Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 9 Bridds: K. Jónsson kvennamótið Hið árlega kvennamót í tví- menningi í bridds verður hald- ið í Golfskálanum að Jaðri laugardaginn 11. apríl nk. Mótið er opið öllum kvenspil- urum og er hugsað sem hvatn- ing fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni. Spilaðar verða tvær umferðir eftir Mitchell fyrirkomulagi og hefst spilamennska stundvíslega kl. 9.30. Keppnisgjald er kr. 2.000,- á par. Keppnisstjórn og stigaútreikningur er í höndum Jakobs Kristinssonar en K. Jóns- son gefur vegleg verðlaun. Búast má við góðri þátttöku, því í fyrra mættu 24 pör. Skrán- ing í mótið fer fram hjá Jónínu Pálsdóttur, hs. 25974, vs. 30300. Hljómsveitin Undir Tunglinu leikur á skemmtistaðnum 1929 í kvöld. Akureyri: Undir Tunglinu á 1929 Hljómsveitin Undir Tunglinu leikur á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri í kvöld. Sveitin skemmti gestum staðarins einnig í gærkvöld. Hljómsveitin Undir tunglinu var síðast á ferð á Akureyri í íþróttasamband íslands: Böm og íþróttir - bæklingi dreift til 7-10 ára barna Barna- og unglinganefnd íþróttasambands íslands hefur gefið út bæklinginn Börn og íþróttir - Vertu með. Hefur honum verið dreift til allra barna á aldrinum 7-10 ára í gegnum skólana. I þessum bæklingi eru börn hvött til að taka þátt í starfi íþróttafélaganna, hvert á sínum stað, og stunda þar íþróttir og útivist sér til gagns og gleði. Þar eru ábendingar til barna um að þreifa fyrir sér og prófa fleiri íþróttagreinar en eina í því skyni að finna þá grein sem best hentar þeim. Börnin eru hvött til að sýna öðrum krökkum umburðar- lyndi, auðsýna háttvísi í leik og minnt á að sigur er ekki það eina sem skiptir máli. Þá er minnt á gildi hollrar fæðu og hreinlætis fyrir þá sem stunda íþróttir, td. að muna að taka upp úr íþrótta- töskunni þegar heim kemur! Eins og áður segir hefur bækl- ingnum verið dreift til allra barna á aldrinum 7-10 ára en þeir sem áhuga hafa á að nálgast hann geta hringt til ÍSÍ í síma 91-813377. -ÞH nóvember sl. og lék þá á 1929 við góðar undirtektir en hefur verið að leika á dansleikjum um allt land síðan. Strax að lokinni heimsókn til Akureyrar, hefjast upptökur á lögum sveitarinnar í Studíó Stöðin í Reykjavík, undir stjórn þeirra Jóns Ólafssonar og Sigurðar Bjólu. í sveitinni eru Almar Þór Sveinsson á bassa, Guðmundur Jónsson á trommum, Tómas Gunnarsson á gítar, Helgi Fr. Georgsson á hljómborði en um sönginn sér Elfar Aðalsteinsson. Bilasyning - Bilasynmg Reynsluakstur Toyota Camiy GX3M0Í V6 Reynsluakstur Toyota 4runner 3000i sjálfskiptur Reynsluakstur Toyota Corolla Touring 4WD GLi Reynsluakstur Toyota Hilux Double Cab SR5 bensín, upphækkaður, 33 tommu dekk Starfsmaður frá aukahlutadeild Toyota verður á staðnum. Opið laugardaginn 28. mars frá kl. 10-17 Bílasalan Stórholt Óseyri 4, sími 23300 TOYOTA r“j Sólbaðsstofan oo mQŒDQOO Nýjar speglaperur Setjum nýjar speglaperur í um helgina Verð: 1 tími kr. 380. - Morguntímar kr. 300. 10 tíma kort kr. 3.100. - 5 tíma kort kr. 1.700. Hver tími er 27 mínútur. Skólafólk munið afsláttinn! Opið virka daga frá kl. 9-23 Laugard. frá kl. 9-21 og sunnud. frá kl. 13-20. m Sólbaðsstofan oo GdQ[5DQ00 Glerárgötu 34 • 2. tíæft • Sími 23352 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 30. mars 1992, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarins að Geisla- götu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúamir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Sígild tónlist „Fegursta tónlist allra tíma“ Eigum verk eftirtalinna höfunda í flutningi úrvals listamanna: Höfundar: Tomaso Albioni Ludwig van Beethoven Hector Berlioz Johannes Brahms Benjamin Britten Anton Bruckner Frédéric Chopin Aaron Copland Claude Debussy Antoní Dvorák Edward Elgar César Franck George Gershwin Edvard Grieg Gustav Holst George Fr. Hándel Robert Jones Dmitri Kabalevsky Franz Liszt Gustav Mahler Felix Mendelssohn Wolfgang A. Mozart Modest Mussorgsky Carl Nielsen Carl Orff Nicoló Paganini Giov. Batt. Pergolesi Francis Poulenc Sergej Prokofiev Sergej Rachmaninov Maurice Ravel Ottorino Respighi Nik. Rimsky-Korsakov Camille Saint-Saéns Erik Satie Franz Schubert Alexander Scriabin Dimitri Shostakovich Jean Sibelius Bedrich Smetana J.J. II & J. Strauss Johann Strauss II Igor Stravinsky P.l. Tschaikowsky Giuseppe Verdi Antonio Vivaldi Póstkröfusíminn er (96)-30478 Hljómdeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.