Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 5 Efst í HUGA Skúli Björn Gunnarsson Island er meira en Gullfoss og Geysir I sól og sumaryl.." o.s.frv. Ferðaþjón- usta er ein yngsta atvinnugreinin sem stunduð er á íslandi og þess vegna er e.t.v. ekki hægt að gera háar kröfur hvað þennan atvinnuveg snertir. Engu að síð- ur verð ég að segja það, að betur má ef duga skal. Við íslendingar virðumst nefnilega engan veginn gera okkur grein fyrir því hvað það er sem erlendir ferða- menn sækjast eftir að upplifa hér norður á hjara veraldar. Við látum okkur jafnvel detta það í hug að t.d. ítalskir fjölskyldu- feður komi hingað til lands til að njóta góðs veðurs og slappa verulega af. En ef það væri ætlunin með þeirra ferðum, þá er ég hræddur um að þeir myndu fara eitthvað allt annað. Að mínu mati erum við íslendingar mjög þröngsýnir í okkar ferðamálavið- skiptum og sjáum engan veginn, hvað þá skiljum, hvað það er sem fólk sækir hingað. Það er ekki góða veðrið og afslöppunin, því hvaða heilvita maður með slíkt í huga myndi fara til lands sem bæri nafnið ísland. Þessi þröngsýni okk- ar er þó e.t.v. skiljanleg ef litið er á hversu stutt er síðan við sjáif fórum að spóka okkur um á erlendri grund. Þaö sem við sækjumst eftir er nefnilega sól og sjór og ódýr bjór, enda eru íslending- ar heimsfrægir fyrir víkingasiði á sól- baðsströndum. Hvað er því eðlilegra en ætla að þeir sem búa í Frakklandi, Þýskalandi eða Japan séu að sækjast einhverju öðru? Á þessu er misskilning- urinn byggður. Þeir túrhestar sem til íslands koma eru hvorki að leita eftir sól, né ódýrum bjór. Enda eigum við hvorugt. Þeir vilja kynnast kuldanum, lenda í hremmingum eða einfaldlega upþlifa ógleymanleg ævintýri. En hvað gerum við til að koma til móts við þessar óskir? Harla lítið, enn sem komið er, því miður. Eitthvað eru ferðamálafrömuðir þó farnir að taka við sér og t.d. er farið að auglýsa skiþulagðar jöklaferðir o.fl. í þeim dúr. En eins og áður sagði; betur má ef duga skal. Við þurfum að lengja ferða- mannatímann með því að bjóða upp á vel skipulagðar sannar óbyggðaferðir að vetrinum til og passa okkur á því að vernda ferðamennina ekki of mikið. Því ef við hugsum út í það, er í raun og veru miklu meira spennandi að teygja hend- ina inn í Ijónabúrið og klappa dýrinu, heldur en standa og horfa á það í margra metra fjarlægð. Þeir ferðamenn sem halda héðan af landi brott með hvað mestum söknuði eru nefnilega þeir sem fá að gera eitthvað annað en ferð- ast um í rútu og skoða landið í gegnum skítuga bílrúðu. Allt lagast þetta sjálfsagt þegar fram líða stundir og ég efast ekkert um að við lærum á þetta með tímanum. Við erum sjálf farin að sækja í ævintýri eins og safaríferðir um Afríku og slíkt víkkar sjóndeildarhringinn um 360 gráður. Selj- um ekki bara Gullfoss og Geysi, heldur líka snjóbylinn og kuldann. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Um innheimtu, myndbirt■ Ég var áreiðanlega ekki einn um aö hrylla mig yfir baksíöumynd DV snemma í vikunni. Þar hafðí Ijósmyndara blaðsins tekist að festa á fiimu handtöku hins ógæfusama tfu ára gamia drengs í Reykjavík sem lagði til félaga síns meö hnífi. Á myndinni var lögreglan aö leiöa barnið inn í lögreglubíl og drengurinn bar hjólabrettlö fyrir andlitið svo hann þekktlst ekki. Þessi myndbirtíng er held ég eitthvað þaö allra ósmekklegasta sem íslenskt blað hefur gerst sekt um. Þaö væri þá helst til að jafna mynd sem einu sinni birtist í forvera DV, Dag- blaðinu, af konu sem sökuð var um að hafa kveikt í húsi sínu og Ijósmyndari haföi gómaö á brunastað. Ég hef að undanförnu fjallaö nokkuð um af- skipti fjölmiðla, fyrst og fremst dagblaða, af barnaverndarmálum og ætia ekki að endurtaka þá umræðu hér. Hins vegar get ég ekki orða bundist eftir að hafa séð þessa mynd og verö að spyrja lesendur: Er hægt að taka orð ritstjóra DV um umhyggju blaösins fyrir fórnarlömbum kerf- isins í barnavemdarmálum alvarlega eftir aö blaðið hegöar sér svona? Getur einhver upplýst mig um upplýsingagildi þessarar myndar? Ætli þessum ógæfusama dreng farnist betur f þeirri baráttu við kerfið sem hann á óhjákvæmilega fyrir höndum með þessa myndbirtingu á bak- inu? Annaö atriöi sem hefur veriö ofarlega á baugi f vikunni er svonefnt „Þjóölífsmál" sem að réttu ætti aö heita mál Innheimtu og ráögjafar. Það er mál manna að þessar hörkulegu innheimtuaö- gerðir hafi slæm áhrif á tilraunir annarra blaða og tímarita, jafnvel bókaklúbba, tll að auka út- breiöslu sfna. Fólk hugsar slg tvlsvar um áöur en það kaupir áskrift aö tímariti sem því er boö- in af sfmasölumanni. Meira að segja Dagur hef- ur fundiö fyrír þessu. Sölufólk sem vann við út- breiösluátak blaösins á si. hausti segir af því sögur aö fólk hafi neitað áskrift af ótta viö að lenda í einhverju „Þjóölífsmáli“. Þaö eru margar hliðar á þessu sorglega máli og snúa fiestar aö þeim lögum og reglum sem gilda í samféiaginu um innheimtu skulda. Nú eru f gangi undirskriftarlistar þar sem fólk er beðið að Ijá nafn sitt kröfunni um að breytingar verði geröar á lögum um innheimtu skulda. Hið besta mái. Kunningi minn benti mér á eitt atriöi sem ég hafði ekki hugieitt. - Þegar fólki er seld áskrift f gegnum síma, hvar er þá sönnun útgefandans eða innheímtumanns hans fyrir þvf að viðkom- andi hafl faiiist á að kaupa? Nægir það að koma meö nafnalista til fógeta og staöhæfa að þeir sem á honurri séu skuldi svo og svo mikið? Gæti ég ekki logið því upp að þú skuldir mér hundrað þúsund kall og selt Innheimtum og ráögjöf kröf- una? spurði þessi kunningi minn. Mér varð ekki um sel við þá tilhugsun. En í svona máli finnst manni að sönnunar- byrðin ætti að vera hjá þeim sem innheimtir. ( þeim skrifum sem birst hafa frá fógetaembætt- inu hér á Akureyri hefur þess hvergi orðiö vart aö fógeti hafi efast um réttmæti krafnanna. Því hlýtur maður aö spyrja: Þurfa innheimtumenn ekki aö sanna mál sitt eða sýna fram á einhvers konar staöfestingu á því aö skuldarinn sé í raun og veru skuldari? Er nóg að sýna fram á aö hon- um hafi veriö sendur gfróseðill sem hann ekki greiddi? En þaö eru ekki bara eintóm leiðindi f fjölmiölun- um. Stundum er Ifka handbolti og það verð ég aö segja að þótt úrslitin í landsleikjum undanfar- inna daga hafi ekki alltaf veriö manni aö skapi er skemmtigildi þessara útsendinga f fínu lagi, að ekki só taiað um spennugildið. Ég var lengi að jafna mig eftir lelkinn gegn Dönum á miöviku- daainn og svo var áreiöanlega um fleíri, Tþróttadeild Rfkisútvarpsins hefur sýnt það undanfarna daga að hún er starfi sfnu vaxín. Af er sú tíö aö einn maöur meö míkrófón sjái um allt hella klabbiö. Nú er sá sem lýsir alltaf með sérfróöan handboltamann viö hlið sér og heima í stúdíói eru aörir kunnáttumenn sem leggja mat á gang leíksins í hálfleik og lok leiks. Þannig á þetta að vera. Og ekki fannst mér spilla fyrir hversu mikinn þátt Sigurður Bjarnason tók f leiknum gegn Norömönnum, þó hann sæti uppi í stúku! Hús til sölu Til sölu er húsið nr. 2 við Lundargötu á Akureyri. Húsið er mikið endurnýjað og er um 106 fm. Afhend- ing getur orðið fljótlega. Fasteignasalan *= Brekkugötu 4 • Sími 21744 -\F Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl. Sölust. Sævar Jónatansson Páskatilboð Áklæði, gluggatjaldaefni og eldhúsgardínur. 10% afsláttur v. Svampur og Bólstrun Austursíðu 2, sími 25137. Árshátíð söngsins Mánakórinn verður með árshátíð laugardaginn 4. apríl í Hlíðarbæ og hefst kl. 21.00 með borð- haldi. Matur verður á borðum og molakaffi á eftir. Skemmtiatriði verða tileinkuð ári söngsins og verður því söngur uppistaða dagskrár. Kórsöngur, stjórnandi Gordan Jack. X-tríóið syngur nokkur lög. Kórsöngur, stjórnandi og undirleikari Birgir H. Arason. Fjöída- söngur gesta. Allir kórar og söngunnendur hvattir til að mæta og skemmta sér við söng og dans þar til birta fer af degi. Miðapantanir í símum 25462, Jósavin og 26838 Þór- unn í síðasta lagi 31. mars. MÁNAKÓRINN Aðalfundur Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf., Akureyri, árið 1992, verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, þriðjudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 12. greinar samþykkta félagsins. 2. Horfur á hlutabréfamarkaði. Erindi: Stefán Halldórsson, ráðgjafi. 3. Önnur mál. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991 verður hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Ráð- hústorgi 1, Akureyri, frá 24. mars 1992. Akureyrí, 24. mars 1992. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.