Dagur - 02.11.1991, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
Stjörnuspá
Sigfús E. Arnþórsson
W
An ábyrgöar
66
fyrir vikuna 2.nóvember - 8. nóvember 1991
T
■H Pu+uP
21. mars -19. apríl
Loksins! Loksins færöu almennilegar fjöl-
skylduerjur á morgun. Ég lofa ekki slags-
málum en það verður hasar. Þú hefur að
vísu rangt fyrir þér og verður ofurliði bor-
in(n) en það er þó líf í stað ládeyðunnar
undanfariö. Upp úr miðri vikunni færðu
byr undir bæði horn, ýmsir hlutir fara að
skýrast og ákvarðanir verða teknar.
/\]au+
20. apríl - 20. maí
Varúð! Þú ert enn á hættusvæði. Kvöldið í
kvöld verður þó ágætt, en gáðu að heils-
unni, hún er viðkvæm. Farðu sérstaklega
varlega þriðjudag, miðvikudag og fimmtu-
dag. Finnist þér sem lífið leiki við þig
þessa dagana, ertu í sérstaklega mikilli
hættu, því þá er verið að plata þig. Hafðu
augun hjá þér og treystu engum enn um
sinn.
XI
UvíbuPaP
21. maí - 20. júní
Ef tvíburarnir ættu að framkvæma allt það
sem þeim dettur í hug á einum degi, dygði
þeim ekki ævin. Tvíburarnir læra því
snemma að góð hugmynd er góð sem
slík, sérstaklega ef hún er skemmtilega
færð í orð. í dag á að láta þig standa við
stóru orðin. Þú sem sagðir þetta bara til
að heyra hvernig hugmyndin hljómaði.
Þetta lagast á morgun.
Krabbi 21. júní- 22. júlí Þú leikur á als oddi í kvöld, en eitthvað verður brúnin þyngri á morgun og mánu- dag. Á þriðjudag ferðu að hressast. Ann- ars þarft þú ekki að berja lóminn nú um stundir. Enn um sinn eru heilladísirnar all- ar á þínu bandi. Það blunda með þér list- rænir hæfileikar, sem virðast vera glað- vakandi þessa dagana - og skapandi. 23. september - 22. október Sunnudagur og mánudagur eru þínir dag- ar, þessa vikuna. Einhver segir eitthvað á morgun sem fyllir þig bjartsýni og nýrri orku. Þetta endurtekur sig í breyttri mynd í vinnunni (skólanum) á mánudag. Það hefur verið hálfgerð lognmolla í kringum þig undanfarið en upp úr næstu viku byrjar að gusta, þér í vil. A J| A
a) Lión I I 5popðdr*eki
w V. 23. júlí - 22. ágúst 23. október - 21. nóvember
Þú verður heldur betur í sviðsljósinu á morgun og á mánudag, en þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur verða erfið- ari, sérstaklega á heimili. Það lagast á fimmtudagskvöldið, upp úr ellefu-fréttun- um. Annars hafa tímarnir ekki verið Ijón- um hagstæðir að undanförnu, en fara nú hægt og hægt að lagast. Þær plánetur sem á annað borð hafa áhrif á líf sporðdreka eru hagstæðar og því aldrei nógsamlega tíundað mikilvægi þessara daga. Hvaðeina sem þú upp- hefur um þessar mundir mun bera góðan ávöxt. Varastu samt allar öfgar. Ekki valta yfir fólk í velgengni þinni þó að þú getir það.
^ 23. ágúst - 22. september Sogmaðut* T 22. nóvember-21. desember
Þetta er þín helgi og í kvöld er þitt kvöld. Láttu það nú eftir þér að sleppa áhyggjunum eina kvöldstund og njóta lífs- ins. Það er ekki víst að annað tækifæri gefist fyrr en í janúar. Þegar meyjan er í mannfjölda stendur hún oft eilítið afsíðis og horfir á, undrandi og sakleysisleg. Þannig „skemmta" meyjar sér. Það verða ótal hindranir á vegi þínum í dag og í kvöld, en á morgun og hinn er leiðin greið. Á þriðjudag kemur svo Merkúr inn í bogmannsmerkið og verður þar fram í janúar. Hann mun gefa þér auk- ið sjálfsöryggi, óvænt ferðalög og nýjar hugmyndir. Komandi vikur eru því al- mennt séð mikið tilhlökkunarefni fyrir þig.
y I S+eiugeit
' 22. desember- 19. janúar
Þú hefur einstakt lag á að sannfæra fólk
um ágæti þitt og þinna hugmynda. Þú
gætir til dæmis ábyggilega sannfært
ömmu þína um að koma með þér á ball í
kvöld. Vertu viðbúin(n) einhverjum
óþægindum á morgun og mánudag en
annars leikur allt í lyndi. Ástfangnar stein-
geitur ættu að muna að hægt er að tjá ást
með öðru en peningum.
VSA
Va+K sber*i
T ▼ 20. janúar- 18. febrúar
Það verður líf og fjör í kringum þig á morg-
un og reyndar alveg fram að hádegi á
þriðjudag, en þá ferðu í enn eina upþ-
reisnina á heimilinu undir sama kröfu-
spjaldi: „Spilin á borðið." Þú hefur þitt fram
í þetta skipti, á yfirborðinu að minnsta
kosti, en grunar réttilega að ekki sé öllu
lokið.
X
F'iskar
19. febrúar-20. mars
Frá því um miðjan október hefur þú leikið
við hvern þinn ugga og fundist þú synda
um ómælisvíddir hafsins frí(r) og frjáls.
