Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 5 EFST í HUGA Jóhann Ólafur Halldórsson Samningatitringur gerír vart við sig Ef ég væri spurður hvort ég vildi geta keypt mér meira fyrir launin mín en ég get í dag þá yrði svarið örugglega já. Gaman þætti mér að hitta þann sem svara myndi þessari spurningu á ann- an veg. Þessu hef ég verið að velta ofurlítið fyrir mér síðustu daga vegna þess að Félagsvísindastofnun Háskóians birti í vikunni skoðanakönnun sem gerð var fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja þar sem þetta var ein megin- spurningin. Og svo þótti forsvarsmönn- um BSRB auðvitað tilefni til að efna til blaðamannafunda með miklu húllum- hæi og undirstrika að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni vilji aukinn kaupmátt en enn fleiri vilji auka kaupmátt lægstu launa. Einhverra hluta vegna skaut þeirri hugsun ofan í kollinn á mér að þessa niðurstöðu hefði mátt gefa sér fyrirfram. Samningaþrefið fer á skringilegan hátt af stað að þessu sinni. Fyrst koma vinnuveitendur með skoðanakönnun með svartri niðurstöðu og undirstrika sinn málflutning um að þjóðarbúið þoli engar kauphækkanir. Þessu svarar verkafólkið svo með annarri könnun sem notuð er til að undirstrika þann málflutning að forystumenn vinnuveit- enda séu allt of svartsýnir og þeirra tal í engu samræmi við vilja þjóðarinnar. Og til viðbótar er bent á að könnunin leiði í Ijós að meirihluti atvinnurekenda telji að þjóðarbúið geti borið aukinn kaupmátt. Og þessu næst rífast menn aftur og fram um það hvort að skoð- anakannanirnar séu marktækar eða ekki. Taugatitringur af þessu tagi er ekkert nýmæli þegar dregur nær samningum á vinnumarkaði. Maður allt að því ólst upp við það að heyra þrefað um þessi mál í útvarpi aftur og fram. En þó hlut- irnir séu með líku sniði nú og fyrir 20 árum hvað þetta varðar þá hafa áhersl- urnar sem betur fer breyst þannig að nú eru menn hættir að einblína á blá- kaldar krónutölu- eða prósentuhækk- anir. „Á eftir bolta kemur barn“ sagði einhvers staðar og líkt var það með þessar ■ launahækkanir. Þeim fylgdu nefnilega alltaf hækkandi verðlag sem allt át upp. Nú er loks að síast inn hjá fólki að sú leið að verja kaupmáttinn er betri. Og á síðustu dögum hafa for- svarsmenn launþega- og vinnuveit- endasamtaka lýst sig sammála um að nú sé lag að gera samninga sem beini spjótum gegn vaxtaokrinu. Hefði nú einhver sagt að væri kominn tími til. FJÖLMIÐLAR Þrösfur Haraldsson Af Gunnari Smára og hin- um krökkunum í Kvosinni Undarlegt blaö Pressan - og allra undarlegastur þar innan borös ritstjórinn eini, Gunnar Smári Egilsson. Þarna hefur hann fengiö í hendurnar blaö sem er nauösynlegt í hverju lýöræðisþjóö- félagi og gert þaö aö skemmtilegu blaði aö mörgu leyti. En svo feilar hann á lykilatriöum. Pressan hefur, rétt eins og forveri hennar, Helgarpósturinn, valiö sér hlutverk litla drengs- ins í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Eins og þaö er nauösynlegt fyrir hvert þjóðfélag aö eiga slíkan dreng þá er þaö jafnhættulegt og van- þakklátt fyrir þann sem tekur hlutverkiö aö sér. Sá ,sém það gerir má ekki láta hanka sig á grundvallaratriöum, svo vitnaö sé til auglýsinga. Pressan er, eins og áöur segir, hiö ágætasta blað aö mörgu leyti. Þar er farið inn á nýjar brautir, ekki allar jafn sniðugar eöa gáfulegar, en sumt er þannig gert í blaðinu aö það vísar veginn til framtíöar fyrir íslenska fjölmiðlun. Þar á ég kannski ekki síst viö ákveðinn skort á hátíö- leika. Blaðið leggur sig fram um aö vera blátt- áfram í málfari og stíl og er eiginlega einá blaðiö sem skrifað er á talmáli, ef svo má segja. Og Gula pressan er oft verulega vel heppnuö. En enginn er fullkominn og þaö sannast oft átakanlega á síöum Pressunnar. Þar fellur blaö- iö á tveimur vfgstöövum f gryfjur sem allir blaöa- menn verða aö vara sig á. Sú fyrri er