Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Stjörnuspá „Án ábyrgöar“ ■H^w+ut* 21. mars - 19. apríl Þetta verður alveg einstaklega skemmti- leg helgi hjá hrútum. Hvort sem þú ferð út að skemmta þér með tilheyrandi bægsla- gangi eður ei, verður líf og fjör allt í kring- um þig. Fjörið endist fram á mánudag. Fimmtudagur og föstudagur verða líka sérlega hagstæðir dagar til framkvæmda af öllu tagi. Það er reyndar hvergi ský á þínum himni. 7\)au+ 20. apríl - 20. maí Ákveðnu erfiðleikatímabili í vinnunni/skól- anum lýkur nú um helgina og við taka ólíkt skemmtilegri tímar á þeim vettvangi. Ástin dafnar þessa dagana, sem líka eru heþpi- legir til listsköpunar. Það er eitthvert óraunsæi í gangi. Helgin verður ekki eins leiðinleg og síðasta helgi, en leiðinleg samt. Þriðjudagur og miðvikudagur verða frábærir. Tví buPaP 21. maí-20. júní Það eru umhleypingar hjá tvíburunum þessa vikuna. Það er spenna í ástarmál- unum. Á mánudaginn skiptir úr langvar- andi velgengni í sex vikna erfiðleika í vinn- unni. Eftir ánægjulega helgi lendir þú í óvæntum vandræðum á þriðjudaginn sem tengjast bæði vinnunni og ástinni. Þrefald- ur bömmer. ( tvo daga. Á fimmtudags- morgun færðu óvæntar gleðifréttir. Svo er bjart framundan. Kpabbi 21. júní - 22. júlí Þér líður ekki sem best þessa dagana vegna einhverrar skerðingar á hreyfi- og/ eða samskiptagetu þinni. Annað hvort ertu bundin(n) við rúmið, bæinn og landið. Þetta lagast um næstu helgi. Þessi helgi verður aftur á móti hvorki fugl né fiskur. Á þriðju- dag eða miðvikudag færðu óvænt símtal. Farðu varlega fimmtudag og föstudag. Enn ein bömmerhelgin. Þær hafa verið erfiðar helgarnar undanfarið, en þessi verður sýnu verst. Þú ert beinlínis í slysa- hættu. En nú er líka botninum náö, verra verður það ekki. Ákveðnu vandræða- og óvissuástandi sem varað hefur síðan um miðjan febrúar lýkur, með eða án þinnar vitundar, annað kvöld og framundan eru friðsælir og græðandi tímar. AÁeyja 23. ágúst - 22. september Eftir átakalausa helgi mæta þér breyttar kringumstæður í vinnunni/skólanum á mánudag. Ef til vill gerir þú þér ekki grein fyrir því strax en nú er upp hafið erfiðasta tímabil ársins á þeim vettvangi. Því lýkur ekki fyrr en í byrjun maí. Oheilindi og fantasíur veröa einkenni þessa tímabils. Meyjar þola hvorugt. Hvikaðu hvergi. Sigfús E. Arnþórsson fyrir vikuna 28. mars til 3. apríi 1992 23. september - 22. október Steiiagei+ 22. desember- 19. janúar Vogir eru alltaf að leita að nýjum þroska- leiðum. Allt lífið eru þær að reyna aö koma á jafnvægi þar sem ójafnvægi er fyrir, jafnt á öllum sviðum eigin lífs sem á öllum svið- um umhverfisins. Þær verða fyrir vikið oft ráðagóðir öldungar. Helgin verður þroska- vænleg og skemmtileg, en farðu varlega á fimmtudag og föstudag. Eftir kyrrláta helgi munt þú merkja já- kvæða breytingu í vinnunni/skólanum í næstu viku. Þriöjudag og miðvikudag mætir þú velvild úr óvæntri átt. Á fimmtu- dag og föstudag ertu í ákveðinni óhappa- hættu og ættir því að láta lítið fara fyrir þér þá. Annars eru tímarnir almennt heppileg- ir til ásta eða annarrar listsköpunar. SpopðcKeki 23. október - 21. nóvember Það verða einhverjar væringar á heimilinu í dag eða á morgun og mun eima af þeim fram á mánudagskvöld. Aöstæður í vinn- unni/skólanum munu breytast þér í hag á komandi vikum ef þú kemur auga á tæki- færin. Þriðjudagur og miðvikudagur verða skemmtilegir í vinnunni/skólanum og ást- ríkir á heimilinu. Bestu dagar vikunnar til hvers sem er. 22. nóvember - 21. desember Va+kAsberi 20. janúar - 18. febrúar Þetta er þín helgi og því tilvalin til upplyft- ingar af einhverju tagi. Fyrir hina flug- greindu vatnsbera þýðir það sennilega æsispennandi