutverk: Janet McTeer
og David Haig.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Þingsjá.
Umsjón: Árni Þórður
Jónsson.
23.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
Laugardagur 2. nóvember
09.00 Með Afa.
10.30 Á skotspónum.
10.55 Af hverju er himinninn
blár?
11.00 Lási lögga.
11.25 Á ferð með New Kids on
the Block.
11.50 Barnadraumar.
Athyglisverður þáttur fyrir
börn á öllum aldri.
12.00 Á framandi slóðum.
(Rediscovery of the World.)
12.50 Sumarsaga.
(A Summer Story.)
Bresk mynd gerð eftir sög-
unni Eplatréð eftir John
Galsworthy.
Aðalhlutverk: Imogen
Stubbs, James Wilby,
Susannah York og Jerome
Flynn.
14.25 Liberace.
í þessari einstöku mynd er
sögð saga einhvers litríkasta
skemmtikrafts sem uppi hef-
ur verið.
Aðalhlutverk: Andrew
Robinson og John
Rubenstein.
16.00 James Dean.
(Forever James Dean.)
James Dean er líklega einn
ástsælasti leikari allra tíma
en í þessum þætti er rætt við
fjölskyldu hans og sam-
starfsfólk auk þess sem birt
eru myndskeið af stjömunni
sem ekki hafa sést áður
opinberlega.
17.00 Falcon Crest.
18.00 Popp og kók.
18.30 Gillette sportpakkinn.
19.19 19:19.
20.00 Morðgáta.
20.50 Á norðurslóðum.
(Northem Exposure).
21.40 Afbrotastað.
(Scene of the Crime.)
Nýr sakamálaflokkur frá
höfundi Hunter, Stephen J.
Cannell.
í þessum vikulegu þáttum
fylgjumst við með hverju
sakamálinu á fætur öðm.
22.30 Helber lygi.
(Naked Lie.)
Ástarsamband saksóknara
og dómara flækist fyrir þeg-
ar saksóknarinn fær til rann-
sóknar flókið sakamál sem
snýst um fjárkúgun og morð.
Málið er nefnilega í höndum
dómarans og virðist koma
illa við menn á hæstu
stöðum.
Aðalhlutverk: Victoria
Principal, James Farentino
og Glenn Withrow.
Bönnuð börnum.
00.05 Stórborgin.
(The Big Town.)
Fjárhættuspilari frá smábæ
flytur til Chicago á sjötta
áratugnum. Hann heldur að
heppnin sé með sér og hann
geti att kappi við stóm kall-
ana.
Aðalhlutverk: Matt Dillon,
Diane Lane, Tom Skerritt og
Tommy Lee Jones.
Stranglega bönnuð
börnum.
01.50 Bandóði bíllinn.
(The Car.)
Æsispennandi mynd um
bifreið sem af ókunnum
ástæðum ekur á fólk.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Kathleen Lloyd og John
Marley.
Bönnuð bömum.
03.25 Dagskrárlok.
Stöð 2
Sunnudagur 3. nóvember
09.00 Túlli.
09.05 Snorkarnir.
09.15 Fúsi fjörkálfur.
09.20 Litla hafmeyjan.
09.45 Pétur Pan.
10.10 Ævintýraheimur
NINTENDO.
10.35 Ævintýrin í Eikarstræti.
(Oak Street Chronicles)
10.50 Blaðasnáparnir.
(Press Gang)
11.20 Geimriddarar.
11.45 Trýni og Gosi.
12.00 Popp og kók
12.30 Diana prinsessa.
(To Diana with Love).
Aðalfundur
Félags hrossabænda
Eyjafj.- og Þingeyjardeild,
verður að Hótel KEA sunnudaginn 10.
nóvember kl. 13.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir!
Stjórnin.
Spói sprettur
Gamla myndin
liði framsóknarmenn ll||
1 AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
mánudaginn 4. nóvember kl. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Tilboð óskast!
Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eftir til-
boðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum.
1. MMC Colt GL .............. árg. 1991
2. MMC Colt Turbo............ árg. 1987
3. VW Golf CL ............... árg. 1987
4. Ford Taunus Ghia ......... árg. 1981
5. Toyota Celica ............ árg. 1980
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að
Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 4. nóvember nk. frá
kl. 9.00 til 16.00.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama
dag.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF
M3-2665 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri.
Hver kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags telja sig
þekkja fólkið á myndinni hér
eru þeir vinsamlegast beðnir að
koma þeim upplýsingum á
framfæri við Minjasafnið á
Akureyri (pósthólf 341, 602
Akureyri) eða hringja í síma
24162!
Hausateikningin er til að auð-
velda lesendum að merkja við
það fólk sem það ber kennsl á.
Þótt þið kannist aðeins við
örfáa á myndinni eru allar
upplýsingar vel þegnar. SS