Dagur - 02.11.1991, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
Laugardagur 2. nóvember 1991 - DAGUR - 11
Jón Víkingsson er í orðsins fyllstu merkingu kaupmaður á horninu.
Hann er í hópi þeirra kaupmanna á Akureyri sem reka hverfaverslanir
og húsnæðið sem hann er í, Höepfner, er eitt af elstu verslunarhúsum í
bænum, staðsett á horni Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Jón er ungur að
árum og hefur síðasta árið þreytt frumraun sína í verslunarrekstri þó
nokkuð hafí hann þekkt til á þessu sviði áður. Fáum dylst að í matvöru-
versluninni á Akureyri er mikil harka og samkeppni enda tveir stórmark-
aðir í bænum sem draga til sín verulegan hluta matvöruviðskiptanna.
Þrátt fyrir þetta hafa hverfaverslanir haldið lífí enda viss hópur fastra
viðskiptavina þeirra. Jón Víkingsson hefnr um þessar inundir rekið versl-
unina Kirnuna í eitt ár og í tilefni þess spurðum við hann hvernig reynsla
hans væri eftir þennan tíma.
Þjónninn innon búðorborðsins
- Jón Víkingsson, koupmQður ó Akureyri, í helgarviðtali
„Maður gerði sér fyrirfram ekki í hugar-
lund hvernig þetta yrði. Verslunarrekstur-
inn er mun meiri vinna en maður nokkurn
tímann gerði sér grein fyrir og það held ég
að margir misreikni sig á sem fara út í rekst-
ur af þessu tagi. í raun og veru kom þetta
mér þó ekki alveg á óvart en manni kom
hins vegar pappírsflóðið í opna skjöldu.
Pappír í ekki stærra fyrirtæki en þetta er
ótrúlega mikill. Maður hélt að með tilkomu
tölvanna drægi verulega úr þessum pappírs-
austri en svo virðist ekki vera,“ segir Jón.
Hann segir að fyrir einn mann sé erfitt að
hafa fulla yfirsýn yfir reksturinn þó ekki sé
hann stærri. í minni fyrirtækjum sem þess-
um sé eltingaleikurinn um tíkallana, eins og
hann orðar það sjálfur, og því þurfi yfirsýn
eigandans að vera góð. í byrjun rak Jón
verslunina ásamt fyrrverandi konu sinni en í
dag er hann einn í þessum rekstri. „Ég er þó
ekkert viss um að fyrirtækið gæfi af sér
meira þó það væri stærra í sniðum en þró-
unin í dag er þannig þeir stærri verða alltaf
stærri og þeir minni verða alltaf minni.“
Verslun á Akureyri í
slæmum farvegi
Jón er á þeirri skoðun eftir að hafa rekið
verslun á Akureyri að verslunin í bænum sé
að þróast í alvarlega átt. „Verslunin flyst á
einn stað. Hagkaup er í þeirri aðstöðu að
þeir geta haldið vöruverðinu niðri og það
geta fáir keppt við þá. Sé það rétt að 50%
matvöruverslunar í bænum fari í gegnum
Hagkaup þá hef ég trú á að það hlutfall eigi
eftir að hækka. Ég vil taka fram að mér
finnst Hagkaup mjög vel rekið fyrirtæki í
alla staði en það sem ég er ósáttur við er
hugarfarið hjá fólki því það er í valdi fólks-
ins sem verslar hvernig verslunum reiðir af.
Vonandi gerir fólk sér grein fyrir því að það
skiptir máli hvort verslunin er heimaverslun
eða hvort hún er útibú frá verslun í Reykja-
vík eins og Hagkaup er. Staðreyndin er auð-
vitað sú að í þeirri verslun sem mest er
verslað, þar bjóðast betri kjör.“
Spurning um áróður
- En er hægt að ætlast til þess að fólk horfi
á annað en hagstæðasta vöruverðið og versli
þar sem það fær mest fyrir peningana, burt-
séð frá því hvort verslunin á rætur í Reykja-
vík eða ekki?
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst
spurning um áróður. Þetta er ekki öðruvísi
en með áróðurinn um að kaupa íslenskt,
sem mikið hefur verið uppi. Ég sé að þetta
hefur haft mikil áhrif á marga. Eins held ég
að sé hægt að gera hvað varðar verslunina.