óáreiðanleikinn. Rás tvö tók einu sinni þrjár smá„fréttir“ og kannaði sannleiksgildi þeirra. Allar reyndust rangar. í hverju blaöi eru leiöréttingar viö eitthvaö sem birst hefur í síö- asta blaði og flestlr kannast viö aö hafa staðiö blaöiö aö því aö birta hreinan uppspuna. Nú má svosem segja aö þessar „fréttir1' beri ekki aö taka jafnalvarlega og venjulegar fréttir, en það kemur hins vegar ekki í veg fyrir aö maöur missi ósjálfrátt trú á ööru efni blaösins. Er einhver ástæöa til þess aö treysta frekar því sem blrt er í alvörugefnari hlutum blaösins fyrst menn kin- oka sér ekki viö að fara meö staölausa stafi í slúörinu? Hitt lykilatriðið sem blaöið lætur hanka sig á er aö þaö endurspeglar allt of mikiö persónu- lega duttlunga áöurnefnds Gunnars Smára. Stundum viröist hann leggja fæö á eitthvað fyrir- bæri, stofnun eöa einstakling, og sést þá ekki fyrir í umfjöllun blaösins um viökomandi. Dæmin um þetta eru oröin nokkur á skömm- um ferii Gunnars Smára viö blaöiö (og raunar var þessa fariö að gæta meðan hann var enn óbreyttur blaöamaöur á DV). Þaö ferskasta eru viðbrögö ritstjórans og blaðsins viö tilraunum sem nú eru geröar til aö stofna nýtt blað á rúst- um Tímans og Þjóöviljans. Gunnar Smári hefur allt á hornum sér út af þessu blaöi. Hann lagöi heilan fjölmiölapistil sinn undir meðvitaöan misskilning á ummælum Steingríms Hermannssonar, að því er virtist í þeim eina tilgangi að gera grín aö tiiburöum blaðstofnenda. í síðustu viku birtist svo slúður um þaö til hverra hefði verið leitaö til að gerast ritstjórar. Þar eru nefnd nöfn tveggja manna, annars af Tímanum, hins af Þjóöviljanum. Auö- vitað var aldrei rætt viö þessa menn, enda sjá menn í hendi sér aö þaö er lífsspursmál fyrir nýtt blað aö skapa sér nýja ásýnd. Og nú í fyrradag fjallar ritstjórinn um þann sparnað sem hlýst af gjaldþroti flokksblaöanna þriggja fyrir ríkissjóö. Af þeirri grein má skilja aö allt þaö fé sem á fjárlögum er bendlaö viö blaöa- útgáfu, 93,4 milljónir króna, skili sér til blaðanna. Þaö er af og frá og margbúiö aö benda á aö þaö standist ekki. Æ stærri meirihluti þess fjár renn- ur í rekstur flokkanna fimm sem eiga menn á þingi og einungis Iftill hiuti skilar sér beint eöa óbeint til blaöanna. Og þótt blöðunum fækki þarf áfram aö reka stjórnmálafiokkana svo ekki er víst aö þessi sparnaður veröi mikill. Eina skýringin á offorsi Gunnars Smára í garö hins ófædda blaðs er sú aö hann óttist samkeppni viö þaö á helgarmarkaönum. En þá er þetta ekki rétta svariö. Þessu til viðbótar má svo nefna aö Pressan er byggöapóiitískt afar þröngsýnt blaö. Maöur fer hjá sér ef þeir hætta sér út fyrir Hringbraut. Fáfræöin er svo yfirgengileg. Samanber þegar þeir féllu fyrir hrepparígnum í Þistilfiröi. Fræðslunámskeið Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkohól- ista hefst fimmtudaginn 7. nóvember. Allar nánari upplýsingar og innritun á skrifstofunni, Glerárgötu 28, Akureyri. Sími 96-27611, S.Á.Á.-N. Velferð á varanlegum grunni ALMENNUR STJÓRNMÁLAFU N DU R í Sjallanum sunnudaginn 3. nóv. kl. 15.00. Frummælendur: Davíð Oddsson forsætisráðherra- og Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Á AKUREYRI. Vökvadælur og mótorar Æ* 5TRAUMRÁ5 s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Þórsarar Bridge-námskeið Námskeið í bridge fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna verður haldið í Hamri ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.00. Skráning á staðnum (hjá húsverði). Ekkert þátttökugjald. BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR. KA-menn Bridge-námskeið Námskeið í bridge fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna verður haldið í íþróttamiðstöð KA ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20.00. Skráning á staðnum (hjá húsverði). Ekkert þátttökugjald. BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.