Dagur - 02.11.1991, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MADUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN-
ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON.
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN.
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON.
AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Samstaða um
aukinn kaupmátt
í vikunni voru birtar niður-
stöður þjóðmálakönnunar
sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands gerði fyrir
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja. í könnuninni var
spurt um afstöðu fólks til
kjarasamninga, kaupmátt-
ar og afkomu þjóðarbúsins.
Óhætt er að segja að niður-
stöðurnar veki athygli.
Samkvæmt þeim vilja átta
af hverjum tíu að í komandi
kjarasamningum verði
samið um aukinn kaupmátt
launataxta. Enn fleiri, eða
92% aðspurðra, vilja auka
kaupmátt lægstu launa sér-
staklega. Það er einnig
athyglisvert að meirihluti
þjóðarinnar telur þjóðarbú-
ið þola slíka samninga, ef
marka má niðurstöðurnar.
Ef til vill er þó eftirtektar-
verðast af öllu að helming-
ur þeirra atvinnurekenda er
urðu fyrir svörum í könnun-
inni kemst að sömu niður-
stöðu og launþegarnir, þ.e.
að auka þurfi kaupmátt
launa og að þjóðarbúið
standi undir þeirri aukn-
ingu.
Niðurstöður könnunar-
innar eru mjög afgerandi og
tiltölulega óháðar kyni,
aldri, stétt og stuðningi við
stjórnmálaflokka. í ljósi
þess er umhugsunarvert að
þær stangast í veigamestu
atriðum á við staðhæfingar
talsmanna vinnuveitenda
og ríkisstjórnarinnar í þess-
um efnum.
Forsvarsmenn Vinnuveit-
endasambandsins og ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar
hafa verið mjög samstíga í
yfirlýsingum sínum að
undanförnu. Þeir halda því
óhikað fram að ekkert
svigrúm sé til að auka
kaupmátt launa í þeim
kjarasamningum sem í
hönd fara; hvorki atvinnu-
lífið né þjóðarbúið þoli slíka
hækkun. Það megi jafnvel
teljast gott ef hækkun náist
fram eftir eitt til tvö ár!
Ríkisstjórnin hefur þaðan af
síður sýnt nokkur merki
þess að hún hyggist stuðla
að bættum kjörum hinna
lægst launuðu á næstunni,
með því til dæmis að hækka
skattleysismörk. Þó lofuðu
núverandi stjórnarflokkar
því hátíðlega í vor.
Niðurstöður þjóðmála-
könnunar BSRB sýna að
almenningi finnst grátkór-
inn falskur og ósannfær-
andi. Yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar vill að
kaupmáttur verði aukinn
og munur hæstu og lægstu
launa minnkaður. Um það
virðist ríkja mjög breið
samstaða í þjóðfélaginu.
Þetta er ótvíræð vísbending
um að samningar sem
byggja á einhverjum öðrum
forsendum verða ekki sam-
þykktir. BB.
ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ
Stefán Sæmundsson
Kynferðisleg áreitni og
úlfgrámi framtíðarinnar
I úlfgráma birtuskila á októberkvöldi hímdu tveir
menn inni á kaffihúsi og sötruðu Braga. Þetta voru
ofur venjulegir verkamenn, ábyrgir fjölskyldufeður
af gamla skólanum, en þó frábrugðnir fjöldanum að
því leyti að þeir gátu skyggnst inn í framtíðina. Til
þess þurftu þeir hvorki spil né bolla, miðilshæfileika
eða stjörnurnar hans Fúsa í Hljómdeildinni, aðeins
meðfæddar gáfur og hyggjuvit. Þeim stóð á sama
um spá Þjóðhagsstofnunar, svartar skýrslur fiski-
fræðinga, blaður Jóns Baldvins og drauma Davíðs.
Þeir vissu sínu viti og það náði lengra en nef þeirra.
Meðan Bragi steig mönnunum til höfuðs (til
skýringar má nefna að Bragi getur hér bæði staðið
fyrir kaffitegund og skáldskaparguð, túlkunin er í
ykkar höndum) færðu þeir sig nokkur ár fram í
tímann. Þeir sáu litbrigði jarðar speglast í glæsihöll-
um og iðandi mannlífi en þó var misjafn sauður í
mörgu fé. Hagvöxtur hafði vissulega aukist og vel-
megun virtist ríkjandi. ísland var miðdepill
Evrópu. Guð hafði velþóknun á þjóðinni (sbr. Ein-
ar Kárason - Þar sem Djöflaeyjan rís: „Augljóst
var að Guð hafði velþóknun á ameríkönum, enda
gekk þeim allt í haginn." (bls. 8)) og Frón hafði
breyst í fyrirheitna landið.
Dóni og Róni reknir úr vinnu
Mennirnir sáu stóriðjur, nýja banka, alþjóðlega
veitingastaði og hús sem kennd eru við gleði.
Skýrslur Þjóðhagsstofnunar höfðu skipt litum.
