Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 24

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 24
Með réttu grœjumar. Mynd: Golli Innheimtumál Þjóðlífs: Gjafsókn í máli Ingibjargar - Neytendasamtökin ætla að fara fram á opinbera rannsókn Ákveðið hefur verið að Ingi- björgu Einarsdóttur á Akur- eyri verði veitt gjafsókn í máli vegna umdeildrar innheimtu áskriftagjalda að tímaritinu Þjóðlífi samkvæmt heimildum blaðsins. Einnig hefur verið ákveðið að Neytendasamtökin leggi henni til lögfræðing til að ná rétti sínum í málinu. I fram- haldi af því ætla Neytenda- samtökin að fara fram á opin- bera rannsókn á því hvernig hlutir á borð við innheimtu- aðgerðir af því tagi er Ingi- björg Einarsdóttir varð fyrir geti átt sér stað. Vilhjálmur Ingi Árnason sagði að þótt Neytendasamtökin hefðu ákveðið að leggja Ingibjörgu til lögfræðing í máli hennar eigi eftir að koma í ljós hvað muni nást fram. Ingibjörg sé búin að greiða rúmar 50 þúsund krónur á umdeildum forsendum. Spurn- ingin snúist nú um hvort unnt verið að ná þessari fjárhæð til baka eða hvort aðeins fáist stað- festing á að hún hefði aldrei þurft að greiða þessa innheimtukröfu. Vilhjálmur Ingi sagði sfðan að ákveðið hefði verið að Neytenda- samtökin fari fram á opinbera rannsókn á þessum innheimtu- málum því umhugsunarefni sé hvernig svona hlutir geti átt sér stað án þess að einn einasti lög- fræðingur eða fógeti á öllu land- inu geri athugasemdir. „Lögfræðingum virðist vera beitt á almenning eins og hvern annan afrétt. Ýmist er að óheið- arlegir lögfræðingar koma með haldlitlar eða haldlausar kröfur á fólk sem síðan verður að fá aðra lögfræðinga til þess að verja sig. Fólk neyðist einnig til þess að greiða varnarlögfræðingunum fyrir vinnu sína hvaða lyktir sem málin fá,“ sagði Vilhjálmur Ingi. ÞI Vika búin af grásleppuvertíðinni: Vertíðin fer betur af stað en í fyrra Grásleppukarlar, sem Dagur talaði við í gær, segja að grá- sleppuveiðin þessa fyrstu daga vertíðarinnar sé þokkaleg og nálægt veiði í meðalári. Grásleppuvertíðin hófst 20. þessa mánaðar á svæðinu frá Skagatá í vestri að Hvítingum í austri. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að ívið Eftiistaka Kísiliðjunnar verður takmörkuð við Ytriflóa til marsloka á næsta ári - samkvæmt tillögu ráðgjafarhóps verður gert straumfræðilegt reiknilíkan af Mývatni Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra og Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, hafa ákveðið að efnistaka Kísiliðj- unnar hf. í Mývatnssveit verði takmörkuð við Ytriflóa til loka mars 1993, meðan á rannsókn- um á setflutningum í vatninu stendur. Ekki er gert ráð fyrir að gildistíma námaleyfís Kísil- iðjunnar hf. verði breytt eða því raskað í grundvallaratrið- um. Um næstu áramót er stefnt að því að niðurstöður rannsókna á setflutningum liggi fyrir. Þetta er í samræmi við tillögur ráðgjafarhóps, sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfísráðherra skipaði í byrjun þessa árs til þess að kanna áhrif kísilgúrnáms á set- flutninga í Mývatni. í ráðgjafarhópnum voru þeir Davíð Egilsson, jarðverkfræð- ingur, formaður, Árni Snorra- son, vatnafræðingur, Sigurður Snorrason, líffræðingur, Böðvar Jónsson, bóndi og Einar Tjörvi Elíasson, verkfræðingur. Hópur- inn hefur nú skilað skýrslu, sem var kynnt á fundi með frétta- mönnum í Mývatnssveit í gær. í skýrslunni kemur fram sú skoðun fimmmenninganna að þekking á Mývatni og Iífríki þess fyrir landris og kísilgúrnám sé takmörkuð og því sé nauðsynlegt að gera straumfræðilegt reikni- líkan, sem líki eftir straumum og setflutningum í vatninu, byggt á ítarlegum mælingum á vatninu. Líkanið verði m.a. notað til þess að meta áhrif liðinna atburða, svo sem kísilgúrnáms og landriss vegna umbrota á Kröflusvæðinu og spá fyrir um áhrif vegna mis- munandi vinnslu kísilgúrs úr vatninu. Mikilvægt sé að ljúka gagnaöflun við gerð reiknilíkans- ins á komandi sumri, enda sé það nauðsynleg forsenda fyrir nánari ákvörðun um ýmis rannsóknar- verkefni, sem tengjast áhrifum setflutninga á lífríki Mývatns. Ráðgjafarhópurinn vill að niðurstöður úr rannsóknum á set- flutningum fáist fyrir árslok 1992, en niðurstöður úr rannsóknum á áhrifum setflutninga á lífríkið um áramót 1994-1995. Þá er lagt til að þessum rannsóknum verði stýrt af þriggja manna verkefnis- hópi sérfræðinga, sem skipaður verði af umhverfisráðuneytinu. í hópnum verði einn tækni- menntaður maður, einn líffræð- ingur og formaður, sem hafi reynslu af stjórnun. Iðnaðar- og umhverfisráðherra hafa ákveðið að farið verði í öll- um meginatriðum að þessum til- lögum ráðgjafarhópsins. