Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 7 Fréttir Jón Karlsson varaformaður VMSÍ: Vill að menn fari að haska sér að samningaborðinu Jón Karlsson, formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauð- árkróki, var kjörinn varafor- maður Verkamannasambands Islands á nýafstöðnu þingi þess. Hann segir að meiri samstaða hafi ríkt á þinginu en oft áður og vel og mikið hafi verið unnið. „Nú þegar þessu þingi er lokið er mér efst í huga að farið verði að haska sér í að vinna að samn- ingum. Ég reikna með að í næstu viku verði gerð gangskör að því af hálfu Verkamannasambands- ins. Reynt að koma þeim af stað og látið á það reyna hverju hægt er að þoka áfram,“ segir Jón. Um niðurstöðu komandi samn- inga segir Jón að fyrst og fremst verði hún að vera á þann veg að sá ávinningur sem náðist með síðustu kjarasamningum, verjist og haldið verði áfram á þeirri braut sem þá var byrjað á með einhverjum hætti. En hvaða kröf- ur ætlar Verkamannasambandið að gera í komandi kjarasamning- um? „Undirbúningur VMSÍ fyrir saminganna sjálfa lá náttúrlega niðri meðan þingið stóð yfir, þó e.t.v. megi segja að unnið hafi verið að þeim þar líka. Pessa dagana er því verið að koma þeirri vinnu af stað aftur, en búið er að vinna mikið í undirbúningi t.d. vegna saminga fiskvinnslu- Ég reikna með að í næstu viku verði gerð gangskör í samningamálum af hálfu Verkamannasambandsins. fólks og ég býst við að það verði þeir samningar og þær kröfur sem hafðar verða til viðmiðunar í komandi kjarabaráttu." Jón segist sjá fram á, að strembið verði að ná samningum og segir að sín skoðun á því hafi ekki breyst neitt á þessu þingi. Einnig segir hann að raunvaxta- lækkun sé nánast forsenda fyrir því að viðundandi samningar náist. „Það er margt sem spilar inn í samningagerðina að þessu sinni sem svo oft áður. T.d. þurfa menn ekki að hugsa mjög djúpt til að sjá að kvótaskerðingin mun hafa gífurleg áhrif á þessar við- ræður. Ég er samt ekki viss um að þær glætur sem kunna að vera gagnvart stórvirkjunum og álveri og hugsanlegum ávinningi af EES-samningnum, muni hafa áhrif á samningagerðina núna. Minnsta kosti hef ég ekki trú á að þau áhrif verði mikil þar sem ekkert af þessu er farið að virka.“ Jón Karlsson er búinn að sitja í framkvæmdastjórn VMSÍ sl. tíu ár og segir að varaformanns- embættið breyti ekki svo miklu fyrir hann, þó trúlega muni það eitthvað auka vinnuna við sam- bandið. En með breytingum á stjórn VMSÍ að þessu sinni vilja sumir meina að Verkalýðsfélagið Dagsbrún hafi misst forystuna sem það hefur haft innan VMSÍ undanfarin ár, en hvert er álit Jóns á því? „Dagsbrún missti náttúrlega ekki forystuna, því samið var um þetta allt saman. Tengsl þess við sambandið eru geysilega þýðing- armikil og reynt var að halda þeim eftir því sem hægt var. Ég vona síðan bara að hin nýja for- ysta muni ná að standa sig, en Ijóst er að mikið á eftir að mæða á mönnum á næstunni," segir Jón Karlsson, varaformaður VMSÍ. SBG Hvað er að gerast? ENGIN HÚS ÁN HITA Byggingaverktakar - Húsbyggjendur Verðlækkun á PVC plastfittings (rauðum) til frárennslislagna. Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SI'MI (96)22360 HREINLÆTISTÆKI STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Kvöldvaka verður í starfsmannasal Útgerðarfélags Akureyringa föstudagskvöldið 8. nóvem- ber kl. 20.30. Dagskrá: 1. