Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Brot ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon Góðar kýr gátu orðið betri Víkingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, fæddur 1899. Nautið var ljósmyndað á búfjársýningu, sem var haldin á Akureyri árið 1904. Stórhyrnd kýr á Möðruvöllum í Hörgárdal 1949. Skjöldur Reykdal N3, fæddur 1945 að Einarsstöðum í Reykjadal. Ekki verður gripið niður í bændasöguna nema líta aðeins yfir sögu nautgriparæktarinnar, en vart verður sagt að markviss ræktun hafí hafíst fyrr en á þessari öld og þó ekki sé liðinn lengri tími þá er úr miklu efni að spila og sennilega efni í heilar bækur. Hér verður því aðeins um lítiö brot að ræða. Þegar augum er rennt yfir hlut nautgripastofnsins í sögum vorum er auðsætt að til hans var ekki efnt til mjólkurframleiðslu. Kjötið og skinnin var það verðmæti sem keppt var eftir. Gamlir uxar voru hinar virðulegustu vinagjafir, enda metfé. Hins mun ekki getið að kýr hafi þótt fullkosta til slíks og mjólkurlagni þeirra lítt á lofti haldið. Meðferð var líka slík að ekki var að vænta hárra nytja. Þó voru kýr taldar til málnytupen- ings, enda talað um kýr „á stöðli“. Hitt mun hafa verið aðalatriðið að hafa þær til þess eins að ala upp ungneytin og þekkt að reka þær í afrétt til að létta á heimahögum. Sjálfsagt hefur það tekið aldir að koma þjóðinni að fullu í skiln- ing um gildi kúamjólkur til bjarg- ráða. Má ætla að útmánaða- hungrið hafi orðið drýgsti kennar- inn, enda hefur hungur kennt margt bjargráð sem dugað hefur. Hver meðalkýmyt hefur verið á fyrstu öldum íslandsbyggðar verð- ur ekki sagt. Trauðla hefur hún verið yfir 1000 lítrar. Búalög frá 16. öld segja að það sé að fom- gildu kölluð leigufær kýr sem kemst til 6 marka mjólkur, þá hún sé best, eður mjólki hún 5 merkur á sumri jöfnum mjöltum. Fullgild var og sú kýr talin á 12. öld sem var héraðsræk á far- dögum og skilaði kálfsmála þ.e. fóðraði kálfinn þokkalega. Bendir þetta til að rýrari gripir hafi þekkst. Sumir eignuðust betri kýr en aðrir Eftir að augu manna opnuðust fyr- ir gildi mjólkurinnar í baráttunni við útmánaðahungrið, skildist þeim að það bjargráðið væri von- laust nema til kæmi bætt meðferð. En slík sinnaskipti tóku langan tíma og trúlega aldir og þótt reynsla kynslóðanna sannaði gildi mjólkurinnar, munu draumar um kynbætur vart hafa hvarflað að mönnum hér svo teljandi væru fyrr en á 19. öld. Gögn munu þó finnanleg fyrir því að erlendur búpeningur hafi verið fluttur inn á 18. öldinni og að sjálfsögðu í kynbótaskyni. Raunasaga innflutnings á sauðfé er þekkt, en engin dæmi hlið- stæðra slysaskrefa í sambandi við innflutning nautgripa mun vera til. Hitt er svo annað mál að ekki mun vera unnt að benda á einstaklinga sem raktir verða að ætt eða útliti til þessa innflutnings. Eftir að tekið var að leggja stund á mjólkurframleiðslu allt árið hlutu augu manna að opnast fyrir mismunandi eðliskostum ein- staklinga. Ekki verða þó sönnur á það færðar að til kynbóta hafi ver- ið efnt sem slíku nafni getur nefnst og er víst að kynstofninn sveigðist í áttina að því marki sem kröfur voru gerðar til af hverrri kynslóð. Alltaf hafa verið til ein- staklingar sem augu höfðu opin fyrir slíku. Þeir eignuðust betri gripi en fjöldinn og til þeirra var seilst um lífdýr. Mun því víst að íslenski nautgripastofninn hafi verið um síðustu aldamót meir sveigður til mjólkur en holda. Það kom einnig í ljós að þegar farið var að veita honum athygli að inn- an hans voru einstaklingar sem telja mátti ágæta. Markvisst