Dagur - 04.04.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON
(Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Listagilið lýsandi dœmi
um hvað hœgt er að gera
Á málþingi um menningarmál sem
haldið var á Akureyri fyrir nokkrum
árum var sú hugmynd rædd hvort
ekki væri mögulegt að nýta yfirgef-
in verksmiðjuhús í Grófargili í þágu
lista og menningar. Athafnalíf í
Gilinu var þá óðum að slokkna.
Kaupfélag Eyfirðinga hafði flutt og
var að flytja starfsemi ýmissa
deilda í önnur og hentugri húsa-
kynni og eftir stóðu draugahús
sem störðu brostnum augum á
mannlífið í Kaupvangsstræti. Við
blasti að voldug húsin myndu
grotna niður og verða öllum til ama
uns þau yrðu loks jöfnuð við jörðu.
Hugmyndin um að gæða Gróf-
argil lífi á þennan hátt þótti æði
glannaleg en áhugi listamanna og
áhrifamanna hjá Akureyrarbæ var
vakinn og málið tók að þróast. Með
raunsæi að leiðarljósi sáu menn að
þetta var gerlegt og hugmyndin
fékk æ fleiri fylgismenn. Ekki þarf
að rekja þessa sögu nákvæmlega
hér en niðurstaðan varð sú að
Akureyrarbær keypti húseignirnar
af Kaupfélagi Eyfirðinga með það í
huga að breyta Grófargili í Listagil.
Bærinn seldi einstaklingum hús-
rými við sunnanvert Kaupvangs-
stræti þar sem áður voru Smjörlík-
isgerð KEA og Flóra. Endurbætur á
þessum húsum hafa gengið vel í
vetur og verða þau að öllum líkind-
um orðin bæjarprýði í sumar. Akur-
eyrarbær á enn rými í þessum hús-
um svo og mikinn húsakost í Sam-
lagshúsinu að norðanverðu. Eign-
arhluta bæjarins í Kaupvangs-
stræti 23 og jarðhæð í Samlaginu,
alls um 1100 fermetra rými, hefur
Gilfélagið fengið umráðarétt yfir
með samningi sem undirritaður
var í síðasta mánuði.
Samningur Akureyrarbæjar og
Gilfélagsins markar tímamót í upp-
byggingu Listagils. Gilfélagið mun
nú með stuðningi bæjarins ráðast í
endurbætur á húsunum sam-
kvæmt fyrirliggjandi teikningum
og leigja út rými til listamanna,
handverksmanna, veitingamanna
eða annarra sem sækjast eftir
aðstöðu í Listagili. Forsvarsmenn
bæjarins og Gilfélagsins lýstu yfir
mikilli ánægju með samninginn og
sögðu að uppbygging listamið-
stöðvar í Grófargili ætti ekki ein-
ungis eftir að efla menningu og
listir í bænum heldur hefði hún örv-
andi áhrif á atvinnulíf og ferða-
þjónustu.
Hin áður fjarlæga hugmynd um
Listagil er þannig að verða að
veruleika og á vonandi eftir að
verða mikil lyftistöng fyrir bæjarlíf-
ið. Auk húsrýmisins sem einstakl-
ingar hafa keypt og Gilfélagið hef-
ur umráðarétt yfir er stefnt að því
að listasafn Akureyrar verði í Sam-
lagshúsinu og eftir nokkur ár verð-
ur farið að huga að tónlistar- og
ráðstefnusal í Ketilhúsinu. Mynd-
listaskólinn á Akureyri er kominn í
gamla Sjafnarhúsið og vinnustofur
listamanna eru þar í bakhúsi. Tón-
listarskólinn er á næstu grösum,
hótel, veitingastaðir og verslanir.
Miðbær Akureyrar hefur alla burði
til að verða lífvænlegur staður sem
laðar að ferðafólk og eykur hróður
bæjarins.
Listagilið er lýsandi dæmi um
hvað hægt er að gera við hug-
myndir sem kvikna og óskandi er
að framkvæmdin takist vel og mál-
ið í heild verði til þess að örva
bæjarbúa til frekari dáða í framtíð-
inni. SS
tAKÞANKAR
Kristinn G. Jóhannsson
Yfirbótarskrif og
afsökunarbón
Nú fór í verra. Haldiði ekki að
ég sé farinn að móðga og særa
hið besta fólk úti í bæ með
þessum pistlum mínum eins og
t.d. þessum síðasta. Það var nú
ekki meiningin en svona fer
stundum þegar ákafinn er meiri
en vitsmunirnir þola.
Mér finnst samt rétt að ég
Ijúki umræðunni með dálítilli
samantekt til glöggvunar þeim
sem áhuga hafa á þessu sér-
staka málefni sem ég hætti mér
út í að ræða í síðustu pistlum
tveim.
