Dagur - 27.11.1991, Page 7

Dagur - 27.11.1991, Page 7
Miðvikudagur 27. nóvember 1991 - DAGUR - 7 Bernharð Haraldsson, skólameistari Yerkmenntaskólans á Akureyri. Myndir: Golli Afmælishátíð vegna 25 ára vélstjóramenntunar á Akureyri: „Bréf meimtamálaráðherra er afinælisgjöf og traustsyfírlýsing - segir Barnharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans Tuttugu og fimm ár eru Iiðin frá stofnun deildar á Akureyri úr Yélskóla íslands. Þessara tímamóta var minnst um helg- ina í Verkmenntaskólanum á Akureyri að viðstöddu fjöl- menni. Fram kom í ræðu Bernharðs Haraldssonar, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, að á Akureyri höfðu verið haldin nokkur mótoristanámskeið á vegum Fiskifélags íslands áður en til stofnunar deildarinnar kom. Þegar vélstjóranámið hafði verið sameinað árið 1966, lögðust þessi námskeið af, þannig að eng- in vélstjórnarfræðsla var í boði utan Reykjavíkur. Þessu var mætt með því að stofna deildir úr Vélskóla íslands út um land þ. á m. á Akureyri 1966. Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóla íslands, fól Birni Kristinssyni, vélstjóra, að setja á stofn deild- ina á Akureyri. Kennt var bæði til 1. og 2. stigs og var rúm tylft nemenda í hvoru stigi fyrir sig. Framan af var kennt á þremur stöðum í bænum þ.e. í eldsmiðju Stefáns Stefánssonar við Glerár- Árni Árnason, deildarstjóri lengst til hægri útskýrir gang mála í vélasal Yerkmenntaskólans. götu, Verslunarmannafélagshús- inu við Gránufélagsgötu og í húsi Fiskifélags íslands við Laufás- götu. Árið 1972 var Vélskólinn gerð- ur að deild í Iðnskólanum. Þessi fyrstu ár bjó vélstjórnardeildin við þröngan húsakost, tæki voru af skornum skammti, kennarar og nemendur hlupu milli staða. Þegar Verkmenntaskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1984 varð vélstjónardeildin sérdeild innan tæknisviðsins og haustið 1987 var vélarúmshermir gang- settur í fyrsta sinn, sem er ein- stakur í sinni röð á íslandi. Árið 1984 lét Björn Kristins- son af störfum deildarstjóra af heilsufarsástæðum eftir farsælt brautryðjendastarf, en frá 1986 hefur Árni Árnason stýrt deild- inni. Við upphaf Verkmenntaskól- ans var kennt til annars stigs vél- stjórnar, en þremur árunr síðar, haustið 1987 var tekin upp kennsla til 3. stigs og í dag hefur skólinn sótt um að taka upp kennslu til 4. stigs þegar aðstæð- ur leyfa. Þeirri bón hefur verið mætt með mikilli vinsemd sent marka má af bréfi Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, sem dag- sett er 14. nóvember 1991. „Menntamálaráðuneytið hefur haft til athugunar beiðni yðar um heimild til að reka kennslu til 4. stigs vélstjórnar við Verknrennta- skólann á Akureyri. Samkvæmt athugun sem ráðuneytið lét gera á tækjabúnaði skólans skortir nokkuð á að hann fullnægi kröf- um sem gera verður um kennslu- búnað skóla með 4. stig vélskóla. Ráðuneytið heimilar hér með að hefja kennslu til 4. stigs við skól- ann þegar hann hefur að mati ráðuneytisins fullnægt kröfum um tækjabúnað og nemenda- fjölda og hefur á að skipa full- menntuðum kennurum til að annast kennsluna." í lok ræðu sinnar sagði Bern- harð Haraldsson, skólameistari: „Þetta bréf, sem ég hef nú lesið er okkur afar kærkomið. Við lít- um reyndar á það sem afmælis- gjöf og traustsyfirlýsingu. Það er Ijóst, að það þarf enn nokkurn undirbúning að því að við hefjum kennslu á 4. stiginu, en við skul- um svona til að byrja með ætla okkur eitt ár til undirbúnings. Eigum við að nefna vorönnina 1993 sem takmark, en gefast ekki upp þótt á móti blási?