Mannfólkið einnig. En hvar voru mennirnir sjálfir
staddir í hringiðunni? Með því að samhæfa orku og
atgervi hugans tókst þeim að sjá hvar þeir sjálfir
voru á hraðri leið niður. Báðir höfðu misst atvinn-
una, annar vegna kynferðislegrar áreitni á vinnu-
stað en hinn þurfti að víkja fyrir ódýrum vinnu-
krafti af öðru þjóðerni.
Þessi tíðindi kölluðu á eitthvað sterkara en Braga
og var Bakkus nærtækastur (enda var tími blóm-
legra eiturlyfjahringa á íslandi ókominn, þótt
skammt væri í hann). Upphófst nú hið þjóðlegasta
blót sem síðar varð margfræg dæmisaga inni á Vogi.
En sem fluga á vegg tókst mér að skrá niður brot af
samtali mannanna er snerist um stöðu þeirra í fram-
tíðinni.
Sá sem var rekinn úr vinnu fyrir áreitni eigi sið-
lega skal hér kallaður Dóni. Hinn skal auðkenndur
með gælunafninu Róni, enda festist það viðurnefni
við hann síðar meir. Þannig var nú komið fyrir
þessum fyrrum framámönnum í ungmennafélags-
hreyfingunni.
Milli kláms og erótíkur eru óglögg skil
Dóni: „Ég bara skil þetta ekki, ég sem hef alltaf
verið normal. Rekinn fyrir kynferðislega áreitni á
vinnustað, hvurslags bull er þetta?“
Róni: „Þú ert nú þekktur fyrir að gantast, væni
minn. Þeir voru að segja það í útvarpinu um daginn
að hægt væri að flokka gaspur og galgopahátt undir
kynferðislega áreitni.“
Dóni: „Já, alveg rétt. Ef maður segir klámfeng-
inn brandara á vinnustað er um tvennt að ræða. Ef
brandarinn líkar vel er þetta hið besta mál en ef
hann fellur ekki í frjóan jarðveg og enginn hlær þá
er það kynferðisleg áreitni að segja brandarann."
Róni: „Jú, jú, og eins er það með klapp á
bossann. Ef Jói klappar Gunnu er það erótík en ef
Bjössi dirfist að gera það sama getur Gunna kært
hann fyrir argasta klám. Hún ákveður einfaldlega
hverjir mega strjúka henni um barm og hupp og
þeir sem ekki eru á listanum eru kynferðisglæpa-
menn.“
Dóni: „Ég skil, eitthvað þessu líkt hlýtur að hafa
hent mig. Kannski get ég breytt framtíðinni með
því að hætta að klæmast. En mér finnst að þessar
kellur geti bara auglýst hvort þær hafi húmor fyrir
neðanbeltisbröndurum eður ei og einnig hverjir
mega klappa þeim og hverjir ekki.“
Skítverk unnin fyrir lúsarlaun
Mennirnir ræddu þessi viðkvæmu mál dágóða
stund. Fannst þeim það stangast á við aukið frelsi
þjóðarinnar á flestum sviðum og meiri tengsl við
önnur Evrópuríki í framtíðinni ef hægt yrði að kæra
menn fyrir mannleg samskipti á vinnustað, sem til
þessa hefðu þótt eðlileg.
Róni: „Þarna verður að búa til samræmda
evrópska löggjöf. Hún verður að ná til allra brand-
ara og líkamstilburða og skera úr um hvað er leyfi-
legt og hvað ekki.“
Dóni: „Það er ógjörningur. Við getum ekki
njörvað öll mannleg samskipti inn í einhverja laga-
bálka. En hvað með þína eigin framtíðarsýn?“
Róni: „Já, mér verður bolað úr vinnu af sænskum
ríkisborgara frá Tyrklandi. Ég sé ekki betur en að
íslendingar verði fljótir að tileinka sér þá siði stönd-
ugra Evrópuríkja að Iáta innflytjendur vinna skít-
verkin fyrir lúsarlaun. Reyndar hef ég ekki nema
300 kall á tímann og get ekki lifað af laununum en
farandverkamennirnir koma til með að þiggja
helminginn. Atvinnuleysi stóreykst, konur og börn
verða á vergangi, eiginmennirnir fara í ræsið, ungl-
ingsstúlkur lenda í pútnakofa, örbirgðin mun knýja
dyra og . . .“
Dóni: „Hættu nú þessu svartagallsrausi. Það
hljóta að vera einhver mistök í framtíðarsýn
okkar.“
Já, félagarnir eru sekir um ákveðin grundvall-
armistök. Ekki þau að bergja á Braga heldur að
taka ekki mark á þjóðhetjum vorum, EES-kórnum
undir stjórn utanríkisráðherra. Kórinn söng „Allt
fyrir ekkert" og okkur er hollast að trúa þeim orð-
um uns annað kemur í ljós. Mjálmið í Róna og
Dóna á ekki heima í fagnaðarerindinu sem nú er
boðað.