Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 02.11.1991, Blaðsíða 20
Akureyri: Hlutafélag stoftiað um rekstur á gufiiköthim? Hugmyndir eru uppi um stofn- un hlutafélags um rekstur gufukatla á Gleráreyrum. í dag eru hluti af þeirri gufu sem þeir framleiða, nýttur af Islenskum skinnaiðnaði hf. og Foldu hf., en hugmyndirnar ganga út á það að nokkur fyrir- tæki í bænum nýti þá umfram- orku sem þarna fellur til. í því sambandi hefur meðal ann- ars verið rætt um fyrirtæki eins og Víking-brugg, Lindu hf. og Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar. Umræddir gufukatlar fram- leiða nálægt 10 megavatta orku og af þeim eru aðeins nýtt um 4 megavött af Foldu hf. og íslensk- um skinnaiðnaði hf. Ljóst er því að þarna er umtalsverð ódýr orka sem litið er til að gæti nýst fleiri fyrirtækjum í bænum, m.a. stór- um matvælaframleiðslufyrirtækj- um, sem varmi. Rafveita Akureyrar fékk fyrir- tækið Raftákn hf. til þess að gera úttekt á hugsanlegri nýtingu umframframleiðslu gufukatlanna tveggja fyrir atvinnufyrirtæki í bænum. Samkvæmt upplýsingum Dags telja Raftáknsmenn þetta Gufukatlarnir tveir geta framleitt um 10 megavött, en þar af eru aðeins nýtt 4 megavött í dag. Mynd: Golli Áreksturá Holtavörðuheiði Umferðaróhapp varð á Holta- vörðuheiði um ellcfuleytið á fimmtudagskvöld. Strekkjari sem notaður var til binda niður vatnsleiðslurör á toppinn á tengivagni vöruflutningabíls slitnaði og hékk upprúllað rör- ið niður með hlið bflsins og lenti framan á fólksbifreið er bifreiðarnar mættust. Vöruflutningabíllinn var á leið til Siglufjarðar og tók bílstjóri hans ekki eftir því þegar óhappið varð, en lögreglan á Hvamms- tanga stöðvaði hann norðan heið- arinnar. í>á hafði verið tilkynnt um óhappið til lögreglunnar í Borgarnesi, en fólksbifreiðin var óökufær þar sem rörið lenti fram- an á henni og eyðilagði vatns- kassa og fleira. Peir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir. SBG vera mál sem sé allra athygli vert og beri að skoða í kjölinn. Fram kemur í greinargerð þeirra að gufuna megi auðveldlega Ieiða eftir rörum til viðkomandi fyrir- tækja og stofnkostnað væri unnt að greiða upp á tiltölulega skömmum tíma með sparnaði í kaupum á öðrum dýrari orku- gjöfum. Á fundi stjórnar veitustofnana í liðinni viku var þetta mál kynnt og samkvæmt upplýsingum Dags tóku stjórnarmenn vel í að Raf- veita Akureyrar myndi selja nýju hlutafélagi raforku til knýja áfram gufukatlana. Hins vegar töldu þeir ekki rétt að Akureyr- arbær ætti beina aðild að hugsan- legu hlutafélagi um rekstur á gufukötlunum. óþh I gær var haldið upp á 10 ára afmæli Síðuscls á Akureyri með ýmsu góðgæti og skemmtiatriðum. Börnin hámuðu í sig afmælistertuna með miklum tilþrifum. Mynd: Golli Lagmetismenn gefa ekki mikið fyrir síldarútflutning í EES-samningunum: Samningurinn er slæmur fyrir lagmetíð er mat forsvarsmanna K. Jónssonar á Akureyri og Sölusamtaka lagmetis „Þetta er hreint klúður. Með samningunum um Evrópskt efnahagssvæði verða teknir af tollar af síld inn á Evrópu- bandalagsmarkaðinn þannig að nú er hægt að flytja hráefn- ið út tollfrjálst. Hins vegar verðum við að borga tolla af fullunninni vöru. Það sem ger- ist er því í stórum dráttum að við flytjum okkar sfld út þar sem hún síöan er fullunnin. Við höfum hins vegar litla möguleika að selja fullunna síld inn á þennan markað. Niðurstaða EES-samninganna hefur því orðið allt önnur hvað síldina varðaði en upphaflegt markmið þeirra,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri. Úrskurður félagsmálaráðuneytisins um Fiskmarsmálið: Að mörgu leyti sérstakt mál - segir ráðuneytisstjórinn Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri og núverandi ráðu- ncytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, segir að úrskurður ráðuneytisins um ábyrgðaveit- ingar bæjarstjórnar Olafsfjarð- ar á lánum til Fiskmarks hf., sé að mörgu leyti sérstakur. Ráðuneytið geri oft athuga- semdir við málsmeðferð bæj- ar- og sveitarstjórna, en mál af þessum toga hafi ekki oft kom- ið inn á borð ráðuneytisins. Eins