Dagur - 02.11.1991, Page 18

Dagur - 02.11.1991, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991 Steinasafnarar í húsakynnum sínum í Hafnarstræti 90. Skattafsláttur, sjálfvirkur lánsréttur, öflugur iífeyrissjóður, lán til húsnæðismála og afburða ávöxtun fæst með þátttöku í RS. Fegurð steinsins í augum okkar flestra er grjót grjót og lítið annað. Það er efni í vegi, steinsteypu, varnargarða, hleðslur og önnur mannvirki. Við vitum reyndar, að til eru ýmsar steinategundir, sem heita að- skiljanlegum nöfnum, en þar lýk- ur þekkingu okkar margra. A meðal okkar eru þó margir, sem hafa næmari sýn. Þetta eru fræðimenn, svo sem jarðfræðing- ar, og ekki síður áhugamenn um steina og steinasöfnun. Þessir menn ganga um landið - ekki síst hin grýttu svæði - og líta það öðr- um augum en við, sem sjáum aðallega nybbur, sem gætu sært okkur. Þetta fólk þekkir útlit steinanna, ræður í dauf litbrigði þeirra og sér fegurð, sem okkur óinnvígðum er hulin. Áhugamenn um steinasöfnun hafa með sér félagsskap hér á landi. Samtök þeirra skiptast í deildir og starfar ein þeirra á Akureyri með aðsetur í Hafnar- stræti númer 90. Þar stendur nú yfir sýning á nokkru af þeim steinum, sem félagar í áhuga- mannasamtökunum á Akureyr- arsvæðinu hafa safnað á göngum sínum um víðáttur landsins á undanförnum árum og áratugum. Á sýningunni getur fyrst að líta sýnishorn steinanna, eins og þeir koma fyrir í náttúrunni í árfar- vegum eða skriðum. Þarna eru ekki síst þær steinategundir, sem söfnurum þykir mestur veigur í: Jaspis, ópal, kalsedón, agat og geislasteinar, sem standa næst því íslenskra steinategunda, að geta kallast eðalsteinar. Innri glæsileiki þeirra leynist þó augum og kemur ekki fram fyrr en stein- völurnar og hnullungarnir hafa verið meðhöndluð og fáguð af kunnáttu, innsýn og natni. Aðalefni sýningar steinasafn- aranna að Hafnarstræti 90 á Akureyri er einmitt árangur meðhöndlunarinnar. Það er tæp- ast ofmælt, að hann er nálega opinberun líkastur. Það er heldur ótrúlegt, að í þeim óreglulegu hnullungum, sem til sýnis eru í sínu náttúrulega ástandi, skuli geta leynst slík fegurð. Hún er vissulega sjónar virði. Hún opin- berar okkur, sem ekki hafa séð, þær leyndu gersemar, sem ef til vill felast fyrir fótum okkar og sem við látum framhjá okkur fara. Það eru margir, karlar og konur, sem eiga hér hlut að máli. Hákon Pálsson sýnir fagurfágaða steina, sem hann hefur fellt í fal- leg nisti og aðra skartgripi. Hið sama sýnir Guðmundur Bjarna- son, en í nokkuð öðrum stíl. Friðfinnur Gíslason og Sveinn Jónsson sýna einnig fagra skart- gripi gerða úr íslenskum steinum, sem hafa margir verið formaðir og fágaðir af natni og smekkvísi. Gripir Kristínar Gunnlaugsdótt- ur, Kristjáns Óskarssonar, Áslaugar Þorsteinsdóttur og Ágústar Jónssonar birta þá fjöl- breyttu fegurð og form, sem fel- ast innra í náttúrugrjótinu, og myndir af gegnumlýstum stein- þynnum Jóhanns Brynjúlfssonar eru glæsilegar í litadýrð sinni og myndauðgi. Ef í list felst sú fagurfræðilega mótun, sem maðurinn nær í um- hverfi sínu og það að draga fram af smekkvísi og birta undur sköpunarinnar, þá er hér list á ferðinni. Hvort sem svo er eður ei, er sýningin að Hafnarstræti 90 heimsóknar virði. Hún er opin um helgar, laugardaga og sunnu- daga kl. 14.00 til 18.00 og mun standa fram eftir nóvember. Ef kennarar hafa áhuga á því, að gefa nemendum sínum kost á að sjá hana og læra af henni á öðrum tímum, má hafa samband við Halldór Pétursson, Náttúrugripa- safninu á Akureyri. Haukur Ágústsson. Reglubundinn sparnaður- RS - er einfaltog sveigjanlegt sparnaðarkerfi byggt á nýjum og gömlum þjónustuþáttum Landsbankans. RS hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin viö strikið ífjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greióari aðgang aó lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærö betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er aó semja við bankann um aó millifæra ákveöna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja grunn að þægilegri fjármögnun Við inngöngu í RS húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna þér lánsrétt og tryggja þér örugga afburða ávöxtun færðu þægilega hvort sem þú vilt spara í lengri eða skemmri tíma? nárhagsáætlunar- 7aktu þáttíReglubundnum sparnaði Lands- tf LSndSbðflKÍ möppufyrirheímílió bankans og þúverðurréttu meginvið strikið. BjfiÉk fslðHdS og fjölskylduna. Banki allra landsmanna Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreióslu Landsbankans ('•/ Reglubundiiin Æ/0 spamaður Réttu megin við strikið með Reglubundnum spamaði Supereeal þakdúkur Eitt það besta á flöt og lítið hallandi þök. BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770, 26524, fax 27737.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.