Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 11 UNGLINGASÍÐAN íris Guðmundsdóttir f tónlistQrnomi Þrúöur stefnir á aö fara í píanónám næsta vetur. Hún er nýbúin aö fá fiðluna sína sem var handsmíðuö í Póllandi áriö 1823 og er því mjög dýrmæt. að byrja ungur í tónlistamámi vegna þess að ungir krakkar eru móttækilegri en þeir eldri.“ - Hvernig gengur þér að samrœma tón- listarnámið og skólann? „Það gengur mjög vel. Ég verð að hafa mikið að gera til að þurfa að skipuleggja tímann minn. Ef ég hef lítið að gera eins og á sumrin þegar ég er í fríi í báðum skólun- um þá hangi ég oft og geri ekkert af viti. Mér finnst að Tónlistarskólinn ætti að vera starfandi á sumrin fyrir þá sem hafa áhuga. Þegar ég byrja í sumarfríi set ég fiðluna undir rúm og æfi mig oft ekki í langan tíma. I rauninni ætti skólinn líka að vera starfandi á sumrin vegna þess að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona langt frí. Mér finnst gaman í skólanum og líka í tónlistinni en verð samt að viðurkenna að ég er ekki nógu dugleg með heimanámið þó mér hafi alltaf gengið ágætlega. Ég er í Tónlistar- skólnum 1 sinni í viku, 1 klst. í senn og mér finnst það of lítið. Ég mundi vilja vera 2 sinnum í viku og þá jafnvel í 40 mínútur í hvert skiptið. Þegar það er bara ein æfing í viku þá er svo langt í næstu æfingu að ég fresta því að æfa mig fram á síðustu stundu. Ef tímamir væm fleiri þá mundi ég æfa mig meira.“ - Hefur aldrei hvarflað að þér að hœtta í Tónlistarskólanum? „Nei. Þegar ég var u.þ.b. 13 ára varð ég óróleg og leið í skólanum. í staðinn fyrir að hætta fór ég að læra á trommur með fiðl- unni. Ég gerði það meira upp á grín en ég var á trommunni í 2 ár og það var mjög skemmtilegt. Það fara allir í gegnum svona tímabil á gelgjuskeiðinu og það er einmitt á þeim ámm sem margir hætta og sjá svo eftir því seinna. Ég er fegin að ég hætti ekki vegna þess að ég hef svo gaman af þessu.“ Þrúður lauk 6. stigi á fiðlu fyrir þremur ámm og ætlar ekki að taka það 7. strax vegna þess að hún ætlar að reyna að vinna upp meiri tækni sem er mikilvægara en að klára stigin á sem skemmstum tíma. Hún segir að sér liggi ekkert á að ljúka 7. stigi strax vegna þess að hún er ung og hefur nægan tíma. Hún hefur tvívegis farið er- lendis með Tónlistarskólanum og er að und- irbúa sig fyrir þriðju ferðina í sumar. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands og eiginmaður hennar Gunnar Kvaran hafa verið að velja krakka til að fara á þetta námskeið sem mun standa í 5 vikur. Héðan frá Akureyri fara þær Þrúður og Nicole Cariglia sem spilar á selló og em þær að vonum mjög spenntar. - Ertu búin að skipuleggja framtíðina? „í vor klára ég 10. bekk og stefni á MA næsta vetur. Eins og er langar mig til að fara á félagsfræðibraut vegna þess að mig langar til að verða sálfræðingur. Mér finnst verst hvað allt sérhæft nám er langt vegna þess að mig langar til að læra svo margt. Mig langar líka til að halda áfram í tónlist- inni en ég veit ekki hvað ég geri. Ef ég á- kveð að halda ekki áfram í tónlistamáminu þá mun ég samt aldrei hætta að spila á fiðl- una vegna þess að tónlistin er orðin hluti af mér og það er alltaf gott að geta spilað fyrir sjálfan sig.“ vísu í fríi eins og er en hann segir að þeir ætli að reyna að byrja aftur í sumar. í skól- anum er hann í D- og C-sveit blásturs og ásláttarhljóðfæra. Hljómsveitin æfir einu sinni í viku undir stjóm Gordons Jacks. Þrisvar sinnum í viku er hann í tímum hjá Pentti Niemi sem er frá Finnlandi. Þeir tala saman á ensku. „Þegar við emm í góðu skapi reynum við fyrir okkur á færeysku" segir hann og hlær. Þrátt fyrir að Pétur sé mjög ánægður með kennarann sinn þá segir hann að það hái kennslunni oft mikið að þeir tali ekki sama tungumál. í vor lýkur Pétur 10. bekk og langar til að fara í MA á tungumálabraut næsta haust. Þá segist hann ætla að minnka við sig tónlistamámið en er harðákveðinn í að vera tónlistarmaður í framtíðinni. Pétur vill að lokum koma þeim skilaboðum til bæjarbúa að vera duglegri að koma á tón- leika Tónlistarskólans. „Það em yfirleitt ættingjar og vinir sem mæta og það væri skemmtilegra ef fleiri kæmu því það em oft fáir sem mæta. Það er líka svo gaman á tón- leikum að ég held að margir mundu hafa Anna, Rannveig og Berglind segja aö þær séu orðnar nokkuð góöir fiöluleikarar þó þaö komi fyr- gaman af því að koma og hlusta." ir aö þær spili falskt. CX> CX) (X) Cx) Þeir sem