Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 13 Höfum verið duglegri en keppi- nautarnir í markaðssetningu Fyrirtækið Sæplast hf. á Dalvík hefur verið mikið til umræðu allt frá því það var flutt norður fyrir átta árum. Ástæðan er fyrst og fremst vel- gengni. Sæplast hefur skilað hagnaði öll árin og staðið af sér storma og él sem gengið hafa yfír stærsta viðskiptamannahóp þess, íslenskan sjáv- arútveg. I ársbyrjun urðu mannaskipti í brúnni hjá Sæplasti, Pétur Reim- arsson lét af starfl framkvæmdastjóra sem hann hafði gegnt frá 1984 en við tók Kristján Aðalsteinsson. Kristján er í helgarviðtali Dags að þessu sinni. Hjá Sæplasti vinna nú 22 manns og munar um minna í 1.500 manna byggðarlagi. Unn- ið er á vöktum, 24 tíma á sólarhring fimm daga vikunnar. Og þrátt fyrir þessa miklu framleiðslu hlaðast ekki upp birgðir, það er alltaf verið að vinna upp í pantanir. Fyrstu árin voru eingöngu framleidd fiskiker úr plasti en með tímanum hefur fjölbreytni framleiðslunnar aukist. „Við framleiðum nú fiskiker í sex stærðum, frá 310 til 1000 lítra að stærð. Upphaflega framleiddum við stærstu kerin, 1000 lítra, en þau voru notuð í saltfisk- vinnslu hér á landi. Þegar útflutningur á fiski á gámum hófst fyrir alvöru var hann fluttur í kössum. Þá komu kröfur frá útflytj- endum um stærri og hagkvæmari ílát. Þá varð 660 lítra kerið til en það hefur verið um 80% af framleiðslu okkar. Þessi stærð hefur notið mikilla vinsælda og er mest notuð í íslenskum sjávarútvegi enda nýtist kerið alls staðar, jafnt í vinnslu, geymslu og flutning- um. Kerin eru einangruð sem eykur geymslugetuna. í framhaldinu höfum við þróað aðrar stærðir vegna ýmissa sérþarfa. Það nýjasta er að í fyrra endurnýjuðum við 500 lítra kerið, minnkuðum það niður í 460 lítra og gerðum það þannig úr garði að það passar inn í flutningakerfi gámanna. Þessi ker eru lægri en 660 lítra kerin og eru svar okkar við gagnrýni á 660 lítra kerin, en menn eru ekki á einu máli um gæðin í stærri kerjunum. Sumir halda því fram að fiskurinn rýrni of mikið í þeim stærri og við vildum koma til móts við þá. Það er minni pressa á fiskinum í lægri kerjunum og vissulega er rýrnunin í stærri kerjunum meiri en í fiskikössunum, helst hefja framleiðslu á einhverri vöru sem tengir okkur við sama viðskiptamannahóp- inn. Við viljum halda okkur við hann því þótt skilja megi á fjölmiðlum að íslenskur sjávarútvegur sé ekki sérlega traustvekjandi atvinnugrein þá hefur hann þjónað okkur vel og við honum. En ég get ekki sagt um það á þessari stundu hvað verður næst fyrir okkur. Við erum að huga að nýjum leiðum til að treysta undirstöður fyrirtækisins og það eina sem ég get sagt er að við munum halda okkur við plastið, það er númer eitt, tvö og þrjú hér í fyrirtækinu." Höfum notiö forystunnar Kristján er austfirskur að ætt, fæddur og uppalinn á Norðfirði en fór suður í kennara- nóm P'r/rir fimmtQn árnm cpftief hítnn uA á steypt við rúmlega 300 gráðu hita. flutningum og það skipti þá miklu máli því í Hollandi er mikil verkaskipting milli fyrir- tækja í fiskiðnaði og fiskurinn oft fluttur langt inn í land til vinnslu og aftur til strand- ar í geymslu. Þetta gildir líka um síldina sem töluvert er um í Hollandi og nú eru skip þaðan farin að nota ker við síld- og flatfisk- veiðar. í Hollandi tókum við þátt í rann- sóknarverkefni á vegum stofnunar sem er sæmbærileg við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins hér heima. Það var gerður samanburður á geymslu fiskjar í kerjum og kössum. Niðurstaðan varð sú að með rétt- um aðferðum og réttri blöndu af sjó og ís hélst fiskurinn mun lengur ferskur en þekkst hafði hjá þeim. Þetta er dæmi um þá vinnu sem við höfum Nú eru heimamenn að