og fram kom í D.egi í gær hefur félagsmálaráðuneytið sent frá sér álitsgerð um ábyrgðir bæjaryfirvalda í Ólafsfirði á lán- um til Fiskmars hf. þar sem fram kemur að brotið hafi verið gegn ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Meðal annars er vísað til 4. máls- greinar 89. greinar sveitarstjórn- arlaga frá 1986 sem segir: „Sveit- arstjórn getur veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar." Ráðuneytið lítur á að í þessu máli hafi ekki legið fyrir fullnægjandi tryggingar. Húnbogi Þorsteinsson segir að frá hendi ráöuneytisins sé þessu máli lokið, nema því aðeins að bæjaryfirvöld í Ólafsfirði fari ekki eftir fyrirmælum þess um að framvegis verði í einu og öllu far- ið eftir gildandi sveitarstjórnar- lögum um ábyrgðir á lánum til fyrirtækja og annarra aðila. óþh Á kynningarfundi Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri um síðustu helgi gat hann þess meðal annars að náðst hafi mikilsverður árangur í sölu á síld til Efnahagsbandalagsríkja. Jón Þór sagði að utanríkisráðherra hafi bara sagt hálfa söguna því þegar á heildina sé litið hafi í þessum efnum betur verið heima setið en af stað farið. Peir einu sem geti verið ánægðir séu for- svarsmenn Síldarútvegsnefndar. „Þetta tryggir það að í framtíð- inni verðum við hráefnisþjóð livað síldina varðar," sagði Jón Þór. Garðar Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Sölusamtaka lag- metis, tekur heils hugar undir þessi orð Jóns Þórs. „Það að toll- ar voru felldir niður af saltsíldar- flökunum undirstrikar að Efna- hagsbandalagslöndin, og væntan- lega einnig Svíar þegar þar að kemur, verða mun betur í stakk búin að vinna samkeppnina við okkur,“ segir Garðar. Hann segfr að þegar upp sé staðið hafi þessir samningar veikt stöðu íslensks lagmetis til muna frá því sem áður var. Skynsam- legra hefði verið að óunnin vara héldi tollum en unnin vara fengi tollfrjálsan aðgang að Evrópu- Ófaglært starfsfólk í Mjólkursamlagi Kaupfélags Pingeyinga: Hefiir fengið verkfallsheimild Verkfallsheimild fyrir ófaglært starfsfólk Mjólkursamlags Kaup- félags Þingeyinga var samþykkt á fundi stjómar og trúnaðarmanna- ráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur sl. fimmtudag. Ákveðið var að boða tíma- bundið verkfall og stilla saman við aðgerðir starfsfólks Mjólkur- samlags KEA. Væntanlega verð- ur um tveggja daga verkfall að ræða. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar, formanns Verkalýðs- félags Húsavíkur, hafa fulltrúar atvinnurekenda haft samband við Verkalýðsfélagið og hugsanlegt að rætt verði saman áður en aðgerðir verða ákveðnar. Mjög fljótlega verða fyrirhugaðar aðgerðir þó tímasettar. IM markaði. „Á sínum tíma var allt- af talað um að færa fullvinnsluna heim, en það er síður en svo gert með þessum samningi,“ sagði Garðar. Hann benti einnig á að til þessa hefðu íslenskir lagmetis- framleiðendur haft töluvert for- skot á Norðmenn í rækju og kavíar. Ætla mætti að þetta for- skot héldist í rækjunni, en það tapaðist hins vegar í kavíarfram- leiðslunni. „í lagmetinu eru þrír vöruflokkar stærstir, síld, rækja og kavíar. Með EES-samningn- um versnar staða okkar í síldinni, hún ætti að haldast tiltölulega óbreytt í rækjunni, en í kavíarn- um fáum við nýja keppinauta. Við getum því ekki verið ánægðir með þessa niðurstöðu," sagði Garðar. Ekki náðist í gær í Hannes Hafstein, formann íslensku samninganefndarinnar í EES- samningum, til þess að bera þetta undir hann. óþh Veðurstofan: Norðanátt á sunnudag - betra veður á mánudag Veðurstofa Islands lofar austan- átt fyrir öllu Norðurlandi í dag. A inorgun dregur til norðan- áttar með tilheyrandi skít. „Austanáttin í dag gefur nánast enga úrkomu en veður fer kóln- andi. Djúp lægð er yfir írlandi og Önnur minni austur af landinu. Lægðirnar fara til norðausturs og valda norðanátt á sunnudag með éljagangi eða snjókomu. Þið fáið smá helgarskot, en á mánudag verður komin suðvestanátt og betra veður,“ sagði veðurfræð- ingurinn á Veðurstofu íslands. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.