Eftir næsta þriðjudag fer þig að renna
grun í að þetta sé bara enn eitt fiskabúrið.
Þessi innilokunartilfinning hverfur ekki fyrr
en í byrjun janúar. Haltu rósemi þinni í
dag og kvöld. Miðvikudagur er besti dagur
vikunnar.
Af erlendum vettvangi
Miðaldra konur eru
heppilegustu geimfaramir
Þegar út í himingeiminn er
komið, er ekkert unnið við það
að hafa notið mikillar líkams-
þjálfunar eða vera heljarmenni
að burðum. Tilraunir sýna, að
þegar á hólminn er komið, eða
réttara sagt út í þyngdarleysið,
þola þjálfaðir íþróttamenn minna
en hinir, sem enga þjálfun hafa
hlotið.
Því hefur löngum verið slegið
föstu, að geimfarar yrðu að vera
stálhraust og vel þjálfað fólk á
besta aldri. En sannleikurinn er
ekki sá samkvæmt rannsókn, sem
NASA (Geimferðastofnun
Bandaríkjanna) lét framkvæma
fyrir ekki löngu.
Niðurstaða rannsóknarinnar
sýnir, að vel þjálfað íþróttafólk
stendur sig ekki betur en aðrir,
þegar út í geiminn er komið.
Fremur hið gagnstæða! Tilraunir,
gerðar við aðstæður, þar sem
þyngdarlögmálsins gætti ekki,
leiddu ótvírætt í ljós, að vel þjálf-
aðir íþróttamenn féllu mun oftar
í ómegin en óþjálfað fólk.
Aldurinn skiptir heldur ekki
máli samkvæmt niðurstöðum
þessarar rannsóknar. Ungir
geimfarar standa sig ekki betur
úti í geimnum en fólk á miðjum
aldri. Þvert á móti kom það í
ljós, að fólk á aldrinum frá 40 til
55 ára þolir betur það álag, sem
líkaminn verður fyrir við geim-
skot. Bæði hjarta og lungu þola
þetta álag betur en hjá fólki inn-
an við þrítugsaldur. Og jafnvel er
það svo, að geimveikin („sjó-
veiki“ í geimnum), sem allir
óttast, leggst fremur á unga og
líkamlega vel þjálfaða geimfara.
Samkvæmt niðurstöðum þess-
arrar rannsóknar NASA eru það
raunar miðaldra konur, sem eru
hreppilegustu geimfararnir. Það
kemur til af því, að konur eiga
auðveldara með að laga sig að
aðstæðum en karlar og eru fljót-
ari að jafna sig eftir það álag, sem
líkaminn verður að þola á meðan
dvalist er úti í geimnum.
(Fakta 5/91. - Þ.J.)
Dr. Sally K. Ride varð fyrst banda-
rískra kvenna til að ferðast út í
geiminn. Hún var þátttakandi í
tveimur ferðum með geimferju.
Simpansar nota
náttúrameðul
Prótein eyða fitu
Allar megrunartilraunir sem
byggjast á því að borða sem fæst-
ar hitaeiningar, rýra vöðvana að
minnsta kosti jafnmikið og fitu-
vefinn. Með því að minnka magn
kolvetna t fæðunni og borða í
staðinn meira af próteinum, er
hins vegar hægt að fá líkamann til
að brenna meiru af fitu. Þetta er
tilkynning frá bandaríska
matvælaráðinu.
Skýringin er sú, að því minna
af insúlíni sem berst út í blóðið,
þeim mun auðveldara verður lík-
amanum að brenna fitu. Þegar
hið gagnstæða gerist, insúlín-
magnið í blóðinu vex, er það við-
vörun til líkamans um að safna
næringarforða, eða með öðrum
orðum að safna fitubirgðum í
stað þess að ganga á þann fituvef
sem fyrir hendi er.
(Fakta 5/91. - t’.J.)
Flestir megrunarkúrar eyöa vöðvum
líkamans ekki síður en fitu. Fæða
sem inniheldur lítið af kolvetnum en
er auðug af próteinum eyðir fitunni
meira.
Rannsóknir á simpönsum í dýra-
garðinum í Tansaníu hafa
sannað, að dýrin nota ýmsar jurt-
ir til að lækna sig sjálf af hinum
og öðrum kvillum. Veik dýr
völdu vandlega og átu blöð
ýmissa jurta, sem heilbrigð dýr
fengust ekki til að snerta.
Síðar kom í ljós, að íbúarnir,
sem þarna hafa alist upp, notuðu
sömu blöð, þegar þeir veiktust.
Fólk af tongwe-kynþættinum
notaði blöð tveggja ólíkra jurta -
Lippea Picata og Vernonia amyg-
dalina - sem meðal við magaveiki.
Vísindamennirnir segja frá
simpansa, sem borðaði blöð þess-
ara tveggja tegunda, og lagðist
síðan til hvíldar. Sólarhring síðar
var hann fullfrískur að nýju.
Vísindamennirnir telja, að
menn og apar á þessu landsvæði
kunni að hafa uppgötvað lækn-
ingamátt jurtanna hvorir fyrir
sig. Önnur kenning er sú, að í
sambandi við þessar lækninga-
jurtir sé um að ræða reynslu, sem
hafi gengið í erfðir til beggja.
(Fakta 5/91. - P.J.)
Veikir apar og veikir menn taka inn náttúrulyf til að öðlast heilsuna á ný.
Vísindamenn telja, að hvorir fyrir sig kunni að hafa komist að sömu niður-
stöðu, en einnig geti það átt sér stað, að um sé að ræða reynslu, sem gengið
hafi í erfðir frá sameiginlegum forfeðruni.