vinna síld og í þeirri vinnslu hafa kerin skipt þá miklu máli. Þeir byrjuðu á að geyma síldina í þeim, fóru svo að nota þau við að marinera og nú eru þeir einnig farnir að flytja síldina á markað í kerjum. Nú er svo komið að kaupendur í Evrópu vilja heldur fá síldina í kerjum en tunnum. Holland er svipað dæmi en þar er flutt inn mikið af flatfiski, einkum héðan frá íslandi og sá fiskur kemur í kerjum. Kaupendurnir sáu kerin og fóru að bera þau saman við járnkerin sem þeir voru með. Þeir sáu að plastkerin eru miklu auðveldari í notkun og Kerið tosað úr mótinu. Hér kemur kerið út úr ofninum þar sem það er Og hér er verið að merkja það kaupandanum. Umhverfi Sæplasts er til fyrirmyndar og reykingar eru bannaðar alls staðar í fyrirtækinu. Dalvík og segir brosandi að honum finnist hann vera orðinn Dalvíkingur, „þó ég sé kannski ekki orðinn Svarfdælingur,11 bætir hann við og brosir enn breiðar. Hann kenndi við Dalvíkurskóla í tíu ár og hafði þá verið yfirkennari og skólastjóri í afleysingum. Á Dalvík fann hann konuna sína, Lilju Kristinsdóttur, en þau eiga þrjú börn. Fyrir fimm árum söðlaði Kristján um og hóf störf hjá Sæplasti, fyrst sem sölumaður en síðan sem sölu- og markaðsstjóri. Hann er því vel undir það búinn að svara spurn- ingunni um það hvað valdi því að Sæplast hafi haldið svo vel velli í harðri samkeppni og sveiflum upp og niður á við. „Fyrir því eru ýmsar ástæður. í fyrsta lagi er verksmiðjan hér ákaflega hagkvæm í rekstri. Hún er mjög sérhæfð og við höfum því getað náð fram meiri hagkvæmni en margir keppinautar okkar erlendis sem eru kannski að framleiða 700 mismunandi vöru- tegundir. í öðru lagi vil ég nefna að Sæplast náði ákveðinni forystu í framleiðslu fiskikerja og hafði því forskot í því að brjótast inn á markaðinn. Við höfum verið að sjá keppi- nautana birtast á eftir okkur einn af öðrum. Það eru ekki margir að framleiða einangruð fiskiker í heiminum. Hér á landi eru þrjú fyrirtæki í þessu, tvö í Noregi og tvö eða þrjú í Bandaríkjunum og Kanada, og þá á ég við fyrirtæki sem hafa sig eitthvað frammi á alþjóðamarkaði." Tekur 2-4 ár að vinna markað „í þriðja lagi höfum við verið duglegri en keppinautarnir í markaðssetningu. Við höf- um eytt gífurlega miklu í markaðssetningu og það er að skila sér núna. Þar vil ég nefna dæmi af Hjaltlandi og Skotlandi sem er nokkuð stór markaður hjá okkur. í Hjalt- landi hefur síldarvinnsla verið í vexti eftir að dró úr ásókn verksmiðjuskipa frá austau- tjaldslöndunum fyrrverandi, en þau höfðu haldið sig við eyjarnar hundruðum saman. Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík, í helgarviðtali en hún er mun minni en í gömlu stíunum. Þetta er dæmi um það hvernig við höfum reynt að þróa vöruna eftir óskum kaup- enda.“ Plastíð stendur sig í samkeppninni - Svo eruð þið farnir að framleiða trollkúl- ur. „Já, það byrjaði árið 1990 þegar við keyptum fyrirtækið Plasteinangrun hf. á Akureyri. Framleiðslan var á Akureyri út það ár en síðan fluttum við vélabúnaðinn hingað út eftir. Trollkúlurnar passa vel inn í það sem við höfum verið að gera, þetta er ekki mannfrek framleiðsla og viðskipta- mannahópurinn er að hluta sá sami og í kerjunum. Þá framleiðum við einnig lok og fleiri fylgihluti með kerjunum, löndunar- bretti fyrir fiskikassana sem togararnir nota og höfum nýlega bætt við vörubrettum fyrir matvælaiðnað. Þau síðastnefndu eru fremur dýr og ekki samkeppnisfær við trébretti. Hins vegar henta þau vel í matvælaiðnaði þar sem gerðar eru kröfur um mikið hrein- læti því þau eru auðveld í þrifum. Við höf- um selt mest af þeim til útlanda en einnig til fyrirtækja í matvælaframleiðslu hér innan- lands, ekki bara í fiskiðnaði. Eftirspurnin eftir þessum brettum