“ ój Íslensk-Ameríska: Tekur við dreifingu á mörgum vöruílokkum Íslensk-Ameríska hf. hefur nú tekiö við dreifingu og niark- aðssetningu á Canderel vörum, sem verið hafa á mark- aði hérlendis frá árinu 1983, og Shulton vörum, en þekktasta varan í þeim flokki er eflaust Old Spice. Canderel er strásæta sem not- uð er í stað sykurs. Sætuefnið í strásætunni er Nutra Sweet sem framleitt er úr eggjahvítuefnum og er um 200 sinnum sætara en sykur. Burðarefnið í strásætunni er unnið úr maltsterkju. Cander- el inniheldur um 90% færri hita- einingar en sykur, sé miðað við rúmmál. Auk þess að nota strásætuna í heita drykki má nota hana í matargerð en auk þess geta syk- ursjúkir notað hana. Shulton herrasnyrtivörurnar, sér í lagi Old Spice, hefur verið notað af íslenskum karlmönnum áratugum saman. Jafnframt verða eftirleiðis Insignia herra- snyrtivörur frá Shulton á mark- aðnum hérlendis en þær hafa ekki verið fáanlegar hér fyrr. Loks má geta þess að íslensk- Ameríska hefur fengið til dreif- ingar allar vörur fyrirtækisins Procter & Gantble en þekktustu vörur þess eru Pampers bleiur og Ariel þvottaefni. Jafnframt hefur dreifing á vörum svo sem Clearasil, Vidal Sassoon, Cover girl og Vicks færst til íslensk- Ameríska hf. Hrönn Laufdal í verslun sinni, Isabellu, að Skipagötu 1 á Akureyri. Mynd: Golli Isabclla Skipagötu 1 Fyrir skömmu var opnuð ný verslun að Skipagötu 1 á Akureyri sem ber nafnið Isabella. Verslunin Códý var þarna áður til húsa. ísabella hefur á boðstólum snyrtivörur, gjafavöru, veski, hanska og undirfatn- að. Eigandi Isabellu er Flrönn Laufdal. Júlíus Gestsson: Ógrundaðar ásakanir - athugasemd vegna viðtals við Stefán Ólafsson sjúkraþjálfara í Degi 23. nóvember sl. í viðtali við Stefán Ólafsson sjúkraþjálfara, sem birt var í Degi laugardaginn 23. nóvember sl., kemur fram gagnrýni á með- ferð slysadeildar. Tekið er dæmi um skokkara, sem snúi ökla í Kjarnaskógi og verður því ekki annað skilið en átt sé við Slysa- deild FSA. Stórar rannsóknir á liðbanda- slitum utanvert á ökla, cn það eru algenguslu áverkarnir sem fólk leitar á Slysadeild með eftir snúningsáverka, sýna að 7-8 af hverjum 10 verða góðir eftir meðferð með mjúkum stuðnings- umbúðum og einföldum æfing- um. Þetta er sú meðferð sem venjulega er beitt hér á Slysa- deildinni. Gipsmeðferð hefur sínar aukaverkanir, getur lengt bæði meðferðar- og batatíma, en er stundum nauðsynleg vægna sársauka. Skurðaðgerðir hafa innbyggða áhættu á fylgikvillum og eftirmeðferð er löng. Sjúkra- þjálfun ber oft góðan árangur þegar afturbati dregst á langinn. I þeirn fáu tilfellum sem hafa viðvarandi óþægindi og ekki lag- ast við sjúkraþjálfun er yfirleitt góður árangur af skurðaðgerð sem er af sama umfangi og skurðaðgerð sem beitt væri strax eftir áverkann. Framansagt gildir jafnt um íþróttamenn sem aðra. Ein af grundvallarsiðareglum lækna og lögbundin er að ekki sé farið í manngreinarálit. Það er því alvarlegt ef ásakanir um slíkt koma fram, einkum ef heil- brigðisstarfsfólk ber fram slíkar ásakanir opinberlega. Ég tel slíkar ásakanir ógrund- aðar í þessu tilviki og ekki til þess fallnar að auka traust og samstarf milli heilbrigðisstétta eða traust almennings á heilbrigðisþjónust- unni. Slíkt traust er ein af aðal- undirstöðum árangursríkrar meðferðar. Akureyri 25. nóvember 1991, Júlíus Gestsson. Höfundur er yfirlæknir Bæklunar- og slysadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.