Pað á að halda áróðri uppi um að styrkja
verslanirnar í heimabyggð. Um leið og fóík
á Akureyri er að tala um byggðapólitík og
kvarta yfir því að fjármagnið streymi allt
suður þá sendir það peningana í gegnum
matvöruverslunina suður. Við stjórnum því
sjálf hvernig fer fyrir bæjarfélaginu Akur-
eyri og því höfum við það auðvitað sjálf í
hendi okkar hvernig við viljum byggja versl-
unina hér upp.
Pessir hlutir eru eins í nágrannabyggðar-
lögum okkar. Par sjáum við vel stæð kaup-
félög fara á hausinn vegna þess að verslunin
fer í burtu. Samgöngurnar við Akureyri eru
orðnar það góðar að fólk fer þangað til að
versla. Fyrir sum þessi bæjarfélög hafa batn-
andi samgöngur þveröfug áhrif við það sem
þær áttu að hafa.
Refirnir í kaupmannastétt að hverfa
í vaxandi samkeppni á matvörumarkaðn-
um, ekki bara á Akureyri heldur ekki síður
á Reykjavíkursvæðinu, hefur umræðan um
undirboð farið vaxandi. Smávörukaupmenn
saka stórmarkaðina um að bjóða einstaka
vöruflokka undir heildsöluverði auk þess að
þeir knýi fram hagstæðari kjör hjá heildsöl-
um í krafti stærðar sinnar. Jón segir að það
sé ekki verslunarmáti þegar vara sé boðin í
smásölu undir heildsöluverði. Petta hljóti
allir að sjá. „Þetta er meira en siðleysi. Það
er af sem áður var þegar sannir kaupmenn
voru refir í viðskiptum. Þetta sem nú er að
gerast er ósvífni. Leikurinn snýst ekki leng-
ur um að leika á andstæðinginn heldur kaf-
færa hann, drepa hann. En það er engin
hætta á því að fólk þurfi ekki að borga ein-
hvers staðar fyrir þær vörur sem boðnar eru
undir heildsöluverði í verslunum. Mismun-
urinn er einfaldlega tekinn annars staðar.
Petta er ekki eingöngu orðið svona vegna
stórmarkaðanna heldur er ég þeirrar
skoðunar að þetta sé að hluta til komið frá
fólkinu sjálfu. Pað gerir sífellt meiri kröfur
með alla hluti. Kröfur fólksins eru sífellt
aukið vöruúrval, betri þjónusta og lægra
verð. Nægjusemin er að deyja út með þess-
ari kynslóð. Ég hef jafnvel tekið eftir því að
sumir vilja hafa verslanir bara til að horfa á
þær og vita af þeim þó þeir noti þær aldrei.
Dæmi um þetta er að þegar ég opnaði Kirn-
una í fyrra þá komu margir og hældu mér
fyrir þetta framtak og sögðu nauðsynlegt að
verslun sem þessi verði áfram í Innbænum.
Ég hef aldrei séð þetta fólk síðan þá þannig
að ekki vildi það leggja sitt af mörkunt til
þess að hún verði hérna áfram.“
Erum hálfgerðir sérvitringar
„í raun erum við smákaupmennirnir hálf-
gerðir sérvitringar í þessum slag við stór-
markaðina. Það sem rekur okkur áfram
held ég að sé fyrst og fremst löngunin til að
vera eigin herrar og líka hitt að halda í
gamla hefð. Þessar verslanir verða að vera
til staðar, þær eiga rétt á sér en gallinn er sá
að margir nota þær í neyð og versla þar ein-
göngu vörur eins og brauð og mjólk sem
gefa nánast enga álagningu. Pað segir sig
sjálft að það er ekki hægt að reka verslun út
á það eitt. Þá þyrfti að selja milljónir lítra af
mjólk á dag.
Þetta ár sem ég hef starfað í þessu hefur
verið mjög góður skóli, ég hef lært mikið af
þessu og ekkert síður af mistökum. Hvernig
sem allt fer þá sé ég ekki eftir þessum tíma,“
segir Jón.
Fann mig ekki í þjónsstarfínu
Á sínurn tíma lærði Jón til þjóns, fyrst á
skemmtistaðnum H-100 á Akureyri og síðar
í Hótel- og veitingaskólanum í Reykjavík.