fara í tónlistarskóla eru flestir mjög ungir þegar þeir hefja nám. Margir byrja á því að læra á blokkflautu. Þá kynnast krakkarnir tónlistinni og skólanum og ákveða hvort þeir vilji halda áfram og hvaða hljóðfæri þá langar til að læra á. Eftir að búið er að velja hljóðfæri hefst tónlistarnámið fyrir alvöru. í Tónlistarskólanum á Akureyri, sem Unglingasíðan heim- sótti á dögunum, geta nemendur fengið leigð hljóðfæri ef þeir eiga þau ekki sjálfír. Tónfræðin kemur líka snemma til sögunnar því hún er nauðsynlegur þáttur námsins og hana þurfa allir að læra, þótt hún sé kannski ekki ýkja vinsæl. Þær Berglind Kristinsdóttir 14 ára, Rannveig Jóhannsdóttir 12 ára og Anna Lea Stefánsdóttir 15 ára voru að ljúka æfingu þegar ég hitti þær. Ég var svo óheppin að missa af þeirri fjórðu sem fyllir strengja- kvartettinn. Kennari þeirra, Anna Pod- hajaska frá Póllandi hefur kennt stelpunum í 1-2 ár og eru þær mjög ánægðar með hana. Anna talar ekki íslensku en stelpumar segja að það hafi aldrei komið að sök þótt hún tali við þær á ensku. Berglind og Rann- veig eru búnar að vera í Tónlistarskólanum frá því þær vom 6 ára. Anna byrjaði 6 ára en hætti eftir þann vetur og byrjaði ekki aft- ur fyrr en hún varð 9 ára. Allar byrjuðu þær á blokkflautu en eftir eitt ár völdu þær sér fiðlu og segja að ekkert annað hjóðfæri hafi komið til greina. Það er auðvelt að spila falskt á fiðlu og tekur tíma að ná tökum á háum tónum hennar. Það er því forvitnilegt að heyra hvemig heimilislíf þeirra var þegar þær vom að byrja. „Foreldrar mínir vom á- nægðir að ég væri í tónlistamámi en fiðlan fór í taugamar á systkinum mínum til að byrja með. Þegar ég hætti að spila eins falskt og ég gerði hætti þetta að fara í taug- amar á þeim,“ segir Anna. - Hvenœr er best að byrja í tónlistar- námi? Rannveig: „Flestir byrja þegar þeir em 5-6 ára en það er ömgglega ekkert mál að byrja seinna. Það tekur kannski lengri tíma að blandast hópnum en það þarf ekki að vera svo erfitt að aðlagast." - Hafið þið jafngaman af tónfrœðinni eins og að spila? Berglind: „Nei, það er miklu skemmti- legra að spila. Ég held að flestum þyki tón- fræðin leiðinleg en hún er nauðsynleg. Ég er á 4. stigi í tónfræði og 5. á fiðlu og er á- nægð með að þetta helst að hjá mér. Það em margir sem em langt á eftir með tónfræðina og þó það sé ekkert gert í því þá er það ekki gott.“ Stelpumar segja að heimanám sé mátu- lega mikið en það séu margir sem hætta á unglingsárunum vegna þess að þá nenna krakkamir ekki að æfa sig heima. Sjálfar hafa þær mjög gaman af því að spila og æfa sig heima og þess vegna fer meiri tími hjá þeim í æfingar en skemmtanir. C^) CX) Cx5 CX) CX) Pétur Már Guðmundsson er 15 ára trommuleikari. Hann byrjaði í Tónlistar- skólanum þegar hann var 11 ára. Hann er á 3. stigi á trommum en er kominn með 2. stig í tónfræði sem honum finnst öfugt við aðra mjög skemmtileg. Ég spurði hann að því hvað hafi kveikt á- huga hans á tónlist og hann svaraði svell- kaldur: „Mamma og pabbi voru búin að fá alveg nóg af barsmíðunum í mér og voru að vonast til að ég fengi útrás fyrir þá áráttu mína. Þess vegna valdi ég trommur en ég hef ekkert lagast heima við. Ég fæ auðvitað útrás og hef mjög gaman af þessu en þetta jók bara áhuga minn á því að tromma á allt sem ég mögulega get.“ Pétur er í hjómsveitinni „Flott“ sem er að Þrúður Gunnarsdóttir er 16 ára. Hún var ekki nema 4 ára þegar hún hóf blokkflautunám í Tónlistarskólanum. Þegar hún var 6 ára fór hún að læra á fiðlu. Frá upphafi hefur hún lært eftir Suzuki aðferð sem byggir upp á hlustun. Nemendur eru látnir hlusta á tónlistina og síðan verða þeir að reyna að spila eftir eyranu. Þrúður telur að þetta auki næmni fyrir tónlistinni og skerpi einbeit- ingu. Það er ekki fyrr en seinna sem nemendur fara að læra að spila eftir nót- um. - Hvernig stendur á því að þú byrjar svona ung í tónlistarnámi? „Foreldrar mínir eru mikið áhugafólk um tónlist. Ég ólst upp við klassíska tónlist þannig að það lá einhvemveginn alltaf beint við að ég mundi fara og læra. Ég veit eigin- lega ekki hvers vegna ég valdi fiðlu en hver sem ástæðan var þá sé ég ekki eftir því í dag. Árið sem ég byrjaði að læra á fiðlu var fyrsta árið sem kennt var eftir Suzuki-að- ferð og það getur hafa haft áhrif á valið, ég bara man það ekki. Ég held að það sé gott Aöaláhugamál Péturs eru trommurnar og lestur góöra bóka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.