starf var það sem þurfti Ekki verður því neitað að upp úr síðustu aldamótum skipuðust ýmsir þeir menn í forystulið þjóð- arinnar sem augu höfðu opin fyrir þeim hræringum sem varð vart í þjóðháttum grannþjóða vorra, einkum þó um Norðurlönd. Þeim er þá stóðu fremst var það ljóst að lítt myndi þar ávinn- ast ef ekki væri gripið til sam- hjálpar um lausn málanna og var þá efnt til ýmissa þeirra samtaka í búnaðarmálum sem enn er búið við. Meðal þessa voru nautgripa- ræktarfélögin. Það var árið 1902 sem Guðjón Guðmundsson frá Finnbogastöð- um réðst í þjónustu Búnaðarfélags íslands sem ráðunautur þess í bú- fjárrækt. Það sama ár birti hann í Búnaðarritinu frumvarp til laga fyrir nautgriparæktarfélög. Þar segir í fyrstu gr. að tilgangurinn sé að bæta kúakynið þannig að það með sem minnstu fóðri gefi sem mesta og besta mjólk og sé hraust og samkynja að útliti og einkenn- um, með fast arfgengi. í 2. gr. fer svo Guðjón út í byggingu gripa, uppeldi kálfa, meðferð, mjaltir, fóðrun, leiðbein- ingastarfsemi, húsakynni og sýn- ingar. Voru þessar tillögur hans byggðar á fyrirmyndum sem hann hafði kynnst í Danmörku og sem hann sneið að íslenskum staðhátt- um. Ekki er með öllu hægt að segja að tilraun Guðjóns hafi vakið mik- ið umrót en þó mun hafa verið efnt til nokkurra félagsstofnana á grundvelli þessara tillagna, því að- eins voru það tvö félög sem komust svo langt að senda skýrsl- ur fyrir árið 1903-4. Samtals voru bændur þessara félaga 29 og áttu þeir alls 89 kýr og var meðalnyt þeirra 2339 kg. Þá var aðeins eitt heimili sem gat skilað fitumæling- um, en það var Birtingaholt í Ár- nessýslu. Reyndist fitan þar 4,2 % sem er nokkuð athyglisvert. Má þess geta að engin ástæða er til að efast um að mælingin hafi verið rétt því hana framkvæmdi H. Grönfelt mjólkurfræðingur. Hugsjónamenn komu ýmsu til leiðar Næsta ár voru félögin orðin 7 og félagsmenn 260 og áttu þeir til samans 831 fullmjólka kú. Þrjú félög önnuðust þá fitumælingu, en naumast verður sagt að þess byrj- un hafi verið meir en vísir að því sem Guðjón dreymdi um. Þessi félagsskapur var íslenskum bænd- um fjarrænn og framandi og reyndist hann skrefstuttur í önd- verðu. Beið þessi viðleitni hinn mesta hnekki við fráfall Guðjóns 1908. Við starfi han tók þá Sigurður Sigurðsson frá Langholti og hafði það á hendi í eitt ár. Síðan var það Ingimundur Guðmundsson, en hans naut aðeins við um tveggja ára skeið. Féll það þá enn á herðar Sigurðar sem hafði það á hendi til dauðadags 1926. Tók Páll Zóph- oníasson við starfinu 1928 og hafði það á hendi þar til Ólafur E. Stefánsson byrjaði 1952. Þegar Páll kom til starfa hjá fé- laginu var hann nákunnugur starf- semi þess á sviði nautgriparæktar og staðháttum víðsvegar um land. Hann hafði yfirfarið allar skýrslur og lagt út af þeim í ræðu og riti, skrifað fræðilegar greinar um bú- fjárrækt og hvatt bændur og nem- endur í bændaskólum til að bæta búfé sitt, einkum nautgripina með kynbótum og auka arðsemi þess með bættri fóðrun og aðbúð. Þessu starfi hélt hann ótrauður áfram. Starfandi nautgriparæktarfélög voru 23 árið 1927, en árið eftir var stofnun 26 til viðbótar í undirbún- ingi. Vann Páll af eldmóði að stofnun þeirra og fékk marga menn til liðs við sig. Það ýtti und- ir áhuga á þessu að í undirbúningi var stofnun mjólkurbúa í þeim héruðum sem urðu helstu mjólk- urframleiðslusvæðin. Hafði Páll þegar áhuga á að koma á sam- vinnu milli sín og mjólkurbúanna um nautgriparæktunina. Var áhugi og forganga Jónasar Kristjánsson- ar mjólkurbússtjóra á Akureyri