Um tíma vann hann í Sjallanum á Akureyri
en smátt og smátt rann upp fyrir honum að
þetta starf átti ekki við hann. „Þetta er
ótrúlega slítandi vinna og hugsanlega gæti
ég látið til leiðast að vinna á matsölustað
sem opinn er fram að miðnætti en ég vildi
ekki vinna aftur á skemmtistað. Maður sér
bara í kringum sig að fjöldinn allur af þjón-
um sem halda þetta út ár eftir ár hafa hrist
af sér fjölskylduna, eiga jafnvel við áfeng-
isvandamál að stríða eða eru sérlundaðir að
einhverju leyti. Mér fannst þetta spennandi
í byrjun, spennandi að vera innan um lands-
fræga skemmtikrafta og þess háttar en
sjarminn fór fljótt af því,“ segir Jón og hlær.
Úr kjötborðinu í eigin rekstur
Jón sleit því samvistum við þjónsstarfið
fljótlega og hélt á önnur mið. Um tíma
starfaði hann hjá garðyrkjudeild Akureyr-
arbæjar, síðar hjá Kaupfélagi Svalbarðseyr-
ar og loks hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þar
sem hann var ráðinn til að sjá unt kjötborð
í verslun félagsins í Sunnuhlíð á Akureyri.
„Þetta var spennandi og krefjandi því ég
hafði ekki komið nálægt neinu þessu líku
áður og kunni t.d. ekki að úrbeina þegar ég
byrjaði. En það lærðist eins og annað með
tímanum og þarna var ég í fimm ár. Þá var
ég bæði orðinn leiður á þessu og líka hitt að
launin voru ekki há þannig að ég ákvað að
breyta til og fór þá út í þennan rekstur.
Þetta var það eina sem ég átti eftir að
prófa,“ segir Jón.
Vantar þjónustulundina
í Akureyringa?
Reynslan í þjónsstarfinu segir Jón að komi
að ágætum notum í versluninni enda skipti
þjónustan við viðskiptavininn mjög ntiklu
máli. Viðskiptavinir sem telji sig fá góða
þjónustu í verslun komi þangað aftur jafn-
vel þó þeir borgi einhverjum krónum meira
fyrir vörurnar. Jón gerir þennan þjónustu-
þátt að umtalsefni og segir það umhugsun-
arvert ef aðkomufólk í bænum telji sig mæta
slælegri þjónustu.
„Ég talaði nýlega við fólk frá Reykjavík
sem íhugar að flytja hingað og það talaði
um þennan mun sem er á þjónustulund
fólks hér í bænum og fyrir sunnan. Sjálfur
hef ég fengið góða og slæma þjónustu á báð-
uin stöðum en þetta fólk sagði mikið um að
hér væri þjónustan léleg. Þetta er slæmt því
þjónustan hefur mikið að segja. Á veitinga-
húsi getur slæmur matur jafnvel orðið góður
vegna þess að þjónustan er öll til fyrirmynd-
ar og að sama skapi getur góður matur orðið
vondur vegna lélegrar þjónustu. Svona er
þetta líka í versluninni. Mér finnst að í öll-
um verslunum ætti að kafa djúpt ofan í það
með starfsfólki hvernig á að koma fram við
viðskiptavininn. Góð þjónusta felst ekki í
að afgreiðslufólkið elti viðskiptavinina á
röndum heldur á viðskiptavinurinn að finna
að afgreiðslufólkið njóti þess að þjónusta
hann og geri það sem hann biður um.“
Var skemmtilegast að vinna
óánægða viðskiptavini á mitt band
Jón rifjar upp í þessu sambandi eina
reynslusögu úr þjónsstarfinu. „Mér fannast
alltaf skemmtilegast að taka við viðskipta-
vinum sem voru óánægðir og ná þeim á mitt
band. Einu sinni tókst mér að snúa við-
skiptavinum við sem voru á leiðinni út af
staðnum en þetta var meðan ég var í Hótel-
og veitingaskólanum. Ástæðan fyrir þessari
óánægju fólksins var sú að fólkið hafði beð-
ið lengi og stúlkan sem var með okkur var
eitthvað óörugg. Þegar fólkið stóð upp fór
ég af stað og afsakaði að þarna hefði orðið
einhver misskilningur ntilli okkar þjónanna
Þar færðu persónulegri þjónustu ef þú sæk-
um það hver ætti að sjá um borðið. Þau létu
til leiðast og settust aftur og ég beitti öllum
ráðum til.að þóknast þeim í þjónustunni.
