Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Ráðstefna Húsgulls á Húsavík: 99 I auðnum landsins felast mikil náttúruverðmæti“ „íslenska gróðurríkið hefur orðið fyrir miklum skakkaföll- um í aldanna rás. Við höfum svo sannarlega verk að vinna við að stöðva eyðingu og endurhcimta vistkerfí í sam- ræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþarfír okkar allra, - að græða ísland,“ sagði Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins í erindi sínu, Græðum ísland!, er hann flutti á ráð- stefnu Húsgulls á Hótel Húsa- vik sl. laugardag. Á ráðstefn- unni voru flutt 20 ávörp og erindi, og í þeim var víða kom- ið við. Ættu þeir sem hlýddu með athygli á dagskrána að vera nokkuð vel upplýstir um verndun og endurheimt Iand- kosta. Það munu þó orð í tíma töluð, það munar um hvert árið þegar ástandið er eins og Ólafur Arnalds frá RALA lýsti því í erindi sínu, Eyðing lands og auðnir. Hann sýndi mynd af svæði í Þingeyjarsýslu þar sem rofabörð utan um gróðurleifar eru samtals ótrúlega margir kflómetrar að Iengd og jarð- vegseyðingin nemur 13% á ári, samkvæmt tölvuvinnslu sem gerð er með hjálp loftmynda. Ólafur Arnalds lýsti fyrir ráð- stefnugestum hvernig jarðvegs- eyðingin birtist í mörgum mynd- - segir Ólafur Arnalds, RALA Rofabarð á Möðrudalsöræfum. Ólafur Arnalds fjallaði um eyðingu lands og auðnir í erindi sínu á ráðstefnu Húsgulls. SKIIAK ÞU UmÚÐUNUM t BfTTAU CTADt ota plastdóslr 33 cl. íinnota plastflöskur S0d-2 lítra. Einnota glerflaskur fyrir öl og gosdrykki. Margnota ölflöskur (bjórflöskur). Áfengisflöskur. Á allar ofangreindar umbúiir er lagt 6 kr. skilagjald sem er endurgreitt við móttöku í Endurvinnslunni hf. eða hjá umboðsaðilum um allt land. ImttVimiAKHf Nýll úr notuðu! um og sýndi skyggnur með dæm- um þar um. Þetta voru myndir af rofabörðum, áfoksgeirum, rof- dílum, vatnsrásum, skriðum, jarðskriðsstöllum og auðnum. Er beit á auðnum alltaf ofbeit? Ólafur segir í fyrirlestri sínum: „Nýting gróðurs og jarðvegs á ekki rétt á sér þar sem mikil jarð- vegseyðing á sér stað eða þar sem land þolir nýtingu illa vegna hættu á eyðingu. Slík nýting er ekki sjálfbær. Því mun verða lagt til að þau svæði sem teljast hafa mikið rof verði friðuð þar til eyð- ingin hefur verið hamin og vist- heimt komin vel á veg. ísland er að langmestu leyti ógróið. Auðnirnar teljast algeng- asta rofmynd landsins. Á auðn- um eiga sér stað margvísleg rof- ferli, svo sem vindrof, vatnsrof og holklakinn mótar yfirborð þeirra. Beit á auðnum kemur í veg fyrir eða tefur náttúrlega framvindu gróðurs og vistheimt. Þar af leiðandi er það áleitin hugsun að beit á aunum sé alltaf ofbeit. Það er brýnt að marka stefnu er varðar nýtingu auðna þar sem tekið er tillit til jarðvegs- eyðingar og gildi landsins til upp- græðslu. Mörgum spurningum er ósvarað, til dæmis þessari: ef beit á aunum er óæskileg, hvenær er hlutfall auðnar það mikið á land- inu að það ætti að friða? Það er orðið brýnt að viðhorf til nýtingar á auðnum landsins verði rædd á breiðum vettvangi. Ef til vill kemur að því að gerð verður krafa um samfellda gróð- urhulu á landi sem nýtt er til beit- ar. Kostur við slíka stefnu er að auðnir landsins ásamt eyðingar- svæðum myndu njóta verndar uns eyðingin er stöðvuð og landið grær upp. Þar með talið yrði mest allt hálendi landsins. Eigi að síð- ur er hægt að hafa reglurnar mjög einfaldar og auðveldar í notkun. Reglur sem þessar væru bændum mjög í hag, því ábyrgðin flyttist fyrst og fremst til þeirra, og auð- veldara verður fyrir þá að sækja um stuðning til landgræðslu og landbóta. Hvað svo sem þessum hug- leiðingum líður, þá er brýnt að marka stefnu er varðar nýtingu lands sem einkennist af ógrónu landi. í auðnum landsins felast mikil náttúruverðmæti.“ Bitinn melur bindur lítinn sand Á ráðstefnunni komu menn hver á eftir öðrum upp og brugðu skýru ljósi á landeyðinguna í máli og myndum, og þegar ráðstefnu- gestum voru gjörsamlega að fall- ast hendur yfir ástandinu komu aðrir og ræddu hvað væri til ráða. Grípum niður í ræðu Andrésar Arnalds frá Landgræðslu ríkis- ins: „Gróður sem eftir stendur á svæðum sem eru að breytast í auðn er mikilvægur til að tryggja sjálfgræðslu landsins. Slíkur gróður er miklu verðmætari sem frægjafi en til áframhaldandi beitar. Melgresið er eina plantan sem við getum notað til að hefta sandfok. Fé sækir mjög í melinn fyrri hluta sumars, ekki síst á jörðum eyðingarinnar þar sem áfoks gætir. Bitinn melur bindur lítinn sand. Beit hefur einnig mikil áhrif á fræmyndun melgres- isins. Við friðun margfaldast fræsetan. Mikilvægt er að þær til- tölulega fáu plöntur sem ná að komast upp við erfiðar aðstæður nái að dafna og þroskast. Eitt strá getur fljótlega orðið að væn- um melhól. Melgresið getur bundið mikinn sand. Ég tel því mögulegt að hefta meginhluta þess sands sem er á leið ofan af öræfunum og ógnar víða gróðri. Sandurinn á að geta myndað jarðveg með líf- rænum efnum sem falla til þegar melgresið hefur numið land. Nýju raðsáningarvélarnar hafa breytt mjög viðhorfum til þess umfangsmikla verkefnis sem er framundan við stöðvun eyðingar. Vélarnar eru fjölhæfar og afkasta- miklar. Nú er brýnast að nota þær á eyðingarsvæðum til að sá melgresi í varnarbelti þvert á ríkjandi vindátt og hefta þannig sandinn áður en hann berst of nálægt gróðurlendunum. íslenska melgresið er einstakt að því leyti að það getur þrifist ágætlega allt frá sjó og inn að jöklum, það hefur dafnað í 830 metra hæð við Kverkfjöll. Vinna við stöðvun eyðingar gæti hentað mörgum bændum vel til að drýgja tekjur nú á tímum versn- andi afkomu í hefðbundnum landbúnaði. Mest áríðandi verkefnin á Norðausturlandi Landgræðslan er nú í viðræðum við sveitarstjórnir um friðun mikils hluta miðhálendisins. Svo fátt fé gengur á mörgum þeim svæðum sem þarf að friða að þau Páll Sveinsson, vél Landgræðslunnar. raðsáningarvélar við að sá melgresi í Nú eru miklar vonir bundnar við nýjar varnarbelti á eyðingarsvæðum. Frá ráðstefnu Húsgulls á Húsavík. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flytur ávarp. Mynd: IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.