hefur verið að aukast í takt við auknar kröfur um hreinlæti. Þær kröfur aukast ekki bara hér í Evrópu heldur um allan heim. Þar stendur plastið vel að vígi, en við finnum fyrir því að samkeppnin er mikil í brettaframleiðslunni." - Eruð þið með einhverjar nýjungar á prjónunumn? „Við erum alltaf að velta vöngum yfir nýj- um framleiðsluvörum enda hefur það aldrei verið stefnan að framleiða eingöngu fiskiker. Við höfum hins vegar gert það vel og erum að nálgast 100.000 ker. Við viljum Kristján Aðalsteinsson með bing af trollkúlum að baki sér. lagt á okkur til að vinna markað. En þetta tekur tíma og málið er að gefast ekki upp. Við höfum séð mörg íslensk fyrirtæki sem þjóna sjávarútveginum eins og við koma og fara, sumir gefast upp áður en þeir ná árangri. Það tekur þetta 2-4 ár að sanna sig á nýjum markaði. Árið 1987 byrjuðum við að þreifa fyrir okkur í Skotlandi en þar eru aðstæður ekki ósvipaðar og á Hjaltlandi. Árið 1989 var ekkert farið að gerast og við að því komnir að gefast upp. Þá detta inn nokkrar stórar pantanir og síðan hefur gengið vel, við erum búnir að selja um 6.000 ker til Hjaltlands og Skotlands. Við vissum að markaðurinn væri fyrir hendi og þess vegna þraukuðum við þangað til dæmið gekk upp.“ Miklir möguleikar í Asíu - Ég hitti einhverju sinni mann sem sagðist hafa rekist á fiskiker frá ykkur á Nýja-Sjá- landi. Hvernig getur það borgað sig að flytja svona plastílát yfir hálfan heiminn? „Það felst í því að vera með hagkvæman rekstur og samkeppnisfært verð. Við höfum selt nokkuð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en þar er engin framleiðsla á fiskikerjum. Þeir hafa því orðið að kaupa annað hvort af okk- ur eða keppinautum okkar í Bandaríkjun- urn og Kanada en flutningskostnaðurinn er svipaður í báðum tilvikum." - Á þeim tíma serrí fyrirtækið hefur starf- að hefur gengið á ýmsu í íslenskum sjávar- útvegi, bæði upp- og niðursveiflur, en þið hafið staðið þær af ykkur. „Já, við höfum staðið af okkur niður- sveifluna sem hófst árið 1988. Og meira en það því árið 1990 var okkar besta ár frá upp- hafi. Á árunum 1987-89 var framleiðslan um 16.000 ker á ári en árið 1990 var hún 19.000 ker. í fyrra datt hún aftur niður í 16.000 ker. Hluti af skýringunni á þessu er útflutning- urinn. Hann hefur alltaf verið að aukast. Við höfum haft þá stefnu að fjölga hægt og rólega þeim markaðssvæðum sem við vinn- um á. Sum þeirra eru ekki mjög stór og mettast fljótlega, en við höfum einnig notið forystunnar eins og ég nefndi áðan.“ - En sum þeirra útflutningsfyrirtækja sem framleiða vörur fyrir sjávarútveg hafa lent í kröggum vegna þess að niðursveiflan hefur ekki verið bundin við ísland. „Já, það fóru nokkur fyrirtæki flatt á því að skipta mikið við Noreg. Við létum Noreg alveg vera, enda er stærsti keppinautur okk- ar þar, Dyno. Fyrir vikið slapp Sæplast við fiskeldismartröðina þar í landi. Vissulega hafa verið sveiflur á erlendum mörkuðum okkar. Til dæmis var Færeyja- markaður mjög góður á árunum 1985-87 en fór síðan að daprast mjög. Nú er ástandið í færeyskum sjávarútvegi mjög slæmt. En þá höfum við brugðist við með því að leita inn á nýja markaði. Núna erum við að festa okkur í sessi í Asíu, einkum Singapore, Indónesíu og Kína. Þarna er gífurlegur markaður, miklar veiðar og einnig öflugt fiskeldi, og flutning- ar á fiski miklir, td. á milli Malaísíu, Hong Kong, Indónesíu og Singapore. Spurningin er hversu mikla möguleika við eigum þarna. Á þessu svæði er ódýrt vinnuafl og menn alls staðar að úr heiminum að miðla þekk- ingu sinni. Við erum í sambandi við menn í fiskiðnaði í Singapore og höfum þannig komist inn á þennan markað." - En hvað með Japan? „Við höfum ekki skoðað Japan neitt. Við vitum að þar og víða annars staðar er mikill markaður en við viljum ekki dreifa kröftun- um of mikið. Við önnumst markaðssetning- una sjálfir og viljum halda vel utan um hana. Nú eru allir á leið til Austur-Evrópu þar sem nýir markaðir eru að opnast. Vissu- lega rennum við hýru auga þangað, en það verður bara að ráðast.