Þegar upp var staðið voru þau mjög ánægð
og gáfu vel af þjórfé fyrir. Þetta er mesti sig-
ur sem ég hef unnið í þjónustu. Þessari
þjónustulund þarf líka að beita í búðinni á
horninu ekkert síður en á matsölustaðnum.
ist eftir því og margir vilja það frekar en
færibandaþjónustu stórmarkaðanna.“
Erum stundum sálusorgarar
Kaupmennirnir á horninu eru oft á tíðum
sálusorgarar fastra viðskiptavina sinna enda
eignast þessar verslanir fremur fastan við-
skiptamannahóp en stórmarkaðirnir. Jón
segir að af þessu leiði að kaupmennirnir viti
ýmislegt um hagi viðskiptavinanna og bind-
ist þeint þess vegna sterkari böndum. „Þetta
er fólkið sem heldur í manni lífinu. Bróð-
urparturinn af þessu fólki er úr hverfinu en
til viðbótar kemur til mín stór hópur bænda
enda hafa bændur frá fornu fari verslað mik-
ið hérna.“
Jón viðrar þá hugmynd að smákaupmenn
á Akureyri hafi meira samstarf. Sjálfur seg-
ist hann hafa góða reynslu af samstarfi af
þessu tagi því Kirnan og Verslunin Sæland
hafi með sér ýmiskonar samstarf. „Það væri
möguleiki að áþekkar hverfaverslanir stæðu
saman og gætu með því ntóti t.d. gert sam-
eiginleg innkaup og þar með hagstæðari.“
Heildsalar þjónusta
smákaupmenn illa
Jón segist verða þess var að sumt fólk beri
saman vöruverð hjá smákaupmönnum og í
stórmörkuðunum. Margir þættir hafi áhrif á
verðlagninguna hjá smákaupmönnunum en
meginskýring á hærra verðlagi hjá þeim sé
einfaldlega minni velta. Þá segir hann að
minni greiðslukortanotkun gæti skilað sér
fljótt í lækkuðu vöruverði. Loks nefnir Jón
þjónustu heildsala við smákaupmennina.
Hann segir aö heildsölurnar hafi ekki áhuga
á að sníða sína þjónustu að þörfunt smá-
kaupmannanna og af því leiði hækkað vöru-
verð. Þessu verði heildsalar að breyta.
„Margar heildverslanir gera ekki ráð fyrir
litlu hverfaverslununum í sinni þjónustu og
það er súrt. Við erum neyddir til að kaupa
inn í stórum einingum og í sumum vörum
leiðir það til þess að viss hluti eyðileggst og
þar með er álagningin farin. Það er líka dýrt
að kaupa inn í stórum einingum og þurfa að
liggja með vöruna í langan tíma. Þetta er
meðal þeirra atriða sem valda því að vöru-
verð verður að vera hærra í þessum búðum
en ella og þar með vill fólk síður versla við
okkur.“
Góð sál í Höepfner
Eins og áður var vikið að er Höepfner eitt af
virðulegri húsum bæjarins. Jón segir engan
vafa leika á því að þetta hús hafi sál og góð-
ur verslunarandi er í húsinu, svo mikið er
víst, því Karl Höepfner byggði húsið árið
1911 sem verslun. „Hérna var miðpunktur
bæjarins og aðal verslun bæjarins. Ég veit
ekici betur en hér hafi síðan verið starfrækt
verslun nær óslitið. Margt eldra fólk man
eftir því þegar verslunin hér reis hæst og það
er gaman að heyra lýsingar af þessum
tíma.“
Dýrmæt reynsla
Jón segist hafa tekið húsið á leigu til árs í
senn. Hann segist engu lofa um framhaldið
og svo kunni að fara að hann dragi sig í hlé
og snúi sér til annarra starfa enda viðamikið
fyrir einn mann að halda úti matvöruverslun
af þessari stærð. „Þetta er vinna frá 8 á
morgnana til 10 á kvöldin og svo mikil vinna
er slítandi til lengdar fyrir einn mann. Þetta
er dýrmæt reynsla en kannski er tími til
kominn að aðrir fái að spreyta sig. Ég er
ekki spenntur fyrir því að fá aðra til sam-
starfs við mig heldur vil ég líta á þetta sem
verkefni sem gaman var að takast á við.“
Viðtal:
Jóhann Ólafur Halldórsson
Myndir: Golli