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við rannsóknirnar verði 40-45 millj- ónir króna á næstu þrem árum. Iðnaðarráðuneytið hefur þegar hafið viðræður við Kísiliðjuna og óskað eftir því að hún leggi aukið fé til þeirra. Miðað er við að gjald sem verksmiðjunni er gert að greiða vegna kísilgúrnámsins renni áfram til rannsóknanna. Umhverfisráðherra mun gera til- lögu um útvegun fjármagns til þess að kosta hlut ríkissjóðs í rannsóknunum. óþh fleiri stundi grásleppuveiðar í ár en í fyrra. Hann segir að sam- kvæmt orðum veiðimanna eftir fyrstu daga vertíðarinnar sé veið- in þokkaleg. „Þeir segja að þetta sé allt annað en í byrjun vertíðar í fyrra,“ sagði Örn. Grásleppu- veiðar á svæðinu frá Skagatá að Horni verða leyfðar frá og með nk. miðvikudegi, 1. apríl. í fyrra stunduðu í það heila um 400 manns grásleppuveiðar, en Örn sagðist reikna með að um 450 manns stunduðu veiðarnar í ár. „Ég ætla að vona að veiðin gangi vel og takist að veiða í 20 þúsund tunnur. Pað magn kom í okkar hlut í viðræðum við aðrar þjóðir,“ sagði Örn. Arnþór Pálsson, grásleppukarl á Raufarhöfn, sagði í gær að veiðarnar hefðu gengið þokka- lega þessa fyrstu daga. „Það er að vísu tæplega að marka þetta enn sem komið er. Grásleppan virðist vera það djúpt ennþá. Aðalveiði- tíminn er venjulega ekki fyrr en frá miðjum apríl og fram í maí,“ sagði Arnþór. Frá Siglufirði fengust þær frétt- ir í gær að grásleppuveiðin hafi verið heldur léleg þessa fyrstu daga. Á milli 10 og 15 aðilar á Siglufirði leggja grásleppunet. óþh Áfengissala í einkasölum og félagsheimilum: Tækifæris vínveitmgaleyfl undir smásjá bæjarfógetans á Akureyri Áfengissala ýmissa hópa og félagasamtaka í kringum árs- hátíðir og aðrar skemmtanir hefur verið til umræðu hjá veitingamönnum á Akureyri. Þeir hittust á fundi nýverið og ákváðu að minna forsvars- menn félagsheimila á þær regl- ur sem gilda um sölu áfengis, en ekki var talin ástæða til að leggja fram kæru að sinni. Hins vegar hefur bæjarfógeta- embættið á Akureyri verið að fylgjast með vínsölu hjá félaga- samtökum. Eyþór Porbergsson, fulltrúi hjá grunsemdir um að sett skilyrði séu ekki uppfyllt bæjarfógeta, sagði að embættinu hefði ekki borist erindi frá veit- ingamönnum á Akureyri um að kanna áfengissölu í félags- heimilum en hjá embættinu hefðu menn engu að síður verið að fylgjast með þessum málum. „Við höfum gefið út tækifæris- vínveitingaleyfi til hópa sem um þau hafa sótt í tengslum við skemmtanahald og í vissum til- vikum höfum við fylgst með framkvæmdinni, kannað verð og fleira. Það má segja að grun- semdir hafi vaknað og áfeng- isvarnanefnd hefur beðið okkur um að kanna þetta en okkur hafa ekki borist kærur vegna ólöglegr- ar vínsölu," sagði Eyþór. Hann sagði að tækifærisvín- veitingaleyfi væru veitt að upp- fylltum þremur skilyrðum. Áfengisveitingar eru þannig ein- ungis heimilar innanfélagsmönn- um og gestum þeirra, áfengi má ekki selja eða veita þeim sem eru yngri en 20 ára og áfengi má ekki selja í hagnaðarskyni. Þeir sem fá slíkt leyfi verða því að selja áfengið á kostnaðarverði en þetta er einn þátturinn sem bæjarfógetaembættið hefur haft til athugunar. Eyþór sagði að eftirlit væri ýmsum vandkvæðum bundið, t.a.m. hefðu fulltrúar fógeta ekki heimild til að ryðjast inn á árshátíðir til að kanna hvort þar væri verið að selja áfengi. Samband veitinga- og gistihúsa mun hafa farið fram á það við dómsmálaráðherra að hann skip- aði nefnd til að athuga fram- kvæmd reglna um veitingastarf- semi og kanna sérstaklega hvort núverandi framkvæmd sé óhag- stæð þeim sem byggja reglu- bundna starfsemi á almennum leyfum samanborið við þá aðila sem reka starfsemi á grundvelli tækifærisleyfa. Þar eru árshátíðir í einkasölum í brennidepli. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.