ómetanlegur stuðningur við þessi mál í Eyjafirði. Mikið var ritað og rætt Páll skrifaði mikið í Búnaðarritið um íslensku kýmar og em til eftir hann margar merkilegar greinar. M.a. talar hann um liti og stærð þeirra, en um það leyti sem hann byrjaði mældi hann 5000 kýr með sænska málbandinu „Arax“ til að fá vitneskju um hve stórar þær væm. Áður hafði hann vigtað þær á stórgripavog og vissi því að þetta málband átti ekki bara við sænskar kýr, heldur mátti og nota það á þær íslensku. Léttasta kýrin sem hann mældi var 240 kg og sú þyngsta var 390 kg. Meðalkýrin var þá 338 kg að lifandi þunga. Tuttugu ámm síðar er hins vegar meðaltalið orðið 360 kg eða nokkuð meira og þakkaði hann það mun betri meðferð og betra uppeldi á gripunum. Á sama tíma fjölgaði kollóttum kúm úr 56% í 70% í félögunum. Páll talaði síðan um litina í Búnaðarritsgrein 1948 og sagði að allir kúalitimir gætu verið með mismunandi blæbrigðum, en at- hyglisvert væri að í byrjun aldar- innar hefðu ekki verið þrjár kýr eða fleiri með sama litinn í ís- lenskum fjósum. Venjan hefði verið sú að þær hefðu mismunandi liti. Hins vegar var þetta orðið allt öðmvísi tæpum fimmtíu ámm síð- ar þegar allt upp í tíu eins litar kýr sáust á sömu bæjunum. Auk þessa talaði hann um lita- samsteypur og oft væm þá hvítir flekkir á kúnum. Skjöldótti litur- inn hefði ákveðin heiti eftir því hvar bletturinn væri á kúnni. Þeg- ar hvítu flekkimir væm á höfði kýrinnar þá væri hún kölluð baug- ótt, húfótt, krossótt, hjálmótt, kinnótt, bíldótt, stjömótt, mánótt, og blesótt og þá oft gefið nafn eft- ir litnum. En væm hvítu flekkimir á sjálf- um skrokknum, þá væri talað um síðóttar, huppóttar, hryggjóttar, kápóttar, dílóttar, dröfnóttar, skjöldóttar og flekkóttar kýr eftir því hvemig hvíti liturinn væri dreifður um kroppinn. Kýr með hvítan haladúsk köll- uðust oft týmr eða skottur og var nafnið dregið af litnum. Hefðu kýmar hvíta fætur eða hluta af þeim vom þær sagðar sokkóttar eða leistóttar og fengu oft nöfn eftir því. Á þessum tvflitum var ekki gerður greinarmunur í skýrsl- um og því ekki hægt að vita hver af honum var algengastur. En Páll gerði eigi að síður grein fyrir því að á hans fyrstu 20 ámm í naut- griparæktinni hefðu litir kúnna breyst. Rauðum og rauðskjöldóttum kúm fjölgaði á kostnað svartra og svartskjöldóttra kúa. Kolóttum kúm fjölgaði, bröndóttar kýr stóðu í stað. Þá fækkaði gráskjöldóttum og sægráum kúm og í gráa litar- flokknum vom 6,8 % kúa í stað 10 % áður. Fjósameistarar þurftu að vera góðir Þó mikið hafi verið rætt og ritað um gripina, þá var einnig ritað um þá sem störfuðu við þá þ.e. fjósa- mennina. Ámi G. Eylands skrifaði á þessum tíma grein sem hann kallaði „í fjósinu“ og sagði að lítið væri af kunnáttumönnum í starfi á þessu sviði. Fjósaverk væm ekki vinsæl né eftirsótt atvinna. Taldi hann að ótrúlega fáir ís- lendingar sem sótt hefðu starfs- menntun til annarra landa hefðu lært að hirða kýr og vinna öll fjósaverk eins og títt væri að vinna þau á fyrirmyndarbúum. Taldi hann og að aðeins einn mað- ur gæti talið sig „fjósameistara". Þessi staðreynd varpaði í hans augum nokkm ljósi á það hve langt væri enn að marki að fjós- verkin væru metin að verðleikum og illa gengi að fá fólk til þess að vinna þau. Úrbóta væri þörf og mikilvægt væri að fá fólk með þekkingu til þess að vera fjósa- meistarar og það væri fólk sem væri vel til verka fallið um þrifnað og menningarhætti. Ein leiðin væri að gera fjósin vistlegri bæði fyrir dýr og menn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.