“ Texti og myndir: Þröstur Haraldsson Seljum ekki bara fískiker, heldur íslenska þekkingu - Þið hafið verið að komast inn á Frakk- landsmarkað að undanförnu, á slóðum íslandsfaranna á Bretagne-skaga. „Já, við byrjuðum að kanna Frakklands- markað fyrir fjórum árum og það er að skila ser núna. Á þessu svæði er rekin togara- útgerð sem að mörgu leyti svipar til þess sem við þekkjum hér á landi. Þeir eru að fiska skammt fyrir sunnan okkur, á Reykja- neshryggnum upp undir 200 mílurnar, við Færeyjar og írland. Við komumst í samband við útgerðar- mann sem var að láta smíða fyrir sig nýtt skip, 33 metra langan togara. Þeir hafa hingað til haft fiskinn í stíum um borð og þurft að greiða hátt gjald fyrir löndunina, um einn franka fyrir kílóið (10,50 ísl. kr.). Ástæðan er sú að þarna voru í gildi gömul lög sem skylduðu útgerðirnar til að láta hafnarverkamenn landa öllum fiski. Nú er búið að nema þessi lög úr gildi. Þeir geta því látið áhöfnina sjá um löndunina og þess vegna vildi hann taka upp hagkvæmt og auðvelt löndunarkerfi. Hann taldi kassana ekki henta sér því veiðiferðirnar eru oft langar, upp í hálfan mánuð, og hann vildi fá einangruð ílát undir fiskinn. Hann hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af gæðunum jrví fisksölumálum er þannig háttað á þessum slóðum að fiskur sem berst að landi er ekki dagmerktur heldur er öllu blandað saman svo kaupmaðurinn veit ekki hvort hann er að kaupa 12 daga gamlan fisk eða fimm daga gamlan. Hins vegar veit þessi vinur okkar að í framtíðinni munu gæðin skipta mestu máli. Við höfum gert ýmislegt fyrir þennan mann. Til dæmis tókum við menn frá útgerðinni hingað til lands og sendum þá út á íslensk skip þar sem þeir gátu fræðst um notkun kerjanna og gæði fisksins. Einnig útveguðum við þeim aðstoð og ráðgjöf frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri aðilum. Við erum því ekki bara að selja þeim ílát heldur einnig að flytja út þekkingu og reynslu íslenskra sjómanna. Nú eru tvö skip farin að nota kerin um borð og annar útgerðarmaður sem rekur 13 skip ætlar að setja ker um borð í átta þeirra. Og fleiri útgerðarmenn fylgjast með.“ Bjartsýnn þrátt fyrir samdrátt - Þú tókst hér við af Pétri Reimarssyni sem hafði stjórnað Sæplasti í átta ár, hvernig var að setjast í sætið hans? „Ég tók við góðu búi og mér er ljóst að það verður erfitt að halda í horfinu. Fram- undan er samdráttur í íslenskum sjávar- útvegi og mikil uppstokkun sem mun leiða af sér fækkun fyrirtækja. Þau sem áfram starfa verða hins vegar stærri. Við sjáum fram á að geta haldið í horfinu á innanlands- markaði en vaxtarbroddurinn verður í útflutningnum. Við munum halda áfram að leita nýrra leiða, bæði að nýjum mörkuðum og nýjum framleiðsluvörum. Ég er bjartsýnn á framtíðina. Við erum með fullkomna og afkastamikla verksmiðju og fjárhagsleg staða fyrirtækisins er sterk sem gerir okkur auðvelt að mæta sveiflum, hvort sem er upp eða niður á við. Við erum enn ekki farnir að finna fyrir samdrætti það sem af er þessu ári. Framleiðslan er svipuð og í fyrra en eftirvinnan er ekki eins mikil þannig að framleiðslan er hagkvæmari. Við eigum því auðvelt með að bæta við okkur, td. ef aukning verður í kerjavæðingu togar- anna, en þeir nota flestir kassa núna,“ segir Kristján Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Sæplasts hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.