Ég þóttist ætla að hafa skoð-
un á skólakerfinu, sem ég hefi
verið að velkjast í um hálfrar
aldar skeið. Mér hefur senni-
lega farist þetta heldur óhönd-
uglega.
[ fyrsta lagi taldi ég að nú
kæmi til álita að stytta grunn-
skólann um eitt ár og í öðru lagi
að nýta skólatímann betur en
nú vill verða raunin á.
Til þess að slíkt tækist taldi
ég að þyrfti að ákvarða nánar
hvert ætti að vera hlutverk skól-
ans annars vegar og heimilisins
hins vegar. Þá verður einnig að
kanna hvern hlut stjórnvöld
ætla sér í uppbyggingu og
skipulagi skólastarfs.
Eg læt mér detta I hug að við
getum orðið sammála um að
sterk fjölskylda sé besti bakhjarl
uppeldis. Samstarf skóla og
heimilis er undirstaða vel-
heppnaðs skóla og uppeldis-
starfs. Þegar ég tala um að
ákvarða þurfi nánar verkaskipt-
inguna á milli þessara aðila á
ég beinlínis við aö við horfumst
í augu við þann raunveruleika
sem við búum við núna og hög-
um okkur samkvæmt því og
reynum að breyta starfsháttum
í samræmi við líf fólksins eins
og það er. Breytingin ætti að
hafa að markmiði að styrkja
bæði skólann og fjölskylduna.
Hvað ætli oft hafi verið kvak-
að um samfelldan skóladag,
skólamáltíðir og einsetna skóla
svo nokkur atriði séu nefnd sem
að skólunum snúa. Það miðar
grátlega hægt.
Ég taldi líka í grein minni að
bæta þyrfti kjör kennara veru-
lega og þar með auka enn kröf-
ur til þeirra um uppeldi og
kennslu.
Um þetta erum við sammála,
mín gáfaða þjóð, en ef til vill
greinir okkur á um hvar á að
byrja og hvernig við eigum að
bera okkur til að þoka þessu
áleiðis.
Mér varð það á síðast að
svara dálítið hastarlega grein
sem Kristján fréttastjóri skrifaði
undir fyrirsögninni „Kennsla
fellur niður í dag vegna...! hann
leggur þar út af karpi heldur
ógæfulegu sem uppi varð milli
kennara og menntamálaráð-
herra og telur margt af því sem
Ólafur Garðar segir sé rétt án
þess að tiltaka frekar hvaða
atriði það eru nákvæmlega.
Það á auðvitað hver rétt á skoð-
un sinni í þessu efni sem öðru.
Ljóst er þó að hann telur
kennara nýta skólatímann illa
og leggur þess vegna m.a. til:
„Þá er aftur hægt að nota
sumarið til undirbúnings skóla-
starfsins og jóla- og páskafrí til
frekara skipulags, gerist þess
þörf.“ Kristján segir svo í síðari
grein að um þetta sé margt fólk
úti í bæ honum sammála.
Þetta er þó altént byrjunin.
Þegar nú hópur foreldra er
sammála um að svona skuli
staðið að fyrstu umbótum á
skólakerfinu þá á það auðvitað
að vinna að því með tiltækum
ráðum. Foreldrar eiga hægan
aðgang að skólunum í gegnum
foreldrafélög og geta þar komið
skoðunum sínum og umbótatil-
lögum á framfæri og unnið þeim
fylgi. Það á Kristján auðvitað að
gera og gerir vafalaust og allir
hinir foreldrarnir. Eins og ég
hefi áður lýst í þessari grein tel
ég aðrar breytingar eins og t.d.
samfelldan skóladag og máltíð-
ir í skólanum brýnni mál að
hefja starfið á en ekki er þar
með sagt að nokkur sé mér
sammála um það.
Ég vil þess vegna leyfa mér
að hvetja foreldra til að flykkjast
nú til starfa í foreldrafélögunum
og vinna þar með skólastjórn-
endum og jafnvel kennurum aö
bættu starfi skólanna og viðun-
andi aðstöðu fyrir þá sem í
skólunum vinna, nemendur og
starfsfólk. Hver veit nema kenn-
arar vinni þá samviskusamlega
næstu jól og páska!
Ég vil svo að lokum biðjast
afsökunar á því ef ég hefi hald-
ið því fram að elskuleg konan
hans Kristjáns vinni utan heimil-
is. Aðrar ítarlegar upplýsingar
um heimilishagi Kristjáns sem
hann sendi mér til fróðleiks eru
svo utan við þetta mál.
Ég lét þess getið þegar ég
hóf þessi skrif að maður ætti
auðvitað aldrei að hafa skoðun
á því sem maður þekkir. Ég er
enn sannfærðari núna.
[ Guðs friði.
Kr. G. Jóh.