fyrirlestur um félagslegt misrétti, eða eitthvað þess háttar. Eða kannski leikhús. Já, þú drífur þig í leikhús í kvöld. Þá sé ég einhver óvænt en skemmtileg atvik á fimmtudag eða föstu- dag. Kiskar* 19. febrúar - 20. mars Þótt eitthvað sé úfinn sær í ástamálunum hefur þó verið líf og fjör í vinnunni/skólan- um, en nú fer senn að anda köldu þar líka. En annars verður helgin óvenju skemmti- leg og mánudagur líka. Þriðjudag og mið- vikudag skaltu fara varlega, en fimmtu- dagur og föstudagur eru árangursríkustu dagar vikunnar. Helgin þarf ekki að verða með öllu tíðinda- laus. Það er helst á sviði ástamálanna sem eitthvað nýstárlegt gæti gerst. Að því slepptu verður hún hins vegar óvenju lit- laus. Á mánudag hefst uppgangstímabil í vinnunni/skólanum, sem vara mun fram í maí. Þú finnur rækilega fyrir þessu á þriðjudag og miðvikudag, sem verða bestu dagar vikunnar. Matarkrókur Rækju/melónukokteill í forrétt og lúðuragú í aðalrétt - Skarphéðinn Jósepsson í matarkrók Ingveldur Jóhannesdóttir sem var í Matarkróknum fyrir hálfum mánuði, skoraði á skólabróður sinn Skarphéð- inn Jósepsson að taka upp þráðinn og er hann mœttur hér með girnilegar uppskrift- ir. Skarphéðinn kemur frá Hafnarfirði en stundar nám við Sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri. Skarphéðinn segist vera töluvert í eldhúsinu og reyndar sé nokkuð jöfn skipting á eldhússtörfunum eins og öðrum heimilisstörf- um á milli hans og konunnar. Hann segist vinna frekar eftir nefinu við matseldina og því hafi verið nokkuð erfitt að koma uppskriftum sínum nið- ur á blað. Skarphéðinn er mikið fyrir fisk og er með uppskriftir af fiskréttum, rœkju/melónukokteil í forrétt, lúðuragú í aðalrétt og svo glóðaðan ís með perum og piparmyntusúkkulaði í eftir- rétt. Uppskriftirnar miðast við fjóra. Rœkju/melónukokteill (Forréttur) 250 g rœkjur >/2 lítil melóna (gul) 2 dl súrmjólk 2 msk. mayonaise sítrónusafi Melónan skorin í litla bita og sett í botninn á desertglasi. Rækjunum skipt í u.þ.b. fjóra hluta (geyma 10-15 stk. til að skreyta með) og settar ofan á melónubitana. Súrmjólk og mayonaise hrært vel saman, kryddað með sítrónusafa og hellt yfir. Skreytt með rækjum, sítrónu- og gúrkusneið. Lúðuragú (Aðalréttur) 400 g smálúðuflök (roðlaus og beinlaus) 2 stk. stór rauð epli 1 stk. vœnn laukur 15 stk. meðalstórir ferskir sveppir 1 stk. paprika (appelsínugul) 2 dl rjómi Krydd/hveitiblanda: 100 g hveiti kryddað með Lemmon’n Herb (McCormick), hœgt er að nota t.d. sítrónupipar eða sítrónuduft og malaðan svartan pipar í staðinn paprikuduft hvítur pipar salt (varlega þó) Laukur, sveppir og paprika sneitt niður og smjörbrúnað á pönnu, fært á disk og látið bíða. Eplin eru flysjuð og skorin í bita, velt upp úr hveitiblönd- unni og brúnuð á pönnunni, fært á disk og látið bíða. Lúðu- flökin eru skorin í teninga sem velt er upp úr hveiti og snögg- steiktir á pönnu þar til þeir eru gullinbrúnir. Allt er síðan sam- einað á pönnunni, rjómanum hellt yfir og látið malla í 10-12 mínútur. Jafnað með afgangin- um af hveitiblöndunni ef með þarf. Borið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum, snittubrauði og grófu hrásalati. Glóðaður ís með perum og piparmyntusúkkulaði (Eftirréttur) V2 dós niðursoðnar perur ‘/2 l vanilluís 8-12 stk. After Eight Perurnar settar í eldfastar skálar, ísinn ofan á og After Eight sneiðarnar lagðar yfir. Glóðað í ofni (grill 250°C) í eina eða tvær mínútur (þar til súkkulaðið er vel bráðið). Skarphéðinn skorar á kunn- ingjakonu sína, Hönnu G. Magnúsdóttur, húsmóður að Goðabyggð 17 á Akureyri og mun hún mæta með uppskriftir í Matarl^ók að hálfum mánuði liðnum. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.