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur og Grétar Eiríksson, tæknifræðingur, rekja slóðir Fjalla- Eyvindar í máli og myndum. 2. Kaffiveitingar. ★ Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500,- en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Stjórnin. A/ÍN við HRRFNROIK Rokkað í 1929: Ole Kristiansen band frá Grænlandi í Vín íslenskir tónleikagestir fá tækifæri til að hlusta á fremstu rokkhljóm- sveit Grænlands Ole Kristiansen hand í Háskólabíó laugardaginn 2. nóvember kl. 21.00. Tón- leikarnir áttu fyrst að vera í Norræna húsinu en hafa nú verið fluttir í Háskólabíó. Seinni tón- leikar hljómsveitarinnar hafa einnig verið fluttir og verða í 1929 á Akureyri sunnudaginn 3. nóvember kl. 21.30. Ole Kristiansen er 26 ára, fæddur í Aasiaat á Norður- Grænlandi. Tónlist hefur átt hug hans allan frá barnæsku og hann hefur tileinkað sér nýjustu tækni í hljóðritun og annast sjálfur eig- in upptökur. Hann hefur helgað sig ein- göngu tónlistinni frá því fyrsti geisladiskur hans sem ber nafnið „Isimiit Iikkamut'* (Frá auga til veggs) kom út árið 1989. „Isimiit Iikkamut14 vakti mikla eftirtekt í Grænlandi. Bæði tónlist Ole Kristiansen og textar höfðuðu til Grænlendinga, enda hefur disk- urinn selst í 8.000 eintökum á Grænlandi sem 50.000 manns byggja. Tónlistarmyndbandið „Zoo Inuilla" (Dýragarður fyrir fólk) hefur einnig átt sinn þátt í vinsældum Ole. Það hefur verið sýnt oft um gjörvöll Bandaríkin í sjónvarpsstöðvum MTV, í Kanada - Much Music - og í sjónvarpi á Norðurlöndum, Spáni, Þýska- landi og Ástralíu. Hljómsveitin var í allt sumar í tónleikaferð um vesturströnd Grænlands við mikinn fögnuð og í fyrra tók hún efsta sæti á græn- lenska vinsældarlistanum og á tveimur mánuðum seldist geisla- diskurinn í 6.000 eintökum. For- ráðamenn plötuútgáfufyrirtækis- ins ULO vona að tónleikar hljómsveitarinnar á íslandi ryðji brautina fyrir frekari tónlistar- samböndum milli íslands og Grænlands bæði í tónleikaformi og skiptum á hljóðritum. Græn- lensk tónlist og tónlistarflutning- ur er enn ókunn íslendingum, en Akureyri: Umhyggja og umhyggju- leysi á sjúkrahúsum - fyrirlestur í Háskólanum Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, gangast fyrir fyrirlestri mánudag- inn 4. nóvember nk. Fyrirlestur- inn fer fram í húsnæði Háskólans á Akureyri að Glerárgötu 36, 2. hæð og stendur frá kl. 20 til 22. Sigríður Halldórsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fjallar um upplifun fyrrum sjúklinga á umhyggju og umhyggjuleysi á sjúkrahúsum. Allir velkomnir. vonandi bætir hljómsveit Ole Kristiansen þar um. Tónleikarnir eru á vegum Norræna hússins, Norræna félags- ins og Norrænu upplýsingaskrif- stofunnar á Akureyri. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Hugmyndasamkeppni Vlð leitum að nafni á nýja veislusalinn okkar Þín tillaga----------------------- Verðlaun vinningshafa eru helgarferð fyrir 2 til Reykjavíkur (ftmmtudag-sunnudags) gisting á Hótel Islandi, matur og skemmtun (RlÓ-tríó- Aftur til framtíðar) á laugardagskvöldi. Dregið verður í hugmyndasamkeppninni í beinni útsendingu á Stjörnunni fimmtud. 7. nóvember. Sendist til: Greifans, Glerárgötu 20, 600 Akureyri Nafn:_______ Heimilsfang: Reiðhjóla- útsala! 50% afsláttur á notuðum reiðhjólum. Skíðaþjónustan Fjölnisgötu 4B Akureyri, sími 21713. Glæsilegt kaffihlaðborÖ um helgina ☆ w ☆ Nýkomin pottablóm á ótrúlega góðu verði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.