Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 7 Mynd: Grímur Bjamason, rekur eigið Ijósmyndastúdíó. Blaðaljósmyndasýning í íþróttahöUiimi Sýningin Biaðaljósmyndir 1991 er nú kominn frá Lista- safni ASI í anddyri Iþróttahall- arinnar á Akureyri. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá bestu blaða- og fréttaljós- myndir nýliðins árs og verður sýningin aðeins opin í tvo daga, í dag kl. 12.30-21 og á morgun kl. 12.30-19. Þetta er annað árið í röð sem Blaðamannafélag íslands og Blaðaljósmyndarafélag íslands standa fyrir sýningu á blaðaljós- myndum nýliðins árs og sam- keppni í tengslum við hana. Við opnun sýningarinnar í Listasafni ASÍ voru veittar viðurkenningar fyrir bestu myndina í hverjum efnisflokki og „Mynd ársins 1991“ jafnramt útnefnd. Mjög góð aðsókn var á sýning- una fyrir sunnan og var hún framlengd. Þótti sjálfsagt að gefa fleirum kost á að sjá þessar ein- stöku ljósmyndir og réðst Áhuga- ljósmyndaraklúbbur Akureyrar í það verk að fá sýninguna norður í samvinnu við Blaðamannafélag- ið og Blaðaljósmyndarafélagið. Þetta er í fyrsta sinn sem blaða- ljósmyndasýningin er sett upp á Ákureyri. Hér á síðunni má sjá nokkur sýnishorn af myndunum á sýning- unni. SS Mynd: Gunnar V. Andrésson, Ijósmyndari á DV. Mynd: Kjartan Þorbjömsson (Golli), Ijósmyndari á Degi. ’ Mynd: Rúnar Þór Bjömsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri. Mynd: Einar Ólason, Ijósmyndari á Pressunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.