Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Svarta skikkjan - sett á bekk með Dances With Wolves Sumarið nálgast Enn er óráðstafað þremur stórglœsileg- um sumarhúsalóð- um í Stekkjarhvammi í Bárðardal. Lóðirnar eru 7 km sunnan Fosshóls, afgirtar og fullfrágengnar. Höfum hús til afgreiðslu í vor. Til sýnis eftir nánara sam- komulagi, eða fáið send- ar upplýsingar. ,TRÉSMIÐJAN A\ MOGILSF.fm SVALBARÐSSTROND S 96-21570 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Krókurinn aftur á stjá Við hverju má búast þegar þeir leggja saman krafta sína leik- stjórinn Steven Spielberg og Ieik- ararnir Robin Williams, Dustin Hoffman, Julia Roberts og Bob Hoskins? Ekki spyrja mig. En hitt er staðreynd að í nýjustu Peter Pan myndinni stilla fimm- menningarnir saman strengi sína; Robin Williams er miðaldra lög- maður, á tvö börn og fallegt heimili. Mörgum árum fyrr var þessi fundarkæri lögmaður sjálf- ur Pétur Pan en því hefur hann gleymt. Þar kemur að hinn gamli andstæðingur hans kapteinn Krókur (Dustin Hoffman) lætur til skarar skríða og stelur börnum lögmannsins. Gömul frænka hans verður þá tii þess að segja honum sannleikann um fortíðina og lög- maðurinn leggur upp í ferð til Einskis lands að bjarga börnum sínum. Þar kemur góða álfkonan Mick Jagger á hvíta tjaldinu Mick Jagger er ekki frábitinn því að leika í kvikmyndum. Stjarna hans hefur þó aldrei risið hátt á því sviði og ég verð að játa það hreinskilnislega að ég man ekki eftir neinni kvikmynd þar sem rokkarinn heimsfrægi hefur látið til sín taka. Nú er nokkur von til þess að þar verði breyting á. Að minnsta kosti hljómar söguþráð- ur Freejacket, en þar fer Jagger með stórt hlutverk, afspyrnu vel fyrir unnendur spennumynda. Emilio Estevez fer með hlut- verk kappakstursmanns er slepp- ur lifandi úr alvarlegu slysi en færist um leið ein 20 ár fram í tímann og lendir þar í miðju sam- NISSAN IMISSAN Bílasýningr verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 28. mars og sunnu- daginn 29. mars frá kl. 14-17 báða dagana. Sýndur verður Nissan Patrol með 4.2 bensínvél, sjálfskiptur, einn sá fullkomnasti á markaðnum í dag. særi sem hvert annað peð. Jagger er einn hátæknivæddra manna- veiðara þess tíma og fljótlega kemst Estevez að því að Jagger er á hælunum á honum. Þess má geta að Anthony Hopkins, úr hljóðlátu lömbunum, fer einnig með bitastætt hlutverk í þessari kvikmynd. Tinkerbell (Julia Roberts) hon- um til aðstoðar ásamt fleiri kunn- ingjum. Satt best að segja hefur þetta nýjasta framlag Spielbergs fengið nokkuð blendnar móttökur en það er ástæðulaust fyrir okkur hér norðan heiða að fella dóma á grundvelli skrifa erlendra skríbenta, bíðum myndarinnar og dæmum eftir eigin tilfinning- um og smekk. Bob Hoskins í hlutverki Smees, hjálparmanns Króks. Kapteinn Krókur ógnar Pétri Pan. Strákarnir rétta Pétri hjálparhönd. Cape Fear - De Niro gengur af göflunum Ofbeldi og mannát er í tísku þessa dagana. Kannski hleypti Hannibal þessu af stað, eða var anginn ef til vill byrjaður að skjóta rótum eitthvað fyrr? Nú hefur Martin Scorsese hleypt nýju blóði í blóðelsku bíófara með því að endurgera kvikmynd J. Lee-Thompsons, Cape Fear, frá árinu 1962. Um þá kvikmynd skrifaði Leslie Halliwell: Óvið- felldin og teygð spennumynd með veigalitlum persónum og stöðluðum aðstæðum. - (Kvik- myndahandbókin 1, Reykjavík 1987, bls. 250.) í aðalhlutverkum nýju Cape Fear eru Robert De Niro, og þykir víst takast sérstaklega vel upp, og Nick Nolte. Til gamans eru þeir hafðir með Robert Mitchum og Gregory Peck en þeir fóru með aðalhlutverkin í 62-útgáfunni. Geggjunin er ekki langt undan. De Niro er sá snar- ruglaði, Nolte er lögfræðingurinn sem á um sárt að binda eftir ofsóknir geðsjúklingsins. En sá hefur horn í síðu lögmannsins og isdóm er á hann var lagður fyrir nauðgun. í fangelsinu hefur De Niro menntast nokkuð til líkama og sálar og sýnt að honum er ýmislegt til lista lagt. Pannig sam- einast í honum góðar gáfur og sálarflækjur sem enginn kann ráð til að greiða úr. Sá gáfaði er um leið ruglaður, andinn andfúll, sál- in vitlaust tengd. En hvað væri varið í það að fást við einfalda geðsjúklinga, rugludalla er sjá aðeins eina braut og þó öllu held- ur aðeins eina leið til að fara þessa braut? Einnig sýnum við Nissan Sunny. Komið og kynnið ykkur frábæra bíla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. i.’ig-t-Yl'.'i NI55AN Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða2. Hver man ekki Driving Miss Daisy. Nú hefur leikstjóri hennar Bruce Beresford framkallað ann- að snilldarverk sem starfsbræður mínir í útlandinu keppast um að mæra. Black Robe heitir þessi nýja kvikmynd Beresfords og er sögð betri en Mission og standa fyllilega jafnfætis Dances With Wolves. Ástæðan fyrir því að þessar myndir eru þornar saman er augljós, allar gerast þær meðal villimanna í harðbýlu landi. Black Robe segir sögu af Jesúíta- prestinum Laforgue (sem kanadfski leikarinn Lothaire Bluteau leikur) og ferð hans vet- urinn 1634 um óbyggðir Kanada á fund Huron-indíána. Markmið- ið er að kristna heiðnar sálir og jafnvel leita píslardauða meðal villimanna. Laforgue, sem kemst í náin kynni við indíána á leið sinni, verður undrandi og svolítið miður sín yfir þeirri uppgötvun er hann gerir; villimaðurinn er eftir allt saman með sál og hefur margt til brunns að bera sem prýða myndi hinn besta guðsmann. Klerkurinn lendir í sálarháska og líkamlegar raunir verða einnig með mesta móti. Iroquios-indíánar ráðast á leið- angursmenn, taka þá höndum og pína. Ég ætla ekki að reyna að hafa eftir öll lofsyrðin er hafa fallið um þessa kvikmynd Beresfords en get aðeins vonað að einhver bíóeigandinn íslenskur verði til þess að kaupa eintak af henni hingað til fslands - og svo auðvit- að að Arnfinnur okkar sjái sér fært að bregða henni á tjald Borgarbíós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.